Alþýðublaðið - 12.08.1942, Side 7

Alþýðublaðið - 12.08.1942, Side 7
Miðvikudagur 12. ágúst 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ j Bærinn í dag.| Næturlæknir er í nótt Pétur Jakobsson, Rauðarárstíg 32, sími 2735. Næturvörður er í Ingólfs-Apó- teki. ÚTVARPIÐ: 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Upplestur; Úr 1001 nótt (dr. Símon Jóh. Ágústsson). 20.55 Hljómplötur: Söngvar úr óperum. 21.30 Hljómplötur: ísl. söngvar. 21.50 Fréttir. Dagskrjárlok. 75 ára verður á morgun Sir William A. Craigie, hinn kunni brezki íslands vinur. Hann á heima í Ridgehurst Watlington. Svo sem kunnugt er, hefir Craigie verið mikill unnandi íslenzkra fræða og átt mikinn þátt í því að kynna ísl. menningu með- al enskumælandi manná) Símon Jóh. Ágústsson les upp úr 1001 nótt í útvarpið í kvöld kl. 8.30. Ameríkskur hermaður tók nýlega bifreið á leigu til Hafnarfjarðar, en þegar þangað kom, neitaði hann að borga. — Reyndi hann að flýja burtu, en bílstjórinn elti hann. Tók þá am- eríkumaðurinn upp hníf og særði bílstjórann á hendi, en var samt handsamaður. Hallgrímskirkja í Reykjavík. Framhald af fyrri tilkynning- úm um áheit og gjafir til kirkj- unnar, afhent skrifstofu „Hinnar alm. fjársöfnunarnefndar," Banka stræti 11. Afhent af trúnaðar- mönnum: Þ. J. 15. G.G.H. 115. Gjafir og áheit: Norðanstúdent (á- heit) 10. K.S. (áheit) 10. G.B. (áheit) 5. Elín (áheit) 50. Verzl. Vegur, Rvík 100. Stúlka (áheit) 10. Ónefndur 30. J.K.G.V. (áheit) 50. M.T. (áheit) 10. Kona (áheit) 25. V.S. (áheit) 20 kr. Kona (á- heið 10. S. Á. (áheit) 10. Ó.H. 10. S.K.S.V. 30. Sjúklingur 200 kr. Ó- nefnd kona úr Grindavík (áheit) 10 kr. Steinunn Pétursdóttir, Rán- arg. 29, 10. Unnur (áheit) 2 kr. Bóndi í Norður-Þingeyjarsýslu (á- heit) 20 kr. Kristjana Hálfdán- ardóttir (áheit) 10 kr. J.M. 25 kr. Þ. (áheit) 10 kr. Guðm. Jónsson, stórkaupm., Baugsv. 29, 230 kr. Gamall maður 10 kr. Eir. Guðm., Dröngum, Strandasýslu, 20 kr. A. G. (í minningu um foreldra henn- ar) 500 kr. — Beztu þakkir. F.h. „Hinnar alm. fjársöfnunarnefnd- ar,“ Hjörtur Hansson, Bank. 11. Hallgrímskirkja í Reykjavík. ,,Hin alm. fjársöfnunarnefnd kirkjunnar biður þess getið, að gjöfum til kirkjunnar sé veitt mót taka daglega fná kl. 1—6 e. h. í skrifstofu Hjartar Hanssonar, Bankastræti 11 (II. hæð), sími 4361. JV/fí VÖRUGEYMSLUSKÁLI Frh. af 2. síðu. (Frh. af 2. síðu.) mun mörgum finnast að inn- flytjendasambandinu hefði ekki verið vandara um, enda miklu meira öryggi í því, að vörurn- ar, sem fluttar eru til landsins séu ekki allar við höfnina, — þar sem hættan er langsamlega mest. Hafnarstjórnin hafði neitað innflytjendasambandinu tvisv- ar um byggingu skálans á þess- um stað, en gaf samþykki nú þegar beiðnin lá fyrir í þriðja sinn. Næsta vika er hreln* lætisvika i Reykjavík. Lokslns é að framfijl§|a ákvæil Iðgr ecgliBsa kt ar in nar. Látum nú hendur stahda fram úr ermum T T VERNIG ÆTLI bæjarbúum yrði við, ef lögreglustjóri ■i- -i- sem á að gæta þess að lögreglusamþykktin sé haldin, sendu verkamenn heim til þeirra til að þrífa til kringum hús þeirra? Þetta getur Iögreglustjóri gert, ef honum þykir við þurfa og það þarf að hreinsa kringum fjölda mörg hús í Reykjavík um þessar mundir. Kauphækkun Frh. af 2. síðu. að berjast við atvinnurekend ur fyrir því að fá sig viður- kennt seni samningsaðila fyr ir hönd verkafólksins og hef- ir nú fengi^ það fram. . Fyrir nokkru lenti félagið í deilu við hraðfrystihúsið á staðnum um kaupgreiðslur til verkafólksins og fékk það full- komlega fram, sem það vildi og sanngjarnt var. Næstum um sama leyti vann félagið stærsta sigur, sem verkafólk í Ólafsvík hefir nokkru sinni unnið. Var það þó ekki félagið sem slíkt, sem stóð fyrir þvf, heldur verkafólkið á vinnustöðunum. Tilkynnti verkafólkið at- vinnurekendum, að það myndi ekki sjá sér fært að koma til vinnu sinnar morguninn eftir, nema að atvinnurekendur und- irituðu samninga við það um 25% hækkun á öllum töxtum félags þess. Atvinnurekendur urðu við þessum kröfum þegar í stað. Dagvinna er nú greidd með kr. 1,45, eftirvinna með kr. 1,80 og næturvinna með kr. 2,25. Á þetta kemur svo, full dýrtíðar- uppbót. En kaup hefir alltaf verið mjög’ lágt í Ólafsvík. Stjórn verkalýðsfélagsins skipa eftirtaldir menn: Kristján Jensson bifreiðarstjóri, for- maður, Þórður Kristjánsson skipstjóri, varaformaður, Þor- gils Stefánsson kennari, ritari, Guðrún Davíðsdóttir síma- stúlka, gjaldkeri og Steinþór Bjarnason meðstjórnandi. Frá Dagsbrún. Trúnaðarráðsfundur verður í kvöld kl. 8.30 í baðstofu iðnað- armanna. Ekkert blað hefir gert hrein- lætismálin eins mikið að um- ræðuefni á undanförnum árum og Alþýðublaðið, og það er því ekki ástæða til annars, en að það fagni þvt, þegar yfirvöldin í þessum bæ ætla loksins að láta þetta mál til sín taka, ætla að hefjast handa um það, að því ákvæði lögreglusamþykktar- innar sé hlýtt, sem skyldar hús- eigendur til að hreinsa til í kringum hús sín og hafa þar hreint og fágað. Lögreglustjóri skýrði Alþýðublaðinu svo frá í gær,' að næstkomandi sunnudag myndi hefjast hreinlætisvika hér í bænum, myndi verða at- hugað um allan bæ, hvar helzt þyrfti að hreinsa til kringum hús og eftir því gengið — að það yrði gert. Yrði óhjákvæmi- legt að láta gera það á kostnað húseigendanna sjálfra, ef þeir gerðu það ekki sjálfir, en von- andi kemur ekki til þess. Það mun öllum vera ljóst, að sóðaskapur hefir aldrei verið eins og nú hér í bænum. Ástæð- urnar eru áreiðanlega ekki þær, að Reykvíkingar hafi ekki auga fyrir hreinlætinu og þoli betur sóðaskapinn en áður. — Hitt mun sanni nær, að setu- liðið, eða réttara sagt hinn geysilega aukni mannfjöldi hér í bænum, valdi -— og auk þess hin mikla vinna, sem nú er hér Hitt er annað mál, að vit- anlega geta Reykvíkingar þrif- ið miklu meira og betur kring- um hús sín en þeir hafa gert undanfarið og vonandi hefir sókn lögreglunnar, sem hefst á sunnudaginn og allir góðir menn styðja, þau áíhrif, að góð- ur árangur fáist, að hreinna verði kringum hús og í húsa- görðum hér í bænum, eftir að hreinsunarvikan er liðin. Bæjarbúar! Sendið mér fatnað yðar þeg- ar þér þurfið að láta pressa eða kemiskthreinsa. Reynið viðskiptin. Fatapressun P. ff. Biering Smiðjustíg 12. Útbreiðlð Alpýðnblaðlð. Það tilkynnist vinum og vandaniönnum, að faðir og tengda- faðir okkar, ÁRNI JÓNSSON, frá Litlu-Vallá, % verður jarðsunginn frá Brautarholti á Kjalarnesi, fimmtudaginn 13. þ. m. kl. lVz e. h. — Kveðjuathöfn hefst frá heimili liins látna, Lindargötu 34, kl. 11 f. h. Bílar verða þar til flutnings uppeftir. Jóhann Árnason og Helga Bjamadóttir. Bifreiðasljfsið við Svanastaði. Það er ekki rétt að fólkið, sem var í bifreiðinni sem steyptist út .af veginum vijfi Svanastaði á laugardagskvöldið hafi farið út 'um eina rúðuna. Það fór út um hurðina. Fólkið var mjög rólegt meðan á þessu öllu stóð. Bifreiðastjórinn telur að þif reiðin hafi hrokkið út af veg- inum vegna þess að hún hafi snúist að aftan á lausamöl sem var á honum til hliðanna, en þarna hafði vegjhefillinn nýiega \ farið um þegar slysið varð. S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s fæst í lausasölu á eftirtöldum stöðum: Laugarmeshverfi: Laugarnesveui 52 (verzlunin Vitinn). Austurbær: Hringbraut 61 (brauðbúðin). Laugavegi 72 (veitingastofan ,,Svalan“). — 63 (veitingastofan). — 61 (brauðbúð Alpýðubrauðgerðar- innar). — 45 (veitingastofa). — 34 (veitingastofa). — 12 (tóbaksverzlun). Hverfisgötu 71 (verzlunin ,,Rangá“). — 69 (veitingastofan). Týsgata 8 (Ávaxtabúðin). Bergstaðastræti 40 (matvöruverzlun). — 10 (,.Flöskubúðin“). . Skólavörðustíg 3 B (,,Leifskaffi“). Vesturbær: Vesturgata 16 (veitingastofa), - — 26 (Konfektgerðin ,,Fjóla“). — 45 (veitingastofan ,,West-End“). — 48 (veitingastofan). Bræðraborgarstígur 29 (brauðbúðin). Miðbær: Kolasund (tóbaksverzlun). Orímstuðubolt: Fálkagata 13 (brauðsölubúð). Sker|ef|örður: Reykjavíkurvegur 19 (Verzlun Jónasar Bergmann). S S s $ s s s s * s s s Á s s s s s s s s s s s s s s s s s s i s s s s s s s s $ s s V * > s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s SIGLINGAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar imi vöru- sendingar sendist 'Culliford's & Associated Lines, Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. ss s s s s s s * s s s * s s

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.