Alþýðublaðið - 30.08.1942, Page 8

Alþýðublaðið - 30.08.1942, Page 8
8 ALÞYfHJBLAÐIÐ Sunnudagur 30. ágúst 1942. JARNARBÍÓHS Það rœttist úr því (Tumed Out Nice Again) Enskur gamanleikur. Aðalhlutverkið leikur hinn frægi enski leikari og gamanvísnasöngvari ^ George Formby ' og syngur þar nokkrar gamanvísur. Ennfremur Peggy Brian. kl. 3, 5, 7 og 9. Sala aðgöngumiða ihefst kl. 11. RIMMAN var hroðaleg, orr- ustan hörð. Bóndinn var skriðinn inn undir rúmið. — „Komdu fram undan rúminu, svínið þitt, raggeitin, lyddan, ef þú þorir!“ öskraði konan á gólf- inu með rúmfjölina reidda. — „Nei, kella mín; ég er húshóndi á mínu heimili, skal ég sýna þér, og kem ekki fyrr en mér sýnist.“ * TVEIR líftryggingarmenn — Englendingur og Banda- ríkjamaður — voru að guma af tryggingarfélögunum, sem þeir störfuðu hjá hvor um sig. „Við leggjum áherzlu á, að 'dborqanir komi sem fyrst til ad- leð iis 'naður aeyr i nott, j ,-ckj- n senda peningana með fyrsta pósti í fyrramálið.“ „Þetta kallið þið fljóta af- greiðslu,“ sagði Bandaríkja-. maðurinn. Ekki blöskrar okkur þessi flýtir. Skrifstofur okkar eru á sjöttu hæð í sextíu og níu hæða húsi. Maður einn, sem tryggður var hjá okkur, vann á skrifstofu á fertugustu og ní- undu hæð í sama húsi. Svo vildi það slys til, að hann datt út um glugga á skrifstofunni. Þegar hann fór niður hjá okkar hæð, réttum við honum ávísunina. FIPLAR HÖND á feigu tafli. sé rithönd þína. Ó, ég verð samt fyrir svo miklum von- brigðum með bréfin frá þér. Þau eru svo köld, og þú segir aldrei það, sem mig langar til að þú segir. Það væri vitlaust af okkur að fara að búa saman aftur. Ég get aldrei varðveitt ást mína á þér öðruvísi en sjá þig aldrei. Er það ekki hræði- legt? Ekki get ég stillt mig um að biðja þig að koma hingað. Það er ekki svo oft, sem ég hefi beðið þig um nokkurn hlut. Komdu. Gerðu það. Ég skal taka á móti þér á stöðinni og þú skalt ekki þurfa að hafa áhyggjur út af neinu. Ég er viss um að þú mundir hafa mjög gaman af því. Komdu, ef þú elskar mig. Berta. Court Leys, Blackstable, Kent. 30. maí. Elsku Berta mín! í>ví miður hefi ég verið svo önnum kafinn, að ég hefi ekki svarað fyrr bréfi þínu frá 25. þ. m. Þú getur alls ekki trúað því nema með því að sjá það sjálf, hve mikið hér er að gera um þetta leyti árs. Mér er ó- mögulegt að fara til Parísar og þar að auk hefi ég skömm á frönskunni. Ég vil ógjarnan koma til þessarar borgar, og vilji ég lyfta mér upp er Lond- on nógu góð handa mér. Þú ættir að fara að koma heim, fólk spyr oft eftir þér og svo er skrambi tómlegt þegar þú ert hér ekki. Kær kveðja til P. frænku. í flýti. Þinn elskandi eiginmaður E. Craddock. Rue des Ecoliers, París. 1. júní. Elsku, elsku Eddi! Þú veizt ekki hve bréf þitt gerði mig hrygga, eins og mig hlakkaði mikið til að fá það. Láttu mig ekki bíða svona lengi, hvað sem þú svo gerir. Ég gerði mér allt mögulegt í hugarlund, þú værir kannske veikur. Ég ætlaði að fara að hringja. Lof- aðu mér því, að þú látir mig vita, ef þú verður veikur. Ef þú þyrftir mín nauðsynlega við skyldi mér vera það ánægja að koma. En þú mátt ekki halda, að ég geti komið heim til Court Leys til langdvalar. Stundum þjáist ég af þrá eftir þér, en ég veit, að ég má ekki gefast upp. Mér er fullljóst, að ég má aldrei hætta á það að sama ógurlega samlífið byrji aftur. Það er svo niðurlægjandi. Ég heiti því með fullri einbeittni og alvöru, að ég mun aldrei hverfa aftur heim til Court Leys. Þín elskandi Berta. SÍMSKEYTI. Gare du Nord. Kl. 9,50 f. hád. 2. júní. Craddock, Court Leys, Blackstable. Kem 7,25 í kvöld. Berta. Rue des Ecoliers 41, París. Kæra vinkona! Ég er mjög áhyggjufull. Berta hefir verið hjá mér und- anfarnar sex vikur, eins og þú veizt, og borið fyrir sig ástæð- ur, sem vakið hafa grunsemdir mínar. Ég held, að enginn geti þurft svo flóknar og miklar skýringar fram að færa við jafn sjálfsagðan hlut. Ég stóðst þá freistingu að skrifa Eðvarð (manninum hennar, — laglegur maður, en heimskur!) til þess að spyrja um það sanna í mál- inu. En þá hefði ég bara orðið mér til minnkunar. í London þóttist Berta vitja læknis, en aldrei sást hún taka lyf, og ég er viss um, að enginn góður sér- fræðingur lætur borga sér stór- fé fyrir að fást við ímyndunar- veiki; — án þess að láta sjúk- linginn fá ósköpin öll af lyfjum. Hún slóst í för með mér til Par- ísar undir því yfirvarpi að fá sér kjóla. Hún hefir gert sér mikið far um að dylja geðs- hræringar sínar og gert sig enn þá grunsamlegri með því. Hún hefir gengið í gegnum fjölda mörg stig geðbrigða, og hegðað sér eins og tilfinninga- næmar ungmeyjar gerðu fyrir fimmtíu árum síðan. Hún hefir grátið og á eftir farðað sig gíf- urlega til að dylja það, og það bendir á mikla örvæntingu. SB NÝJA BIO SignrogariDi Söguleg stórmynd, spenn- andi og viðburðarík. Aðalhlutverkin leika: Richard Dix Gail Patrick Joan Fontaine Sýning kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngmiðar seldir frá kl. 11 f. hád. Á morgun (mánudag) Sýning kl. 5. Medalmaðarinn Gamanmynd með Jack Oakie Adholphe Menjou Binnie Barnes. H QAMLA Blð ■ Útlagamir (Raingea*s of Fortune) Aðalhlutverkin leika: Fred MacMurray Patricia Morison og Albert Dekker. Sýning kl. 3, 5, 7 og 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. Aðgöngmiðar seldir frá kl. 11 f. hád. I Þegar ég vaknaði í morgun fann ég eftirfarandi boðskap á hurðinni hjá mér: ,,Þú mátt ekki halda, að ég sé alveg frá mér, en mér er ómögulegt að vera degi lengur frá Eðvarð. Fer með tíu-lestinni. B.“ En klukkan hálf ellefu átti hún að koma til Paquins að máta þann fallegasta samkvæmiskjól, sem hægt er að hugsa sér. Ég móðga þig ekki með því að draga neinar ályktanir af þessu, það muntu gera fyrr eða síðar sjálf, og ég þekki þig svo vel, að ég veit að niðurstöður þínar verða svipaðar mínum. Þín einlæg Mary Ley. XXIII. Það var auðséð, að Bertu létti mikið þegar hún var stigin á enska jörð; hún var nú loksins Galdrakarllnn glettni sem fyrir augun bar. „Annars verðum við af klæðinu.“ „Klæðinu!“ sagði Heiða og vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. „Hvað áttu við með klæðinu? Hvernig getum við orðið af klæðinu?“ „Við skulum bíða og sjá hvað setur,“ sagði álfurinn. „Flýtið ykkur nú. Það er fyrir öllu.“ Þau urðu nú að slíta sig frá öllum þessum undrum og héldu áfram ferðinni. Að lokum komu þau að víðum og miklum út- göngudyrum. Við dyrnar sat héri á stól og hafði stóran hlaða af gulum miðum fyrir framan sig. Utan við dyrnar, sem stóðu opnar, sáu þau ljósrautt klæði, mjög stórt um sig. Það lá ekki flatt á jörðinni, heldur var það í laginu eins og sleði, og var því haldið sundur með þynnum úr fílabeini. „Hamingjan góða, þetta er eins og sleði,“ sagði Heiða og benti á klæðið. „Nú veit ég! Klæðið rennur með okkur nið- ur eftir löngu brekkunni, sem hér er úti fyrir. Hæ, hvað það verður gaman! Við skulum bara halda okkur nógu fast.“ Álfurinn keypti tvo miða — það er að segja farmiða — af héranum, færði börnunum og sagði þeir að setjast á klæðið. „Þegar ferðin með klæðinu er á enda, komið þið að jarð- göngum,“ sagði álfurinn. „Þið gangið í gegnum þau og stigið svo um borð í bát, sem þið mun- uð sjá, að bíður ykkar. Þið skuluð biðja ferjumanninn að flytja ykkur til kastala galdra- karlsins. En varast skuluð þið að láta karlinn ná í ykkur, því að hann er mesti viðsjálsgrip- ur og er vís til þess að breyta ykkur í súkkulaðistengur og éta ykkur! Skilið þið til pá- fuglsins, að þið séuð send frá Ljúflingi ljósálfi, og biðjið þið HVNDISAfil Stormy: Það er unnið að því að uppræta njósnara hér í ná- grenninu, en iþeir spretta upp eins og illgresi. Stormy: Jæja, þá erum við komnir. Örn: Ég á bágt með að sjá það. Örn: Hvar geymið þið flug- vélarnar? Þið hafið svei mér falið ykkur vel í skóginum. Stormy: Komdu þessa leið og varaðu þig á vírnum. Hann er rafmagnaður, 110 000 volt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.