Alþýðublaðið - 03.07.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.07.1942, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Fostudagur 3. júli 1942 Corregidor og Bataan. I Mynd þessi baksýn. tekin á eyvirkinu Corregidor í Manilaflóa á Luzon, og sést ' varla svona friðsamt, eins og myndin sýnir síðustu dagana, sem á eynni. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. mín af þessum manni eru ekki mikil. Allmörgum sinnum hefi ég verið með honum í boðum og á blaðamannasamkomum hjá ut- lendingum, síðan hernámið fór fram. Það hefir fylgt starfi okkar beggja, að við höfum ver.ið eins- konar milliliðir milli lesenda okk- ar og hemaðarjyfirvaldanna. Eg hefi ekki séð, að Einari klígjaði við brezkum sjússum eða ame- rískum „coctailum" öðrum fremur, þegár slíkt hefir verið á bgðstól- um. Rembingurinn hefir ekki ver- ið eins mikill innan fjögra veggja með erlendum valdsmönnum oins og hann er stundum í „Þjóðvilj- anum.“ Hann hefir ekki verið á- berandi sparari á að segja „Yes, Sir“ en hver annar á slíkum mann- fundum. En hvort hann ber það betur fram á rússnesku heldur en ensku, verður hann að eiga við sjálfan sig og sína „Yes-menn.“ Eg læri þau orð aldrei á máli Stal- ins, hvernig svo sem kommúnistar láta í minn garð.“ Það er nú sannast að segja líka hálfneyðarlegt, þegar Ein- ar Olgeirsson og hans nótar eru að drótta föðurlandssvikum og undirlægjuskap við útlendinga að öðrum, hvar í flokki, sem þeir standa. En fyrr má vera, en að hann og meðstarfsmenn hans við Þjóðviljann veitist að „kollega“ sínum við annað blað bæjarins með svo ærulaus- um bardagaaðferðum og þeim, sem hér á undan var skýrt frá. Það skiptir engu máli í því sambandi, í hvað flokki hann stendur. HANNES Á HORNINU Framh. af 5 s.íðu. ÉG ÞARF að segja nokkur orð við „Námsmærg, sem skrifaði mér í gær: Þú berð afbrot á heila stétt manna. Þú getur ekki ætlast til þess að ég birti svona bréf. Ef þú veizt um þetta, þá verður þú að kæra það fyrir yfirmanni stofnun- arinnar, eða skýra honum frá því að þú hafir grun um að þetta sé gert og heimta rannsókn í málinu, en svona bréf ér ekki hægt að biðja mig að birta. ÁRÁS SÚ, sem blað kommúnista gerði nýlega á ívar Guðmundsson varaformann Blaðamannafélagsins, algerlega að ástæðulausu, eins og ívar Guðmundsson sannaði í Morg- unblaðinu í gær, var fram úr hófi ódrengileg. KOMMÚNISTISKIR blaðamenn á íslandi eru áreiðanlega undan- tekningar um slíka bardagaaðferð gegn stéttarbróður sínum: að ljúga upp á hann, afflytja mál hans, róg- bera hann og reyna að gefa í .skyn að hann sé landráðamaður. Það var vel til fundið af Einari Ol- geirssyni, eða hitt þó heldur, að láta slíka ritsmíð frá sér fara á sama klukkutíma er hann sat í hópi erlendra manna í góðum fagnaði yfir glasi. Hannes á horninu. Nf nótnabök. FYRIR SKÖMMU kom á markaðinn hefti eftir Frið- rik Bjarnason með tíu lögum fyrir stofuorgel. Friðrik er sá skólamaður, sem mest hefir gert að því að auðga skólasöng okkar, og fyrir það mun æska landsins þegar kunna honum miklar þakkir. Og enda þótt söngurinn, sem sjálfstæð náms- grein; njóti ekki enn — því miður — þeirrar sjálfsögðu að- stöðu að vera prófskylt fag, sem tekið er fullt og óskorað tillit til í uppeldislegri þroskun barnsins og unglingsins, þá mun samt ó- sérhlífið starf einstakra manna í þessa átt, áður en lýkur, koma fram þeirri ófrávíkjanlegu kröfu, að íslenzkir uppeldis- frömuðir geri sér grein fyrir þeim þætti uppeldisins er að söngmennt snýr. Til þess að kirkjusöngur okk- ar nái að dafna og taka fram- förum er skólaundirbúningur söngkennara nauðsnlegur en þeir munu víða vera kærkomn- ir sem organistar. Söngkennar- inn og organistinn eru því aðal- sönghvetjendur landsins, og störf þeirra eru óaðskiljanleg. Friðrik Bjarnason hefir gegnt báðum þessum störfum um langt skeið, og út frá þeirri reynslu hefir hann sent frá sér þau orgellög; sem hér eru gerð að umtalsefni. Réyndar lætur hahn þess getið, að þau séu öll samin án verulegs undirbúnings „improviseruð" á stund inn- blásturs án gagnrýndrar endur- skoðimar á fórmi og innihaldi. Af því leiðir auðvitað, að strangt mat með tilliti til listrænna lög- mála hlýtur að bera augnabliks- myndina ofurliði. Hins vega ber fremur að líta á gervi hugmynd- arinnar sjálfrar sem fljótþrosk- aðan ávöxt hugarstarfsins, er gefur ákveðnar upplýsingar um styrkleika hins skapandi ímynd- unarafls. Friðrik Bjarnason hefir hing- að til eingöngu lagt lag sitt við hin smáu form sönglagsins og kórlagsins, og hefir honum par oft tekizt mæta vel að rata á réíta stemningu ljóðsins. Orðin gefa tónhugsuninni öruggt að- hald og eru eins konar vörðu- steinar á óljósri leið; jafnskjótt og textans nýtur ekki lengur við, er allt komið undir óskeik- ulli eðlisávísun, sjálfstæðri framsetningargáfu og form- skyggnri framsýni. Höfundurinn hefir ekki tekið nægilegt tillit til þessara höfuð- skilyrða við samningu orgellag- anna, og má víða sjá þess menj- ar. Skýrust er byggingin í nr. 7 og 9, þar sem þrískipta lagform- ið verkar eðlilega til ítrekunar og skilningsauka; þetta form nsiundi auðveldlega hafa getað bætt inntak fleiri laga þessa heftis, ef því hefði verið beitt. Laglínan í Idyl er sveiflumikil og víðfeðm, en hvílir helzt til mikið á „standandi“ hljómum, og millikafli þessa lags er of háður fyrirhafnarlausri hljóm- setningu orgelpunktsins; en þrátt fyrir þessa annmarka, mun þetta lag reynast bezt við • nánari kynningu. Sams staðar ber a of gleiðri hljómskipun, þannig að fjarleægðin milli handanna verður óþarflega stór. „Kvartsextakkord" er of tíður og verður stundum til í óheppi- legri lausn, og ritháttúrinn er ekki alltaf einhlítur. Þeir, sem fylgzt hafa með af- köstum Friðriks; hefðu kosið, að hann hefði gefið sér lengri tíma til að vinna úr efni sínu varanlegri gripi, meitla þá og fága til fegurðar; og þeir treyáta því, að í næsta sinn bætist hug- sköpuninni siðgæðislega strang- ur og rýnandi kraftur. H. H. Draumarnir: Verðir svefnsins. Framh. af 5 s.íðu. Draumurinn á rót sína að rekja til vandamáls, sem maðurinn hefir verið að glíma við, og þannig fer hugurinn að því að leiða manninn til liðinna at- burða frá sjálfu viðfangsefninu, og þ&ð er eins og draumurinn vilji leiða vitundina að verk- efni, sem tókst að leysa, þótt ekki liti .glæsilega út, og eins muni fara um þetta. Þegar mönnum finnst þeir vera að hrapa í draumi, álíta vísindamenn að það stafi af því, að illa fari um sofandann í rúm- inu, og draumurinn vísi til minningar um það; að hann hafi einhvern tíma hrapað, án þess að meiða sig. Stundum kemur það fyrir, að mann dreymir, að hann sá nak- inn á almannafæri. En það furðulega skeður, að enginn virðist vera hneykslaður á því nema maðurinn sjálfur. Sumir vísindamenn þykjast hafa kom- izt að raun um, að þessi draum- ur stafi af því, að maður ’hafi svipt af sér voðum í svefni. Sálfráeðingar kunna að skýra svo kallaða spásagnardrauma, eða það, sem kallað er á alþýðu- máli draumar fyrir daglátum. Fuglafræðing einn, sem safnaði eggjum, dreymdi, að hann væri á gangi eftir vegi, sem hann kannaðist vel við. Þegar hann kom að vissum runna sá hann hreiður fullt af fallegum eggj- um. Morguninn eftir fór hann að athuga þennan stað og fann eggin. En maður þessi skildi ekki drauminn sem spásagnar- draum. Hann skýrði drauminn á eftir farandi hátt: „Eg hafði aldrei veitt þessu hreiðri at- hygli fyrr. Ég hafði alltaf haft svo margt annað um að hugsa. En undirvitund mín hafði veitt því athygli, og ég fékk tilkynn- ingu um það eftir vegum draum- ánna.“ Við höfum ekkert vald á draumunum og berum því enga ábyrgð á þeim. Hreinlífir menn, sem skelfast drauma sína, ættu að minnast þess, að jafnvel heil- agur Ágústín þakkaði guði fyrir að hann bæri ekki ábyrgð á draumum sínum. Einnig má minnast þess, sem Plato sálugi sagði, að dyggðugir menn létu sér nægja að dréyma þau verk, sem glæpamenn fremdu. Þegar svefnrofinn er sterkari en draumleiðslan, getur draum- urinn orðið svo ofsafenginn, að maðurinn vaknar með hjart- slætti og út um hann slær köld- um svita. Vísindamenn hafa veigrað sér við að láta uppi álit sitt á martröð; sem svo er nefnd, en þeir álíta að hún stafi af því, að illa fari um menn í rúmi. Ef menn, til dæmis, liggja á bakinu og hafa þunga sæng á brjóstinu, getur það valdið martröð. Lækningbækur seðja ekki forvitni fólks um eðli drauma, og menn spyrja, hvers vegna læknar hjúpi draumaskýringar slíkri leynd. Svarið er, að vís- indaleg rannsókn drauma er mjög flókin og til þeirra starfa þarfnast sérfræðinga. Það, sem vekur. áhuga lækna, er ekki I túlkun draumanna, heldur þær J hugsanir, sem bak við þær liggja. Flestir nútíma sálfræð- ingar nota draumana til þess ag grafa upp duldar minningar,- sem stundum eru orsök geðbil- unar. Öllu venjulegu fólki er, eins og áður er sagt, draumlífið nauðsynlegt, eins og að borða, anda og sofa. Læknar spyrja því fólk að eins, hvort það sofi vel, og ef svo er, hirða þeir ekki um draumana að öðru leyti en því, að þeir eru nauðsynlegir til þess að menn sofi vel. Framfaramál Hellis- sands. Framh. af 4. síðu. Gvendarbrunnum. En við vænt- um þess; acj ríkisvaldið sjái sér fært að leggja þann kafla á næsta< ári. Jafnframt þessum umbótum í samgöngumálum þorpsins hafa allir Hellissands- búar áhuga á því, að vegur verði lagður kringum jökulinn hið allra bráðasta. Sá vegur myndi setja þorpið í samband við miklar sveitir, sem það hefir aldrei staðið í sambandi við, svo sem Breiðuvík, Staðarsveit og sveitirnar þar suður eftir. Kæmist þessi vegur kringum ' Jökulinn, myndi vera opið vega- samband allan ársins hring frá Ólafsvík og Sanái til Borgar- ness.“ - — En ræktunarmálin? „Fyrir noklg-um árum mældi Pálmi Einarsson ráðun. og kortlagði allt það land, sem bezt þótti fallið til ræktunar í nágrenni þorpsins. í sumar hófst hreppsnefndin handa í þessu máli með því að byrja á vega- lagningu að hinu ræktanlega landi. Að lokum vil ég þó leggja á- herzlu á það, að það eru hafn- arframkvæmdirnar, sem öll at- vinnuleg afkoma þorpsbúa í framtíðinni byggist á. Vænti ég þess, að hið opinbera styrki þessa viðleitni þorpsbúa til sjálfsbjargar ríflega og með góðum ráðum. Ef það verður gert af viti og framsýni, munu Hellissandsbú- ar áreiðanlega í framtíðinni geta staðið á eigin fótinn fjárhags- lega.“ „Valnr“ ílýgnr til' Akureyrar. EISTARAFLOKKUR nattspyrúufélagsinls „Val ur“ fer flugleiðis norður til Akureyrar. Alls fara 15 menn. í dag verða farnar tvær ferðir og ein á morgun. Tveir kappleikir verða háð- ir á Akureyri, annar á morgun, hinn á sunnudag. Verður svo farið aftur í bílum á þriðjudag. Heimsmet ' í 1000 m. hlaupi. Nýlega setti Svíinn Arne Anaersen heimsmet í 1000 m. hlaupi. Hljóp hánn vegár- lengdina á 2,24,0 mín.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.