Alþýðublaðið - 23.05.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.05.1942, Blaðsíða 6
+ dö L ALÞVÐOBLAÐIÐ Tilkyniig frá ríkisstjérninni I því skyni að ameríkska hernum megi takast að verja ísland og draga sem mest úr áhættu landsmanna, er aðeins takmörkuð umferð leyfð um svæði það á Reykjanesi, sem sýnt er á hér birtum uppdrætti. Á Reykjanesi norðvestanverðu allt það svæði, sem afmarkast af línu dreginni yfir nesið, og liggur hún þannig: hefst í Litlu-Sandvík og liggur þaðan austur á við h. u. b. 6,3 km. til staðár, sem liggur um 1 km. í suður frá Sandfellshæð, þaðan í norðaustlæga átt h. u. b. 13 km. vegalengd upp á brún hæðar þeirrar, er nefnist Litla-Skógfell, þaðan í norðurátt h. u. b. 6,3 km. vegalengd til strandarinnar skammt innan við Grímshól á Vogastapa. Land það, sem aðeins takmörkuð umferð er leyfð um, skal ekki taka yfir Innri Njarðvík, Ytri Njarðvík, Keflavík, Leiru, Garð, Sandgerði, Hvalsnes, Stafnes, Hafnir, né heldur tiltekin landsvæði ræktuð eða umbætt og eru þau sýnd utan merkjalínu greinds svæðis á áðurgreindum uppdrætti. Auk þess eru neðangreindir vegir innan svæðis umferðatakmörkunarinnar undanskildir tak- mörkuninni, svo sem sýnt er á uppdrættinum, sem hér er prentaður með: 1. Vegurinn um Njarðvíkur, Keflavík, Leiru, Garð, Sandgerði og Stafnes. 2. Vegurinn frá Innri Njarðvík til Hafna. ff 3- Vegurinn til Grindavíkur. Landamerki þessara kauptúna og svæða verða auðkennd með staurum máluðum rauðum og hvítum. Baransvæði. Allir þeir staðir, þar sem tæki eru sett upp, mannvirki reist eða hernaðarstörf framkvæmd, innan þess svæðis, sem aðeins takmörkuð umferð er leyfð um, eða eru afgirtir og merktir sem slíkir, eru bannsvæði. | íslendingar mega ekki fara inn á áðurnefnd svæði, sem bönnuð eru eða aðeins leyfð takmörk- uð umferð um, nema þeir hafi í höndum tilhlýðileg vegabréf. Vegabréf samþykkt af íslenzku ríkis- stjórninni fást, þegar um þau er beðið hjá bæjarfógetanum í'Hafnarfirði og . lögreglustjóranum í Keflavík, og munu þeir leiðbeina umsækjanda til hlutaðeigandi ameríksks starfsmanns. Umsókn- inni skulu fylgja tvær myndir af umsækjanda, 5X5 cm. á stærð. Umsóknin skal tilgreina þann sérstaka hluta takmarkaðs eða bannaðs svæðis, sem umsækjandinn óskar að fara um, og sömu- leiðis á hvaða tíma eða tímum og í hverjum tilgangi hann hyggst að fara þar um. Sá, sem fer um .tákmarkaða eða bannaða svæðið, skal ávalt bera á sér vegábréf sitt. Engar ljósmyndavélar eða myndatökuáhöld má fara með inn á takmarkað eða bannað svæði, tné geyma þar. Vegabréf þurfa íslendingar ekki til þess að ferðast um neðangreinda vegi: 1. Veginn um Njarðvík, Keflavík, Leiru, Garð, Sandgerði og Stafnes. ■, •. 2. Veginn frá Innri Njarðvík til Hafna. '■ 3. Veginn til Grindavíkur. k Þar, sem vegir þessir liggja um þau svæði, sem umferð er takmörkuð um, er frjálst að fara um veginn, en hvorki má farartæki né maður. staðnæmast þar né dvelja. , • . íslenzkar.flugvélar mega ekki fljúga. yfir áðurgreind.syseði, sem umferð er tákmörkuð um, og! eigi nær þeim en í 24 km. fjarlægð. Reykjavík, 18. maí 1942. JLaugardagur 23. maí 1942. ATorræna félagið. Framh. af 4. síðu. starfar að öllu leyti á lýðræðis- grundvelli og' hugsjónir hans bundnar fullkomnu lýðfrelsi. Formaður Noregsdeildarinnar, Harald Grieg, er nú í fangelsi nazista, að Grini. Harald Grieg var hér á landi sumarið 1939 og sat hér fulltrúafund Norræna félagsins. Hann er eins og kunn- ugt er forstjóri norska bókaút- gáfufélagsins Gyldendals. Har- ald Grieg er mjög glæsilegur maður. Hann er bróðir skálds- ins Nordals Grieg. Danska og sænska deildm hafa haft samstarf sín á milli síðan styrjöldin brauzt út, enda er nú útilokað samstarf ann- arra deilda. Hafa þessár deildir getað haldið sameiginlega fundi og mót öðru hvoru. Geta menn gert sér í hugarlund hversu gíf- urlega þýðingu slíkt hefir á þessum tímum. Ég vil geta þess hér, að þegar jarðarför Staun- ings fór fram, kom Per Albin Hansson, forsætisráðherra Svía, til Kaupmannahafnar og ræddi þá mikið við Bramsnæs þjóð- bankastjóra, en hann er for- maður Norræna félagsins í Dan- mörku. Uinræðuefni þeirra var um samstarf deildanna og nor- ræna samvinnu, sérstaklega eftir að styrjöldinpi lýkur. Hér á landi höfum við reynt eftir fremstu getu að halda starfinu áfram, þrátt fyrir styrjöldina. Við höfum gefið út bók um Svíþjóð, sem ritari fé- lagsins, Guðlaugur Rósinkranz, hefir ritað. Þá gáfum við út Norræn jól, sem náði mjög mik- illi útbreiðslu, og er ákveðið að halda þeirri útgáfu áfram: Við* höfum sætt færis, ef hér nafa verið staddir norrænir menn, að fá þá til að flytja fyrirlestra. Finnskur liðsfóringi flutti hér fyrirlestúr um báráttu Finna og tveir norskir hermenn hafa flutt erindi um baráttu Norð- rnanna. Þá get ég skýrt frá því, að líkur eru til að hingað komi í sumar hinn kunni norski fræði- maður og fyrirlesari Worm Mulíer, prófessor í sögu við há- skólann í Oslo, sem nú d'Velur í London, landflótta. Mun hann flytja fyrirlestra á vegum Nor- ræna félagsins ,hér. Þá höfum við einnig vonir um að skáldið Nordal Grieg komi hingað í sumar. Það er bundið hugsjónuin Norræna félagsins, að veita Norðurlöndunum gagnkvæma aðstoð, þegar hjálpar er þurfi. Þetta höfum við reynt að upj>- fylla hér á íslandi. Þegar Rúss- ar réðust á Finna hófum við samskot til hjálpar þeim. Varð þátttaka íslendinga mjög al- menn og varð þetta einhver mesta fjársöfnunin, sem hér hefir farið fram, Og nú efnum við til fjársöfn- unar fyrir hina stríðandi bræð- ur okkar í Noregi. Áður en þessi Noregssöfnun hófst hafði Norræna félagið safnað dálítilli fjárhæð til styrktar norskum flóttamönnum, sem hingað kynnu að leita, og höfum við getað hjálpað mörgum. Söfnun- in nú var rækilega undirbúin. Stjórn norræna félagsins ræddi um þettá við, norska sendiherr- ann hér. Var ákveðið í samráði við hann að geyma féð, sem safnaðist, til ‘styrjaldarloka, til styrktar við uppbygginguna heima í Noregi. Vona ég að ís- lendingar yfirleitt fallist á þetta sjónarmið. Söfnunin hefir fengið ágætar undirtektir meðal einstaklinga og félaga. En enn þá er ekki reynt á það, hvað ríki og bæjar- félög kunna að vilja ‘gera til styrktar þessari söfnun. En þess er fastlega vænzt, að aðstoð þeirra komi til.“ 'Kvikinyijdahúsið í Hafnarfirði. . . Út af frásögn hér í blaðinu nni það, skal þess getið, að 2 fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksiús . greiddu atkvæði gegn málinu í bæjar- stjórn, en hinir 2'sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna.. Þannig var því enginn fulltrúa flokksins með málinu. Álieit á Strandarkirkju. kr. 100.00 frá J. o. Frjálslyndi söfnuðurinn. Messa í fríkirkjunni í Rvík á hvítasunnúdag k 1.5. Sr. J. Au. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Messa á hvítasunnudag kl. 11 f. h. Sr. J. Au. Hallgrímskirkja í Saurbæ. Áheit frá N.N. afhent af Ragti hildi Sveinsd. kr. 20.00. Beztu þakkir. Ásm. Gestsson. verða háðar á skeiðvellinum við Elliðaár á 2. Hvíta- sunnudag kl. 3 síðdegis. Þar keppa þekktir og óþekktir hlaupagarpar úr 7 sýslum. Veðbankinn síarfar. Hæst hafa 10 kr. gefið 300 kr. Veitingar á staðnum. Hljóð- f færasláttur allan tíman. Strætisvagnar ganga allah daginn. • HESTAMANNAFÉLAGIÐ FÁKUR Verzlun og vinnustofa Jóh. Árm. Jónassonar, úrsmiðs, flytur í dag í Tjamargötu 10. Nýjar vörur teknar upp næstu daga. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.