Alþýðublaðið - 03.07.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.07.1942, Blaðsíða 3
3 Föstudagur 3. júlí 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ Churchill um ósigurinn i Líbyu. Njir sjðkravagnar. Bretar hðfðu meira líO, fleiri skriðdreka* og flugvélar í byrjun bardaganna. 8. herinn beið ósigur á einum degi! læða W. €. í neðri deildinni. ^^NSTON CHURCHILL flutti í gær langa ræðu í neðri málstofu enska þingsins. Rakti hann rás viðburðanna í Norður-Afríku og bar fram varnir sínar og stjórnar sinn- ar gegn gagnrýni þeirri, sem fram hefir komið undanfarið. Hann skýrði frá því, að í byrjún bardaganna í Libyu fyrir röskum mánuði síðan hefðu Bretar haft meira lið, fleiri skriðdreka, fleiri fallbyssur og fleiri flugvélar en Rommel og það hefði verið ætlun þeirra Ritchies og Auchin- lech að hefja sókn í byrjun júní, ef Þjóðverjar hefðu ekki hafið árásir, áður en svo gat orðið. Allt leit vel út þar til 13. júní. Þann dag, er orustur hófust, liöfðu Bretar 300 skriðdreka, en að kvöldi aðeins 70 eftir. Hvernig á þessum skyndilega og hörmulega ósigri stóð, er óskýrt mál. Eftir þáð var undanhald óhjákvæmilegt. fiðtobardagar I Sevastopol — ségja Rússar VopsókDin að beljast? ÓTT Þjóðverjar hafi til- kynnt algert fall Sevasto- pol, segja rússneskar fréttir, að enn séu þar harðir götubardag- ar og hafi Þjóðverjar sent til bardaganna nýja liðsauka, en verjendur berjist af sama ákafa og áður. Rússar segja, að Þjóðverjar þeir, sem sæki að borginni, hafi 5 menn á móti hverjum einum Rússa. Þýzkar fréttir herma, að þeir Mannstéin herforingi og Richthofen, flugforingi hafi stjórnað umsátri og töku borg- arinnar. Af öðrum vígstöðum er það að frétta, að Rússar tilkynna nýja sókn Þjóðverja við Belgo- rod og aðra nálæga staði milli Kursk og Kharkov. Það er nú all líklegt að hin margboðaða vorsókn Þjóðverja sé loksins hafin. Eru Þjóðverj- ar í sókn á öllum vígstöðvunum frá Moskva og suður úr, þótt enn sé litið um nákvæmar frétt- ir af bardögunum. Washingtctn í gærkveldi. Ameríkska lögreglan hefir handtekið 20 menn, sem á- kærðir eru fyrir að hafa sent Qxulríkjunum upplýsingar um skipaferðir og ennfremur fyrir að hafa aðstoðað óvinakafbáta og hjálpað þeim að fá olíu á' leynilegum stöðum á ströndum Bandaríkj anna. * London, 2. júlí. Ameríkumenn hafa nú kom- ið sér upp öflugri flotastöð í Londonderry á Norður-íslandi. Hefir höfnin þar verið stækkuð mjög og aðstaða öll bætt.Stóðu ameríkskir verkfræðingar og írskir verkamenn fyrir endur- bótunum. Flotastöðin mun verða Banda ríkjamönnum til hinnar mestu aðstoðar, þegar þeir taka að flytja .birgðir og vopn í stórum stíl til herja sinna í Evrópu. * * London, 2. júlí. Brezkar flugvélar hafa gert dagárás á borgina Flensborg, sem er Þýzkalandsmegin við þýzk-dönsku laridamærin. — Misstu Bretar tvær flugvélar í árásinni, en tjón mun hafa orð ið állmikið. í Flensborg er töluvert um skipabyggingar. Það er nú sjaldgæft, að Bretar fari svona langt til árása að degi til. Vantrauststillagan á stjórn Churchills var felld með 475 at- kvæðum gegn 25. Umræðunum um tillöguna lauk með langri ræðu, sem Churchill flutti. Var ræðan hreinskilin og innihélt margar upplýsingar, sem skýra vel ástandið í Libyu. Ræða Churchill stóð í eina klst. og 27 mín. og var honum mjög fagnað að henni lokinni. Hann sagði, að umræðurnar væru eftirtektavert dæmi um frelsi það, sem ríkir í Eng- landi á stríðstímum. Allt, sem hægt var, var borið fram til þess að veikja stjórnina og draga úr trausti hennar, til þess að sýna, að ráðherrarnir væru ekki starfi sínu vaxnir og minnka traust hersins á stjórninni. Allt, sem hægt var, var gert til þess að minnka styrkleika forsætis- ráðherrans. Og ég er frelsi þessu fylgj- andi, sagði Churchill, og er vafa samt, að nokkurt annað land mundi voga að halda slíkar um- ræður á jafnalvarlegum tímum. LIBYA Churchill gat þess næst, að Hoare Belisha hefði borið hon- um á brýn, að hann hefði gefið út rangar upplýsingar um styrk- leika Breta í síðustu sókninni í Libyu. í þeirri sókn tóku Bret- ar 40.000 fanga og ráku Þjóð- verja á flótta sem nam 640 km. í núverandi orustum hafa Bretar misst allt að 50.000 manns og óvinirnir eru að nálg- ast Nílardalinn. Er nokkur í deildinni, sem vill lýsa ástand- inu verr? Um Tobruk sagði Churchill að sárast hefði það verið, vegna þess, hversu fréttin kom skyndi lega. Það er algerlega óvænt, ekki aðeiirs fyrir almenning, — heldur og fyrir hermálaráðu- neytið og herstjórnina. Kvöldið áður en borgin féll, sendi Auch- inlech skeyti, þar sem hann sagði, að setuliðið væri hið á- kveðnasta og varnirnar í bezta lagi. Aðeins þeir, sem voru' á staðnum, vissu um hin mikla liðsstyrk, sem óvinunum barst. En, sagði Churchill, ég er. þess albúinn að bera minn þátt af ábyrgðinni á falli borgarinnar. Churchill barst fréttin af falli borgarhmar, þegar hann var á leiðinni til fundar við Roosevelt forseta í Washington. Honum fannst það ótrúlegt, og féll það sérstaklega þungt, þar sem hann var í mikilvægri ferð í öðru landi, eins af sterkustu Banda- manna hans. Hann kvaðst hafa gildar á- stæður til þess að skýra ekki frá viðræðunum í Washirigton, þar eð þær fjölluðu að mestu leyti um ferðjr og flutninga skipa, hersveita og birgða, og það er mikilvægt að halda slík- \ um fréttum leyndum. EGYPTALAND Stríðið í Egyptalandi hefir verið mjög mikil vonbrigði, -— sagði Churchill. Þegar orustur hófust, voru aðstæður Bretum hagstæðar, og gáfu góðar vonir. í byrjun bardaganna höfðu Bretar 100.000 manns, en her Rommels var 90.000. Bretar höfðu 7 skriðdreka á móti hverj um 5, sem Rommel hafði, og 8 flugvélar á móti 5. Churchill gaf nokkrar upp- lýsingar um bardagana eftir að Bier Hakeim í Libyu féll. Þeg- ar orustur byrjuðu um morgun- inn 13. júní, höfðu Bretar 300 skriðdreka, en að kvöldi voru aðeins 70. Þennan dag misstu Þjóðverjar tiltölulega fáa skrið- dreka. Það er því bersýnilegt, að þennan dag töpuðu Bretar orust unni um Libyu og eftir þennan ósigur var undanhald óhjá- kvæmilegt. Það er ekki Ijóst, hverju þessi geysilegi ósigur Breta sætti, en þennan dag gerðu þeir áhlaup á stöðvar Þjóðverja við op inn í sprengjusvæðin, en þýzki her- inn hratt þessu áhlaupi og hóf þegar gagnáhlaup. Þessu næst talaði Churchill um hergagna og liðssendingar frá Bretlandi. Hann kvaðst ekki geta rætt um liðsauka þá, sem 8. herinn hefir fengið en hann kvaðst geta sagt frá því, að sl. ár hefðu Bretar sent ffá Bret- landseyjum 950.000 manna her, 4.500 skriðdreka, 4.500 flugvél- ar, 5000 fallbyssur, 50.000 vél- Þessir sjúkravagnar, sem Ameríkumenn hafa nú tekið í notkun, eru mjög hentugir til margra hluta. Stúlkurnar, sem aka þeim, geta sótt særða menn til vígstöðva og flutt þá til sjúkrahúsa og flutt margt ann- að. Hraði vagnanna er allt að 50 km. á klst. og þar að auki eru þeir auðveldir meðferðar. Ekkert lát á orrust um í Egyptalandi. ---O---- Freyberg, herforingi Nýsjálend- inga, særist. NOKK.UÐ dró úr bardögum í Egyptalandi í fyrradag, en þá voru Þjóðverjar að draga saman og endurskipu- leggja lið sitt, til annarrar árásar á vamarstöðvar Breta. Þetta annað áúlaup var gert í gærdag og var þá aðal- styrkur Rommels við nyrðri fylkingararmifln og bjóst til þess að gera áhlaup, sem bersýnilgea var til þess gert að brjót ast beint í gegnum fylkingar Breta og vaða yfir Egyptaland, þegar það er athugað, hversu mikið lið þar var samankomið á litlu Wæði. Bretar sáu við þessari ráðagerð og voru við henni búnir. Þegar árásin hafði staðið skamma hríð, gerði öflug brezk heí deild árás á fylkingu Þjóðyerja að aftan og á hlið. Engar nánari fréttir hafa borizt af gangi orrustimnar, en hún er sögð geysihörð. Menn munu minnast þess, að Nýsjálendingar vörðust af hinni mestu hreysti í tvo daga skammt vestan við Mersa Ma- truh. Gerði Rommel þar fimm harðar árásir á þá, en tókst ekki að hrekja þá til baka. — Loks gat hann umkringt þá, en þar með var ekki sagan úti, því að þeir brutust út úr hringn- um og komust aftur til Bret- ann§, sem voru þá austar. Foringi Nýsjálendinga í þess- um bardögum var hinn frægi hershöfðingi, Freyberg, sem stjórnaði vörn Krítar, þótt von- laus væri, sem fékk Viktoríu- krossinn fyrir hreysti í fyrri heimsstyrjöldinni, og sem gat sér ógleymanlegrar frægðar við Gallipoli. Hann stjórnaði mönnum sínum á vígvellinum, en komst þaðan ekki heill, því að hann særðist. byssur og 100.000 alls konar farartæki. Þetta var gert, sagði Chur- chill, meðal Bretlandi var ógn- að með innrás og mikið var sent af birgðum til Rússlands. Churchill hélt áfram: Eftir Dunkirk neyddust Bret ar til þess að einbeita sér að því, að framleiða sem mest af hlutunum, en gátu ekki snúið sér að gæðum þeirra, sem skyldi. í júní 1940 voru gerðar áætlanir um að hefja smíði nýrra skriðdreka ög nú fyrst er framleiðslari að ná sér aftur. Þá kvaðst Churchill, hafa fullvissað ' Auchinleck um traust stjórnarinnar. „Eg hef aldrei verið þeirrar skoðunar," hélt Churchill áfram, ,,að stríð ið yrði stutt, og ég hef aldrei álitið, að það mundi verða úti á árinu 1942. Þrátt fyrir hrakfarirnar í As- íu, skipatjónið og ófarimar £ Libyu, tel ég, að Bretar séu nú sterkari en þeir voru í byrjim ársins. Hvern einasta mánuð s.l. hálft ár hafa verið fluttir 50.000 menn suður fyrir Góðravonar- höfða og þeir hafa haft bezta útbúnað, sem á er völ. Þegar þangað hefir verið komið, hefir Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.