Alþýðublaðið - 08.09.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.09.1942, Blaðsíða 6
Ljósmyndastofa raín er opnuð aftur á Laugavegi 12 í fullkomnari og stærri húsakynnum en áður. Sigurðnr Ctaðmundssun, Ijósmyndari. Krakka vantar til að bera Alþýðublað- ið til kaupenda á Seltjaroarnes og Lauganesveg Talið við afgreiðsluna Simi 4900 Ungur maður 15 — 17 ára getur fengið atvinnu við afgreiðslu í verzlun minni, strax eða 15. p. m. F. Hansen, Hafnarfirði. Eldhússtúlku j vantar á veitingahús. HÁTT KAUP. Afgr. Alþýðublaðsins vísar á. ALÞÝÐUBLAPIP_____________________ Félagsmálabúkin er nú loksins komin út. ... ♦..... Hún var tilbúin um jnýjár í vetur, en þá stöðvuð af gerðardómsstjórninni. FÉLAGSMÁL Á ÍSLANDI, yfirlitsrit það um félagsmál hér á landi, sem undirbúið var af Stefáni Jóh. Stefáns- syni meðan hann var félagsmálaráðherra, en stöðvað af eft- irmanni hans, í stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins eftir nýjárið í vetur, af einhverjum ástæðum, sem aldrei hafa verið upplýstar, er nú komið út. Er það gefið út, af félagsmálaráðuneytinu og hefir Jón Blöndal annast ritstjórn þess og útgáfu, eins og upprunalega var til ætlast. Eru tveir formálar fyrir ritinu, annar ritaður af Stefáni Jóh. Stefánssyni í október 1941, hinn af Jóni Blöndal í júní 1942. KENNARAÞINGIÐ. Framh. af 4. síðu. asta vetur á framkvæmd 28. gr. fræðslulaganna, skólaeftirlitinu, en 'beinir jafnframt þeirri ein- dregnu ósk til alþingis og rík- isstjórnar, að á næstu fjárlög- um verði veitt nægilegt fé til fullra framkvæmda nefndrar fræðslulagagreinar. 13) Skólabyggingar: Skorað var á alþingi og ríkisstjórn að leggja fram fé til að bgygja þau barnaskólahús á landinu, sem í fræðslulögunum er gert ráð fyrir að byggð verði, en enn eru óbyggð. Samkvæmt laus- legri áætlun fræðslumálastjóra myndi fjárframlág í þessu skyni þurfa að nema ca. 7 millj- ón krónum. Enn fremur var skorað á fræðslumálastjóra að hlutast til um að eftirleiðis greiði ríkis- sjóður heimavistarskólabygg- ingar að % hlutum, en bygg- ingar fastra skóla utan kaup- staða að Vz leyti. Og að hafizt verði handa um byggingar þess- ar strax og byggingarefni er fyrir hendi. VI. Kosin var milliþinga- nefnd til þess að undirbúa kröf- ur stéttarinnar í launamálun- um og vinna að framgangi þeirra á< alþingi. Nefndin er þannig skipuð: Bjarni M. Jónsson Hf., Árni Þórðarason, Herváld Björnsson, GuSm. Guðmundsson, Keflavík, Hlöðver Sigurðsson. VII. Fulltrúar á þing Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja voru kosin: Sigurður Thorlacius, Arn- grímur Kristjánsson, Guðjón Guðjónsson, Árni Þórðarson, Jónas B. Jónsson, Pálmi Jósefs- son, Guðm. Guðmundsson, Keflavík, Viktoría Guðmunds- dóttir. VII j Þingslií fóru fram fimmtudagskv. 3. þ. m., uppi í Skíðaskála, þar sem fulltrúarnir voru staddir í boði bæjarstjórn- ar Rvíkur. , ;J ’JU Napoleon Framh. af 5 s.íðu. dauflega: „Annað áleit Mr. Pitt.“ Svo hélt hann áfram að útlista það, hvernig hann hefði ætlað að koma til Lundúna: Ekki sem ,sigurvegari, heldur sem frelsari. Hins vegar hélt hann því fram, að innrásina hefði hann aldrei ætlað að framkvæma öðru vísi en í sam- bandi við uppreisn á Englandi. Annars hefði hann aldrei lagt af stað. Menn geta ráðið því, hvort þeir trúa þessu eða ekki, en það var staðreynd, að innrásar- hættan ógnaði Englandi og vofði yfir, og henni var mætt með því hugrekki, sem Betar eru kunnir að í síðustu orrust- unni, sem háð var í þeirri styxj- öld, orrustunni við Waterloo, og þetta nafn er notað til þess að tákna vonsvik og ósigur stór- mennskugeggjaðra einræðis- herra. Félagsmál á íslandi er mikil bók og vönduð, yfir 300 blað- síður í stóru broti. Er þar sam- an kominn ótrúlega mikill fróð leikur um félagsmál og félags- málalöggjöf okkar, sem enginn hefir átt aðgang að fyrr á ein- um stað. Mun bók þessi sóma sér vel við hlið tilsvarandi handböka, sem áður eru komn- ar út um þessi mál hjá frænd- þjóðum okkar á Norðurlönd- um. En það er viðurkennt um allan heim, að Norðurlanda- þjóðirnar séu lengst á veg komn ar í félagsmálalöggjöf af öllum þjóðum. Efni bókarinnar er flokkað niður og hafa margir þekktir fræðimenn og rithöfundar rit- að í bókina um einstök atriði þess. Ritstjórinn, Jón Blöndal, hef- ir skrifað inngangsritgerð um félagsmál og félagsmálalög- gjöf, ennfremur um útgjöld hins opinbera til félagsmála, um mannfjölda, atvinnu- og tekjU- skiptingu þjóðarinnar, um framfærslukostnað og vísitölu ásamt Ásgeiri Torfasyni, um at- vinnuleysismál, um byggingar- mál alþýðu í bæjunum og ásamt Haraldi Guðmundssyni um al- þýðutryggingar. Sverrir Kristjánsson hefir skrifað um vinnuvernd, Jónas Guðmundsson um fátækra- framfærslu, Símon Jóh. Ág- ústsson um barnavernd, Skúli Þórðarson um félög verka- manna og atvinnurekenda, Guðmundur I. Guðmundsson um deilur verkamanna og at- vinnurekenda og Steingrímur Steinþórsson um byggingarmál alþýðu í sveitum. Ein ritgerðin, sem átti upp- runalega að vera í þessari bók, um heilbrigðismál á íslandi, eftir Vilmund Jónsson, er fyrir nokkru komin út sérprentuð eins og kunnugt er, og var því hætt við að taka hana upp í þetta rit. Bók þessi mun verða gerð að nánara umtalsefni hér í blað- inu innan skamms, en í þetta sinn þykir rétt, að birta lesend- unum formála Stefáns Jóh. Stefánssonar, sem átti frum- kvæðið að útgáfu bókarinnar, því að í honum felst greinar- gerð hgeði fyrir tilefni hennar og ætlunarverki. Fer formálinn hér á. eftir: ,,í flestum löndum hafa fé- lagsmálefhi og félagsmálalög- gjöf orðið hvort tveggja í senn, mikilsverður þáttur í opinber- um aðgerðum og stjórnmálum og um leið eins konar sérstök fræðigrein. Félagsmál skipta því mjög alla þá, er við opin- ber mál fást, samtímis því, sem þau eru merkilegt rannsóknar- efni fyrir þá menn, er hafa á- huga fyrir eða finna hjá sér köllun til þess að rannsaka þjóðfélagsmálefni og benda á ráð til þess að bæta úr mann- félagslegum misfellum. Það er því ekki að undra, þó að um mál þessi hafi verið mikið rit- að bæði hvað snertir þróun þeirra, reynslu þá, er fengizt hefir af löggjöf og opinberum framkvæmdum, og hvað gera eigi og gera þurfi í þessum efn- um. Um þessi málefni hafa víða um lönd verið ritaðar bækur og ritgerðir og sérstök tímarit gefin út eingöngu eða aðallega um félagsmálefni. Söguleg yf- irlit og skýrslur hafa verið um þau skráð og leiðarvísar og skýringar fyrir þá menn, er um þessi mál þurfa sérstaklega að fjalla. Þær þjóðir, sem okkur eru kunnastar og við fáum einna mest lært af í þessum efnum, eru Norðurlöndin. Þar hafa fé- lagsmálefni og félagsmálalög- gjöf tekið einna mestum fram- förum og þroska síðastliðinn mannsaldur. Þar hafa á síðari árum verið skrifuð og gefin út yfirlitsrit (handbækur) um félagsmálefni (Social Haandbög_ er). Rit þessi hafa verið næsta hauðsynleg fyrir alla þá menn, er áhuga hafa fyrir þessum málum, bæði opinbera stárfs- menn ríkis og sveitarfélaga, stjórnmálamenn og fræðimenn. En ekki hvað sízt hefir Vinnu- málasambandið (International Labour Organization) og Vinnumálaskrifstofan (Inter- national Labour Office), sem stofnuð voru í sambandi við Þjóðabandalagið, miklu orkað á um það að safna skýrslum um þessi merkilegu mál um heim allan og gefa út fræðirit um þau. Hér á landi hefir tiltölulega lítið verið ritað um fél^gsmál- efni, qg aldrei gerð tilraun til þess að draga saman í eitt rit þróun og ástand þessara mál- efna a íslandi. Ekki er það þó l'yrir þá sök, að áhuga- og að- gerðarleysi hafi ríkt almennt í þessum málefnum. Saga síð- ustií 20 ara er einmitt næsta viðburðarík í þessum efnum, jafnvel svo, að segja má, að á Þriðjudagur 8. september 1942. 2 sendisveinar éskast Á. v. á. fbðð Mig vantar íbúð strax. Þrennt í heimili. Þórður Þorsteinsson c/o Alþýðublaðinu Sími 4900 þessu tímabili hafi skapazt lög- gjöf og framkvæmdir, er marka tímamót í þróun félags- mála hér á landi. Það þótti því fullkomlega tímabært að gefa út heildairit um þessi málefni, ekki sízt eft- ir það, að stofnað var í fyrsta sinn á íslandi sérstakt félags- málaráðuneyti, og það ráðuneyti, hafði einmitt sérstaka ástæðu til þess að láta slíka útgáfu til sín taka. Það varð því að ráði að semja og gefa út rit það, er hér liggur fyrir. Fól ráðuneytið Jóni Blöndal hagfræðing að annast um ritstjórn bókarinn- ar, og hefir hann leyst það verk af hendi með prýði. Hann hefir í samráði við félagsmála- ráðuneytið fengið ýmsa sér- fróða menh til þess að rita um vissa þætti félagsmálefnanna, eins og bók þessi ber með sér. Kann ráðuneytið öllum þess- um mönnum beztu þakkir fyrir. störf þeirra. í fyrsta kafla bókarinnar birtist sérstök ritgerð, eftir Jón Blöndal, um félagsmál og félagsmálalöggjöf almennt. Eru hugtökin þar skilgreind og þró- un þessara- mála lýst í almenn- um dráttum, svo að ekki þarf við að bæta. Er þár á það bent með skýrum rökum, að félags- málalöggjöfin sé hvort tveggja í senn, hagræn og menningar-r auki. Og til viðbótar því, sem höfundur ritgerðarinnar . segir sjálfur og tilgreinir eftir C. V. Bramsnæs ,má bæta við orð- um þriðja hagíræðingsins, Sví- ans Gustav Steffens, er kallaði félagsmálalöggjöfina mann- bætandi. Yfir dyrum hinnar glæsilegu hallar Vinnumálaskrifstofunn- ar í Genéve stendur skýrum dráttum letruð latneska setn- ingin: Si vis pacem, cole justitiam, er að efni til mætti þýða þann- ig: Ef annt þú friðinum, þá iðk- aðu réttlæti. í þessum orðum felast mikil sannindi, sem sérstaklega má tengja við framkvæmd félags- málefnanna. Á meðan félags- legt réttlæti ríkir ékki, fæst enginn friður innan þjóðfé- lagsins. Og sá friður á ekki heldur að fást, fyrr en það rétt læti er tryggt“. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.