Alþýðublaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 8
 AJLÞVOUBLABHS S«uuMté»gas' 7. jhSaasÆ IMf« EINU SINNI heyrði maSur, sem skildi hrafnamál, til tveggja hrafna, sem voru að tala saman, og hékk þar hjá þeim heilagfiskisflak. Þá segir annar hrafninn: ,JIver á flak, hver á flak?“ Hinn svarar: ,Jíolbeinn, Kol~ beinn.“ Þá segir sá fyrri: ,Kropp’ í, kropp’ í!“ Enn er þess getið um hrafna, að þeir hafi ankannálæti ná- lægt jörð, og sæki niður eins og kjói og annað þess háttar; er þá sagt, að þeir séu að vama frá jörðinni vondum öndum. (J. Á.J * GEIRLA UGARSJÓNIR (Gömul þula). 1. Æpti hún Geirlaug þá út í tún kom, sýndist henni kýr sín gliðna á svelli. Þá var þetta fýsisveppur fastur í velli. Svo var hún heimsk sem heyrast mátti. 2. Æpti hún Geirlaug þá út í tún kom, sýndist henni Ólafur kóngur að garði ríða. þá var þetta tittlingur á torfuköggli. S'oo var hún heimsk o. s. frv. 3. Æpti hún Geirlaug þá út í tún kom, sýndíst henni lcaupskip * koma að landi. Þá var þetta krákuskel og kurraði að sandi. Svo var hún heimsk o. s. frv. 4. Æpti hún Geirlaug þá út í tún kom, sýndist henni Breiðifjörður allur í loga. Þá var þetta maurildi í mykjuhlassi. Svo var hún heimsk sem heyrast mátti. ifi TVÆR VÍSUR TjEIMSKRINGLA, sem hor- * ■* izt hefir hingað nýlega, birtir eftirfarandi: „Guðmundur Jónsson frá Húsey hefir látið „Hkr.“ í té eftirfarandi vísur, er áður hafa ekki verið prentaðar. Tilefni fyrri vísunnar vo.r, að um pólitík var verið að ræða að Páli Ólafssyni viðstöddum, en hann hafði ógeð á henni. Kvað hann þá þessa vísu til að binda enda á umræðurnar: Heldur vildi eg hefði í barmi mínum á hverjum degi hvolpatik, heldur en íslands-pólitík. Sevnni vísan varð þannig til, að um heimiliserfiðleika var verið að ræða hjá Birni Skúla- syni; kastaði hann þá fram vís- unni: Margt er stílað bændum böl, bresta fjalir mig í þil, vantar ílát undir mjöl; ekki eru dalir heldur tU.“ I XXII. KAFLI Dona hallaði sér út í glugga- karminn á svefnherbergi sínu í Navron, leit til himins og sá fyrstu rönd af tungli bak við trén. — Þetta er hamingjutákn, hugsaði hún, og hun beið stund- arkorn og horfði á skuggana í þögulum garðinum. Hún and- aði að sér ilminum frá olíu- trjánum, sem undu sig upp með múrveggnum. Þessu mátti hún ekki gleyma, þó að hún færi héðan að fullu og öllu. Herbergið sjálft var þegar orðið tómlega, eins og hin her- bergi hússins, og ferðatöskur hennar stóðu á gólfinu. Sam- kvæmt skipun hennar hafði þeraa hennar brotið saman föt hennar og látið þau niður í tösk- umar. Þegar hún kom heim, seint um kvöldið, sveitt og ryk- ug eftir ferðalagið, og hesta- sveinninn hafði tekið við hesti hennar, var henni tilkynnt, að þjónn frá veitingahúsinu í Hel- ston biði eftir henni. — Sir Harry sagði, yðar tign, að þér ættuð að leigja vagn á morgun og fara á eftir honum til Okehampton. — Já, sagði hún. — Og veitingamaðurinn sendi mig til þess að segja yður, að vagninn verði tilbúinn um nónbilið á morgun og þá verði kcmið með hann hingað. — Þökk fyrir, ságði hún og leit undan, yfir skóginn og nið- ur til víkurinnar. Því að þetta, sem maðurinn var að segja, skorti allan raunverleika. Það tilheyrði framtíðinni, sem henni kom ekki við. Þegar hún fór frá honum og gekk inn í húsið, varð hann dálítið kynd- ugur á svipinn, því að honum virtist hún ganga í svefni, og það hvarflaði að honum, að hún hefði ekki fullkomlega skilið það, sem hann sagði henni. Hún gekk inn í barnaherbergið og síarði stundarkom á auð rúm- in og dúklaus borðin. Glugga- tjöldin höfðu verið dregin nið- ur og loftið var molluheitt. Undir öðru rúminu lá fótur af stoppaðri kanínu, sem James hafði átt. Hún tók fótinn upp og horfði á hann, velti honum fyrir sér. Þetta var minning um liðna daga, og hún gat ekki horft á það. Hún opnaði dyrnar á kLæðaskápnum, fleygði fætin- um þar inn og lokaði aftur. Því næst fór hún út og kom ekki inn aftur. Klukkan sjö var henni færð- ur kvöldverðar á bakka, en hún borðaði lítið, þar eð hún var ekki svöng. Því næst gaf hún þjónunum skipun um að ónáða hana ekki meira um kvöldið, því að hún væri þreytt, og þeir skyldu ekki heldur vekja sig morguninn eftir, því að hún ætlaðí að sofa fram eftir, til þess að búa sig vel undir ferða- lagið. Þegar hún var orðin ein, opn- aði hún böggulinn, sem Wiliiarc, hafði fengið henni á heimleið- inni frá Godolphin lávarði. Hún brosti með sjálfri sér, þegar hún tók upp úr bögglinum grófa sokka og slítnar buxur og snjáða skyrtu, sem þó hafði einu sinni verið litskreytt. Hún minntist þess, hversu vand- ræðalegin- hann hafði verið á svipinn, þegar hann hafði feng- ið henni böggulinn og sagt: — Þetta er það skársta, sem Grace gat útvegað yður. Þau eru af bróður hennar. — Þau eru á- gæt, Wiliiam, hafði hún sagt, — og sjálfur Pierre Blanc hefði ekki getað fundið betra. Því að hún varð að leika pilt einu sinni aftur. — Ég er fljótari að hlaupa í buxum en pilsum, sagði hún við William, — og það er auðveldara að sitja hest í buxum en pilsum. Hann hafði útvegað hesta, eins og hann hafði lofað, og hann átti að koma til móts við hana með hestana á veginum frá Navron til Gweek rétt eftir kiukkan níp. — Þér megið ekki gleyma því, kseri William, sagði hún, — að þér eruð læknir, og ao ég er þjónninn yðar. Það er því betra að þér hættið að segja „frú mín“, en kallið mig Tom. Hann leit undan og varð vandræðalegur á svipinn. — Frú mín, sagði hann, — ég á erfitt með það. Hún hafði hleg- ið að honum og sagt, að læknar mættu aldrei vera í vandræð- um, að minnsta kosti ekki rétt eftir að þeir hefðu hjálpað erf- ingja að stóru óðali og lávarðs- tign inn í veröldina. Og nú var hún að klæða sig í fötin af þess- um pilti, og þau fóru henni vel, jafnvel skórnir, sern voru allt öðru vísi en klossarnir hans Pierre Élanc’s. Enn fremur var klútur, sem hún batt um háls- inn og Jeðurbelti til þess að hafa um mittið. Hún skoðaði sjálfa sig í speglinum, dökka lokka sína, sem voru að mestu huldir klútnum: — Nú er ég oröin ká- etuþjónn aftur, hugsaoi hún. — En Dona St. Columb er sofandi. Hún hlustaði við dyrnar, en allt var hljótt. Þjónarnir voru í herbergjum sínum, svo að öllu var óhætt. Hún bjó sig undir að læðast niður stigann, ofan í borðsalinn, en það var það, sem hún kveið mest, að ganga þar um í myrkrinu, þar sem Rock- ingham hafði læðzt á eftir henni með hníf í hendi. Hún hélt, að ef til vill væri betra að loka augunum og þreifa fyrir sér, þangað til hún fyndi stig- ann, því að þá myncli hún ekki sjá stóra skjöldinn á veggnum, eða stigann, þar sem maðurinn hafði hrapað niður. Hún rétti því fram hendumar og lokaði augunum og þannig gekk hún niður stigann, en hjarta hennar sló ákaft, því að enn þ£ fannst ■ NtJÁ BM Lillian Rnsse! AðaJMutverkin leika Alke Tage Don Amieehe Henry Fonda Sýod í dag M. 4, 8JMÍ og 9. Aðgöngumiðar að ölktm sýningnnuin seidir frá kl. 11 f. hád. Á morgun (mánudag) Sýning kJL 5. VH) RIO GSANDE með Cowboyamun Charles Starrett. GAMLA BiG Safari Amerisk Smkmynd, er ger- ist í Afríkn. Donglas PairbankSj Js.. Madelelne CarroL Sýnd kl 7 og S. JHEÆ3M>UB VIÐ KVENFöm með gamanleákaramjæffl Jcc Peimer. Sýnd kL 3 og 5, (Barnasýning kL 3) Aðgöngumiðar seldir frjt kl. 11 f. h. henni Rockingham bíða færis í myrkrinu að ráðast á hana. Skyndilega greip hana ofboðs- legur ótti, og hún þaut á hurð- in,a, þreif slagbrandana frá og hljóp eins og fætur toguðu út í myrkrið, út í trjágöngin, þar sem þögnin og öryggið ríkti. Þegar hún var komin út úr húsinu, var hún ekki lengur hrædd. Loftið lék um vanga hennar, lolýtt og mjúkt, það glamraði í molinni undir fótum hennar, en máriinn varpaði föl- rauðúm bjarma á loftið. Hún gekk hratt, því að hún átti ekki örðugt með að hreyfa sig í karlmannsbúningnum. Hugrekki hennar jólist, og hún fór að raula lag Pierre Blane’s, og henni varð hugsað til hans, hinna kírnilegu látbragða hans. litla apaandlitsins hans og hvítu tannanna hans. Ná hlaut hann að standa á þilfari Máfe- ins einhvers staðar úti á miðju sundi, tilbúinn að bjarga hás- bónda sínum, sem hafði orðið eftir í landi og verið tekism höndum. Hún sá skúgga færast í áttina til sín, hinum megirt við beygju á veginum, og þar var WiDiam með hestana, og þar var piltur með honum, sennilega bróðlr Grace, eigandi fatanna. sem. hún var í. William skildi piltinn eftir hjá hestunum og kom í áttáaa til hennar, og hún sá, sér tál. mikillar skemmtunar, að hans hafði fengið að láni svört föfc og hvíta sokka,' og hann hafði enn fremur útvegað sér svarta. bylgjaða hárkollu. — Var það dóttir eða. sonur,. William læknir? spurði hún, en harm horfði á hana vandtraeðs- LEYNIfflÓLFIB BRJÁNN litli og Dísa áttu heima í mjög gömlu húsi, enda var það a-ldrei kallað ann- að en GamJa húsið. Þarna hafði afi þeirra búið, og faðir hans á undan honum. Pabbi þeirra sagði þeim oft frá afa sínum, það er að segja langafa þeirra, sem átt hafði lieima í Gamla húsinu, þegar hann var á ‘Svipuðu reki og Brjánn og Dísa voru. nú. Ljósmynd af langafa hékk á stofuveggnum, og pabbi sagði oft að Brjánn væri mjög líkur honum. „Hann var líkur þér í. því, Brjánn,“ sagði pabbi, „að hann var alltaf að safna einhverjum smáhlutum. Þú safnar fiðrild- um, blómum og ýmsu öðru dóti. Langafi þinn safnaði líka. Öll þessi gömlu sverð þarna á veggjunum eru úr safni hans.“ Brjáni og Dísu þótti afar vænt um Gamla húsið. Það var mjög einkennilegt í útliti og byggingarlagi, gluggamir voru skrýtnir og alla vega í laginu, bæði ferhymdir og bogadregn- ir, og eldstæðin stór og fomleg. Og svo kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti einn daginn, að pabbi sagðist verða að selja Gamla húsið og flytja í minna hús. „Ó, pabbi, því þarftu að gera það?“ hrópuðu þau Brjánn og Dísa óttaslegin. „Þetta eru erfiðir tímar, börnin góð,“ sagði pabbi og and- varpaði mæðilega. „Ég hefi ekki efni á því að búa í svomt stóru og gömlu húsi og viðhalda því. Það þarf að vera að gera við það. Bráðum þurfið þið bæði að fara að ganga í góða skóla og ég þarf að spara til þess að geta kostað ykkur.“ „Gíeturðu ekki frestað þvi f nokkur ár að selja húsið, þang- að til ég er orðinn svo stór, að ég get unnið mér ínn peninga?£‘ sagði Brjánn. „Þá get ég hjálp- að þér um peninga til þess að gera við húsið.“ „Ég er Jrræddur um, að ég geti það ekki,“ sagði pabbí og brosti við. „Ef ekkert óvænt happ, fellur okkur í skaut, verð- um við að selja húsið í haust, Brjánn minn.“ Mamma var í raun og vem eins döpur í bragði og bömin. Henni þótti vænt um þetta. gamla og viðfelldna hús, og garðinn, sem var mjög falleg- ur. En hún vissi, að ekkert stoðaði að tala um slíkt, þau höfðu ekki ráð á að búa þama lengur. Brjánn og Dísa höfðu miklar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.