Alþýðublaðið - 14.08.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.08.1942, Blaðsíða 3
Föstudagur 14. ágúst 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ Sjóorrusta í Kyrrahafi. Herlið seít á land á fjórðu Salo- mons« eyju. Ástralíumenn í sokn á Nýju~ Guineu. Mynd þessi var tekin í Kóralorustunni, og sýnir loftárás Japana ,er þeim tókst að sökkva amerkska flugvélamóður- skipinu Lexington. Örin sýnir japanska tundurskeytaflugvél, sem er um það bil tað sleppa skeytinu. Fimm stórorrustur enn háðar í Rússlandl. Tvœr eru vlð Stalingrad, hlnar ¦ þrfár snOnr f Kankasus. ~P IMM STÓRORRUSTUR eru nú háðar í Rússlandi. Eru -*¦ tvær þeirra vestan við Stalingrad, önnur í krikanum á Don, hin hjá Koternikova, en hinar þrjár eru í Kaukasus. I tveim hinum fyrstu virðast Rússar halda velli og hafa þar <engar alvarlegar breytingar orðið um alllangt skeið. í Kaukasus virðist Þjóðverjum enn veita betur, þótt andstaða Rússa vaxi með hverjum deginum, sem líður. Þarna eru þrjár orrustur háðar, ein við Krasnodar, önnur við Maikop og hin þriðjá í rótum fjallanna, skammt fá hinum 6000m háa tindi Elþrus. Við Koternikova hafa Þjóð- verjar gert mikla tilraun til þess að brjótast í gegnum víg- línur Rússa og sendu þeir á einum stað frám mörg hundr- uð skriðdreka. Rússar sendu þá ffam aukið stórskotalið og hrundu áhlaupinu, en að því loknu héldu skriðdrekar þeirra fram á vígvöllinn. I krikanum á Don er ástandið nokkru verra f yrir Rússa og haf a Þjóðverjar tilkynnt sigur við Kletskaya. Er þar óttazt, að þeir muni innan skamms gera úrslita sókn til þess að berjast til árinnar og síðan yfir hana. Miklir bardagar eru um þess ar mundir háðir í héraðinu um hverfis Krasnodar, sem er höf- uðborg Maikop olíuhéraðteins, en nokkru vestan við Maikop sjálfa. Sunnan við Maikop eru einnig háðir miklir bardagar og verjast Rússar af miklu kappi. Austar enn geysa bar- dagar á svæðinu við járnbraút- arborgina Mineralnie Vodi og stefna Þjóðverjar þar bersýni- lega hersveitum sínum austur á bóginn. v Þar sem Þjóðverjar eru enn komriir lengst suður í fjöllin, eru þeir skammt frá f jallinu Elbrus, sem er yfir 6000 m. á hæð og er venjulega talið til Asíu. Þarna eru bardagar við Cherkassk og hafa Rússar þar neyðzt til þess. að hörfa nokk- uð fyrir harðri sókn þýzkra hersveita. Önnur mikil ðrás ð Hainz Þjóðverjar viður* kenria mikið tjón B London í gærkveldi. REZKAR sprengjuflugvél ar hafa gert aðra stórá- rás á þýzku iðnborgina Mainz við Rín. Var raiklum fjölda sprengja kastað á borgina og tjón talið vera gífurlegt, jafn- vel meira en í fyrri árásinni. Þegar flugvélarnar komu yfir borgina, loguðu enn eldar frá því kvöldið áður, en þegar þær hurfu á brott þaðan, var auð- veldara að telja auðu blettina í borginni en þá brennandi. Þjóðverjar hafa í fréttum sín um viðurkennt, að tjón hafi orðið mikið í borginni og þykir hún sé illa leikin, þvi að slíkar viðurkenningar eru afar sjald- gæfar. Þýzka upplýsingamála- ráðuneytið getur ekki haldið tjóninu í borgum Þýzkalands leyndu, því að fólkið sér það Þjóðverjar tiikynna: Nikil brezk skipalest á lelð um Miðjarðarhaf. Miklar sigurfregnir PjéHverja« "F-v JÓÐVERJAR birtu í gær miklar sigurfregnir frá *^ Miðjarðarhafi. Þeir skýrðu frá því, að stórkostleg brezk-amríksk skipalest væri á leiðinni gegnum Miðjarð- arhafið til þess að flytja liðstyrk ti,l Egyptlands. Þeir sögðu að í skipalest þessari hefðu verið um 21 flutningaskip, 3 orrustuskip, 4 flugvélamóðurskip og mikill f jöldi beitfekipa og tundurspilla. Aukatilkynning Þjóðverja ? skýrir frá því, að brezka flug- vélamóðurskipinu Eagle hafi verið sökkt, og hafa Bretar þegar viðurkennt, að kafbátur hafi sökkt því. Ennfremur segja Þjóðverjar, að brezka flug- vélamóðurskipið Furious hafi alvarlega laskazt og komizt við illan leik til Gíbraltar. Loks segja Þjóðverjar, að amer- íkska flugvélamóðurskipið Wasp hafi orðið fyrir 6 sprengj um og sé nú að reyna að kom- ast til hafnar í Malta. Tilkynning Þjióðverja skýr- ir frá, að auk flugvélamóður- skipanna hafi 9 fluthingaskip- um, samtals 90,000 smál., ver- ið sökkt, og 3 beitiskipum. Bretar hafa enn ekkert sagt frá þessu, annað en missi Eag- le, en þess ber að minnast, að þeir segja aldrei frá orustum skipalesta, fyrr en þær eru komnar til hafnar. Um tilkynn ingu Þjóðverja, sem endar á því, að skipalestinni sé sundr- að, er það sagt í London, að hún sé eins og tilkynningar þeirra eru venjulega, f jar- stæðukennd. Aneribnoenn nera loftárás á ítSlsk með eigin augum. Þýzka útx varpið sagði meira að segja, að árásin væri ein hin harðasta, sem gerð hefir verið á Ruhr- héraðið. Þau voru i kðfn í Saður«Grikklandi London í gærkveldi. Ameríksku sprengjuflugvél- arnar, sem hafa bækistöð sína í Egyptalfandi, hafa gert all- mikla sprengjuárás á ítölsk beitiskip í höfninni Navarino á Grikklandi. Tvö beitiskiþ lösk uðust alvarlega, þegar sprengj ur komu niður á þau, stór sprengja sprakk rétt hjá hinu þriðja, en enn aðrar sprengjur sprungu í nágrenni við fjórða beitiskipið. Þetta er önnur stórárásin, sem hinar ameríkönsku Libera tor sprengjuflugvélar gera á stuttum tíma. Hin fyrri var gerð á höfnina í Benghazi fyr- ir nokkrum dögum og komu sprengjur niður í tvö skip. Navarino er lítil ihölfn á suð- ursltrönd Grikklands og Ihafa Möndulrveldin notað Ihana sem miðstöð í flutningunum til Norður-Af ríku. Amerkskar; iprrustuflugvélar með ameríkskum flugmönnum London í gærkveldi. "P REGNIR frá Salomons- ¦¦" eyjum eru enn mjög af skornum skammti, en þó virð- ist svo, sem landgönguliðinu gangi vel. Opinberar fréttir hafa engar borizt, en floiamála ráðherra Bandaríkjanna, Frank Knox, hefir lýst því yfir, -að hann sé ánægður með árang- urinn. Fréttaritarar í Ástralíu skýra svo frá, að landgönguliðið hafi fengið allmikinn liðsstyrk og sæki að Japönum á eynni Tu- lagi, þar sem flotastöðin er og aðalbardagarnir virðast hafa átt sér stað. Þá skýra þeir einn- ig frá því, að lið muni hafa verið sett á land á einni eyju enn, Malaita, sem er skammt frá Tulagi og hinum tveim, -— Guadálkanal og Flórida. Japanir höfðu boðað, að í gær mundu þeir gefa út skýrslu um bardagana á Salomonseyj- um, en því var frestað og er von á skýrslunni í dag. NÝJA GUINEA Á Nýju Guineu eru Ástralíu menrí í sókn. Hafa þeir náð á sitt vald þorpinu Karkoda og flugvelli, sem þar er skammt frá. Japanir settu fyrir nokkru lið á land í Papua og var því ætlað að sækja til Port Mores by. Hafa nú Ástralíumenn gert gagnsókn, hina fyrstu á Nýju Guineu, og náð þorpinu á sitt vaid. Áður en áhlaupið var gert, köstuðu ameríkskar flug- vélar fjölda sprengna á stöðv- ar Japana við Karkoda, en svo gerði fótgönguliðið áhlaup og náði staðnum á sitt vald. Ástr- alskir liðsforingjar sögðu svo frá, þegar þeir komu frá þorp- inu, að Japanir hafi bersýni- lega hálfsvelt íbúana^ Komu þeir út úr hreysum sínum og fögnuðu Ástralíumönnunum, þegar þeir komu. Kínverjar tilkynna gagná- hlaup á mörgum vígstöðvum, en úti fyrir ströndum Indó- Kína hafa kafbátar Hollend- inga sökkt tveim af flutninga- skipum Japana og sáust þau brennandi, þegar frá var horf- ið. Meðan 'þetta átti sér stað á vígstöðunum, hélt Kyrrahafs- ráðið fund í Washington og lýsti untanríkisráðherra Kínverja, Soong, því yfir, að „í fyrsta sinni eru Bandamenn í sókn, en ekki vörn." eru nú komnar til Egyptalands og munu þær innan skamms taka þótt í bardögum (þar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.