Alþýðublaðið - 23.05.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.05.1942, Blaðsíða 8
e AU»ÝOUBLAÐIP Laugardagrur 23. maí 1942. ÞIÐ SKIUIÐ ... SIPSTJ. nokkur var afar blótsamur. Hann hafði reynt að bæta orðbragð sitt, en alltaf misteldzt. Stýrimannin- pm þótti nóg um bölv yfir- mannsins og ætlaði að reyna að venja hann af þessu. Svo veðj~ aði hann við skipstjórann um það, hvort hann gæti stillt sig I heila viku um að bölva. Fyrstu tvo þrjá dagana gekk allt vel. Skipstjórinn tal- aði aldrei Ijótt. En svo kom stormur, og hásetamir voru nendir híngað og þangað um skipið til eftirlits og og lagfær- ingar. Skipstjóranum fannst þeim farast óhöndulega og fann að því við þá, en gætti þess vandlega að blóta ekki. Loks þótti honum klaufa- skapur hásetanna ganga fram úr öllu hófi, og þá fleygði hann húfunni sinni á þilfarið, tróð hana undir fótum, reiddi kreppta hnefana að hásetunum, og öskraði hamslaus af bræði: „Guð blessi ykkur, elsku hömin mín — ja, þið skiljið sjálfsagt, hvað ég á við!“ SPEGLUM hefir verið út- hlutað til franskra stúlkna, og er mynd af Hitler á bakhlið- inni. Samt sem áður líta þær oftar á framhliðina. * t; G hélt, að þú værir trú- aður á gamla málshátt- inn: „Morgunstund gefur gull í mund“.“ ,J>að er ég líka og mundi sannarlega haga mér sam- kvæmt því, bara ef morguninn væri ekki alltaf svona snemma dags.“ f~\R- Samuel Johnson var lít- ið hneigður fyrir svokall- aða æðri hljómlist. Hann var einu sinni á hljómleikum þar sem farið var með óvenju langt og flókið tónverk. Þegar lokið var löngum fiðlu- þætti, sem krafðist mikillar leikni, hnippti sessunautur Johnsons í hann og sagði: „Það er erfitt að leika þenn- an þátt.“ „Erfitt,“ hreytti Johnson út úr sér, „ég vildi óska, að það væri ómöghlegt!“ svaraði ekki. — Það væri ekki sérlega skemmtilegur dauðdagi fyrir Donu St. Columb, sagði hann. — Þú hefir aldrei komið í fang- elsi og veizt ekki, hvemig þar lítur út. Þú hefir aldrei bragð- að svart, viðbitslaust brauð eða drukkið gruggugt vatn, eða andað að þér mollulegu ryklofti fangelsisins. Og þá er ekki nota- legt að finna snöruna þrengja að hálsi sínum. Hvernig myhdi þér geðja3t að því, Dona? — Veslings Rockingham minn, sagði hún með hægð. — Ég get hugsað mér þetta miklu betur en þú getur lýst því. Hvað hefirðu í huga? Ertu að hugsa um að reyna að hræða mig? Því að þér þýðir ekki að reyna það. — 'Mér íannst aðeins hyggi- legt að láta þig vita, hvað kom- ið getur fyrir. — Og allt stafar þetta af því, sagði hún, að minn góði Rock- ingham lávarður þykist hafa séð mig brosa framan í sjónræn- ingja, þegar hann krafðist skartgripa minna. Segðu Go- dolphin, Raslileigh, Eustick og Harry sögu þína og þeir munu segja, að þú sért geggjaður. — Ef til vill, sagði hann, —- þegar Frakkinn þinn er kominn út á rúmsjó og þú situr í róleg- heitum hér heima í Navronhúsi. En setjum nú svo, að Frakkinn þinn sé ekki úti á rúmsjó, setj- um svo, að búið sé að ná hon- um, hann sé bundinn og lagður á pínubekk fyrir framan þig. Ég er hræddur um, að þú kæm- j ir upp um þig. j Nú var hann aftur eins og ; hún hafði séð hann fyrr um • daginn, eins og köttur í veiði- huga. — Þú hefir gaman af því að gera atburðina sem leikræn- asta, sagði hún, — en dagar fingurskrúfunnar eru nú löngu liðnir. Og við brennum fanga ekki lengur á báli. — Ef til vill ekki, sagði hann, en sjóræningjum verður eng- in linkind sýnd, og ekki heldur þeim, sem eru í vitorði með þeim. Þeir geta verið hengdir eða dæmdir í ævilangt fangelsi. j — Jasja, sagði hún, — fyrst þú álítur, að ég sé í vitorði með þeim, þá gerðu það, sem þér sýnist. Farðu upp og leystu gestina, sem borðuðu hér í kvöld. Reyndu að vekjá Harry og kallaðu á þjónana. Sæktu hesta, sækja hermenn og vopn. Og þegar þú hefir náð í ræn- ingjaforingjann, máttu hengja okkur bæði í sama tré. Hann svaraði engu. Hann starði á hana yfir borðið og óg hnífinn í hendi sér. — Já, sagði hann, — þú myndir þola það og jafnvel verða hreykin. Þér er sama þó að þú deyir núna, vegna þess að loksins hefirðu fengið það, sem þú þráðir. Er það ekki satt? Hiin leit á hann og hló. — Jú, sagði hún, — það er satt. Hann varð náfölur, og bindið um höfuð hans var rautt af blóði. Hann gretti sig, eins og hann fyndi til. — Og þetta hefði getað verið ég, sagði hann, — þetta hefði getað verið ég. — Nei, sagði hún, — það get ég svarið. Það hefði aldrei hent. — Ef þú hefðir ekki farið frá London, ef þú hefðir ekki farið hingað til Navronhúss. Já, jafn- vel þótt það hefði aðeins orðið út úr leiðindum, út úr iðjuleysi, það hefði getað verið ég. — Nei, Rockingham — það hefði aldrei orðið. Hann stóð hægt á fætur og óg hnífinn enn þá í hendi sér og sparkaði loðhundinum frá sér, sem var að flækjast við fætur hans. Því næst fletti hann erm- inni upp fyrir olnboga. Hún stóð’ líka á fætur og greip um stólbakið og daprir logarnir frá kertunum vörpuðu skuggalegum blæ á andlit hans. — Hvað ætlarðu að gera, Rockingham? Nú loksins brosti hann og ýtti stólnum sínum aftur og lagði aðra höndina á borðs- hornið. — Ég býst við því, sagði hann, — að ég drepi þig. 1 sama bili greip hún vínglas, sem stóð á borðinu og fieygði því framan í hann, en hann ■ NÝJA BiÖ SS Blöð og siodor 6AMLA BtÖ B Heitt Uóð (Blood and Sand) Ameríksk stórmynd gerð eftir samnefndri skáldsögu eftir Vicente Blasco Shauer Myndin er tekin í eðlilegum litum Aðalhlutverkin leika: Tyrone Power Linda Darnell Rita Hayworth Sýnd aunan hvítasunnudag kl. 4. 6,30 og 9 Aðgöngumiðar seldir þann dag frá kl. 11 f. hád. Böm yngri en 12 ára íá ekki aðgang. (Untamed) Amerísk kvikmynd í eðli- legum lituni, sem gerist í stórfenglegu skóga og fjallalandslagi. Aðalhlutverk leika: Ray Milland Patricia Morison Akiin Tamiroff Sýnd á annan í hvítasnnnu kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar seldir sama dag frá kl, 11 f. h. varð blindur snöggvast, en glas- ið féll á gólfið og brotnaði. Því næst brá hann hnífnum o§ vóg að henni yfir borðið, en hún gat skotizt til hliðar og slapp ómeidd. Hún greip einn stólinn, sem var við hiið hennar, hóf hann á loft og fleygði honum í áttina til hans. Einn stólfótúr* inn nam við öxl hans, en því næst skall stóllinn á borðinu og mölbraut glös og diska. Hann stundi af sársauka, því að hann kenndi til í öxlinni, og ýtti stólnum af borðinu ofan á gólf- ið. Því næst mundaði hann hnífinn á ný og fleygði honum á hálsinn á henni. Hnífsoddur- inn lenti á hálsmenimi; sem brotnaði í tvo hluta, en hnífur- inn geigaði af því, rispaði háls- inn ofurlítið og féll því næst í fellingarnar á kjólnum hennar. Hún þreifaði eftir hnífnum, LATÍ SNATI. vangana hans, því að honum var ljóst, að nú var ósköp illa komið fyrir honum. Honum þótti í raun og veru mjög vænt um konungshjónin og þó alveg sérstaklega um litlu kóngsdótt- urina. Hann saknaði þeirra allra mjög sárt, og hann lang- aði mest til að hverfa' aftur heim í höllina. En hann sá, að það þýddi ekkert að skæla og spangóla. Snati vissi, að hann átti skilið að fá þessa refsingu. Hann lagði því af stað aftur og fór að svip- ast um eftir dvalarstað handa sér. En enginn maður kærði sig minnstu vitund um svona lítinn og skrýtinn hund. Engum datt í hug að kjassa hann eða víkja góðu að honum. Sumir voru jafnvel hálfsmeykir við hann. Snati fann dálítinn hellis- skúta í fjallshlíð og þar bjó hann. Hann lifði á beinum, sem fólkið í þorpinu kastaði. Hann varð fljótt grindhoraður, því að hann var vanur við að fá heita mjólk, skófir og lambakjöt. Hann var líka voða einmana, enginn blístraði nú á hann, eng- inn vildi fá hann með sér á gönguför, enginn sigaði honum til að sækja spýtur og enginn lét vel að honum. „En hve ég var mikill bjáni þegar ég hagaði mér svona illa við kónginn og drottninguna!“ hugsaði hann með sér. „Ó, að ég væri kominn aftur til hans húsbónda míns blessaðs! Þá skyldi ég alls ekki telja það eftir mér að skreppa með þér bæjarleið, og það á hverjum degi. Og húsmóðir mín góð, feginn vildi ég liggja á kaldri dyrahellunni, fyrir utan hjá þér, bara ef eg fengi að vera nálægt þér! Og Ingibjörg mín, litli stelpuhnoðrinn, ég mundi gæta þín eins og sjáaldurs auga míns, ef mér yrði trúað fyrir bví að gæta þín!“ PKivg on, WllBUK/ W&ur.you wiu. urrm 'traileí? OIÍT CF*n-£MUPANDAVA<E REAPV10 A\QVE ONTt) OUR rÆ'sTlMATION.WHILE WE GO IN6IPE -AND GET QOIWFÖRTASlE' ' >OU SHALL UVE 10 0S3ERVÉ AW NEXT CAPTURE/ THE PLANETO ARANA PA55ES A FEWMILE5 FROVS HERETHI5 AFTERNOON/ IT CARRIES 60LD FOR THE •0ANK OF SOLIVIA/ WHAT DOES A BANK NEEDJí i -~7mm WITH GOLD? esannMSEiP^l . I ’ MY 5UPERI0R REA50N TELL6 ME TO K dispaith you iothe seyond at once/ SUT,ALA5.A5 THE 5AGE5 5Ay.AU 15 VANIfy/ you HAVE 3XPRE65ED DOUBT OF MY ADILITy TO PULL AIRPLANES Jœ ÍTíI FTROM THE HEAVEN5... Dr. Dumartin: Vilbur, lyftu vagninum upp úr aurnum og búðu hann undir ferðina til ákvörðunarstaðar okkar. Við förum inn og látum okkur líða vel. Dr. Dumartin: Skynsemi mín segir mér að senda ykkur inn í eilífðina þegar í stað, en allt er heimska, eins og þar stendur, og þið efist um að ég geti skotíð niður flugvélar ... Dr. Dumartin: Þið skuluð fá að lifa það að sjá næsta fórnar- dýr mitt. Flugvélin tíl Arana fer hér hjá í dag. Hún er með gull tii ríkisbanka Bolivíu. Hvaða banki þarf á gulli að halda? Dr. Dumartin: Keyrðu af stað, Viibur,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.