Alþýðublaðið - 05.09.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.09.1942, Blaðsíða 8
AUÞYÐUBLAÐIÐ , ...... ..- ■ iLaugaydagur 5. september 1942. flBTJARNARBlÓ længjað skip. (Ships with Wings) Ensk stórmynd úr ófriðnum. Tekin að nokkru leyti um bprð í H.M.S. ARK ROYAL Aðalhlutverk: John Clementz, Leslie Banks, Jane Baxter, Ann Todd. Sýning kl. 5, 7 og 9. Sala aðgöngumiða hefst kl. 11 Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. T> ADEREWSKI var einu sinni staddur í lítilli borg í Ameríku. Kvöld eitt var hann á skemmtigöngu og heyr- ir þá að verið er að leika á slaghörpu einhvers staðar í næstu húsum. Hann gengur á hljóðið og kemur að húsi, og á því er spjald með áletrun- inni: Ungfrú Jones. Kennir á slaghörpu fyrir 25 cent um tímann. Paderewski heyrði, að verið var að leika lag eftir Chopin, og leizt honum ekki meirg en svo á leikinn. Hann gekk upp að húsinu og drap á dyr. Ungfrú Jones kom til dyra og þekkti undir eins hinn fræga snilling. Hún var hrifin af heimsókn hans og bauð hon- um inn. Hann settist við hljóðfærið, sýndi henni, hvaða villur hún hefði gert í leik sínum. Ungfrúin þakkaði honum innilega leiðbeiningarn- ar, og Paderewski kvaddi. Nokkrum mánuðum seinna var Paderewski stáddur í sömu borg og átti leið fram hjá húsi ungfrú Jones. Honum varð lit- ið á spjaldið, sem hann hafði séð á göngu sinni áður. Þar stóð: „Ungfrú Jones '(nemandi Paderewskis). Kennir að leika á slaghörpu fyrir einn dollar um tímann.“ * HAFA SKAL gott ráð, þótt úr refsbelg komi. DIGURLEG ORÐ koma úr dreissugum hálsi. — Það, sem ég vildi segja, sagði hann, er þetta: Hví get- urðu ekki lesið enskar bækur, úr því þú ert að lesa á annað borð? Nóg er áreiðanlega til að lesa á ensku. Mér finnst Eng- lendingar ættu að halda sér við land sitt. Eg er ekki að halda því fram, að ég hafi lesið franskar bækur, en ég hefi ekki heyrt neinn mótmæla því, að þær séu siðspilltar. Og slíkar bækur ættu konur ekki að leggja í vana sinn að lesa. — Það er alltaf hæpið að dæma eftir því, sem aðrir segja, eingöngu, sagði Berta án þess að líta upp. — Og svo haga Frakkar sér alltaf þannig gagnvart okkur, að ég ‘ kysi helzt, að öllum frönskum skræðum verði á eld varpað, hér í Englandi. Við þurfum að hreinsa og endur- lífga þjóðlífið. Eg er með ensku siðunum, ensku mæðrunum og ensku heimilunum. — Mig furðar á því, góði minn, að þótt þú lesir alltaf Standard, talar þú alltaf eins og Daily Telegraph. Berta hélt áfram að lesa og gaf Eðvarð engan gaum svo að hann fór að tala við hundana sína, því að honum leiddist þögn, og Berta hélt það stafaði af því, að hann fyndi það meira að segja sjálfur, hve andlega innantómur hann var. Hann tajaði við allt og alla, við hund- ana, við gæðinga sína, við kött- inn og fuglana, og svo náttúr- lega við vinnufólkið. Það. eina, sem gat þaggað niðri í honúm um stund, var verulega góð máltíð. Stundum leiddist Bertu hið endalausa skraf hans svo mjög ,að hún bað hann að halda sér saman fyrir alla muni. Þá hló hann góðlátlega og sagði: — Var ég nú eitthvað að gera af mér? Mér þykir fyrir því. Hann þagði stundarkorn, en fór svo að raula eitthvert lag, og það fannst Bertu hálfu verra. Ágreiningsefnin milli hjón- anna voru óteljandi. Eðvarð var maður, sem þorði að kannast við skoðanir sínar og honum var gjarnt til þess að telja allt, sem hann bar ekki skynbragð á, fyrirlitlegt og ósæmandi. Berta lék á slag- hörpu og söng einkar lag- lega, en manni hennar var það heldur hvimleitt, því að lögin, sem hún fór með fóru algerlega fyrir ofan garð og neðan hjá honum. Hann ásakaði hana fyrir þennan leið- inlega smekk og fannst eitt- hvað bogið við konu, sem gretti sig fyrirlitlega þegar alþýðleg lög voru sungin. Berta gerði líka of mikið úr þessu og náði sér niðri með því að leika einhvern afar tormeltan þátt úr verkum Wagners, þegar hljómlistar- kvöld voru hjá einhverjum ná- grannanum. Við eitt slíkt tækifæri hjá Gloverssystkinunum sneri eldri Hancocks-systirin sér að Eðvarð og sló konu hans gullhamra fyrir góðan píanóléik. Eðvarð lét sér fátt um finnast, það hafði verið klappað ákaft, en honum fannst þetta bara vit- leysa. — Ég er nú bara blátt áfram maður, sagði hann' — og mér er sama þótt ég játi það, að ég skil ekkert í þessu, sem Berta er að spila5. — Ó, en Craddock, ekki einu sinni Wagner, sagði ungfrú Hancock, sem hafði leiðzt eins mikið og Eðvarði, en var hins- vegar þeirra skoðunar, að það, sem enginn skildi, væri lang- fínast, og viðurkenndi aldrei, að hún skildi það ekki. Berta leit á hann og minnt- ist þess dagdraums síns, að þau sætu saman við hljóðfærið á kvöldin og lékju klukkustund- um saman. — Ég hefi svipað álit á söng- list og dr. Johnson, sagði Eðvarð og leit í kringum sig í von um undirtektir. — Er nú Sál talinn til spá- mannanna? tautaði Berta. — Þegar ég heyri erfitt lag óska ég þess, að ómögulegt sé að flytja það. — Þú gleymir því, góði minn, að dr. Johnson var illa siðaðuf karl, sem Fanney mundi ekki hafa leyft að vera stundu leng- ur í stofunni hjá sér. — Syngið þér nú, Eðvarð, sagði ungfrú Glover. — Við l i í I I S NÝJA Blð HB Kemur nú kerl- iogin aftur. (“There’s that Woman again.”) Fyndin og fjörug gam- anmynd. Aðalhlutverk- in leika: Melvyn Douglas Virginia Bruce Aukamynd: STRÍÐSFRÉTTAMYND Sýnd kl. 5, 7 og 9. höfum ekki heyrt til yðar svo lengi. — Ó, blessaðar verið þér, svaraði hann, — söngurinn minn er nú svo gamaldags. Við alla mína söngva eru góð lög og tilfinning í þeim. Það er hvergi hægt að syngja þá nema í eldhúsinu. — Ó, syngið þér Ben Bolt, sagði ungfrú Hancock. — Okk- ur þykir öllum svo vænt um GAMLA BI6 1 (A Girl, a Guy and a Gob) LivciIIe Ball George Murphy Edmond O’Brien Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning kl. 3V2-6V2 Dr. Christian og kvenfólkið með JEAN HERSHOLT það lag. Þau lög, sem Eðvarð hafði á söngskrá sinni, voru ekki ýkja- mörg, og allir þekktu þau eins og fingurna á sér. — Ja, úr því að þið viljið það, sagði hann, því að honum þótti alltaf mjög gaman að syngja °g hafði gaman að láta klappa fyrir sér. — Á ég að leik undir fyrir þig, góði? spurði Berta. Galdrakarlinn glettni mála! Er ykkur nokkuð fleira á höndum?“ Lalli vék sér undan spurn- lngunni. „Ljúflingur ljósálfur sendi okkur til þín,“ sagði hann. „Nú, svo hann sendi ykkur?“ sagði fuglinn og skók höfuðið heldur reiðilega. „Jæja, sendi hann ykkur þá ekki með jarð- arberjasultuna, sem hann var búinn að lofa mér?“ „Hann minntist ekkert á jarðarberjasultu,“ sagði Heiða. „Áttirðu von á jarðarberja- sultu frá honum?“ „Eg á að fá krukku af jarð- arberjasultu fyrir stélfjaðrirn- ar mínar,“ sagði fuglinn. „Ljúflingur veit það vel. Hann skuldar mér þegar tvær krukk- ur, og mér dettur ekki í hug að senda honum fleiri fjaðrir, fyrr en ég fæ 'krukku af jarðar- berjasultu frá honum!“ „En páfugl minn góður,“ sagði Heiða,’ „vertu okkur nú hjálplegur. Ljúflingur hefir perlubrjóstnælu, sem mamma týndi, og vill ekki afhenda okkur hana, nema við útveg- um honum þrjár fjaðrir frá þér. Viltu nú ekki' vera svo vænn og gefa okkur fjaðrirn- ar?“ „Eg skal gera það, ef þið út- vegið mér eina krukku af jarð- arberjasultu," sagði páfuglinn. „Hvað haldið þið að Ylfingur gamli galdrakarl segi, ef hann sér, að fleiri fjaðrir hverfa úr stéli mínu?“ „En hvar eigum við að fá krukku af jarðarberjasultu,“ sagði Lalli, og fór nú að síga í hann. „Mér finnst það heimsku legt, að fara fram á þetta við okkur! Er nokkur búð hér í nágrenninu?“ „Auðvitað ekki“, sagði fugl- inn „Þú verður að. fara í kof- ann, sem er hinum megin við hæðina, alllangt í burtu. Þar á Borga gamla heima. Hún býr til alls konar sultu.“ <50/ HE 19 WELL TAKEM CARE OF. BEFORE THEY D19COVER THEIR OENTRY DID NOT “’DE9ERT” í : L 5HALL BEFAR AWAY/ SVELL-PLACED. Atau.e.armyfield HIDDEN IN THE 50UTH AMERICAN JUN6LE,<5CORCHy 15 AWAITIN6 A FLYIN6 A5SIGNMENT. HIS FRIEND, “5T0RMY FLETCHER,” I5TO LEAVE THENEXTMORNINS WITH A FLISHT FERRYING B0MBER5 TO THE ORIENT. WHILE THEY 5LEEP, A NATl ASENT, PLANNIN6 TOSETABOARP ONE OF THE BOMBERS, KILLS THE 5ENTRY ON DUTY AT THE FIELD. .. dED* VI fACHANOE or- CCSTUWE... IA FEW 5.V.EAR5 OF GCEA5E Njósnarinn skaut varðmann- inn og komst þannig inn á flug- völlinn, þar sem fljúgandi virki bíða eftir að fara til Indlands. Njósnarinn: Áður en þeir uppgötva, að vörðurinn er dauð ur, verð ég kominn langt héðan burt. Njósnarinn: Ég skipti um föt og fer í þennan ameríkska sam- festing. Njósnarinn: Það er gaman að þessu á grímudansleikum, hvað þá þegar slíkar flugvélar eru í veði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.