Alþýðublaðið - 13.09.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.09.1942, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Simnudagfur 13. september 1942 R$i sindentagarðnr- ídr kominn nndir þak NÝI STÚDENTAGARÐUK- INN er nú kominn undir þak og hélt byggingamefndin þeim, sem unnið hafa að bygg- Ingxmni, boð í gærkveldi. Allt verður gert, sem unnt er, til þess að hraða því að stúdentagarðurinn verði full- gerður og íbúðarfær. Samningarlliafa tek- izt ð flnsavík. Q AMNINGAR hafa nú tek- O izt milli Verkamannafél. Húsavíkur og atvinnurekenda þar um breytingar á kaupi og kjörum verkamanna. Samkvæmt hinum nýju samningum fá verkamenn við- urkenndan 8 stunda vinnudag, en kaupið er nokkru lægra en víðast hvar annars staðar á landinu: kr. 1,90 í almennri dagvinnu og 2,30 í skipavinnu. Eftirvinna verður greidd með 50% álagi og nætur- og helgi- dagavinna með 100% álagi. Herstfórnín neitar að semja við verkalýðssamtðkin um kaupið! ----—..—r • Hefir sett taxta fyrir alla, sem hjá henni vinna og á hann að gilda alisstaðar. s TJÓRN AMERÍKSKA SETULIÐSINS hefir nú tekið tekið afstöðu til deilna þeirra, sem komu upp fyrir skömmu milli hennar og íslenzkra verkamanna, sem unnið hafa hjá henni, hæði hér í Reykjavík og utan Reykjavíkur, til dæmis á Akureyri, Eins og kunnugt er vildi setuliðs- stjórnin ekki viðurkenna hinn samningshundna taxta verka- lýðsfélaganna hvorki á Ákureyri né hér. Verkamennirnir á Akureyri hurfu þá þegar úr vinnunni, en Dagsbrúnar- verkamennirnir hafa unnið til þessa fyrir sama kaup og gilti áður en Dagsbrún samdi við. atvinnurekendur. Alþýðusam- band íslands hefir farið með mál verkamanna á Akureyri en Dagshrún með mál veírkamanna hér. í gær barst svo þessum aðilum bréf frá Bonesteel hershcif- ingja, þar sem hann tilkynnir að herstjórnin hafi samið taxta fyr- ir alla íslenzka menn, sem vinna hjá henni. Nær haUn til margra starfsgreina og á að gilda um allt land. Jafnframt tilkynnir hers- höfðinginn að herstjórnin hafi ekki samið við neitt verkalýðs- félag eða félagssamtök um þetta mál og hafi ekki í hyggju að gera það. Er bersýnilegt, að þetta á að þýða það, að herstjórnin neit- ar að semja við vérkalýðssamtökin um málið, að hun hefir samið taxta sinn ein og að hún ætlar að framfylgja honxun. Verkalýðurifln á fkranesi sem- ur um 61,5 prósent kauphækkun. Samið var samtimiss um kaap verkamanna og vea*kakveiiaa« ----------------...... . Fylflt aigerlega tillögum Aipíðusambandsms. I gærkveldi voru undir- um. Dagvinnan var áður greidd ritaðir samningar milli Verkalýðsfélags Akraness og atvinnurekenda. Verkalýðsfélagið lagði til grunvallar fyrir kröfum sínum bréf það, sem Alþýðusamband íslands sendi verkalýðsfélögun- um um land allt fyrir nokkru og gera verkalýðsféjlögín það alls staðar. Þetta bréf fjallaði aðallega um það, að samræma bæri kaupgjaldið um land allt- — og hefir það þau áhrif, að kaupið hækkar nokkuð mis- mufnandi eftir stöðunjum, þar sem kaupið var mismunandi hátt áður. V erkalýðsf élag Akraness fékk kröfur sínar fram. Kaupið hækkar yfirleitt hjá verkamönnum og verkakonum um 61,5% og er þetta stærsti sigur í samningum, sem verka- lýðurinn á Akranesi hefir unn- ið. Samkvæmt samningunum verður kaup verkamanna í al- mennri dagvinnu kr. 2,10, 50% hærra í eftirvinnu og 100% hærra í nætur- og helgidaga- vinnu. í skipavinnu verður borgað kr. 2.75. Þá fengu verkamenn og við- urkenndan 8 stunda vinnudag. Samningar, sem Verkalýðs- félagið gerði um leið um kaup verkakvenna, ákveða kr. 1,50 um tímann og sömu hækkun í eftirvinnu og nætur- og helgi- dagavinnu og hjá verkamönn- með 92 aurum um tímann. . Vinna við fiskþurkun og í síld hækkar að sama skapi. Auk þessa fékkst ákvæði um 6 daga fullt kaup, ef viðkom- andi slasast við vinnuna, sum- arleyfi, eins og önnur verka- lýðsfélög hafa fengið o. s. frv. Fullkomin eining ríkti meðal meðlima verkalýðsfélaganna meðan á samningunum stóð og er verkafólkið mjög ánægt með þá. WaltersheppniÐ helst í dag. smú-Á Itimm. Með leik milli Valslog Fram W4LTERSKEPPNIN hefst í dag með leik milli Fram og Vals. Keppnin hefst stundvíslega klukkan 5. Þetta verður án efa mjög spennandi kappleikur. í fyrsta lagi eigast við í dag aðalkeppi- nautarnir frá Reykjavíkurmót- inu og íslandsmótinu og í öðru lagi fylgja þau ákvæði þessu móti, að það félag sem tapar leik, fellur úr og getur ekki keppt í fleiri leikjum. Prentarar! Muní<5 fundinn í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu kl. 2 í dag. Taxti þessi er í ýmsum at- riðum verri fyrir verkamenn hér en samningar Dagsbrúnar við atvinnurekendur ákveða. Samkvæmt honum verður tímakaupið í almennri dag- vinnu kr. 2,32, en verkamenn fá ekki greitt fyrir kaffitíma og ekki fyrir ferðir til vinnu og frá henni. Þá hefir taxti verið settur fyrir bormenn og grjótvinnumenn: kr. 2,48. — Skipavinna verður greidd með kr. 2,64 í stað kr. 2,10, eins og Dagsbrún samdi um. Verka- menn, sem vinna fagvinnu eiga að fá kr. 3,04 um tímann, en taxti Dagsbrúnar er kr. 2,90, en í koks, kola, salt og sem- entsvinnu fá verkamenn kr. 2,75. Þá áskilur setuliðsstjórn- in sér rétt til að láta dagvinn- una fara fram á tímabilinu frá kl. 6 að morgni til kl. 6 að kvöldi. Kaup í eftir-, nætur- og helgidagavinnu verður borgað í líku hlutfalli við dagvinnu- kaupið og nú gildir. Gert er ráð fyrir 8 stunda vinnudegi og tveimur eftirvinnutímum. Taxtinn neitar að fallast á nema 6 daga sumarleyfi og setuliðsstjórnin afnemur marga helgidaga: 2. í jólum, nýársdag, skírdag, uppstigningardag, 1. sumardag, 2. í páskum, 2. í hvítasunnu, 17. júní og 1. des- ember, en tveir síðast töldu dagarnir eru nú hér í Rvík að hálfu leyti frídagar, en algerir frídagar úti á landi. Alþýðusambandið mun í dag snúa sér til verkamanna á Ak- ureyri og víðar viðvíkjandi þessu og Dagsbrúnarmenn halda fund í dag kl. 3 í Iðnó til þess að ræða þennan taxta, sem herstjórnin hefir sett, án þess að tala um það við sam- tökin. Hér á eftir fer hinn nýi taxti, sem herstjórnin hefir gefið út: 1. Aðeins ein grunnlaun verða í gildi fyrir hverja starfsgrein ög gilda þau fyrir alla staði á Islandi. Grunnlaun fyrir tímavinnu verða sem hér segir: Tölurnar eru: Dagvinna. Eft- irvinna. Sunnudagavinna. Þvottakonur 1,44 2,64 2,64 Saumak. og dr. 2,00 2,08 2,40 Vkm. og matsv. 2,32 3,44 4,32 Borm. og stein- brjótar 2,48 3,60 4,48 Sprengimenn, vélamenn og skipav.m. 2,64 3,96 5,22 Múrarar, trésmiðir, yfirmat- sveinar, málarar, pípulagn- ingarmenn, kola- koks-, salt- og sementsvm. 3,04 4,36 6,08 Rafmagnsmenn 3,00 4,64 6,18 Járnsmiðir 3,33 5,15 6,88 Ketilhreinsunarmenn og lemp- arar 4,00 5,92 7,44 Verkstjórnar: 50 aurar á klukkustund til viðbótar grunn launum. Aðalverkstjórnar: Kr. 1,00 á klukkustund til viðbótar grunn launum. Sérhver viðbótarlaun verða ákveðin af verkamálaskrif- stofunni. 2. Ekki skal greitt fyrir neina kaffitíma, matartíma eða hvíldartíma. Tímakaup, er greiðist, skal nefnt „raun’ueru- leg“ laun og skulu þau vera jöfn grunnlaunum að viðbættri dýrtíðarvísitölunni eins og hún er auglýst áf Hagstofu íslands fyrir Reykjavík; þau skulu vera útreiknuð sem nákvæm- ast. Greitt skal aðeins fyrir raunverulega vinnu á staðnum. Laun skulu ekki breytast vegna dýrtíðarvísitölunnar — nema einu sinni í mánuði. a) Laun fyrir dagvinnutíma skulu greidd fyrir fyrstu átta (8) klukkustundirnar, er séu raunverulega unnar milli kl. 6 f. h. og kl. 6 e. h., eða fyrir það hlutfall, er gerir átta (8) sýslumaður látioD BjörgvJin vigfússon, fyrrum sýsliun. Rangæ- inga ,Iézt að heimili sínu, Efra Hvoli, í gærmorgun. Fuiltrúafnndor verka lýðsféiaganna á Vest í dag. Umræðuefni: Samræmings íkaupgjaldsins. V ERKALÝÐSFÉLÖGIN í landsfjórðungunum hafa fylgt þeirri ráðleggingu Alþýðusamhandsins um sam- eiginlega fundi fulltrúa þeirra til að ræða sameigin- legar kröfur um hreytt launa kjör og samræmingu kaup- gjaldsins. í dag koma saman á Núpi í Dýraf. fulltrúar allra verka- lýðsfélaga í Vestfirðingafjórð- ungi, en þau eru 12 að tölu og verður þar rætt um samræm- ingu kaupgjalds allra verka- manna í fjórðungnum. Mun fundurinn standa að eins í dag. Flest munu félögin vera búin að athuga aðstæður sínar og semja tillögur til að bera fram við atvinnurekendur, en gert er ráð fyrir að þessar tillögur verði samræmdar á fundinum á i dag. Fyrir nokkru komu fulltrúar verkalýðsfélaganna í Austfirð- ingafjórðungi saman á fund á Eskifirði og var þar rætt um samræmingu kaupgjaldsins í þessum fjórðungi á grundvelli bréfs ■ Alþýðusambandsins. Aðeins eitt félag í Austfirð- ingafjórðungi hefir lokið við samninga við atvinnurekendur, Verkalýðsfélag Norðfjarðar og fékk það kröfum sínum fram- gengt... stunda raunverulega vinnu á einum degi; sé gert ráð fyrir„ (Frh. á 7. síðu.) FramboAsfrestar fram- leiidir tii lanardags. , -»■—- Framboð Alpýðuflokksins i Rvík. rætt á fundi í fulltrúaráði flokksins í kvöld. FRAMBOÐSFRESTUR til alþingiskosninganna, sem fram eiga að fara 18. og 19. október næstkomadi átti að vera útrunninn á miðvikudaginn kemur. En nú mun hann hafa verið framlengdur til næstkomandi laugardags. í þessari viku munu því öll framboð koma, bæði hér í Reykja- vík og utan Reykjavíkur. Framboð Alþýðuflokksins við alþingiskosningarnar hér í Reykjavík verður rætt á fundi sem Fulltrúaráð Alþýðuflokksins heldur annað kvöld í alþýðuhúsinu Iðnó og á sameiginlegum fundi flokks- félaganna: Alþýðuflokksfélags- ins, Félags ungra jafnaðar- manna, Kvenfélags Alþýðu- flokksins og Stúdentafélags Al- þýðuflokksins, sem haldinn verður á þriðjudagskvöld, — einnig í Iðnó. Fulltrúar í Fulltrúaráðinu eru beðnir að fjölmenna á fundinn annað kvöld og eins eru flokksfélagarnir beðnir að fjölmenna á hinn sameiginlega fund félaganna á þriðjudags- kvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.