Alþýðublaðið - 23.05.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.05.1942, Blaðsíða 7
ILaugardagur 23. maí 1842. ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 Jarðarför GUÐBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR, Öldugötu 10, sem andaðist 14. ]>essa mánaðar, fer fram frá þjóðkirkj unni í Hafnarfirði þriðjudaginn 26. máí kl. 1,30 e. h. Fyrir hönd vandamanna. ,''5" i . , ;; . - - • Guðjón Gunnarsson. frá Viðskiptanefnd. Eins og áður hefir verið auglýst, fást skrifstofu- vélar frá Ameríku nú eingöngu fyrir milligöngu Við- skiftanefndar. Þeir, sem hafa í hyggju að panta skrif- stofuvélar á þessu ári, sendi pantanir sínar í þríriti, eigi síðar en 6. júní næstkomandi. Pantanir verða ekki teknar til greina, nema gjald- eyrisleyfi og bankatrygging fyrir andvirðinu sé fyrir héndi. VIÐSKIPTANEFNDIN Tilkynnlng frá Viðskiptanefnd. Þeir sem þurfa að panta: 1) Koparvír 2) Vélaþétti úr gúmmí frá Ameríku, eru beðnir að senda pantanir sínar til Viðskiptanefndar ekki síðar en 6. júní næstkomandi. Pantanirnar verða að sendast í þríriti. Pantanir verða ekki teknar til greina, nema gjald- eyrisleyfi og bankatrygging fyrir andvirðinu sé fyrir hendi. . ,v. i VIÐSKIPTANEFNDIN Tilkynnlrag p f; frá Viðskiptanefnd. Vegna þess að manilakaðlar eru nú ófáanlegir frá Bandaríkjunum venjulegar verzl^marleiðir, mun Við- skiftanefndin leitast við að útvéga þessa vöru. Tilkynnist því innflytjendum, að þeir verða að hafa sent pantanir sínar til nefndarinnar, eigi síðar en 30. þ. m. , Eins og áður hefir verið auglýst, verður hver pönt- un að sendast í þríriti. Engin pöntun verður tekin til greina, nema gjaldeyrisleyfi og bankatrygging fyrir andvirðinu sé fyrir hendi. Minnsta pöntun,. sem veitt verður móttaka, er 50 tonn. VIÐSKIPTANEFNDIN 5 Bærinn í dag. j Næturlæknir er Kjartan Ólafs- son, Lækjarí’öm 6 B, sími 2614. Niéturvörður er í Ingólfs-Apó- teki. ÚTVARPID: 12.15 Hádegisútvárp. 15.30 Miðdegisútvarp. 20.00 Fréttir. 20.30 L.eikrit: „Herra Sampson, enskur smáleikur (Leikstj.' Láirtrs Sigurbjömsson) 21.15 Útvarþstrióið: Einleikur og tríó. 21.30 Hljómplötur. Segovia léikur á gítar. ' 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Hvítasonna: . Næturlækinir er Kristján Hann- esson, Mímisvegi 6, sími 3836. Næturvörður er í Ingólfs-Apó- teki. ÚTVARPIÐ: 9.30 Méssa í Kristskirkju í Landa koti. 11.00 Messa í dómkirkjunni (sr. Bjarni Jónsson). Sálmar: 238, 235, 229, 231, 230. 12.15 Hádégisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarþ. 20.00 Fréttir. 20.20 Einleikur á celló (Þórh, Ámason): Sónata eftir Marcello. 20.35 Hugleiðing: Hvítasunna (sr. Friðrik Hallgrímsson dóm- prófastur). 20.55 Hljómplötur: a) Forleikur fúga í Es-dúr eftir Bach. b) Kórverkið „Elías“ éftir Mendelssqhn. 21.50 Fréttir. ... ■ Dagskrárlok. Mánudagur: Næturvörður er í Laugavegs- Apóteki. ÚTVARPIÐ: 10.00 Morguntónleikar (plötur). Fiðlukonsert o. fl. eftir Mendelssohn. 12.15 Hádegisútvarp. 14.00 Messa 1 Hallgrímssókn (sr. 15.30 Miðdegisútvarp. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Líf og barátta í austurlöndum Asíu, II. — Björgúlfur Ólafsso-n lækn.). 21.00 Takið undir! (Þjóðkórinn Páll ísólfsson stjórnar). 1) Eg elska yður, þér ís- lands fjöll. 2) Vorið er komið. 3) Eg mininist þín. * 4) Hlíðin mín fríða. 5) Fífilþrekka gróin grund 6) Sjá hin. ungborna tíð. 7) Fjalladrottning, móðir mín. 8) Fósturlandsins Freyja. 9) íslandis Hrafnistumenn. 10) Þér kæra sendir kveðju. 11) Þú ert móðir vor kær. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. 23.00 Dagskrárlok. Þriðjudagur: Næturlæknir er Úlfar Þórðar- son, Sólvallagötu 18, sími 4411. Næturvörður er í Laúgavegs- Apóteki. ÚTVARPIÐ. 12.15 Hádegisútvarp. 15.30 MÍðdegisútvarp. 20.00 Fréttir. . • 20.30 Erindi: Heiðinn dómur, III. Örlög, máttur og megin (Sig. Nordal próf.).. 21.00 Tónleikar Tónlistarskólans. 21.25 Hjómplötur: Hátíð vorsins, tónverk eftir Stravinsky. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Rakarastofum • / . . ■ •- : .. .; yerður lokað kl. 6 í dag. . ■ Gullna hliðið verður sýnt í 65. og næst síð- asta sinn á annan í hvííasunnu óg hefst aðgm.sala kl. 2 í dag. Steiaunn Sveinbjarn- ardóttir baupkona i Baínarfirði verður fiMtug á niorguo. Steinumi Sveinbjarnardóttir. AÐ virðist ekker.t sérstakt atriði að verða þetta og þetta gamall að árum heldur hitt, hvað maður hefir’ lært af að lifa, og hvers konar náms- greinar eru lesnár og lifaðar í gegnum hin óteljandi augnablik mannsæfinnar, og hvernig þær birtast gegn samtíð og sam- ferðamönnum, hvað og hve mikiö er geymt úr bernsku og æsku, og síðast en ekki síztj hvað menn tileinka sér úr sam- tíð fullorðinsáranna til að lifa í, og af í ókominni tíð. Steinunni er að ég hygg gefið hvorttveggja í senn, góðir með- fæddir erfðahæfileikar, skygn sjálfstamning til nefndra náms- greina í ríkum mæli, og sem birtast í hennar daglegu fram- komu við alla samferðamenn, þrátt fjn-ir margs konar erfiða ilífsbaráttu. Mætti því virðast minni ástæða samferðamann- anna til að árna henni velfarn- aðar á þessúm tímamótum, þar sem ^vo margir og góðir hyrn- ingarsteinar hafa verið lagðir. En þrátt fvrir þetta munu allir kunningjar og samferðamenn 'hrópa úr diúpi hugans: „Alíað- ir, vertu með henrii í nútíð og framtíð.11 Hajnfirzkur samferðamaður. 900 imaitns hafa sðtt sfsingu fiQðmundar Eiusrssonar. . ÁDÆMA AÐSÓKN hefir verið áð listaverkasýningu Guðmundar Einarssonar frá Miðdal. Alls hafa nú sótt sýn- inguna 900 manns. 7 mályerk hafa verið keypt' á sýningunni og 1 höggmynd. 1 Um hátíðina verða síðustu forvöð að sjá þessa sýningu því að henni verður lokað á annan í hvítasunnu. | Höskulclur Björnsson • t ■ •■•' '• ' •• ' • ‘ ' .. . ' •■ v málari frá Dilksnesiropnar mál- vefkasýningu í húsnæði Þjóð- minjasafnsms í • Safnahúsinu á Hvítasunnudag kl. 10 f. h. Hösk- uldur er hinn efnilegasti málári og mún marga fýsa að sjá lista- yerk hans, en ha;nn hefir ekki haft sýningy hér. lengi. • • ■ VANTRAUSTSYFIR- LÝSINGIN Frh. af 2. síðu. að fá þingið til að styðja við bakið á sér?“ Bergur Jónsson grátbað ráð- herrana að stuðla til þess, að ályktunin mætti koma fyrir, og bað forsætisráðherrann að minnast nú góðs sálufélags við Hermann, og líkna honum. — Séra Sveinbjörn þusaði eitthvað sem enginn skildi, en allir eru nú hættir að kippa sér upp við það þótt sá guðsmaour verði áér til minnktmar, ’ hann virðist auk þess eiga erfitt með.skaps- muni þessa dagana. :Lok' þésðarar umræðu'. utan dagskrár urðú þaú, að' forseti kvaðst mundu athuga, hvort hægt yrði áð sinná þessari þings ályktunartillögu. ALÞÝÐUTRYÖGINGARNAR Framh, af 2. síðu. dánar- og örorkubótum, gat nefndin ekki verið sammála, enda fyrirsjáanlégt nú, að það fái enga afgreiðslu á þinginu. Nefndin er því sammála um, að nauðsyn beri til 1 að endur- skoða tryggingarlöggjöfina sök- um þess: í fyrsta lagi, að nokkur reynsla er fengin um það, í hvérju henni er sérstaklega á- fátt. Ýmsir gallar hafa komið í ljós, sem vænta mátti, þar sem um frumsmíð var að ræða, þeg- ar 1. voru sett í byrjun. í öðru lagi, að krafan um hækkun bóta hefir við full rök að styðjast sökum verðfalls peninganna og hins, að bæturnar voru frá fyrstu of lágar, miðað við, hvað gilti hjá nágrannaþjóðum vor- um, svo og þess, að framfærslu- kostnaður hefir verið sízt minni hjá oss en þeim. Þá verður ekki fram hjá því gengið, að dánar- og örorkubætur hafa hækkað á yfirstandandi tímum, hinar svo nefndu strdðsslysati'yggingar, er komið hefir vérið á sumpart með samningum við atvinnurekend- ur og með löggjöf íýrir sjómenn, er sigla um höfin, en fiskimenn, er eingöngu veiða við strendur landsins, búa að óbreyttri trygg- ingu, ef stríðsorsök velaur ekki slysi. Það ber því full nauðsyn til, að samræmi verði komið á um bæturnar en nú er, án til- lits til þess, hvort slysin verða á sjó eða landi. Þá telur nefndin nauðsynlegt, að athugað v.erði, hvort ekki sé eins hagkvæmt frá sjónarmiði einstaklinganna og þjóðhagslega séð, að bætur séu greiddar sem lífeyrir, með það fyrir augum meðal annars, að á þann hátt sé unnt að hækka bætumar að verulegum mun. Sú regla mun og hafa tíðkazt í ýmsum löndum að greiða bætur sem lífeyri, þar sem talið var, að alþýðutryggingarlöggjöf hafi verið vel fyrir komið Að breyta löggjöf sem þeSsari í verulegum atriðum er ekki á færi þingnefndar, sem hefir mörgum málum að sinna, o fyrir þá sök er farin sú leið, aó fela ríkisstjórninni að sjá' svo um, að lögin verði endursköðuð. Nefndin telur rétt að bendá á, að nauðsynlegt virðist, að ríkis- . stjórnin leiti álits og aðstoðar þeirra stofnana og aðila, sem kunnugastir eru og sérþekkingu í þéssum hiálum, svo og , þeirra, er hagsmuna hafa að gæta í sambandi við mál sem þetta. í þessu sambandi vill nefndin benda á tryggingaiv stofnun ríkisins, Sjúkrásamlag Reykj avíkur, AÍþýðusambánd íslánds og vinúveitendafélag ís- lands. Mundi það að sjálfsögðu skapa nokkra trýggingu fyrir því, að þær breytingar, sem kýnnu að verða gerðar, yi'ðu £ samræmi við þær óskir, sem fram hafa verið færðar, og þá reynslu, sem fengin er í þessum málúm.“'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.