Alþýðublaðið - 22.07.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.07.1942, Blaðsíða 7
ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 Miðvikudagur 22. júií 1®42. Næturlæknir er í nótt María Hallgrímsdóttir, Grundarstíg 17, sími 4384. Næturvörður er í Laugavegs- aipóteki. ÚTVARPIÐ: 12,10—13,00 Hádegisútvarp. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Söngvar úr óperum. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: Sumar í Jökuldals- heiði (Jón Þórarinsson). 20,55 Hljómplötur: íslenzk söng- lög. 21,10 Upplestur: „Þóra“, smásaga ettir Arnrúnu frá Felli (ungfrú Herdís Þorvalds- dóttir). 21.25 Hljómplötur: Endurtekin lög. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Frá Samardvalarnefnd. Börntrm á bamaheimilunum Ás- um og Þykltvabæ líður vel og' biðja að heilsa foreldrum sínum. IíjónabanóL Gefin voru saman í hjónaband á laugardag af síra Jakobi Jóns- syni ungfrú Aðalbjörg Guðrún Bjamadóttir og Sigurður Þorbjörn Guðmundsson. Heimili þeirra er að Hátúni 15, Reykjavík. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Fjóla Ágústsdóttir, Nýlendu- götu 27, og Steindór Steindórsson, Teigi, Seltjarnarnesi. Farsóttatilfelli í maí voru samtals 4660, þar af 1797 í Iteykjavík, 1029 á Suðurlandi, 844 á Vesturlandi, 27 á Norður- landi og 153 á Austurlandi. Inflú- ensutilfelli voru samtals 213, þar af 207 á Vesturlandi. Hettusóttar- tilfelli voru 585, en kikhóstatilfelli 859, þar af 468 í Reykjavík, 204 á Suðurlandi, 42 á Vesturlandi, 135 á Noröurlandi og 10 á Ausáirlandi. Slökkviliðið var kallað út um klukkan tvö í gær, en þegar til kom var ekkert um að vera. Fólk hafði aðeins orðið hrætt um að kviknað væri í. Ferðafélag íslands fer skemmtiför austur í Öræfi um næstu helgi. Lagt á stað á laug- ardagsmorgun og ekið austur að Vík, næsta dag haldið að Klaustri og Kálfafelli. Þriðja daginn farið austur yfir vötn og sanda. Tvo daga staðið við í Öræfunum. # Þó haldið til baka og komið til.Reykja víkur á föstudagskvöld eða á laug- ardag. Áskriftarlisti liggur frammi á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5. Pest í svíiism. (Frh. af 2. sföu.) við notkun þess á því, að veik- in. komi upp við hana. Veikin berst aðallega með sýktum svínum, eða kjöti af sýktum svínum, ennfremur get- ur hún borizt með mönnum. Dýralæknir áminnir svína- eigendur um að xnissa ekki kjarkinn, þó að veiki þessi hafi komið upp hér, því að ekki er enn vitað um fleiri tilfelh en áður eru nefnd. Ennfremur eru þeir beðnir um að láta strax vita, ef fullorðiu dýr veikjast, svo að hægt sé að rannsaka þau og einangra, ef með þarf. ÚtbreiöiO AipýðnMaOið. Úrslit allsherjarmótsins: 1.1. vann titilinn „Bezta ipróttafélag íslands“. A LLSHERJARMÓTI í. S. í. lauk í gærkveldi og bar K. R. sigur úr býtum. Fékk það 150 stig og vann þaí' með titilinji „bezta íþróttafélag íslands". Ármann fékk 103 stig, F. H. 51 stig, í. R. 11 stig og U.M.F. Selfoss 1 stig. Aðvörun. Vegiaa hinna miklu erfiðleika á fólksfiutningum, sem stafa af bifreiðaeklu, eru farpegar, sem ferðast með áætlunarbifreiðum okkar, enn þá einu sinni að- varaðir um að kaupa farmiða tímanlega. Ef það er ekki gert, eiga þeir á hættu að komast ekki með. Sérleyllsstðð Steiidérs. Simt 1585. í gærkveldi var keppt í fimmtarþraut og 10 km. hlaupi og urðu þessi ’úrslit: 10 km. hlaup: 1. Sigurg. Ársælsson Á 35(25,0 2. Haraldur Þórðars. Á 35,28,2 3. Indriði Jónsson KR 36,41,0 Fimmtarþraut: 1. Jón Hjartar KR 2309 stig 2. Rögnv. Gunnlaugss. KR 2255 stig 3. Anton Björnss. KR 2224 st. 4. Sverrir Emilss. KR 2219 st. Métl® á másiudagf, Allsherjarmót íþróttasamb. íslands hélt áfram á mánudags- kvöld. Áhorfendur voru fáir að vanda. Þessi hluti mótsins hófst nokkurnveginn stundvíslega og gengu greinar kvöldsins vel og greiðlega, enda stjórnað af van- ari mönnum en hin kvöldin. Boðhlaup 4x100 m.: Margir höfðu áreiðanlega beðið með nokkurri eftirvænt- ingu eftir þessu boðhlaupi. Hvorki Sigurður Finnsson eða Sveinn Ingvarsson voru með í hinni sigursælu boðhlaupssveit KR og ætluðu því margir að FH mundi sigra með Oliver Stein sem endamann. Þetta fór nú samt öðruvísi. Sveit KR reynd- ist ósigrandi, og átti Gun^iar Huseby bróðurpartinn af sigr- inum ekki síður nú en í 1000 m. boðhlaupinu á laugardags- kvöldið. Huseby er því traustur íþróttamaður í fleiru en kúlu og kringlu. Sveitir FH og Ármanns börðust um annað sætí, og lauk því stríði með hreinum sigri Ár- menninga. Boðhlaupið var bráðskemmtilegt, enda bjóða boðhlaup oft upp á ýmis konar tilbreytni fram yfir önnur hlaup. \ 400 m. hlaup: Þetta hlaup var skemmtilegt í bezta lagi. Sigurgeir Ársæls- son (Á) hljóp á yztu braut og hafði því ekki yfirlit yfir hlaup- ið, og tó kþví það ráð að fara hratt af stað. Þetta reyndist honum vel, enda er þolið í bezta lagi. Sigurgeir var sá eini, sem hljóp þetta hlaup rétt og vann meðal annars á því. Jóhann herti um of á sér þegar hlaupið var hálfnað og stirðnaði því upp í lok hlaupsins. Brynjólfur, sem er alveg nýbyrjandi í 400 m. á aðskildum brautum, fór of hægt fyrstu 150 m., en var greinilega minnst þreyttur í lok hlaupsins, enda vann hann ört á þá Sigurgeir og Jóhann á síð- ustu tuttugu m. Spjótkast: í spjóti voru gamlir og þekkt- ir keppendur. Um þessa grein er það að segja, að í henni hafa ekki orðið nein stórtíðindi nú síðustu árin, og urðu það held- ur ekki á þessu móti. Ég vil gefa þessum ungu mönnuin eitt ráð: Æfið ykkur betur og þá komizt þið vafalaust eitthvað fram úr ykkur sjálfum. Þrístökk: Þar var skemmtileg keppni á milli Olivers og Skúla. Þessari keppni lauk með sigri Olivers. Skúli, sem er enn drengur (jun- ior), á eftir'að bæta sig mikið og er það ekki ólíklegt að hann eigi eftir að stökkva 14 metra, jafnvel á næsta sumri. 5000 m. hlaup: Þetta hlaup var leiðinlegt. Indriði og Árni hlupu laglega, en Haraldur Þórðar vann á kröftunum eins og svo oft áður. Það er annars einkennilegt að engir skuli hafa áhuga á að æfa undir 5000 m. og 10 000 m. hlaup. Þetta eru bráðskemmti- legar vegalengdir, en það þarf að æfa og æfa rétt til þess að ná nokkrum árangri. Eins og er getur hver meðalsmali úr sveit komið hingað og tekið verðlaun í þessum hlaupum. Sleggja: Þar var Vilhjálmur Guð- mundsson einráður að vanda. Hann hefir vegna vinnuskilyrða ekki getað æft í vor. Það væri gaman að hann æfði vel fram að meistaramóti. Hver veit nema metið færi þá veg allrar ver- aldar. SkrðBing hinna hðs- nœðisiansn. (Frh. af 2. síðu.) húsnæði á tilteknum degi, og virðist þetta sérstaklega koma hart niður á einstæðingskonum og öðrum, sem lítils mega sín, Mörg nýgift hjón koma til skráningar. Hafa þau oft annað hvort orðið að taka þann kost að flytja saman í einstaklings- herbergi annars hvors aðilans, eru þar ef til vill með barn og komast hvergi að eldunarplássi, eða þau hafa flutt á heimili for- eldra sinna eða annarra vanda- manna og þá oft og tíðum miður velkomin. Eða í þriðja lagi að þau hafa búið sitt í hvoru lagi. Enn eru þeir, sem um stund- arsakir hafa orðið að hverfa burt úr bæniun atvinnu sinnar vegna, en eru nú að koma og komnir í bæinn og eiga hvergi höfði sínu að að halla. Margt telur sig og húsnæðislaust vegna þess, hve íbúðirnar eru slæmar, og virðist það á rökum reist í mörgum tilfellum, því að sýnd eru læknisvottorð þar að lút- andi. í sambandi við skyldmenna- uppsagnimar má geta þess, að stundmn er það utanbæjarfólk, sem á þennan hátt reynir að fá íbúð hér í bænum. Ættu leigu- takar að minnast þess, að ólög- legt er að leigja utanbæjarfólki, og skilyrði húsaleigulaganna fyrir lögmæti uppsagna af hálfu leigusala er það, að við- komandi leigusah hafi verið orðinn löglegur eigandi hússins fyrir 8. sept. 4941- Ef þessu skilyrði er ekki fullnægt, hverj- ar ástæður sem eru fyrir hendi aðrar en vanskil á leigugreiðsl- um og sérstakar vanefndir á leigumálum, eru allar uppsagn- ir, jafnvel þótt þær séu bygðar á húsnæðisleysi eiganda eða vandamanna hans, ólögmætar. Við skráningu þessa hefir kom ið í ljós, að fólk býr í hinum ó- líklegustu stöðum, jafnvel tjöld um og lélegum skúrræksnum, með konur og börn hér utan við bæinn, og liggja húsmunir fólks- ins oft undir stórskemmdum, ef þeh eru ekki sumum tilfell- um orðnir ónýtir. Skráningu verður haldið á- fram til næst komandi laugar- dags, og fer nú fram í skrifstofu fátækrafulitrúa Reykjavíkur- bæjar, en ekki í ráðningastof- unni í Bankastræti 7, eins og áður var auglýst, og er skrifstof- an opin kl. 10—12 og 2—5 dag- lega. Snmarstarí K.F.U.M. I Vatnaskógt. VATNASKÓGUR er í landi Saurbæjar á Hvalfjarðar- strönd, en Saurbær er í meðvit- und margra íslendinga helgur staður, vegna þess að þar lifði Hallgrímur Pétursson og þar eru Passíusálmamir ortir. En skógurinn við mynni Svína- dals, þar sem Hallgrímur beitti fé sínu og naut ótalinna unað- arstunda við ilm og töfra hins íslenzka birkis, hefir á síðari árum orðið helgur staður í með- vitund margra Reykvíkinga vegna persónulegra minninga. Þar hafa margir dvalið á bernsku- og unglingsárum sín- um í glöðum og góðum hópi vikutíma eða nokkru lengur og minnast Vatnaskógar upp frá því sem heilags staðar, þar sem þeir nutu ekki aðeins stuttr- ar hvíldar og hressingar heldur urðu blesunar aðnjótandi, sem endist þeim til æviloka. í Vatna- skógi rekur K.F.U.M. í Reykja- ’ vík sumarstarfsemi sína. í raun- inni er það ákveðinn flokkur innan félagsins, sem beitir sér sérstaklega fyrir þessari starf- v: semi( — Skógarmenn heita þeir. Það eru yfir tuttugu ár síðan áhugi vaknaði fyrir því í félaginu að fá til umráða stað utan bæjarins, sem hentugur væri til dvalar og samveru fyrir drengi og unglinga þær stundir sumarsins, sem þeir eru ekki bundnir við vinnu og geta ráðstafað að eigiin vild. Það er vart hægt að hugsa sér heppilegri stað en Vatnaskóg. Hann er mátulega nærri Reykja vík, umhverfið er auðugt að fegurð, — stöðuvatn, skógar, lækir, lindir og fjöll, Hvalfjörð- ur skammt undan og úthafið sjálft. Fyrstu ár sumarstarfs- ins í Vatnaskógi dvöldu dreng- irnir í tjöldum. Nú er stór skáli í smíðum og langt komið smíði hans. Annars geta menn fengið allar upplýsingar um tilhögun starfsins í sumar í húsi K. F. U. M. við Amtmannsstíg. Til- gangur minn með þessum lín- um var aðeins sá að vekja a-t- hygli drengja og foreldra á Vatnaskógi. Þegar sendisveinar og aðrir drengir þurfa að ráð- stafa nokkurra daga sumarfríi sínu, þá ættu þeir að kynna sér það, hvort þeir geta ekki komizt með einhverjum flokki í Vatnaskóg. Það er ekki dýrt að dvelja þar. Ég held að dreng- ir geti ekki fundið heppilegri og ánægjulegri stað til hvíldar sér og hressingar. Sigurbjöm Einarsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.