Alþýðublaðið - 28.07.1942, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 28.07.1942, Qupperneq 5
ÞriSjudagur 28. júlí 1942. AL8>Y PUBLA&IP « Maðurinn sem stjórnar kafbátahernaði ÞJóðverJa. Kaíbátar Þjóðverja og Japana. SÁ, sem skapað hefir og skipulagt þýzka kafháta- flotann, heitir Karl Dönitz, vara aðmíráll. Hann er vara þunnur og veðurbitinn og kunn- ur að því að vera Bretahatari. i Hvernig sem stríðið fer, mun Karl Dönitz aldrei missa af þeim vafasama heiðri að hafa skapað stærsta kafbátaflota heimsins í algeru trássi við Ver- salasamninginn. Hann er um fimmtugt og hefir helgað hálfa ævi sína því starfi áð kqma upp kafbátaflotanurn. Hann er sér- fræðingur í öllu því, sem lýtur að kafbátum og kafbátahernaði.f t heimsstyrjöldinni 1914—18 var hann sannfærður um, að ó- takmarkaður kafbátáhernaður gæti fært Þjóðverjum sigur. Þar tii nazistar gerðu hann að yfirmanni fyrstu deildar kaf- bátaflotans árið 1936 hafði hann ekkert opinbert embætti. En löngu áður en nazistar komu til valda, hóf hann undirbúning að endurbyggingu þýzka kafbáta- flotans. Og hann réð öllum meiri háttar ákvörðunum þar að lútandi. Hann skipulagði sam- starfskerfið milli flugflotans og kafbátaílotans. Samkvæmt frá- sögn nazistablaðanna hefir hann fundið upp tæki til vamar á- haldi því, sem Bretar höfðu fundiö upp til þess að finna kaf báta og var svo nárnákvæmt, að það gat fundið staðinn, sem kaf- báturinn var staddur á, enda þótt hann væri hreyfingarlaus og vélin ekki í gangi. Við æfingu kafbátaáhafnanna hefir hann lagt áherzlu á að efla kynni og vináttu milli yfir- manna og undirgefinna, til þess að komast hjá uppreisnarhugar- fari gagnvart yfirmönnum, líkt og því, sem háði mjög kafbáta- hernaði Þjóðverja í fyrri heims- styrjöid. Hann hefir yfirmnsjón með öllum kafbátasmíðastöðvum og réð því, að þeim. var dreift út um hernumdu löndin, til þess að komast hjá því, að bandamenn eyðilegðu þær með loftárásum sínum. Hann fanri upp þá aðferð, að láta smíða varahluta í kafbáta löngu áður en Versalasamning- arnir voru opinberlega troðnir undir fótum; en þessir varahlut- ar voru raunverulega ósamsett- ir kafbátar og voru geymdir í stórum birgðaskemmum. Þegar stríðið brauzt út, þurfti ekki annað en setja þessa varahluta saman og flotinn var tilbúinn. * Við skrifborð sitt í Kiel þarf hinn eljusami Karl Dönitz ekki annað en að snúa við sínu snoð- klippta höfði tii þss að sjá stóra veggmynd af hinum skegg- prúða Alfred von Tirpitz flota- foringja, sem boðaði ótakmark- aðan kafbátahernað í fyrri heimsstyrjöldinni. Á myndina er letruð trúarjátning kafbáta- hernaðarins: Die Tat ist alles — afrekið framar öllu. Sumir, þó ekki nærri því allir, þýzkir kaf- bátaforingjar í fyrri heimsstyrj- öldinni, voru ævintýramenn, ruddalegir í eyðileggingarstarf- semi sinni, sökktu meinlausum kaupskipum hrönnum saman, en venjulega höfðu þeir þó of- urlitla ábyrgðartilfin.ningu • gagnvart þeim, sem af komust. Hins vegar hefir Dönitz ekki hirt um að ala neina linkind upp í mönnum sínum. Þeir skjóta á menn, sem eru að fara í björgunarbáta. Þeir standa stundum grafkyrrir og horfa á menn drukkna, án þess að hreyfa hönd til hjálpar. Dönitz og menn hans keppa að því að skjóta sjómönnum á kaupskipaflotanum skelk í bringu. En svo virðist, sem það hafi tekizt illa að ná þeim ár- angri, sem til var ætlazt, því að flestir þeirra, sem af komast, heimta að fara strax af st.að aftur í nýjar ferðir. Yfirmaður undirdjúpahernað- arins þýzka er kominn af land- eigenda- og skipaeigendaætt í Mecklenburg-héraðinu við Eystrasalt. Hann hlaut að eiga framtíð sína í flotanum. 1913 var hann tuttugu og eins árs ig varð þá liðþjálfi á beitiskipinu Breslau, í Miðjarðarhafsflotan- um. Þegar stríðið brauzt út sluppu Breslau og Goeben til Konstantinopel og gengu í lið með Tyrkjum. Dönitz sá viður- eign á Svarta’hafi, þegar Þjóð- verjar voru að reyna að koma Tyrkjum í strío við Rússa. En honum leiddist aðgerðaleysið og 1916 snéri hann sér að hinum hættulega kafbátahernaði. * Nú varð Dönitz yfirforingi og stýrði fyrst TJ-25 og síðar UB- 38 í Miðjarðarhafi. í október 1918 réðst hann á skipalest á leið til Möltu og lenti í viður- eign við tvö skip, sem vörpuðu að honum djúpsprengjum, svo að hann vaxð að koma upp á yfirborðið í skothríðina og neyddist til að yfirgefa bátirm. Sat hann nú skamma hríð í brezkum fangaherbúðum ásamt skipshöfn sinni. Þegar hann kom til Þýzka- lands eftir stríðið, vildi Erich Raeder flotaforingi fá hann í flotann, eða réttara sagt þessar leifar af flota, sem Versalasamn ingurinn leyfði Þjóðverjum að halda. Hann gerðist nazisti vegna þess eins, að hann taldi, að þeir mimdu ryðja Versala- samningnum úr vegi, og þá væru engin höft á flotanum og endurbyggingu hans. Hann eignaðist volduga stuðnings- menn á hæstu stöðum. Otto ; Schniewind, flotaforingi, sem nú er formaður í foringjaxáði þýzka flotans, er náinn vinur hans. Göring styður kröfur Dönitz i^m útbúnað og f jár- framlög, þótt hann að sögn taki ekki alltaf eins vel sams konar kröfum frá Reader flotafor- ingja. Orðrómur segir, að Gör- ing geðjist svona vel að Dönitz vegna fyndinnar samúðar, sem hann lét í ljós, þegar ístran á Göring sat föst í stigagati, þeg- ar hann var einu sinni að skoða kafbát. :'-:úbU. . lílllli llllllll: ilipi :S?ÍS::A®:Íí:Í ■ ' *: : .■ ■ v ú-L. • x Efri mynd.in er af sinam -af kafbátum Þjóðverja, sem hafa undir stjórn Dönitz gert Banda- mörsnum mjög ír.ikið tjón. Neðri myndin er aftur á móti af einum hinna frægu dverglcaf- báta Japana, sem gert hafa árásir á Pearl Harbor og Sidney í Ástralíu. En Jósap litli Göbbels, sem kenndi Bretum reyndar um, þegarAtheníu var sökkt, réðst á Dönitz með skömmum á stjórnarfundi, fyrir að fara svo fljótfærnislega að að sökkva At heníu. Það er sagt, • að út- breiðslumálaráSherranum sé kalt til Dönitz vegna vináttu hans við séra Martin Niemöller, en Dönitz Hlýddi ■ messum hjá honum fram að því, að hann fór í fangelsi fyrir að prédika móti nazistum. * Dönitz vill helzt athuga alla hluti sjálfur og er með nefið niðri í hverri kirnu. Tveimur ár- um fyrir stríðið var hann eitt- hvað óár.ægður með hinar opin- beru r .ýrslur brezku flota- stjórnarimiar um urnhver.fi flotahafnarinnax- Portla; is. Þá fór Dönitz sjálfur í kafbátnum U-37 á staðinn. Tundurspiliir- inn ‘Wölfhund varð var við þennan ókunna kafbát og lét djúpsprengju falla og neyddi kafbátinn til að koma upp á yfir borðið. Dönitz froðufelldi niðri í vélarúminu, en kafbátsforing- inn baðst afsökunar á viðeigandi hátt. Svo fór kafbáturinn heini. Dönitz gaf þær skýrslur, að þeg- ar hann hefði heyrt skotin, Framh. á 6. síðu Sagan um Landakotsspítala og slasaða hermanninn er ekki rétt. — Bréf um göíurnar og fleira. — Alþingi og Jón Sigurðsson. neitar engum um hjálp. ef hann getur látið hana í té. Engin skýr- ing hefir hins vegar verið gefin á sögumii um L.andsspítalann og er það mjög illa farið Finust mér, að stjórnendur spítalans ættu að gera hreint fvrir sinum dyrum hið allra fyrsta. — Það er alveg áreiðan- legt, að allur almenningur kann þvi illa að liggja undir óorði úí af slíkum málum. Þeita snertir okkur cll, ekki aöeins eití sjúkrahús, einn lækni eða nokkra menn. „SJÓMAÐUR“ skrifar; „Mér blöskrar svo að sjá útlit bæjarina víða, að ég get ekki orða bundist. Ég hefi komið í allmarga bæi er- lendis, bæði stóra og smáa, og við samanburð mætti segja mér, að hvergi hjá þjóð, sem vi'l kalla sig menningarþjóð, fyndist smábær, hvað þá höfuðborg, í slíku ófremd- arástandi, sem Rvík er nú. Það mætti rita langt mál um þetta, en vegna rúmsins læt ég nægja að drepa ó örfá atriði." Prh. á 0. síOu. MATTfíÍAS EINARSSON lækn- ir skýrði mér svo frá í gær, að ég hefði ekki sagt rétt frá því, er erlendi hermaðurinn slasaðfst á Túngötnnni fyrir framan Landa- kotsspítala. Mað’irinn var borinn í teppi inn í sjúkrahúsið og þar fékk hann alla þá hjálp, sem hægt var að veiia hsr"-.n, og þar lá hann, þar tii iijú'. ‘inarlið hersins sótti hann. 'i.æknirinn ~agð; oton 'frem- ur, að iíklegast hefði misskilningur valdið þessari sögu, sem hefði svo borizt mér. Vera má að einhver maður hafi komið í sjúkrahúsið og beðið um börnr til að bera mann- inn á, en sjúkrabúsið á ekki slíkar börur, enda telur ekki nauðsynlegt að eiga þær. Þessum manni hefir svo að Ifkindum ekki verið kunn- ugt um framhald málsins. ÞAÐ GLEÐUR MIG að geta skýrt frá þessu. Ég veit, að saga sú, sem ég sagði á sunnudaginn, er mjög útbreidd í bænum og Landa- kotsspítali mjög ásakaður. Sagan er tilhæfulaus. Landakotsspítali

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.