Alþýðublaðið - 18.07.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.07.1942, Blaðsíða 8
W/IBUR! 'M'XS , murtiNsms! / I T//-THÖU6HT yOUlrUKSD \ ve... but you j-jusrmNTED ---r 70 T-TRICK ME/ \- Vilbur: É-ég hélt a-að þér geðjaðist að mér ,en þú ert bara að gabba mig! unum mínum, en nú þarf ég engar áhyggjur að hafa út af því, frúin sér um það allt saman. — Hafið þér ekki miklu meira að gera, síðan þér tókuð við óðalinu? — O, ég hefi bara gaman af því. Satt að segja fæ ég aldrgi of mikið að ger. Og ég tel, að ef á að láta búskap borga sig nú á tímum, verður að reka hann í stórum stíl. Eðvarð var önnum kafinn allan daginn, ef ekki á búgörð- unum, þá í viðskiptaerindum í Blackstable, Tercanbury og Faversley. — Mér líkar iðjuleysi illa, — sagði hann. Eg held það sé satt hið fornkveðna, að letin sé móðir allra lasta. Þetta sagði hann við ungfrú Glover og hún samþykkti það. En þegar Eðvarð var farinn út, sagði hún við Bertu: — Hann er ágætismaður, — maðurinn þinn! Þér er vona ég sama, þótt ég segi það. — Já, ef þér sýnist svo, sagði Berta þurrlega. — Eg heyri honum alls staðar hrósað. Charles hefir mikið álit á honum. Berta brosti. — Þú ert svo velviljuð, Fanney. Samtalið lognaðist út af og eftir fimm mínútna þögn fór ungfrú Glover. Berta sat eftir í þungum þönkum. Það lá illa á henni. Eðvarð var farinn til Blackstable og hana hafði íangað til að fara með honum. — Eg held þú ættir ekki að fara með mér, sagði hann. Eg þarf að flýta mér og verð að ganga hart. — Eg get líka gengið hart, svaraði hún og svipurinn myrkv' aðist. — Nei, það getur þú ekki. Ég veit hvað þú kallar að ganga hart. En þú skalt koma á móti mér, þegar ég kem aftur. — Ó, þú gerir allt, sem þú getur til að særa mig. Það er eins og þú sért feginn að fá tækifæri til að vera hrottaleg- ur við mig. — Skelfing talarðu flóns- , lega, Berta. Geturðu ekki skil- ið, að ég þarf að flýta mér og hefi engan tíma til að ramba í hægðum mínum. — Þá skulum við aka. — Það er ómögulegt. Það gengur eitthvað að hryssunni og folinn var brúkaður svo mikið í gær, að hann verður að fá hvíld í dag. — Þú segir þetta bara af því, að þú villt ekki hafa mig með núna. Svona ertu dag eftir dag. Þú finnur alltaf eitthvað upp til að losna við mig og hrindir mér jafnvel frá þér þótt ég ætli ekki að gqra anínað en kyssa þig. Hún fór að gráta, vissi, að hún fór með rangt mál, en fannst hún þó vera grátt leik- in. Eðvarð brosti við, þótt hon um væri hálf gramt í geði. — Þegar þú sefast mun þig iðra þess, sem þú hefir sagt, og þá biðurðu mig um fyrir- gefningu. Hún leit upp og roðnaði. — Eg er víst ósköp barnaleg "og heimsk. — Nei, en þú ert eitthvað utan við þig í dag. Svo gekk hann út blístrandi, og hún heyrði hann segja garð- yrkjumanninum fyrir verkum, eins og hann var vanur, glaðleg an, eins og ekkert hefði í skor- izt. Berta vissi, að hann hafði þegar gleymt þessari smádeilu, ekkert gat truflað rólyndi hans. Þótt hún gréti hástöfum og barmaði sér, lét hann það sem vind um eyru þjóta. Hann var alltaf jafn hæglátur, skap góður og þolinmóður. Þegar Eðvarð kom aftur — virtist hann ekki taka eftir því, að kona hans var í slæmu skapi. Hann rabbaði fram og aftur um för sína til Black- stable, hann hafði gert þar góð kaup hjá manni nokkrum, en Berta sváraði aðeins einsat- kvæðisorðum. Hún óskaði þess, að hann hefði einhver orð um sálarástand, svo að hún fengi ástæðu til ásakana. En Eðvarð var framúrskarandi efiíirtekt- arlaus, eða þá hitt, að hann kærði sig ekkert um að láta á því bera, að hann tæki eftir harmi hennar, til þess að gefa henni enga ástæðu til að tala. Þetta var 1 rauninni í fyrsta sinn, sem Berta reiddist manni sínum svo, að um munaði, og Demanta* æðið. (Diamond Frontier). Spennandi og æfintýrarík mynd. Aðalhlutverk leika: Victor McLagle*, Anne Nagel ®g John Loder. Sýnd kl. 5, 7 ®g 9. Börn yngri en 16 ára fá ekki aðgang. Eg heimta skilnað. (I Want a 'Divorce) Joan Blondell Dick Pdwell. Sýnd kl. 7 og 9. hún var allt að því hrædd við það; henni fannst sér vera illa við Eðvarð og langaði til að særa hann. Hún skildi ekki sjálfa sig. Hvað mundi nú koma fyrir næst? Hví gat hann ekki sagt eitthvað; sem gæfi henni ástæðu til að hella úr skálum reiði sinnar? Svo gætu þau sætzt á eftir. Dagurinn leið og hin hvimleiða þögn hélzt — Berta var farin að þjást af FRAMHALDSSÝNING kl. 3te—6Vá. Mrebsverk iækuisias með Jean Hersholt. þessu ástandi. Kvöldið kom, — en Eðvarð lét ekkert á sér bæra. Hún leitaði eftir ein- hverju, sem komið gæti rifrildi af stað, en ekkert slíkt tæki- færi bauðst. Þau háttuðu, en hún snéri baki að honum, og þau kysstust ekki, eins og aldrei hafði brugðizt áðúr á kvöldin. Hún bjóst við því, að hann tæki eftir þessu og spyrði um orsökina, og þá mundi DVER6STÓLLINM. meira á hurðinni en nokkru sinni fyrr og kallaði í skipunar- tón til dvergsins að hleypa sér inn. Hann skalf og titraði, en gerði ekki minstu tilraun til að opna dyrnar. Að lokum tókst kanínunni með miklu snar- ræði að skjótast burt og draga lokur frá hurðum. Frú Bíum- bamba gekk inn í húsið og litað- ist um. Jonna hljóp til hennar og faðmaði hana að sér .og sagði henni í fáum dráttum allt, sem gerzt hafði. Frú Bíumbamba snéri sér að dvergnum, sem skalf á bein- unum. ,Refsaði langamma mín þér ekki fyrir þessa sömu óknytti?“ spurði hún alvarleg á svip. „Þetta er allt í gamni,“ stam- aði dvergurinn hræddur. ,,Ég ætlaði bara að hræða þau svo- lítið og sleppa þeim svo, það er allt og sumt.“ „Var það ekki annað?“ sagði Bíumbamba hæðnisléga. „Jæja, ég trúi samt ekki orði af því, sem þú segir. Segðu stólnum að sleppa Láka. Stóllinn á að koma með mér heirn^ og þú átt meira að segja að gefa mér annan stól til þess að bæta fyrir brot þitt.“ „Það kemur ekki til mála,“ hrópaði dvergurinn. „Þá á ég sjálfur ekki eftir nema einn dvergstól, sem kallazt getur því nafni. Hitt eru allt venju- legir stólar. Hafið þið nokkurn tíma kunnað sögu af því að dvergur ætti ekki nema einn dvergstól? Nei, flestir þeirra eiga fjóra!“ i„Eg held það sé nóg fyrir slíkan óþokkadverg eins og þú ert, að eiga einn dvergstól,“ sagði Bíumbamba. „Og nú skaltu biðja álfinn afsökunnar á ókurteisi þinni, og gefðu svo þessari kanínu stærsta blóm- kálshöfuðið í garðinum þínum. Og þú verður að biðja báða broddgeltina fyrirgefningar á athæfi þínu.“ Ekki nema það þó! Að biðja álfræfilinn afsökunar!11 hrópaði REYKJAVÍK milli 1870 og 1880: Lögreglan var svo sem eng- in í Reykjavík, Alexíus gamli og Jón Borgfjörð voru ekki menn til stórræða og drógu sig í hlé, það sem þeir gátu, enda launaði bærinn þeim með hinum mestu sultarlaunum. Alexíus var að mörgu skrýt- inn karl, langur og mjór með oddhvast nef, en greindur vel, hann þekkti hvert mannsbarn og hafði gaman af skrýtnum mgum, en þótti stundum krita liðugt. Var það máltæki sumra í Reykjavík, þegar þeir vildu fegra ótrúlega sögu: „Hannes Johnsen sagði mér og hafði það eftir Alexius; þurfti því ekki frekarar vitnanna við.“ (Þorv. Thoroddsen). * JÓN ESPÓLÍN segir í ár- bókum sínum við árið 1820: „í þann tíma ritaði Rasmus Rask prófessor af ferð sinni úr Ispahan í Persíulandi til Arna prests Helgasonar í Reykjavík, vinar síns, á íslenzku mjúkri, sem honum var hægt og tamt. Hafði eigi áður komið bréf, og þó á íslenzka tungu, frá Persíu út hingað, svo að menn viti. Þar lýsti hann • landi og lýð mjög áþekku því, sem var úti hér, með fleira merkilegu, er þar var í. Mælti hann svo um eyðimerkur þær hinar miklu, er yfir varð að fara á múlösn- um og graðhestum illum: Hart er að skeiða um hauðrið leiða stóðum stöðum á.“ * ÞÝZKU nazistunum finnst heldur lítið til um ítölsku hermennina, eins og bezt sést af þessari sögu, sem stendur í þýzku hermannatímariti, sem fundizt hefir í Libyu: Herstjómartilkynning ítala: „Á Tobrukvígstöðvunum réðst herflokkur á óvin á reið- hjóli og neyddi hann til að stíga af baki. Eftir langa og harða bardaga tókst flokknum að laska framhjólið og ná því á sitt vald. Allar líkur benda til, að sömu örlög bíði aftur- hjólsins. Stýrið er í okkar höndum, en ennþá er barizt heiftarlega um yfirráðin yfir grindinni.“ MIIBftSHi Laugarðagur 18. júií 1942. GAMLA BfÚ WSM Bf MÝJA B9Ú ALfrWUgLAPHfr Vilbur reynir að ná byssunni af Tóní, en þá hleypur skot af. Tóní: Vilbur, þú meiðir mig! /dVE MB \ / T/O, hV/LSUR, \ THAT CUN!) [PL£AS£... 70U PON'T -------- r---UNDERSTAND.. .JT Vilbur: Láttu mið fá þessa byssu! Tóní: Nei, Vilbur, þú skilur ekki Wí 4V VtorÖ'TftlVuí**

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.