Alþýðublaðið - 18.07.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.07.1942, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 18. júlí 1942. Sænskar raddir nni Bandariki Norðnrlanda. Norðmenn tafea slíku ráða- bruggi fjarri. ■p REGNIR FRÁ LONDON herma, að vissir hópar manna í Svíþjóð ræði um þess- ar .mundir mikið um stofnun ,$Bandaríkja Norður^anda“. Sumir tali í því sambandi um ríkjasamband, þar sem hvert hinna norrænu landa héldi sínu sjálfstæði, en aðrir vilji hreint og beint sambandsríki með sameiginlegri stjórn, sameigin- legu, þingi, sameiginleg utan- ríkis- og viðskiptamál, og yfir- leitt fullkominn samruna Norð- urlanda í eitt ríki með einni höfuðborg, — helzt Drottning- holm í Svíþjóð. Blað norsku stjórnarinnar í London, „Norsk Tidend,“ skrif- ar á eftirfarandi hátt um þess- ar hugmyndir: „Vér göngum út frá því, að slíkum hugmyndum sé ekki haldð á lofti af neinum ábyrg- ním mönnium- í iSvíJþjóð. Það væri að minnsta kosti, að þekkja norsku þjóðina og sögu henna illa, ef nokkur skyldi láta sér detta það í hug, að hún færi á degi friðarins að afsala sér þvi frelsi og sjálf- ' stæði, sem hún ávann sér 1905 og leggur lífið í sölurnar til að endurheimta í stríðinu, sem nú stendur. Norska þjóðin, sem í dag berzt fyrir málst. lýðræðis- ins og frelsins í heiminum vill ekki hverfa eftir stríðið inn í neina norræna ríkjaheild. Hún vill fá að lifa sínu lífi sem At- lantshafsríki í náinni samvinnu við önnur Norðúrlönd og við núverandi bandamenn sína. Af Norðurlöndum er það í dag Noregur, sem þjáist og berst fyrir norrænu frelsi og norræn- um rétti og þar með fyrir frelsi allra Norðurlanda. Það verða menn að gera sér ljóst, þegar talað er um framtíð Norður- landa.“ iStokkhólmsblaðið „Dagens Nyheter“ segir að þessi grein í „Norsk Tidend“ hafi verkað eins og steypibað á postula þess- ara hugmynda í Svíþjóð. Fyrsta loftárás in á London síð an í mars 1941. LONDON varð seinnipart- inn í gær fyrir fyrstu loft árásinni síðan í marz í fyrra <og var fáeinum sprengjum varpað á einum stað. , Ekkert manntjón varð þó af þeim og ekki nema lítið eigna- tjón. Bretar gerðu í björtu í fyrradag miklar loftárásir á Lúbeck og Flensborg á Norður- Þýzkalandi. Á báðum stöðum var sprengjum látið rigna yfir kafbátasmíðastöðvar og í Flensborg einnig yfir skóla, — þar sem áhafnirnar er æfðar. Kalinin og ameríkski sendiherrann Ameríkski sendiherrann í Moskva sýndi fyrir nokkru forseta Sovétríkjatína, Kalinin, skil- ríki sín, eins og siður er. Sendiherrann, William H. Standley, er til vinstri á myndinni. Kalinin til hægri, en ekki er vitað hver maðurinn í miðið er. Sóknin til Stalingrad og Rostov heldur áfram. —--»—.. - En Rússár hafa stððvað Þjóðverja við Voronesh ÞfóOverjar segjast hafa^ teklð Voroshilovgrad í Don með áhlaupi SÓKN ÞJÓÐVERJA í SUÐUR-RÚSSLANDI miðar mjög misjafnlega mikið áfram. Við Voronesh virðist sókn þéirra hafa verið stöðvuð, að minnsta kosti í bili og er sú borg bersýnilega enn á valdi Rússa. En suðaustur af Boguchar og Millerovo heldur sókn Þjóðverja áfram af full- um krafti í áttina til Stalingrad og hörfa Rússar þar austur hið marflata steppuland, þar sem lítil skilyrði eru frá nátt- úrunnar hendi til varnar. Sunnar og vestar, í Donetzhéraðinu, segjast Þjóðverj- ar, í aukatilkynningu, sem gefin var út af þýzku herstjórn- inni í gær, hafa tekið iðnaðarborgina Voroshilovgrad með áhlaupi. Það hafði í gærkveldi ekki verið viðurkennt af Rúss um, en viðurkennt var hinsvegar af þeim, að þýzkar her- hersveitir væru komnar austur fyrir þá borg og ættu þar ekki nema 135 km. suðaustur til Rostov. I tilkynningum Þjóðverja er það viðurkennt, að Rússar geri nú mögnuð gagnáhlaup á brýrnar yfir Dón veStan við Votonesh og er af því ráðið að Rúsáum hljóti að hafa tek izú að hrekja Þjóðverja úr út- hverfum borgarinnar, þar sem barizt hefir verið undanfarna daga, og að borgin sé því enn alveg á valdi Rússa, en fyrir mörgum dögum var því yfir lýst af Þjóðverjum, að þeir væru búnir að taka Voronesh, en það var aldrei viðurkennt af Rússum. í rússneskum fréttum af bar dögunum við Voronesh er sagt — að Þjóðverjar séu nú í vörn vestan við borgina, á austur- bakka Donfljótsins, og byrjað- ir að grafa þaf skotgrafir sér til varnar. Allt öðru vísi og verr horfir fyrir Rússum sunnar á víg- stöðvunum, suðaustur af Bogu char ög Millerovo, sem Þjóð- verjar' tóku fyrir nokkrum dögum. Þar geysast vélaher- sveitir Þjóðverja áfram aust- ur flatneskjurnar í áttina til Stalingrad og eru, að því er fregnir frá London í gærkveldi hermdu, þegar komnar suð- austur til járnbrautarinnar, sem tengir Rostov við þá borg. En þrátt íyrir hina hörðu sókn Þjóðverja á þessum slóð- um, er undanhald Rússa sagt skipulegt og harðvítug vopna- viðskipti halda látlaust áfram. Suðvestur af Millerovo sækja Þjöðverjar fram í Don- etzhéraðinu í áttina til Rostov og það er á þeirri leið, sem þeir segjast nú hafa tekið iðn- aðarborgina Voroshilovgrad. — Fylgdi það fréttinni í gær, að stórir hlutar borgarinnar stæðu í (björtu báli. Voroshilovgrad er stór borg, sem í byrjun ófriðarins hafði um 200 000 íbúa. Hún hét áð- ur Lugansk og er miklu kunn- ari undir því. nafni. En hið QBisfngarnir losta- ir skelfingD. Nafnaskrár peirra og önn- ur skjöl i höndum norskra ættjarðarvina. REGN FRÁ STOKK- HÓLMI hérmir, að norsk- ir ættjarðarvinir hafi komizt yfi^ nokkrar inafnaskrár og önnur skjiöí Qudslingflokksins í Noregi og birt þau í blöðum er dreift er út á laun í landinu. Út af þessu hefir mikill ótti gripið Quislingana og hafa margir þeirra ekki þorað annað en að segja skilið við flokk sinn og hætta öllum störfum fyrir hann þar eð þeir vita ekki, hve mikið af nafnalistunum hefir fallið ættjarðarvinunum í hend ur og óttast að sjá að öðrum kosti nöfn sín einn góðan veð- urdag í hinum leynlegu blöð- um — og verða settir á svartan lista hjá Bandamönnum. Skjölin, sem birt hafa verið, afhjúpa hið nána samstarf Quislingflokksins . við þýzka innrásarherinn og sýna einnig að margir þekktir norskir ætt- jarðarvinir hafa verið teknir fastir að undirlagi Quisling- anna, sem síðan hafa sölsað undir sig stöður og atvinnu hinna fangelsuðu. Quislingflokkurinn hefir nú opinberlega heitið háum laun- um hverjum þeim, sem geti gefið upplýsingar um, hvernig nafnaskrárnar og flokksskjöl- in hafi komizt í hendur hinna norsku ættjarðarvina. nýja nafn fékk hún af Voro- shilov hershöfðingja, einum af þekktustu foringjum rauða hersips. Stór skriðdreka- orrnsta skammt frá fii Alamein. Barlzt allan fimmt- daginn og í pær án nokknrra úrslita. p REGNIR FRÁ KAIRO, í gær sögðu frá því, að sfórkostleg skriðdrekaorr- usta hefði verið háð á víg- stöðvunum við E1 Alamein £ Egiptalandi á fimmtudaginn, hin fyrsta á þeim slóðum, og staðið fram í næturmyrkur. Fregnir af orrustunni voru mjög óljósar allan daginn í gær og ókunnugt var hvert skriðdrekatjón hafði af henni hlotizt. Flugvélar tóku þátt í orrust- unni á báða bóga og skýrðu Bretar svo frá * í gær, að þeir hefðu skotið niður fyrix öxul- herjunum að minnsta kosti 4 flugvélar, en sjálfir misst . 6. Upphaf skriðdrekaorustunn- ar var það, að indverskar og nýsjálenzkar fótgönguliðssveit- ir tóku á miðvikudaginn hæð nokkra, hernaðarlega þýðing- armikla, um 15—18 km. upp af ströndinni við E1 Alamein og varð það til þess, að öxul- herirnir sendu skriðdreka- sveit til áhlaups á þær. Því var svarað af Bretum með því að senda einnig skriðdrekasveit á vígvöllinn, og voru síðan stöð- ugt fleiri og fleiri skriðdrekar sendir fram af beggja hálfu þar til meginið af þessum víg- vélum beggja var komið í or- ustuna, sem stóð fram á nótt. Fregn frá fréttaritara brezka útvarpsins í Kairo seint í gær kveldí sagði, að skriðdrekavið- ureignin hefði haldið áfram í gær, og væri erfitt að segja neitt fyrir um úrslit hennar, en öxulskriðdrekunum hefði hing- að til hvergi tekizt að brjót- ast í gegn, og að hinir ind- versku og ný-sjálenzku fót- gönguliðssveitir héldu stöðvum sínum á hæðinni suður af A1 Alamein þrátt fyrir öll áhlaup. Ræðlsraannaskrif - síefiffl U. S. A. í FlDnlanii iokað. Abvorðun i Washingfon. Bandaríkjastjórn hefir ákveðið að loka öll- um ræðismannsskrifstofum sín- um á Finnlandi og krafizt þess, að finnska stjórnin loki einnig ræðismannsskifstofum sínum í Bandaríkjunm fyrir 1. ágúst. Það er tekið fram í Wash- ington, að þetta þýði ekki, að stjórnmálasambandi sé slitið við Finnland, enda hefir sendi- herra Bandaríkjanna í Helsing fors ekki verið kallaður heim. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband Petrína R. Guðmunds- dóttir og Björgvin Færseth, Vest- urgötu 24.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.