Alþýðublaðið - 21.05.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.05.1942, Blaðsíða 7
Fúnmtudagur 21. maí 1M2. AUÞÝÐUBLAÐIÐ iBærinn i dag. s i NæturLæknir er í nótt María Hallgrímsdóttir, Grundarstíg 17, simi 4384. Nœturvörður er í Ingólfs-Apó- teki. ÚTVARPIÐ: 12.15 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 20.00 Bréttir. 20.30 Útvarp frá Aiþingi. Seinasta sundmótið í vor verður í kvöld í Sundhöllinni kl. 8.30. Þar verður keppt til úr- slita í sundknattleiksmeistaramót inú. Keppa Ægir og A-lið Ár- manns um fyrsta sætið og K.R. og B-lið Ármanns um þriðja sastið. Auk þess verður keppt í 50 m. skriðsundi og taka þátt í því 10 fljótustu sundmenn landsins. M. a. þeir: Stefán Jónsson (Á.), Hörð- nr Sigurjónsson (Æ), og Rafn Sigurvinsson (KR). Þá verður keppt í 50 metra bringusundi drengja iiuian 16 ára og 100 m. skriðsundi drengja innan 16 ára. Áhugi manna fyrir sundknattleik hefir mjög farið í vöxt síðustu ár- in, enda er hún hin skemmtileg- asta íþrótt. Ættu menn ekki að setja sig úr faari að sjá þetta síðasta sundmót vorsins. Elzti Daninn á íslandi. Sophus H. Holm, fyrrv. faktor og póstafgreiðslumaður, nú til heimilis á Njálsgötu 52 A varð 85 ára í gær, 21. maí. Hann mun vera elzti Dani búsettur hér og kom hann hingað til lands á afmælis- degi sínum, árið 1898 og hefir því dvalið hér á landi í 44 ár. Hann hefir alla tíð átt miklum vinsæld- um ag fagna hér á landi. Frá Rauða Krossi íslands. Eins og skýrt hefir verið frá áð- ur í flestum blöðum bæjarins, á- kvað Ameríksld Rauði Krossinn s.l. vetur að senda Rauða Krossi íslands að gjöf mikið af alls konar hjúkrunar- og sjúkraútbúnaði. — Mest allt af vörum þessum mun nú komið til landsins og hefir uppskipun á vörunum staðið yfir undanfama daga. Mun blaða- mömium verða gefin kostur á að sjá hjúkrunargögn þessi strax og þau hafa verið tekin úr umbúðum og komið fyrir þar, sem þau verða geymd. Axel Andrésson knattspyrsnukennari hefir að undanförnu dvalizt í Suður-Þing- eyjarsýslu og kennt þar knatt- spymu. Tvö némskeið voru hald- in, annað í Mývatnssveit, en hitt á Húsavik. í námskeiði Mývetn- inga tóku þátt 37 piltar, en 85 á Húsavík. Námskeiðin voru haldin að tilhlutun íþróttasam- bands Þingeyinga. Þrír skotnix enn í Frakklandi. Þríá gíslar hafa enn verið skotnir í Frakklandi, tveir fyrir aðstoð við brezkan hermann, einn fyrir skemmdarverk. Skammt frá Notre Dame kirkjunni hefir verið gerð árás á þýzkan liðsforingja. Öll olía hefir nú verið tekin úr frönsku skipunum í Martini- que. Bretar gera anknar loftárásir í Bnrma. ; > (. V!,' . • í Burma hafa flugvélar brezka flughersins sig æ meira í frammi og gera hverja árás- ína. á stöðvar og flugvelli Jap- ana á fætur annarri. Hafa á- rásir þeásar gert Japönum margá skiúveifu og gert þeim erfitf' fyrir á flugvöllunum -- sem árásirnar hafa verið gerð- ar á. Rikisstjórnin auglýsir á ¥egna aðgerða ameríska hersins RÍKISSTJÓRNIN birti í Lögbirtingablaðinu, sem út kom í gær tiikynn- ingu um að stór hluti Reykjanesskagans væri" á- kveðið bannsvæði, vegna að- gerða herjanna þar. Verða menn því að gæta varúðar við því að ferðast um skagann í sumar, eins og venja margra hefír þó verið, eftir að sumarferðalög hafa byrjað. Hér fer á eftir næstum því orðréttur útdráttur úr tilkvnn- ingu ríksstjórnarinnar: „í því skyni, að amersíka htern- um megi takast að verja ísland og draga sem mest ur áhættu landsmanna, er aðeins takmörk- uð umferð leyfð um svæði á Reykjanesi. Á Reykjanesi norðvestan- verðu allt það svæði, sem af- markast af línu dreginni yfir nesið, og liggur hún þannig: hefst í Litlu-Sandvík og liggur þaðan austur á við h. u. b. 6,3- km. til staðar, sem Uggur um 1 km í suður frá Sandfelishæð, þaðan í norðaustlæga átt h. u. b. 13. km. vegalengd upp á brún hæðar þeirrar, er nefnst Litla Skógfell, þaðan í norðurátt h. u. b. 6.3 km. vegal. til strand- arinnar skammt innan við Grímshól á Vogastapa. Land það sem aðeins tak- mörkuð umferð er leyfð um, skal ekki taka yfir Innri Njarð- vík. Ytri Njarðvík, Keflavík, Leiru, Garð, Sandgerði, Hvals- nes, Stafnes, Hafir, né heldur tiltekín landsvæði ræktuð eða umbætt og eru þau sýnd utan merkjalínu greinds svæðis á uppdrætti, sem er birtur með tilkynnin gunni. Auk þess eru neðangreindir vegir innan svæðis umferðatak- mörkunarinnar undanskildir takmörkuninni. 1. Vegurinn um Njarðvíkúr, Keflavíkur, Leiru, Garð, Sand- gerði og Stafnes. 2. Vegurinn frá Innri-Njarð- vík til Hafna. 3. Vegurinn til Grindavíkur. Landamerki þessara kaup- túna og svæða verða auðkennd eð staurum máluðum rauðum og hvítum. Allir þeir staðir þar sem tæki eru sett upp, mannvirki reist eða hernaðarstörf framkvæmd, iiman þess svæðis, sem aðeins takmörkuð umferð er leyfð um, eða eru afgirtir og merktir sem slíkir ,eru bannsvæði. íslendingar mega ekki fara inn á áðurnefnd svæði, sem bönnuð eru eða aðeins leyfð takmörkuð umferð um, nema þeir hafi í höndum tilhlýði- leg vegabréf. Vegabréf sam- þykkt af íslenzku ríkisstjórn- inni fást, þegar um þau er beðið hjá bæjarfógetanum í Hafnar- firði og lögregiustjóranum í Keflavík, og munu þeir leið- beina umsækjanda til hiutað- eigandi ameríks starfsmanns. Umsökninni skuli fylgja tvær myndir af umsækanda, .5x5 cm. á stærð^ Umsóknin skal tilgreina þann, sérstaka hluta talemarkaðs eða bannaðs svæðis, sem umsækjandinn óskar að fara um, og sömuleiðis á hvaða tíma eða tímum og í hverjum tilgangi hann hyggst að fara þar inn. Sá sem fer um takmark 1 aða syæðjð skal ávalt bera á sér vegabréf sitt. Er.gar ljósmvndavélar eða myndatökuáhöld má fara með inn á, takmarkað eða bannað svæði. né geyma þar. Vegabréf þurfa íslendingar ekki til þess að ferðast um neð- angreinda yegi: 1. . Veginn um Njarðvík, Keflavík, j Leiru, Garð. Sand- gerði. og Stafnes. 2. Veginn frá Innri-Njarðvík til Hafna. 3>.Veginn til Grindavíkur. Þar sem vegir þessir liggja um þau svæði. sem umferð er takmörkuð um, er friálst að fara um veginn, en hvorki má farartæki né maður staðnæmast þar né dvelja/ Islenzkar flugvélar mega ekki fljúga vfir áðurgreind svæði, sém umferð er takmörkuð um, og eigi nær þeim en í 24 km. fjarlægð. r Það tUkynnist hér með að ekkjan GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Saurbæ í ölfusi andaðist ó Elliheimilmu Grund 20. maí. Aðstandendur. Maðurinn minn \ GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON andaðist í gænnorgun. Lóra Jóhannesdóttir. Jóhannes Páimason cand. theol. var vígður s.l. sunnudag til Staðarprestakalls á Súgandafirði. Vígslan fór fram í Akureyrarkirkju að aflokinni há- degisþjónustu og framkvæmdi sr. Friðrik Rafnar vígslubiskup hana. NOREGSSÖFNUNIN. Framh. af 2. síðu. Hafnarfirði 1.718. Merkjasala á Selfossi 100. N.N. 5. E.H. 50. Edda h.f., Laugav. 1, 100. Fr. Bertelsen og starfsfólk 712. Gunnar Guðjónsson 1.000. Garðar Gíslason og starfsfólk 735. Veiðarfæraverzl. Geysir pg starfsfólk 860. Ól. Gíslason & Co. h.f. 500. H.f. Fiskimjöl 250. Líftryggingafélagið And- vaka 1.000. Merkjasala: Akra- nes: 730; Borgarnes: 429. Grindavík 204. Afhent af Mgbl. 2.560. Lúðrasveit Reykjavíkur lék án endurgjalds; einnig söng kvartettinn á Hótel Borg fyrir ekkert og forstj. Iðnó lánaði húsið án endurgjalds. Allir, sem aðstoðuðu við söfnunina unnu án endurgjalds og ísafoldar- prentsmiðja gaf prentun merkj- anna. H AFNARFJÖRÐUR. Frh. af 2. síðu. Hafnarfirði, að ekkert sæmilegt leiksvið hefir verið þar til. Niðri verður og stórt and- dyri og salur fyrir veitingar. skála. Uppi verða svo mörg skrif- Eyru hersins. Þetta áhald er til þess að hlusta eftir flugvélum og er það gert úr mjög fáum hlutuim. Slík áhöld eru nú mikið notuð alls stáðar, þar sem 'búast má við loftárásum. stofuherbergi fyrir starfsemi bæjarins, svo og salur, þar sem bæjarstjóm gétur haldið funai sína. Sigmundur Halldórsson arki- tekt hefir gert teikningar að þessari byggingu og hefir ver- ið gert ráð fyrir, að hún muni kosta uppkomin yfir hálfa milljón króna. Ný tjóðabók eftir Magnns Gfstason kom út i nýlega. Magnús gíslason skáld. sendi frá sér nýja Ijóðabók í gær. Hún heitir mjög látlausu nafni, aðeins „Ljóð- mælV‘, og er 6 arkir að stærð. Magnús Gíslason er nú orðinn 61 árs að aldri. Hann hefir ort Ijóð frá barnæsku. Hann/hefir sent frá sér márgar ljóðabæk- ur, flestar litlar. Fyrsta bók hans kom út árið 1906 og hét Morgunbjarmi. Önnur kom út 1910, var það allmikill Ijóða- flokkur og hét Vídalín á Þing- völlum. Þriðja kom út 1914, — var það einnig kvæðaflokk'ir í ádeilustíl og hét Ábyrgðin. Þriðja kom út 1916 og hét hún Rúnir. Sú fjórða kom út 1921 og hét Bergmál. Þessar bækur munu nú allar vera orðnar.ó- fáanlegar. í hinni nýju ljóðabók Magn- úsar eru mörg fögur ljóð. Tón- skáld hafa samið lög við mörg kvæði Magnúsar ,enda eru þau mjög vel fallin við söng. Allir kannast við kvæði hans: „Nú ríkir kyrrð í djúpum dal“ — og hefir Árni Thorsteinsson samið lag við það. Sigurður Þórðarson hefir samið lag við kvæði hans: „Stjarna stjömu fegri,“ Karl O. Runólfsson hef- ir samið lag við kvæðið: “Álfa- mærin“ og Friðrik Bjarnason við kvæðið: „Nú þyngir í lofti.“ Öll þessi kvæði eru í hinni ný- útkomnu ljóðabók Magnúsar. Magnús Gíslason er þúsund- þjalasmiður. Hann hefir ekki lifað á ljóðagerðinni. Margt hefir hann unnið: Hann hefir verið ljósmyndari, rafmagns- maður, málari, verkamaður og fjölda margt annað. En nú er X hans biluð, svo að hann orðið að draga af sér. 39 börn voru fermd s.l. Siglufjarðarkirkju. sunnudag í Hallgrimskirkja í Saurbæ: Móttekið áheit frá ögm. Þor- kelssyni kr. 5.00. Kæra þökk. Ásm. Gestsson. r ! ■ h V ji'.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.