Alþýðublaðið - 22.07.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.07.1942, Blaðsíða 6
c MJÞimMBíjmm Hveragerði — Reykjavík Leiðbeiningar fyrir frþega, sem vilja ferðast með aukaferð okkar á sunnudagskvöldum: Allir, sem vilja ferðast úr Hveragerði með aukaferð okkar kl. 9 síðdegis á sunnudög- um, verða að kaupa farseðla á sérleyfis- stöð okkar í Reykjavík. Eftirleiðis verða aðeins sendar bifreiðar eftir því fólki, sem keypt hefir farmiða samkvæmt ofanrituðu. Sérleyfisbðfleiðaaffgreiflsla Steindérs HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. irnar? Ætli það séu ekki fyrst og fremst stríðsgróðamennirnir í flokki Vísis sjálfs? En hvernig á að hindra þá í slíku braski með stríðsgróðann, nema því aðeins að hann sé „tekinn úr umferð“ með allt öðrum og róttækari sköttum en hingað til, að frá dregnu því, sem til áframhald- andi framleiðslu og viðunandi kaupgjalds fyrir hið vinnandi fólk þarf? Og hvað er það ann- að, sem ,,hin sósíalistisku mál- gögn“ hafa sagt um þessi mál? Það hefir bara ekki verið farið að ráðum þeirra. Því er nú kom- ið sem komið er. Það er ekki kaupgjaldið né neinar „skamm- sýnar kröfur1 launastéttanna, sem eiga sökina á því. * En ekki er beysnari tónninn í Tímanum en í Vísi. Hann skrif- ar í gær: „Hvaðanæva af landinu berast nú þær fréttir, að smáskæruhern- aður upplausnarinnar færist stöð- ugt í aukana. Starfsfólk ríkisverksmiðjanna á Siglufirði sendi verksmiðjustjórn- inni þá úrslitakosti í gær, að það myndi hætta vinnu um hádegi í dag, ef það fengi ekki greidda 25% viðbót á öll laun sem áhættuþókn- un! Verksmiðjustjórnin mun hafa vísað þessum kröfum til ríkis- stjórnarinnar.... í Hafnarfirði hafa hafnarverka- menn og bæjarverkamenn krafizt sömu launauppbóta og hliðstæðir starfsmenn hafa fengið hér í Reykjavík. Vegavinna hefir lagzt niður á nokkrum stöðum, sökum kaup- krafa. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir riðið á vaðið og undirritað samn- ing við verkamenn, sem hjá bæn- . um vinna, um 8 klst. vinnudag, en dagkaupið verður þó sama og áð- ‘ ur. Auk þess lofar hún þeim tveggja klst. eftirvinnu daglega Br þetta því um 30% kauphækkun. Þannig flæðir kauphækkunar- bylgja upplausnarinnar yfir landið og forsprakkar Sjálfstæðisflokks- ins bogna fyrstir undan henni. Verðhækkunarflóðið kemur á eftir. Verðfall krónunnar er þriðji þátt- urinn. Neyð og atvinnuleysi í stríðslokin fjórði þátturinn. Þá er orðið skammt til þess, aS hrun hins efnalega og stjórnarfarslega sjálf- stæðis verði* fimmti og seinasti þátturinn.“ Þeir létu ekki svona í Tíman- um meðan Hermann Jónasson var forsætis- og landbúnaðar- málaráðherra og gangur verð- hækkunarinnar var þessi: Fyrst kjöthækkun, svo mjólkurhækk- un, svo mjólkurhækkun, síðan aftur kjöthækkun og tvisvar sinnum mjólkurhækkun, og þá fyrst loksihs lítilfjörleg launa- hækkun! Þá var ekki talað um „upplausn“. En nú á voði að vera vís, af því verkalýðurinn er að byrja að rétta hlut sinn eftir alla verðhækkunarsvikamyllu Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokksins! ÍíANNES Á HORNINU Framh. af 5 s.iðu. „MER ER SAGT, að stundum sé brotið upp að Stöng — og myndi það ekki undra mig, þó að ég frétti, að þar hefði verið stol- ið af fornminjunum. Eg tel alveg sjálfsagt, að vörður sé hafður þarna — og getur ferðafólk borg- að honum kaupið. Það má vel selja aðgang að fornminjunum á 1 kr. eða svo — enginn myndi telja það eftir sér að borga það.“ ,VILTU VERA svo góður að koma þessu til réttra hlutaðeig- enda? Eg álít að eins og er, sé á- standið óþolandi —- og finnst mér að fornminjunum sé sýnd lítil hirðusemi.11 Hannes á horninu. ST. FRÓN nr. 227. — Fundur annað kvöld kl. 8V2. Kosn- ing embættismanna o. fl. Hissnesfcor komn-i inismi eða norræn jafnaðarstefna? Framh. af 4. síðu. leg einkenni á íslandi eru lang- líkust og skyldust Norðurlönd- unum. Af eðlilegum ástæðum hefir Alþýðuflokkurinn mest dregið dám af starfsaðferðum og stefnu miðum bræðraflokkanna á Norðurlöndum. Á Jón Baldvins- son mestan þátt einstakra manna í norrænum starfsaðferð um og baráttu íslenzkra jafn- aðarmanna. Og ég staðhæfi, að Alþýðuflokkurinn hafi allan þann tíma, er ekki gætti veru- lega áhrifa kommúnista og hálf kommúnista innan hans, og til þessa dags, reist störf sín og stefnu á grundvelli hinnar nor- rænu jafnaðarstefnu. Við ítar- lega kynningu og athugun verð- 'ur ekki annað sagt með sanni. Og einmitt enn þann dag í dag stendur flokkurinn á þessum grundvelli. Hann er að vísu lang yngstur allra Norðurlandaflokk- anna, og er tiltölulega mikið minstur. En þrátt fyrir það hef- ir hann með starfi sínu f 25 ár þokað verulega áleiðis hinum sömu málum og umbótum, eins og bræðraflokkarnir á Norður- löndum. Hann hefir að ýmsu leyti auk æsku sinnar og gelgju- skeiðs haft við marga örðug- leika að etja, og þó ekki sízt hvað snertir samstarf við minna ’þroskaða og að ýmsu leyti þröngsýnni borgaraflokka. Kommúnistum hafa einnig ver- ið gefin betri vaxtarskilyrði hér á landi, ekki hvað sízt fyrir aðfarir íhaldsflokkanna og mis- notkun þeirra og aðstoð, beina og óbeina, við kommúnista. En Alþýðuflokkurinn hefir starfað og á áfram að starfa á grundvelli hinnar lýðræðissinn- uðu norrænu 'jafnaðarstefnu. Alþýðuflokkarnir á öllum fimm Norðurlöndunum hafa fylgt sömu starfsaðferðunum og stefnumiðunum, enda hefir samband og samstarf þeirra á milli verið mikið og vaxandi hin síðari ár, þar til það var í verulegum atriðum rofið af heimsstyrjöld þeirri, er nú geisar. NORÐMENN FLÝJA Framh. af 3. síðu. strönd Svíþjóðar og köstuðu sjómennirnir sér allir útbyrðis og syntu til lands. Vakti við- burður þessi hina mestu athygli í sveitunum við ströndina, þar sem þeir komu að landi. Þeir urðu. að synda tvo og hálfan tíma, áður en þeir náðu landi og voru þeir máttvana, þegar til strandarinnar kom. Einn þeirra’var oft að því kom- inn að gefast upp, en hafði það þó af. Stockholmstidningen birtir frásögn af norskum sjómanni, sem flúði í fyrrinótt og komst til Torekov á Skáni. Var hann sjöundi norski sjómaðurinn, sem flýr til Torekov á mánuði. Þegar sjómaðurinn stökk fyrir borð, stöðvaði skipið og gaf merki. Safnaðist þá mannfjöldi á ströndinni til þess að sjá það, sem kynni að koma fyrir. Rommel, marskálfcor eyðimerknrhern- aðarins. Framh. af 5 s.íðu. hann færzt of mikið í fang, og Bretar voru á hælum honum til Bengasí. Þá gaf hann eftir- farandi boðskap til hermann- anna. „Standið ekki að baki félögum okkar í Rússlandi. Þeir voru að taka Moskvu.“ Þegar Bir Hakein stóðst árás hans lengur en við hafði verið bú- izt, reið hann á milli bryndrek- anna og liðsveitanna og æpti: „Hermenn í Afríkuhernum, verið hughraustir. Hinn glæsi- legi foringi okkar tilkynnir mér að hersveitir hans hafi tekið Sevastopol.“ Á kvöldin, þegár Rommel er ekki önnum kafinn að ákveða stefnu næsta dags, gerist hann nokkurskonar kennari, safnar um sig bryndrekaforingjum og kennir um fegurð nazismans. Harold Denny fréttaritari, sem var fangi Rommels, segir frá því, að Rommel hafi gaman af því að prédika fyrir brézkum stríðsföngum um hernaðarleg- ar villur ensku herstjórnarinn- ar. Eitt gætu brezkir herforingj- ar lært af Rommel, en það er könnunarkerfi hans. Rommel treystir engum öðrum fyrir því að hafa yfirstjórn könnunar- liðsveitanna, hann tekur sjálfur þátt í könnuninni. Meðan Bretar reyndu hvern hershöfðingjann á fætur öðrum í Afríku, hélt Rommel áfram að læra ýmsa einfalda hluti, sem mikilsverðir eru á vígvellinum. Viðgerðavagnar hans koma al- veg að víglínunum, og vinna oft að því að gera við bilaða bryndreka meðan á bardaga stendur. Stórir eftirlitsvagnar fara á kreik þegar myrkva tekur og safna alískonar drasli og biluðum hergögnum, bæði. brezkum og þýzkum. Svo er alltsaman flutt í verkstæðin til viðgerðar. Þegar Rommel hrakti Breta frá Bengasi í febrúar síðastliðn- um, komst"' hann yfir allmikið af vistum ,sem Bretar urðu að skilja eftir. Hann getur nú ekki notað vistabyrgi lengur. Vatn, benzín og matur eru flutt á nóttunni, eða í lofti, ef það reynist nauðsynlegt. Og allt, sem Breta(i' skilja eftir, tunna eða kanna af bensíni verður til þess beinlínis að hjálpa Rommel. Jafnvel brezkir skriðdrekar, sem falla í hend- ur Rommels, koma fr-am í orr- ustum dáginn eftir með nýtt hakakrossmerki á turninum. Rommel gengur ríkt eftir því að þeir sem vinna fyrir hann, sýni afköst, og það skiptir hann ekki máli, hvað það kostar. Lárns Pálsson les npp ð Siflofiiði i kvöld. E INS OG ÁÐUR hefir verið sagt, er Lárus Pálsson leikari nú í uplestrarferð úti á landi og les upp úr Gullna Hlið- inu eftir Davíð Stefánsson. Miðvikudagur 22. júlí 1S42. Drotning hátiðarinnar. iStúlkan heitir Kay Abernathy og hefir verið kjörin drottning mikillar hátíðar, sem fer fram í Dallas Texas á ári hverju. fjársðfnoD tii stofo ooar baroaspítala. ARANGUR af fjársöfnun þeirri til stofnunar barna- spítala, sem kvenfélagið „Hring- urinn“ hefir gengizt fyrir, hefir til þessa oðið sem hér segir: Tekjur af merkjasölu 14. júní, svo og af kaffisölu og óðr- um veitingum kr. 16.800.00. Auk þess gáfu 5 Hringkonur (Helga Claessen, Ingibjörg Cl. Þorláksson, Margret Ólafsson, Guðbjörg Eggertsdóttir og Ás- laug Benediktsson) kr. 1000 hver eða samtals kr. 5000. Enn- fremur hafa . ýmsar áðrar pen- ingagjafir borizt, samtals kr. 1305. Gefendur eru: Jenny For- berg kr. 100, Marie Möller kr. 50, Jenny Bay kr. 50, Ing^björg Pétursdóttir kr. 50, Sigrún Jónsdóttir kr. 50, 5 Hringkon- ur kr. 70, Hannes Thorarensen kr. 50, Hinrik Thorarensen kr. 50, Friðrik Hallgrímsson kr. 50, Helgi Magnússon kr. 50, B. í. kr. 50, Axel Helgason kr. 550, N. N. kr. 100, Gísli Guðmunds- son kr. 25, Eva Hjálmarsdótt- ir kr. 10, 9 ljósmæður samtals kr. 500 (Þuríður Bárðardóttir kr. 150, Sigríður Sigfúsdóttir kr. 50j Jóhanna Sveinsdóttir kr. 50, Valgerður Guðnadóttir kr. 50, Jóhanna Friðriksdóttir kr. 50. Þórdís Jónsdóttir kr. 50, Ása Ásmundsdóttir kr. 50, Guðrún Valdimarsdóttir kr. 30, og Þuríður Guðnadóttir br. 20.) Auk þess hefir Ljósmæðrfélagið ókveðið að gefa 500 kr. síðar. Alls hefir þanng safnazt fram að þessu kr. 23 105.00. Stjórn Hringsins hefir beðið blaðið að flytja innilegar þakk- ir öllum.þeim, sem stuðlað hafa að þessum góða árangri, bæði með peningagjöfum, gjöfum á matvörum til veitinga, aðstoð sinni eða á annan hátt. í kvöld kl. 8V2 ætlar hann að lesa upp i Sjómánna- og gesta- heimili Siglufjarðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.