Alþýðublaðið - 22.07.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.07.1942, Blaðsíða 4
4 AU»YÐUBLAðiO Míðvikudagur 22. júií 1942» ÚtfSafaitdl: Alþý3nfl»kkarin» BMsfjórl: Ste2óa FjetarMtm Kitstjóm og aígreiSsl^ í Al- þýfluhósdnu við Hverflagöta Símar ritatjómar: 4801 og 4902 Sfmar algreiðslu: 4909 og 4996 VerS í lausesölu 25 aura. AlþýðapreKtsmfSjan h. f. Ábyrgð sumar- þingsius. ÞINGIÐ hefir nú verið kall- að saman 4. ágúst. Virð- ist því mega ganga út frá því, að þess sé ekki nema skammt að bíða, aðeins örfáar vikur, að ekki einasta kj örda mabreyt- breytingin fái fuUnaðarsam- þykkt, heldur og að sjálfstæðis- málið verði leyst með annarri stjórnarskrárbreytingu og þar með því langþráGa takmarki náð, sem markvisst hefir verið keppt að í heila öld: fullkomið sjálfstæði íslonztku þjóðairinn- ar. Raunverulega höfum við far- ið með öll okkar mál síðan yfirstjórn utanríkismálanna og æðsta valdið var flutt inn í landið með samþykkí alþingis vorið 1940, þegar sambandið rofnaði við sambandsþjóð okkar I>að er því ekki annað eftir, eii að ganga formlega frá stjórn- arskrá hins íslenzka lýðveldis. Og væntanlega verður það nú gert á sumarþinginu. En getur það þing, sem nú kemur saman, látið sér nægja, að ganga frá þessum tveimur stórmálum, sem hér hefir verið minnzt á: kjördæmamálinu og sj álfstæðismálinu ? Getur það með góðri samvizku fyrir sjálfu sér og þjóðinni lýst yfir fullu frelsi þjóðarirmar og jafnrétti kjósendanna í landinu, án þess að afnema fyrst þau kúgunar- lög, sem seít voru fyrir hálfu ári síðan til höfuðs fjölmenn- ixstu stétt þjóðarinnar: launa- gtéttinni, og sviftu hana lög- helguðum réttindum til þess að semja við atvinnurekendur um kaup og kjör við vinnu sína? Eru til þeir stjómmálamexm á meðal okkar, sem vilja taka á sig fyrirlitningu eftirkomandi {kyn.s|óða fyrijr þjaðj að hafa byggt hið sjálfstæða íslenzka lýðveldi frá upphafi á kúgun fjölmennustu stéttarinnar í landihu í þágu fámennrar stríðsgróðamannaklíku? Það er bágt að trúa slíku að óreyndu. Það er fyrir löngu viðirrkennt af öllum, einnig þeim, sem stóðu að kúgunarlögunum gegn launa stéttunum, að þau hafi verið ■axarskaft. Þau hafa frá upp- hafi verið þverbrotin, ekki að- eins af hinni kúguðu stétt, heldur og valdhöfunum sjálf- um, hvenær sem þeir ráku sig á, að vinnu og framleiðslu í landinu varð ekki haldið uppi nema með því, að láta undan sanngjömum kröfum verkar iólksins um launahækkun og aSrar kjarabeetur. En engu a5 Qnnur grein Stefáns Jóhanns: lafnaðarstefian: Rússnesknr konun únismi eða narræn iafnaðarstefn Niðurlag. Nú skal, vikið að »Norður- löndum. Jafnaðarmannaflokkarnir á Norðurlöndum hafa starfað all- lengi. í Danmörku er flokkur- inn 70 ára og í Svíþjóð og Noregi milli 50 og 60 ára. Allir hafa þessir Alþýðuflokkar unnið á grundvelli jafnaðar- stefnunnar og verið frá upphafi til þessa dags mótaðir af anda hennar, enda stefnuskrá þeirra reist á viðteknum kenningum hennar. Flokkarnir, með verka- lýðssamtökin við hlið sér, hafa allir orðið voldugir og sterkir, vaxið hröðum skrefum, þó öðru hvoru og á einstaka tímabil- um, eins og t. d. eftir síðustu heimsstyrjöld, hafi komið nokkrir afturkippir til bráða- birgða í vöxt þeirra. Síðari hluta heimsstyrjaldarinnar 1914—18 tóku Alþýðuflokkarnir í Dan- mörku og Svíþjóð þátt í stjórn lands síns, og alltaf öðru hvoru eftir það. Frá 1928 má heita að jafnaðarmenn í Svíþjóð hafi haft stjórnarforystu, ýmist ein- ir eða með öðrum flokkum. Hið sama hefir skeð í Danmörku frá 1929. í Noregi tóku jafnað- armenn við stjórn árið 1935 og hafa haldið stjórnarforystu síð- an. Jafnaðarmenn í Finnlandi hafa átt verulegan þátt í stjóm landsins mörg hin síðustu árin. Engir flokkanna hafa náð hrein um meiri hluta kjösenda, þó þeir séu stærstu flokkarnir og sænski jafnaðairmannaflokkur- inn hafi nú meirihluta á þingi; hann hefir þrátt fyrir það kosið á þessum hættulegu tímum, að hafa fulltrúa frá öðrum flokk- um í stjórn sinni. Skal nú vikið að starfsemi þessara flokka. Út á við hafa öll Norður- landaríkin keppt að því, að hafa sem bezta sambúð við önn- ur ríki. Norðurlandaríkin em að vísu hvert fyrir sig, og jafn- framt öll í sameiningu, smá- ríki, er litlu. fá orkað um ástand í alheimsmálum. En þau hafa sýnt það, að þau vilja ekkert annað frekar, en lifa í sátt og samlyndi við aðrar þjóðir, gera engar kröfur til landvinninga né yfirráða og' íhlutunar um málefni annarra. En þau hafa bæði í Þjóðabandalaginu og á annan hátt sýnt það, að þau vilja ekkert frekar en góða sambúð og gagnkvæman skiln- ing þjóða á milli. Þau hafa beitt áhrifum sínum, eftir því sein unnt var, til sátta og samtaka. Sín á milli hafa Norðurlanda- þjóðirnar eflt samhug og sam- starf og treyst vináttu- og bræðrabönd. Það var ekki Norðurlanda- þjóðanna sök, þótt þær sumar drægjust inn í hildarleik þann, er nú geisar. Finnland hafði ekkert til saka unnið, er Rúss- lánd réðst á það seinast' á árinu 1939. Finnar sýndu þá glæsi- leik sjálfsvarnar og hreysti. Norðmenn og Danir sættu óvið- búnir árásum nazista. Vegna afstöðu sinnar gátu Danir ekki búizt til varnar. Þeir gerðu þá og gera enn, það sem unt var til þess að fá borgið sjálfstæði sínu, menningu og lýðræði. Norð- menn gripu til vopna. Þeirra þáttur í baráttunni fyrir menn- ingunni og frelsmu mun aldrei gleymast. Svíar vemda hlut- leysi sitt á einarðan og ákveð- inn hátt, samtímis því, er þeir drengilega hjálpa og aðstoða nauðstadda nábúa, eftir því, er afstaðan frekast leyfir. Hið eina er Norðurlöndunum má gefa að sök, er oftrú þeirra á siðmenn- ingu og orðheldni annarra ríkja. Inn á við hafa þessar þjóðir, frekar en nokkrar aðrar, staðið íyrir og framkvæmt meiri og margvíslegri umbætur á kjör- um almennings en nokkrar aðr- ar þjóðir. Ástæðuna til hinnar glæsi- legu og stórbrotnu þróunar á Norðurlöndum, er að rekja til jafnaðarmannaflokkanna þar í löndum. Þeir hafa þroskazt og eflzt um nokkra síðustu tugi ára. En þeir hafa um leið reynzt' raunhæfir og máttugir þess að mæta aðsteðjandi vandræðum. Þeir hafa byggt störf sín á félagslegu jaímiétti og staðið fyrir stórvirkum afrekum. Á fullum grundvelli lýðræðis og jafnaðarstefnunnar hafa nor- rænu alþýðuflokkarnir barizt. Stefna þeirra í framkvæmd hef- ir verið mótuð að mestu hiná síðustu ár'atugi, af Stauning í Danmörku, Branting í Svíþjóð, Nygaardsvold í Noregi og Tanner í Fnnlandi. Flokkamir hafa barizt fyrir alhliða umbót- um, eftir reglum lýðræðis og þingræðis, og ótrautt stefnt að lokamarkinu: framkvæmd jafn- aðarstefnunnar. Það má að vísu segja að jafn- aðarstefnan sé hvergi fram- kvæmd til fulls á Norðurlönd- um. En stórstígir áfangar hafa verið teknir á þeiirri leið. Full- komið félagslegt tryggingar- kerfi hefir verið framkvæmt fyrir alþýðuna. Umbætur á at- vinnuháttum hafa verið geysi- miklar með þeim árangri, fyrir samvirk átök flokka og verka- lýðsfélaga, að kjör almennings hafa batnað svo, að hvergi í heiminum annars staðar voru þau jafngóð eða betri um það bil er stríðið hófst. Skólar c • menntastofnanir hafa risið upp í stórum stíl og alþýðunni tryggður þar aðgangur. Mennt- unin hefir verið frjáls og ekki reyrð í skorður einsýnna ein- ræðiskenninga. Áxangurinn af öllu þessu hefir orðið stórlegs aukin menning og þjóðfélags- legur þroski alþýðunnar, sem liefir skilið og kunnað að meta hlutverk sitt í þjóðfélaginu. Og allt hefir þetta verið fram- kvæmt undir formum hins ýtr- asta lýðræðis. Málfrelsi, funda- frelsi, prentfrelsi er grundvöllur þessa skipulags. Allir flokkar og samtök hafa rétt til málýtni og áróðurs innan þeirra eðlilega ákvæða, að fylgja föstum leik- reglum siðaðr manna og bera á þann veg ábyrgð á orðum sín- um og athöfnum. Þetta er h sanna frelsi og lýðræði, er mótar framkvæmd og baráttu hinnar norrænut jaínaSarstefnu. Það má segja, eins og áður hefir verið drepið á, að líkar leiðir hafa verið valdar í Hol- landi undir forystu Albarda o. f,L, í Belgíu undir leiðsögn Van- dervelde, Spaak o. fl., og einnig í Bretlandi, og þó ekki hvað sízt í sumum samveldislöndunum bezku, s. b. Ástraiíu og Nýja Sjálandi. En hvergi hefir þó ár- angur náðst jafngóður og á Norðurlöndum, og er því rétt eg eðlilegt, éins og gert var hin, síðustu árin fyrir stríðið, að kenna þessar starfsaðferðir og þróun jafnaðarstefnunnar sér- staklega við Norðurlönd. * Eins og alkunnugt er, telst ísland með réttu til Norð- urlanda. Staðhættir og þjóðar- Frh. á 6. síðu. síður hvíla kúgimarlögin enn eins og mara á vissum starfs- greinum launastéttanna, sem í engu hafa getað feíngið hlut sinn réttan fyrir þeim, og þau hafa því skapað vaxandi mis- rétti einnig meðal hins vinn- andi fólks sjálfs. Það er svo að segja öldungis sama, frá hvaða hlið er litið á kúgunarlögin: Þau hafa skapað það hrópleg- asta misrétti, sem þekkzt hefir á landi hér um langt skeið, og eru smánarblettur á íslenzkri löggjöf, sem bezt væri fyrir alla, að hreinsaður væri burt hið allra fyrsta. Er það trúlegt, svo að spurn- ingin sé endurtekin, að nokk- ur íslenzkur stjórnmálamaður vilji saurga hið sjálfstæða ís- lenzka lýðveldi og sitt eigið pafn í sögu þjóðarinnar, með því að viðhalda kúgunarlögun- um gegn launastéttunum svo apfkið Ss^m éính* 1 einasta dag eftir að lýðveldisstjórnarskráin hefir verið samþykkt? Er það trúlegt, að nokkur íslenzkur stjómmálamaður vilji báka sér þá ábyrgð gagnvart þjóðinni og framtíð hennar, að hafa á þann hátt átt þátt í því, að gera lýð- veldið frá fyrstu stimdu óvin- sælt meðal fjölmennustu stétt- arinnar í landinu? BLÖÐ ÍHALDSFLOKK- ANNA, Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknar, eru skrýti- leg þessa dagana. Þau eru full vandlætingar yfir þeningaflóð- inu af völdum ófriðarirs, kvarta undan „öfugstreymi“, „skammsýnum kröfum“ og „máttvana stefnuleysi“. Áður fyrr virtust þau una stríðsgróð- anum vel, ekki sízt á meðan hann vór skattfrjáls. En nú sjá þau ekkert annað en voða og | „upplausn11 fram undan ,af því, að launastéttirnar eru byrjaðar að knýja fram þá kauphækkun á kostnað stríðsgróðans, sem þær áttu fyrir löngu að vera búnar að fá, eins og meira að segja Bjarni Benediktsson borgarstjóri neyddist til að viðurkenna | fyrir nokkrum mánuðum síðan, { þegar hann lét þau orð falla um I gengislækkunina 1939, að það j væri ekki hs;gt að heimta fórnir j af verkalýðnum þegar illa áraði, 1 nema þvi að eins að hann fengi þeim mun ríflegri hlut, þegar vel gengi! Vísir skrifar í gær eftirfarandi pistil um þessi mál: „Það er .... beinlínis hlægi- legt, þegar hin sósíalistisku mál- ; gögn ræða af miklum f jálgleik um | aukna velgengni þjóðariinnar. Það I er fjarri öllum sannleika, enda ! verður engin þjóð auðug vegna * styrjaldar. Sá auður er stundar- gróði, en ekki til frambúðar. Ef við gætum komið ár okkar svo fyrir borð, að unnt væri að við- halda, endumýja og umbæta at- vinnutækin og atvínnuvegina, væri allt öðru rnáli að gegna. Hið eina, sem ao gagni getur komið, er að verja þeim verðmæíum, sem nú kunna að aflast, til þess að forða 'lfinnanlegustu skellunum eftir stríðið, en það verður ekki gert nema því aðeins, að þjóðin gæti ýtrasta spamaðar og leggi í sjóði, þannig að hún verði undir erfiðu árin búin af fullri fyrirhyggju. Hér hefir allt til þessa stefnt í öfuga átt. Fólkið óttast peningana, — gengur út frá því, að þeir sáu og verði einskisvirði. Þetta kemur m. a. fram í stórauknum fasteigna- kaupum ýmsra aðila og svo háu verði fasteigna, hverju nafni sem nefnast, að slíkt gengur brjálæði næst. Af þessum orsökum er það eiranig að allt verðlag á ísienzkri framleiðslu á innanlandsmarkaðl er spennt, svo hátt að engu tali tekur, og kauplag fylgir dyggilega eftir í samkeppnimii. Við erum sjálfir að gera þann pening einsk- isvirði á morgun, sem unnið er íyrir í dag, og við erum að grafa grundvöllimi undan heilbrigðrí framtíð íslenzku þjóðarinraar, með skaihmsýnum kröfum og máttvaná stefnuleysi í einu sem öllu á sviði fjármála og atvinnumála.“ ,,Við“ erum ao gera pening- ana einskis virði, segir Vísir. „Fólkið“ óttast þá. Og þetta kemur fram í auknum fasteigna kaupum og svo háu verði fast- eigna, að það gengur „brjál- æði“ næst. En hvaða ,fólk‘ held- ur Vísir að það sé, sem kaupir fasteignirnar slíkú verði? Held- ur hann að það séu launastétt- Eraxah. á 6. síöu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.