Alþýðublaðið - 28.08.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.08.1942, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 28. ágúst 1942. Sjómannafélag Reykjavíkur heldur fund í kvöld, föstudaginn 28. ágúst kl. 8% e, h. í Iðnó niðri. FUND AREFNI: 1. Félagsmál. 2. Kaupgjaldsmálin. Félagsmenn hafa' einir aðgang og sýni skírteini sín við inngangmn. Stjórnin. Lipnr sðlnmaðnr .óakast nú pegar •‘T'* • •• Tilboð ásamt afriti af meðmælum óskast sent afgreiðslu þessa blaðs fyrir 1. sept. merkt „Lipur“. Vanur bðkhaldari getur fengið framtíðarstöðu frá 1. október hjá stóru verzlunarfyrirtæki í bænum. — Umsóknir ásamt meðmælum sendist afgreiðslu þessa blaðs fyrir 10. september, merkt „1. október“. Stúlka með verzluar- eða kvennaskólaprófi sem hefir góða rithönd og er fær í reikningi, óskast á skrifstofu nú þegar, hjá verzlunarfyrir- tæki hér í bænum. — Umsókn merkt „1941“ sendist afgreiðslu þessa blaðs fyrir 3. sept. n. k., Tveir menn geta fengið atvinnu, annar.við bifreiðaviðgerðir, hinn við hreinsun bifreiða. Húsnæði getur fylgt, ef óskað er. — A. v. á. BtfreiðavtðgerOamaðnr getur fengið atvinnu og gott húsnæði nú þegar eða 1. október. — A. v. á. Dagsbrúnarsammngarnir. HANNES Á HORNINU Framh. af 5 s.íðu. óviljaverk, og eidspýturnar hafi átt að lenda á hljómsveitinni, þá hafa þeir að minnsta kosti getað beðið afsökunar, en það var öðru nær. Við ætlum ekki að dæma alla íslendinga eftir þessum. En þetta var svívirðileg framkoma af þess- tim mönnum, og viljum við biðja þig, Hannes minn, að hafa þetta í huga og beina því til þeirra manna, sem hlut eiga að máli, að ef þeir eiga eftir að koma á mannamót, að koma kurteislega fram við alla og vera ekki þjóð sinni til smánar, ekki minni smánar en götudrósirn- ar, sem flækjast í húsasundunum.“ ÉG TEK UNDIR I»ETTA með ungfrúnum. Svona geta einstakir menn hagað sér! Þeir eru smánar- blettur á okkur öllum, skepnur, sem á að reka af mannamótum. Var enginn þarna, sem gat hent þessum peyjum í Tjörnina? Hannes á horninu. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. að afgreiðsla væri þar þunglama- leg og skortur á aga og vingjam- legu viðmóti“. Hafi þessi ummæli við sann- leika að styðjast, eru þetta í- skyggilegar ásakanir, og rétt fyrir umræddar stofnamr að endurskoða starfsemi sína. Framh. af 4. síðu. 'bekkir, og skal iþess vel gætt, að það sé ávallt hreint og þrifalegt. Enn fremur skal í skýlunum vera hitunartæki. 9. gr. Stjórn Dagsbrúnar er heim- ilt að velja sér trúnaðarmenn úr hópi verkamanna á hverjum vinnustað. Verkamönnum er heimilt að snúa sér til trúnað- armanns með hvers konar óskir og kvartanir viðvíkjandi aðbún- aði við vinnuna eða öðru, er þeir telja ábótavant. Trúnaðar- maður skal bera allar slíkar óskir eða kvartanir fram við vinnuveitanda eða umboðsmann hans, t. d. verkstjóra. Trúnað- armaður skal í engu gjalda iþess hjá vinnuveitanda eða verk- stjóra, að hann her fram kvart- anir fyrir hönd verkamanna. 10. gr. Verkamaður á kröfu til að fá kaup sitt greitt vikulega, og gildir það ekki aðeins tíma- og vikukaupsmenn, heldur einnig mánaðarkaupsmenn með hlut- fallslegri greiðslu. Skal verka- maður þá eiga heimtingu á fullri greiðslu á ógreiddu kaupgjaldi fram að næsta virkum degi á undan útborgunardegi. Það, sem eftir stendur af kaupi hans kemur til útborgunar næsta út- borgunardag. Vinnuveitaindi á- kveður hvern virkan dag vik- unnar hann velur til útborgun- ar á kaupi, sem, farj, fram í vinnutíma, nema öðru vísi um semjist, þegar sérstaklega stend- ur á. * 11. gr. Vinnuveitendur taka að sér að greiða árgjöld meðlima og aukameðlima Dagsbrúnar eða hluta af iþeim af ógreiddum en kræfum vinnulaunum gegn stimplaðri kvittun undirritaðri af starfsmanni -félagsins, enda mótmæli verkamaður ekki að greitt sé. il2. gr. Slasist verkamaður vegna vinnu eða flutninga til og frá vinnustað á vegum vinnuveit- anda, skal hann halda óskertu kaupi eigi skemur en 6 virka daga. Vinnuveitandi kostar flutning hins slasaða til heimilis eða sjúkrahúss, ef læknir telur slíkt nauðsynlegt. 13. gr. Helgidagar teljast allir helgi- dagar þjóðkirkjunnar, svo og sumardagurinn fyrsti og 17. júní frá hádegi og 1. des. frá hádegi. Enn fremur 1. maí, enda skal þá ekki unnið. 14. gr. Á öllum vinnustöðvum skulu verkamenn eiga aðang að sæmi- legu húsnæði til kaffidrykkju og geymslu á hlífðarfötum, eftir því sem við verður komið. Samningsaðilar eru sammála um, að beita sér fyrir því, að hið opinibera setji fyllri reglur um öryggi verkamanna við vinnu og um útbúnað vinnu- tækja. 15. gr. Rísi ágreiningur milli samn- ingsaðila, skal sá aðili, er telur sig órétti beitan, bera fram kvörtun við stjórn hins aðilans. Skulu þær rannsaka ágreinings- atriðin og ráða þeim til lykta, ef unnt er. Hafi stjórnir beggja aðaila eigi komið sér saman um endanlega lausn ágreiningsins innan tveggja sólarhringa frá því kvörtunin var sett farm, ber iþegar að skjóta málinu til sátta- nefndar, er sé þannig skipuð, að hvor aðili tilnefni einn mann og annan til vara, en lögmaður- inn í Reykjavík þann iþriðja, og skulu þessir menn þá reyna að jafna deiluatriðin. Skal nefndin hafa lokið störfum innan tvggja sólarhringa frá því að Iþriðji maður var skipaður. 16. gr. M^ð samningi þessum eru úr gildi felldir samningar Dags- brúnar og Vinnuveitendafélags íslands dags. 9. jan. 1941 og viðauki við þann samning, dags. 13. jan. s. á. og samningur sömu aðila um sumarleyfi, dags. 30. okt. 1941. 17. gr. Samningur þessi gildir í 6 mán- uði frá undirskriftardegi að telja, og er uppsegjanlegur með mánaðarfyrirvara. Sé honum ekki sagt upp, famlengist hann um næstu 6 mánuði með sama upsagnarfresti. ,18. gr. Stjórn Dagsbrúnar skuldbind ur sig til að vinna að því eftir mætti, að samningur þessi verði haldinn í öllum greinum af hálfu félagsmanna, meðan hann er í gildi, iþar á meðal til þess að beita sér gegn því, að verka- menn geri hópsamtök um að hverfa frá vin,nuveitanda vegna tilboða annars staðar um hærra kaup en ákveðið er í samningi þessum. Á sama hátt skuldbind- ur stjórn Vinnuveitendafélags- ins sig til, að vinna móti því, að verkamehn séu lokkaðir frá vinnustöðvum með yfirboðum eða' tilraunir séu gerðar til þess að fá þá til að vinna fyrir lægra kaup en samningur ákveður. 19. gr. Samningur iþessi er gerður í tveimur samhljóða eintökum, og heldur hvor aðili sínu. Vinnuveitendafélag íslands og Verkamannafélagið Dags- hrún ákveða að hefja nú þegar samningaumleitanir um laun og vinnutíma Viku- og mánaðar- kaupsmanna, fastra vaktmanna og ibílstjóra hjá fyrirtækjum, og SMBPAUTCERÐ ÍMÍb»í»í.ÍÍ'!1b'wi'-uHÍ \i . : „Þór“ hleður fyrir helgina til Vest- mannaeyja, Öræfa, Horna- fjarðar og Reyðarfjarðar. Vörumóttaka til kl. 3 á morgun. Athygli skal vakin á því, að þetta verður síðasta skips- ferð til Öræfa á íþessu sumri, en ef ekki gefur að losa á austurleið skipsins, verða vörurnar landsettar á Horna firði. Peningarnir éru allt af að falla í verði. Þessvegna skuluð þið kaupa hús nú þegar. Hefi nokkur hús (Villur) í Höfðahverfi og víðar til sölu. Talið við mig sem fyrst. Það getur borgað sig, og hingað til hefir marg- ur haft gott af því. PÉTUR JAKOBSSON löggiltur fasteignasali. Kárastíg 12. Sími 4492. verði þá höfð hliðsjón af kjör- um annarra verkamanna sam- kvæmt samningi milli greindra aðila, er gerður hefir verið í dag, og njóti þeir þeirra kjara, er um semst frá þessum degi að telja. HVERSVEGNA KYSSUMST VIÐ? (Frh. af 5. síðu.) til þeirra, það sparar gífurlega fyrirhöfn í lífinu. Hinar ólíku tegundir kossa, allt frá munn- kossi Evrópumanna til tungu- koss lægri dýrategunda, láta all- ar í ljós ástartilfinningu. Dýrin láta tilfinningar þessar líka í ljós með því t. d. að hundar og kettir strjúka hausnum við hús- bændur sína, fílar núa sér hvor upp við annan, fuglar stinga saman nefjum og skordýr „kjassa“ með fálmurum og sniglar með hornunum, Með villimönnum kemur fyxir, að móðirin sleikir barn sitt með ástúð, rétt eins og læðan kettl- ihginn. Sumir vilja rekja uppruna tungukossins njikíu lengra, gizka á, að lífverur þær, sem maðurinn sé síðar kominn af, i hafi að einhverju leyti leyst upp fæðuna og vermt hana í munninum og ungviðið fengið hana úr munni foreldranna. En 'hvað sem því líður, þá hlýtur uppruna kossins að vera að finna í einhverjum þægindatilfinning- um aftur í dimmri fortíð. En nú hefir hann þróazt og göfgazt og orðið athöfn, sem kalla má sál- arlega, athöfn, sem lætur í ljós tilfinningu, ástúð og kærleika. Kossinn þarf ekki að glata neinu af gildi aínu fyrir oss, þótt vér vitum, að hann á rætur sínar að rekja til afar fornra og frum stæðra tiUinimnga og athafna. huhi uik nt» Thera Cream Kanpmenn panta HEILDVERSLUN GUÐM. H. ÞÓRÐARSSONAR, Grundarstíg 11. — Sími 5369.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.