Alþýðublaðið - 21.07.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.07.1942, Blaðsíða 3
3?ri5judagur 21. júlí 1942. AO>YÐUBLABSÐ Alvarleg hætta vofir yfir Rðssum noröanvlð Rostov. Þjóðverjar eru 160 km. frá borginni. ILoftárás Rússa |á Kðnigsberg. ♦ .... LONDON í gærkveldi. ALLAR BORGIR Rússa norÖvestan við neðsta hluta Don eru í mikilli hættu eftir að Þjóðverjar náðu Voro- shilovgrad á sitt vald. Það var viðurkennt í tilkynningu rússnesku herstjórnarinnar á sunnudagskvöld, að þessi mikilvæga borg, sem er miðstöð stóriðnaðarins í Donetz- héraðinu, hefði verið yfirgefin. Hersveitir Þjóðverja eru nú aðeins 160 km. frá Rostov, og vofir hin mesta hætta yfir her Rússa á þessum slóðum. Timo- shenko, sem stjórnar honum, reynir bersýnilega að hörfa án þess að gefa Þjóðverjum færi á að umkringja eða eyðileggja hann. Það er gefið í skyn í fréttum frá Moskva, að Rússar séu vel við- búnir á eystribökkum Don, og verði það Þjóðverjum erfitt að komast yfir ána þar. Landið er slétt og lítið um skjól, en hafi Rússar búið um sig á eystri bakkanum í römmurn, víggirðingum, verður sóknin tvímælalaust kostnaðarsöm. AmeríkomeBD i Kfna gera loft- árás á Kanton. Fljágaradi virki sbýtgir sfiiðMP 4 japMisskaa* orr- MstuflMgvélar. AMERÍKSKU flugvélarnar í Kína hafa enn verið á ferðinni og gert mikla loftárás á flugvelli Japana við Kanton, sem er ein helzta hækistöð inn- rásarhersins í Kína. Árásin kom Japönum alger- lega að óvörum og varð mikið tjón á flugvélum á flugvellin- um. Allar flugvélar Ameríku- manna komu aftur til stöðva sinna. Frá því hefir verið sagt í Indlandi, að ameríkskt Fljúg- andi virki lenti fyrir nokkru í orrustu við 23 japanskar orrustu flugvélar. Var þetta yfir Burma og gerðu Japanirnir þegar í stað árás á Ameríkumennina. Skytt- ur virkisins létu nú óspart til sín taka og skutu niður 4 af japönsku flugvélunum. Þá hafði einn ameríksku flugmannanna dáið af skotsári og flugvélin var mikið löskuð. Stukku 6 af á- höfninni út í fallhlífum, . en flugmanninum tókst að lenda skemmdri flugvélinni. Brezk lofíárás á kaf bátastðð viðBranei. LONDON, í gærkveldi. BRETAR halda enn uppi sókn sinni gegn kafbátum óvinanna með því að gera loft- árásir á kafbátasmíðastöðvar. 1 fyrrinótt var sprengjum kastað á borgina Vegesack, sem er skammt frá Bremen. Eru þar állmiklar skipabyggingastöðvar í gærdag gerðu Wellington sprengjuflugvélar árásir á verk- smiðjuborgir í Ruhrhéraðinu og komust þær allar til stöðva sinna aftur. +LOFTÁRÁS Á KÖNIGSBERG Rússneskar sprengjuflugvél- ar hafa gert mikla loftárás á Königsberg, höfuðborg Austur- Prússlands. Var sprengjum kast að á ýmsa hernaðarlega mikil- væga staði og komu upp áll- margir eldar. Rússar segja, að flugvélarnar hafi allar komið tll stöðva sinna aftur. VORONEZH Við Voronezh er ástandið mun betra fyrir Rússa en á suð- urvígstöðvunum. Þar eru þeir bersýnilega í sókn og hafa á ýmsum stöðum hrakið Þjóð- verja aftur að ánni Don og.yfir hana. Rússneskar hersveitir hafa náð á sitt vald mikilvægurn stað við ána, þar sem Þjóðverj- ar höfðu með mikilli fyrirhöfn byggt ferjur til flutninga í stór- um stíl yfir fljótið. Nú nota Rússar staðinn til gagnárása yf- ir á vestri bakka fljótsins, Vörn Rússa við Voronezh er fyrir margra hluta sakir mikil- væg. Þeir halda Þjóðverjum frá járnbrautinni milli Moskva og Stalingrad, sem Þjóðverjar vafa laust vildu gjarnan rjúfa. Járn- brautin kemur saman við aðal- brautina suður til Rostov í borg- inni Gryazi, sem er skammt norðan við Voronezh. Rússar hafa nú fengið allmik- ið af hinum frægu ameríksku dvergbílum (jeeps) og hafa þeir reynzt hinir hentugustu þar eystra sem.annars staðar. Þeir \ ha'fa þégar komið við sögu er Rússar notuðu þá við að um- kringja fallhlífahermenn fyrir aftan víglínur sínar. Stokkhólmi, 20. júlí Frá Vermalandi í Svíþjóð berst saga um þýzkan hermann, sem gerði margar tilraunir til þess að strjúka til Svíþjóðar og komst loks — dáinn. Hann hafði oft komizt að landamærunum, en alltaf verið rekinn til baka af landamæra- vörðunum. Einn dag fannst hann svo í á, sem rennur yfir landamærin — og var hann lát- inn. Mun hann hafa reynt að komast yfir ána til Svíþjóðar — og frelsisins. Brezkar víkingasveitir við pjálfun. Hinar frægu víkingahersveit- ir Breta verða að ganga í gegn- um mjög erfiða þjálfun, áður en þeim er leyft að taka þátt í á- rásum á strendur meginlands- ins. Verða hermennirnir að ljúka mörgum námskeiðum, sem veita þeim alhliða þjálfun. Við æfingar þessar eru her- mennirnir látnir taka þátt í eins eðlilegum orrustum og hægt er að hafa þær við þjálf- un, og gefa myndirnar nokkra hugmynd um það. Efri myndin sýnir nokkra víkinga kasta sér til jarðar, ér vélbyssuskothríð þyrlar upp sandinum fyrir framan ,þá. Skot- hríðin er eðlileg, og eru sérstak- ar skyttur valdar til þess að leika hlutverk „verjendanna“ við æfingarnar. Myndin til vinstrr sýnir tvo víkinga klifra eftir kaðli upp 30 metra þverhníptan klett. Þeir bera á sér fullan útbúnað, byssur og skotfæri. '##'#'##'#'################### r#'#'##s###s#'##'##'##s##'##'###'#####s####'##'##'#'##s##s#'######s##'#sr####'#'####'###'##'#'##'###'#'##'###'##s<» Bretar taka 6000 f anga á 10 dögum í Egyptalandi. Loftárás á fMfgwiMl vii R1 Palia. LONDON í gærkveldi. T T LÉ ER á bardögum í Egyptalandi og hafa aðeins verið smáskærur á syðri hluta vígstöðvanna. Hersveitir Auchinlecks hafa eftir bardagana fyrir helgina en ailar stöðvar, sem þær höfðu áður en þeir byrjuðu, á sínu valdi. Það hefir nú verið tilkynnt opinberlega í Kairo, að síðast- liðna 10 daga hafi hersveitir Breta tekið 6000 fanga. Eru það aðallega ítalir, en nokkrir Þjóðverjar þeirra á meðal. Brezki flugherinn hefir gert stórkostlega árás á flug- völl við el Daba, sem er á valdi Þjóðverja. Árásin var ein mesta, sem gerð hefir verið á flugvöll í eyðimörkinni. Margar sprengju- og orrustu-flugvélar tóku þátt í henni. Á flugvelli þessum var saman komið mikið af þýzkum flugvél- um; og steyptu brezku flugvél- arnar sér yfir hann. Komu sprengjur niður í kös af þýzkum flugvélum og skemmdust og eyðilögðust fjölmargar. Þegar orrustuflugvélarnar ætluðu að steypa sér yfir völlinn sáu flug- mennirnir hvar margar Ju52 flutningaflugvélar komu í áttina til hans og ætluðu bersýnilega að lenda. Ráðust brezku flug- vélarnar gegn komumönnum og skutu niður f jórar flutninga- flugvélar og eina steypiflugvél. Flugmennimir, sem tóku þátt í árásinni, sögðu svo frá, að tjón Þjóðverja hafi verið óskaplegt og mikill fjöldi flugvéla þeirra eyðilagzt. Aðrar brezkar sprengjuflug- vélar hafa gert árás á Tobruk að næturlagi. Þá hafa brezk her- skip skotið af fallbyssum sínum á höfnina í Mersa Matruh. Var það gert aðfaranótt föstudags og laugardags. Þjóðverjar hófu skothríð úr strandvarnabyss- um, en tókst ekki að hrekja brezku skipin frá. . . London. — Ameríkska utan- ríkismálaráðuneytið hefir látið loka. ölliun. sendisveitarskrif- stofum sínum í Finnland. . . . . Norsbir verkameaa svelta NEW YORK, 18. júlí. SiENSKUR trésmiður, sem búið hefir í Noregi síðan 1914, er nýkominn aftur til Sví- þjóðar og hefir hann ritað eftir- farandi í ,,Aftontidningen“: „Nærri liggur að norskir verkamenn séu sveltir. Frá því um jólin fékk ég aðeins tvisvar kjöt. Til þess að komast hjá því að svelta verða menn að taka þátt í smygli og óleyfilegri verzlun, sem kölluð er „svarti markaðurinn“. Mjöl það, sem fæst, er mjög lélegt og afleitt til bökunar. Fiskur er stranglega skammtaður. Allmikið af hval- kjöti hefir verið selt og etið. Norskir verkamenn eiga það alltaf á hættu að.vera kallaðir til skylduvinnu. Verkamanna- félögin eru algerlega valdalaus, og aðeins brot af sjóðum þeirra er notað í þágu verkamanna. Mestan hlutann af þeim hirða quislingar. Neiti verkamaður að vinna á hann á hættu að verða sendur í fangelsi allt að þrjá mánuði. Enginn Norðmaður fær að kaupa sér föt fyrr en lögregl- an hefir athugað heimili þeirra og gengið úr skugga um að þeir þurfi fatanna með.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.