Alþýðublaðið - 23.05.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.05.1942, Blaðsíða 3
Xjaugardagitr 23. niaí 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ Látlansir bardagar á vigstoðv- ímum við Kharkov og Izyum. Víglinan er eins og S i laginu um Kharkov, Krasnograd og Izyum. Verður oýja f lng vélin skírð „Fálki“? BlaðamODnmn boðið i flngferö. JO LVGFELAG ÍSLANDS -* bauð í gær blaðamönnum að skoða nýju flugvélina, sem er óskírð, en að líkindum verð- ur kölluð Fálki. Síðan var flog- ið með blaðamennina yfir bæ- inn og nágrenni hans. Um sjálfa flugvélina er ó- þarfi að fjölyrða, flestir hafa séð hana á flugi, og þeim fjölg- m með hverjum deginum, sem líður, sem fljúga með henni. Þegar blaðamennirnir komu að flugvélinni, var hún ný- komin norðan frá Akureyri með farþega. Flugmaðurinn, Örn Johnsson, stóð við flugvélina og var hann í gráum einkennisbún ingi með merki flúgfélagsins í húfunni. Fjórir menn voru að vinna við flugvélina, athuga að allt væri tilbúið fyrir næsta flug. Sex sæti eru í flugvélinni, þægileg og góð, rétt eins og það væri í bezta bíl. Fyrir hvern farþega er tvöfaldur bréfpoki frá KEA á Akureyri, ef ,,flugveiki“ gerði vart við sig, það' mun einu sinni hafa komið fyrir í þessari flugvél. Flugveikin er jafnvel sjald- gæfari en bílveiki, en allur er varinn góður.Loftræsting er á- gæt í flugvélinni. Ferð í flugvélinni er mjög sambærileg við ferð í bifreið og sízt jSþægilegri. Menn fá brátt þá tilfinningu, að loftið sé ekki ,,ekki neitt,“ eins og margir halda, heldur er til „gott flug- loft“ og „vont flugloft," rétt eins og góður vegur og vondur vegur. Hitt er ánægjulegt, að hér á landi verða menn miklu sjaldnar varir við „vonda loft- ið“ en vondu vegina. . Það eru þægindi, sem okkur mun varla hafa dreymt um fyrir nokkrum árum, að geta borðað morgunverð í Reykja- vík og hádegisverð á Akureyri, enda hefir margur maðurinn, sem þurfti að komast fljótt á milli, þakkað blessaðri flug- vélinni fyrir, að svo gat orð- ið. Allmörg ungbörn, sem vart hefðu þolað skipsferð eða bíl- ferð norður, hafa farið með flugvélinni og haft hina mestu ánægju af. er al' larlegt, segir Roose- velt. ROSEVELT FORSETI sagði fr)á því f Washington í gær, að skipatjónið væri enn mjög mikið vandamál fyrir Þjóðverjar taka enn 20 OOO fanga á Kerciitanga. O- EITIR VINDAR blása yfir sléttur Ukrainu og rykský -*■ þyrlast upp, er tugir og hundruð skriðdreka aka fram til orrustimnar. Fallbyssudrunurnar bergmála í sífellu og öðru hverju heyrist slitrótt hljóðið úr vélbyssunum. — Þannig Iýsir fréttaritari einn vígvöllunum í Suður-Ukra- inu, þar sem geysilegar orrustur eru háðar milli þúsunda- herja Þjóðverja og Rússa. Víglínan er eins og S í laginu. Nyrst, við efri endann á S-inu, er barizt skammt frá Karkov, og herma óstaðfestar fregnir, að Rússar hafi brotizt inn í innstu varnarlínur borg- arinnar. Sunnar (á vinstri bugðunni á S-inu hafa Rússar farið framhjá Kharkov og riálgast borgina Krasnograd, en þar fyrir sunnan snýst blaðið við. Þar kemur sókn von Bocks (hægri bugðan á S-inu), og er henni beint til borg- arinnar Izyum á bökkum Donfljótsins. Tilkynningar Rússa segja, að mörgum af áhlaupúm von Bocks hafi verið hruhd- ið og alls 16000 mann fallið af liði hans síðan sóknin hófst. Eins manns her. Útvarpið í Moskva segir, að hin mikla skriðdrekaorusta, — sem sagt var frá í gær, að geis- aði á Kharkovvígstöðvunum — stæði enn yfir, þótt hún sé ekki eins áköf og fyrr. Verður enn ekki á milli séð. Þjóðverjar hafa tilkynnt, að í ,,tilhreinsun“ á Kerchskaga hafi þeir enn tekið 20 000 fanga. Er þá fangatala þeirra komin upp í 170.000 og er næf ómögulegt, að svo mikill fjöldi manna hafi verið til varnar á svo litfu svæði. Rússar segja hins vegar, að bardögum haldi; áfram á skaganum. Rússneski flugherinn hefh' haft sig allmjög í frammi og veitir hann landhernum mjög nána aðstoð með stöðugum á- rásum á hersveitir Þjóðverja og flutriingalestir þeirra. Til- kynningin á miðnætti í nótt segir, að þá hafi flugvélar Rússa síðustu 24 klukkustund- irnar eyðilagt 50 skriðdreka, 5 fallbyssur og sennilega fellt um 500 þýzka hermenn. Veðurskilyrðin batna með hverjum deginum í Norður- Rússlandi, og möguleikar á vélahernaði allt norður að Leningrad. Þjóðverjar hafa á norðurhlutum vígstöðvanna haft í frammi mikið könnunar- flug, og á ýmsum stöðum hafa þeir gert lítil áhlaup að því er virðist til að reyna herstyrk Rússa á hinum ýmsu stöðum. Bandamenn og ef til vill væri það ein ástæðan fyrir því, að þetta stríð getur orðið langt og staðið í mörg ár enn. Bandaríkin h»fa búið við skipaskort frá byrjun stríðsins, en að sjálfsögðu hefir ástandið enn versnað, síðan 7. desember. í tilkyhningu, sem send var frá fors’etanum í tilefni af sigl- ingadeginum í gær, segir, að allt bendi nú til þess, að farið verði langt fram úr takmarkinu um að smíða 22 milljónir smálesta af flutningaskipum fyrir lok næsta árs. Á Maðurinn til vinstri er hinn frægi ameríkski höfuðsmaður, Wermouth, sem frægur er orðinn fyrir afrek sín í bardögunum á Filipsseyjum. Hann drap þar á annað hundrað Japani og hlaut nafnið „Eins manns herinn.“ - '-eassm® HeiOir fjrrir FrakkaSað IVIJHIR sagði franski læknirinn, áður en ÞJóð- verjar tóku hann af lífi sakiausan. Míðkur nil einnfg i Þýzkalandi. T • ‘jP-% AÐ ER HEIÐUR fyrir Frakka að deyja fyrir vopnum Þjóðverja, sagði franski læknirinn á leiðinni til aftöku- staðarins. Þessi orð tákna þann baráttuhug, sem nú ein- kennir allar undirokuðu 'þjóðimar á meginlandinu, einnig Þjóðverja. Enn berast fréttir um aftökur í stórum stíl, og að þessu sinni einnig frá Þýzkalandi sjálfu. í iðnaðarbprginni Mann- heim, sem Bretar gerðu fyrir nokkrum dögum itiikla loft- árás, hafa 14 Þjóðverjar verið teknir af lífi. Frá þessu var sagt í Berlínarútvarpinu og hinum drepnu lýst sem „komm- únistum“. Höfðu þeir gert sig seka um að hlusta á erlent útvarp og, að sögn útvarpsins, reynt að stofna' leynifélög. Erakkar hafa enn fært blóðfórnir. 13 gíslar hafa verið skotnir fyrir ýmsar sakir og þær ekki mikilvægar. Tveir þessarra manna höfðu til dæmis unnið það eitt til sakar, að þeir áttu gamla riffla, sem þeir geymdu sem minjagripi úr síðustu heimsstyrjöld, en þá börðust þeir í franska hernum. b skjóta þennan unga mann“, og hann benti á 17 ára gaml- an pilt, sem var meðal gísl- anna. ÞÁ TÓK EINN HINNA dauða- dæmdu að syngja franska þjóðsönginn, og brátt tóku allir fangarnir í fangabúð- unum' undir og 400 menn sungu með. Gíslamir 27 vom. settir'upp á vörubil og elúð af stað. Þegar þeir fóru út íim hliðið var skyndilega dauðaþögn um allar herbúð- irnar. Hinir dauðadæmdu sungu þó áfram og fólk á götunum tók undir um leið og það tók ofan, ér þeim var elcið um götur borgarinnar. ÞETTA VAR í OKTÓBER og við sandhól einn voru þeir skotnir í þrem hópum. Skömmu síðar voru þeir grafnir, en varla var því lok ið, fyrr en fólk tök að koma til kirkjugarðsins og strá á leiðin blómum. Eftir nokkra daga höfðu um 5000 manns komið þangað og staðurinn var éitt blómahaf. MAÐUR EINN, sem nú er í | Englandi ,en er nýkominn þangað frá Frakklandi, hefir sagt frá því, er 27 gíslar vóru skotnir af þýzkum böðl- um í borginni, þar sem hann var. Þar voru fangabúðir, sem í voru um 400 saklausir gíslar, menn á ýmsum aldri og sumir þeirra veikir. ÞÁ KOM ÞAÐ FYRIR, að 2 þýzkir liðsforingjar voru skotnir og banamenn þeirra komust undan. Kom þá þeg- ar skipun til fangabúaðnna um að vélja úr 100 gísla og var listi yfir þá sendur til yfirvaldanna, sem völdu aft- ur úr 27. til aftöku í hefnd- arskyni fyrir dráp liðsfor- ingjanna. Daginn, sem taka átti hina 27 saklausa gísla af lífi, kom tilkynning um að náða ætti einn hinna dauða- dæmdu. Það var kornungur maður, en þýzki foringinn sagði, að náðunin kæmi of seint, og þar við sat. Fransk ur quislingur í einkennisbún- ingi franska hersins las upp nöfn fórnardýranna. DAGURINN RANN UPP og hinir útvöldu voru bundnir á höndum, og vasar þeirra tæmdir. Síðan var þeim raðað upp og haldið af stað iil aftökustaðarins. Þá. hróp- aði franskur læknir til þýzka yfirforingjans: „Það er heiður fyrir jFrakka að deyja fyrir skotum Þjóð- verja, en það er morð að SÆNSKA DAGBLAÐIÐ Social Demokraten segir frá því, að nazistar í Noregi hafi látið handtaka starfsmenn Rauða Krossins í Oslo og sent þá í íangelsi. Hefir skrifstofum stofnunaxinnar verið lokað. Margir sjúklingar í sjúkrahús- um d Osló hafa verið sendir heim, til að rúm fáist fyrir særða þýzka hermenn. ÞÝZKA BEITISKIPIÐ Prinz Eugen er nú komið til Kiel, mikið skaddað eftir árásir brézkrar loftárásir. Þar mun einnig vera beitiskipið Num- berg mun einng vera þar HARÐAR OiRRUSTUIt eru háðar í Kína, þar sem Kín- verjar verjast hinn nýju inn- rás Japana. Borgina Koochow er enn á valdi Kinverja.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.