Alþýðublaðið - 28.07.1942, Side 7

Alþýðublaðið - 28.07.1942, Side 7
Þriðjudagur 28. júlí 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ i Bærinn í dag. Næturlæknir er Ilalldór Stefáns son, Ránargötu 12, sími 2234. ÚTVAKPIÐ: 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Ferðaþættir (Thoro'f Smith). 20.55 Hljómplötur: a) Symfónía nr. 3 eftir Schumann. b) Píanókonsert í Es-dúr eftir Liszt. c) Ungversk rapsodía nr. 1 eftir Liszt. 21.50 Fréttir. — Dagskrárlok. Kvenskönmgurinn heitir myndin, sem Nýja Bíó sýnir núna. Er það ameríksk stór- mynd með Lauretta Young, Robert Preston, Edward Arnolú og Gladys George í aðalhlutverkunum. Ævintýri í Argentína heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir núna. Er það ameríksk dans og söngvamynd með Maurin O’- Hara og Thames Ellisori í aðal- hlutverkunum. Ferðalög um helgina. Ferðafélag íslands efndi til gönguferðar á Botnssúlur í fyrra- dag. Mtttakendur voru um 20. — Um helgina kom hópur úr Amar- fellsför (8 daga för). Voru 15 þátt- takendur og létu vel yfir. Á laug- ardaginn fóru 20 manns í Öræfa- ferð. Stendirr hún yfir í eina viku. Farfuglar fóru um 30 til viku dval ar á Þórsmörk. Tófufaraldur mikill hefir geysað í Þingvalla sveit í vor og hefir Einar Halldórs son bóndi á Kárastöðum náð 80 dýrum á 10 grenjum. í grenjum þessum voru 7 dýr fæst en 10 flest og náði hann þeim öllum nema þremur. Stafford Cripps svarar Gandhi. London í gærkveldi. Sir Stafford Cripps hefir útvarpi svarað hinum einbeittu kröfum, sem Gandhi hefir bor- ið fram um að Bretar fari þeg ar í stað frá Indlandi. Kvaðst hann tala sem einlægur vinur Indverja, sem vonaði, að eins fljótt og hægt væri mundu þeir fá sjálfsstjórn. Hins vegar sagði hann, að ekki væri hægt að fóma indverskum, ameríksk um, kínverksum og brezkum hermönnum fyrir flokkapólitík í Indlandi. Hann sagði, að Ind- land yrði að vera öruggur stað ur, sem Bandamenn gætu hafið sókn frá, þegar þax að kæmi Sir Stafford sagði, að engin ábyrg stjórn mundi láta sér detta í hug að fara frá Ind- landi, eins og það er nú: Skipt svo að ekki verður fram úr séð og algerlega varnarlaust, ef það er yfirgefið. Hann sagði, að ekkert nema örvinglan og vandræði gætu hlotist af því, ef kröfur Gandhis næðu fram að ganga. Nýgift hjón óska eftir húsnæði í haust. Konan lætur húseigendum í té kápu og kjólasaum ef óskað er. Fyrirframgreiðsla. Tilboð merkt ,4 haust“ send- ist Alþýðublaðinu fyrir 31. þ. m. Bfsllíii knattleikS' Valur hefur 4 stíg, en Árniaon 2 og pau. eiga að keþpa um sigurinn. Handknattleiksmót Ármanns hélt áfram í fyrra kvöld mcð Icik á milli ÍR og Vals. Leikurinn var f jörugur en ekki jafn. Valur sýndi þó yfir- burði í samleik, en þó sérstak- iega í staðsetningu. Leikur- inn var prúðmannlega leikinn af báðum og endaði með sigri Vals 13:3. Það sem mézt er ábótaVant í leik 1. R. er hvað boltinn geng- ur seint fram, og eins hvað lítil samvinna er á milli allrar fram- línunnar, venjulega eru það aðeins innframherjarnir þrír, sem hafa boltann, þar til ein- hver missir hann í „sóló“ leik. Leikurinn milli Ármanns og Víkings endaði meg sigri Vík- ings 7:5 og var hann ágætlega fjörugur og jafn og hefði vel getað endað með jafntefli. Leikur Ármenninga er léttur og hraður en hinar löngu bolta- gjafir þeirra eru ekki nógu ná- kvæmar, og má þar nokkru um kenna, að engar handknattleiks æfingar hafa getað farið fram á vellinum. þar sem hann er al- gjörlega upptekinn fyrir knatt- spymuæfingar. Þá er staðsetn- ing þeirra ekki góð, vömin liggur of langt framm og er nokkuð reikul í að gæta mót- herjanna. Víkingsliðið var mun betur staðsett með kraft- mikla sóknarlínu, en varnar- aðferðir þeirra geta tæplega átt heima í leik, og veldur þar annaðhvort þekkingarleysi á handknattleiknum eða ofurást á vinningum. Samleikur Vík- ings var stuttur og reyndist þeim vel í hlaupunum, og eiga þeir sigurinn að þákka nokkr- um mjög duglegum einstakling um og nokkuð harkalegri vörn. í kvöld kl. 8 fara fram úr- slitin milli Vals og Ármanns og má búast við fjörugum og skdmmtileguím leik, þar sem þar eru einna mest þjálfuðu handknattleiiksliðin. Á eftir keppa svo Víkingur og í. R. Stígin standa nú þannig: Valur 4 stig. Ármann 2 stig. Víkingur 2 stig. í. R. 0 stig. Á. í ORN ARNARSON (Frh. af 2. síðu.) í hlé, eftir því, sem hann gat við komið. Hins vegar gat hann, ekki komizt hjá því vegna snilldar sinnar að verða fræg- ur maður og það jafnt þótt hann væri sífellt á flótta undan frægð sinni. Magnús Stefánsson var mjög óvenjulegur persónuleiki. Gáfur hans voru stórbrotnar — og andi hans fagur og mikill. — Hann umgekkst fáa — og átti fáa nána vini. En dómar þeirra, sem áttu því láni að fagna, að kynnast honum vel, munu vera á þá lund, að þeir hafi ekki kynnst heilli né betri manni. Bróðir minn MAGNÚS STEFÁNSSON (Öm Amarson) skáld andaðist á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði laugardaginn 25. þ. m. Jarðarförin verður ákveðin síðar. Fyrir mína hönd, fjarstaddra systra og annarra vandamanna. Stefanía Stefánsdóttir. Menntaður einvaldur. MIÐ-AMERÍKA. Það er líklegt, að níu aj hverjum tíu, sem heyra þetta orð, detti í hug harðastórir hattar, kúrekar, skammbyssur og manndráp. Engu síður má þar finna eitt fmíkcmnasta ríki Vestur- heimi', þar szrp, fr'ðsamir menn 'reynti á friðsaman hátt að byggia upp hamingjusamt manrféla ÞETT/v RÍKI er Guatemaia, lýðveldi að nafninu til, en þó algerí einræði. Þar búa þrjár milljónir manna, helmingur- inn Indíánar, rnestu sóma- rtienr, að sögn, en hinn helm- ingurinn hvítir menn og kyn- blenölngar, sennilega ágætis- menri, alveg eins og Indíán- arnir. GUATEMALA er sunnan við Mexícó, lítið land, skógi vax- ið frá fjalli til fjöru. Uppi á hálendinu, þar sem há eldfjöll stara stöðugt upp í himininn, eru auðug nýbýggjarahéruð, oa rústir ævagamalla Indíána ríkja. MAÐUR ER NEFNDUR Jorge Ubico og er 73 ára gamall. Hann kallar sig „forseta, skv. stjómarskránni“, en engum dylst það, að hann er eins full kominn einvaldur og Hitler eða Mussolini í ríkjum sínum. Ubico er þó ekki maður, sem skipa má í flokk með þeim Mussolini, Hitler, Stalin og öðrum einvöldum 20. aldar- innar. Hann tilheyrir miklu fremur hinum svokölluðu ,,menntuðu einvöldum“, sem uppi voru á 18. öld, því að þeir reyndu oft, á móti vilja þegnanna, að gera þá mennt- aða, velmegandi og hamingju sama. SAGA GUATEMALA er ekki beint fögur eða lík því, sem nú á sér stað í ríkinu. Um einn af forsetum ríkisins er þessi saga sögð: Hann lá fyrir dauðanum, þegar einn af ráð- herrum hans kom til hans og játaði, að hann hefði gert sam særi til þess að ráða hann af dögum. Bað ráðherrann hinn deyjandi forseta miskunnar. Forsetinn lét fara með hann burt og skjóta hann, því að hann var síðastur allra sam- særismanna, til þess að koma og Ijóstra því upp. Hinir voru állir húnir að koma á undan honum. Önnur saga um sama mann, er sú, að hann hafi verið beðinn að fyrirgefa ótíinum sínum. Svaraði hann þá, að hann hefði látið drepa alla óvini sína og hefði því eng an til þess að fýrirgefa. Konan mín, STEINUNN JÓNSDÓTTIR verður jarðsungin miðvikudaginn 29. þ.m. Athöfnin hefst með bæn frá heimili okkar, Austuxbæjarskólanum kl. lVz e. h. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni Fyrir mína hönd, barna okkar og annarra vandamanna. Lúther Hróbjartsson. UBICO FORSETI er ekki lík- úr þéssum fyrirrennara sín- um. Iíann ferðast um landið þvert og endilangt í flugvél og setur ekki fyrir sig að heim sækja smæstu þorp. Hann skoðar alla skóla og spítala og er sífellt að gefa fyrirskipan- ir um endurbætur, aukið hreinlæti, betri kennsluað- jerðir. Indíármrnir hafa hinar mestu mætur á Ubico og kalla hann Tata ,sert£' þýðir pabbi. UBICO ER afar illa við að vera kallaður einváldi. Engu síður er hann það, en það er eðlilegt, að han nekki vilji láta blanaa sér saman við evróp- iska einvalda, því að hann hefir mikinn áhuga á að bæta hag þjóðar sinnar og hefir enn ekki sýnt neinn landvinninga hug. Einu sinni sagði amer- íkska .tímaritið „Time“, .að hann hefði sagt, að hann gæti lagt undir sig Mexico, hvenær sem hann vildi. Ubico varð ofsareiður og bannaði „Time“ í landi sínu. „Yankee Doodle“ stúlkan. Þegar ameríkumenn halda stórhátíðir og ganga skrúðgöngur með fjölmennar lúðrasveitir í fararbroddi, þykir þeim gaman að hafa fallega stúlku fyrsta í fylkingunni Er hún þá venjulega klædd eins og sést á myndinni og ber staf í hendi, eins og hún stjómi lúðrasveitinni. — Stúlkan á myndinni heitir Evelyn Dins- moor og var kjörin til þess að vera „Yahkee Doodle“ stúlka við mikla hersýningu í Palm Ðearch í Kalifomíu. Hún virðist una sér hið bezta í stöðunni, enda þykir það hinn mesti heiður, að vera kosin til slíkra starfa.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.