Alþýðublaðið - 13.09.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.09.1942, Blaðsíða 5
Stuuuulagur 13. september 1942 ALÞYÐUBLAÐIÐ Lesið Hugsið Ræðið Tillðgur AlpýdnBokkslns um lausn vandamálanna. .... :Samþykktar af stjórn, þingmonnum og frambjóðendum Aiþýðuflokksins á sameiginlegum funtíi í Rvík. SHEFÁiN JÓH. STEFÁNSSON skýrði frá því í grein, sem birtist hér í blaðinu í fyrradág, að atjóm Alþýðuflokksins, þingmenn hans og aðrir frambjóðendur við síðustu kosningar, svo og ýmsir trúnaðarmenn flokksins, hefðu á fundi sínum í síð- ari hluta ágiistmánaðar, sem þá var skýrt frá hér í blaðinu, samþykkt tillögur um lausn hinna mest að- kallandi vandamála í atvinnu- og fjárhagsmálum . þjóðarinnar, svo og um þær félagslegar umbætur -og skipulagsbreytingar, sem fundurinn taldi, að ibrýna nauðsyn bæri til að gera og hægt væri að gera í allra nánustu framtíð. Stefán Jóh. Stefánsson gat þess eimiig í grein sinni, að Alþýðuflokkurinn 'hefði þegar lýst sig npeiðubúinn til þess í lok þingsins, sem nú er nýaf- staðið, að leggja fram tillögur sínar um lausn vanda- snálanna og taka upp viðræður við alla aðra flokka í sambandi við þær. Verða tillögur 'þessar nú birtar hér í blaðinu eins og boðað var í grein Stefáns Jóh. Stefánssonar. Fara tillögurnar hér á eftir: STJÓRN AHÞÝÐUFLOKKSINS, þingmenn hans og aðrir frambjóðendur við síðustu kosningar álykta, að brýna nauðsyn beri til, að hafizt verði 2»anda tafarlaust um: I. að stöðva verðbólguna óg tryggja þar með gengi íslenzku krónunnar. ! n. að girða fyrir óhóflegan stríðsgróða og auðsöfnun einstakra manna og stétta, en verja aukningu þjóðarteknanna til kjara- jöfnunar og á annan hátt til almennings- þarfa. Þegar fenginn stríðsgróði ein- staklinga og fyrirtækja sé skattlagður í sama skyni. Uí. að stuðla að því að komið verði á sann- gjörnum heildarsamningum milli at- vinnurekenda og launþega til tryggingar nauðsynlegum vinnufrið í landinu. IV. að tryggja verkamönnum, sjómönnum, bændum og launþegum eðlilega hlut- deild í aukningu þjóðarteknanna síðan ófriðurinn hófst. V. að tryggja nauðsynlega framleiðslu með því að skipuleggja vinnuaflið í landinu með samkomulagi við verkalýðssamtökin og hafa um það samvinnu við setuliðs- stjórnirnar. VI. að tryggja nauðsynlega aðflutninga til landsins og hirgðasöfnkm helztu nauð- synjavöru. VU. að gera nú þegar ráðstafanir til þess að ieysa húsnæðisvandræðin með röggsam- legum aðgerðum. TOf. að efla hvers konar félagslógar um- bætur, þar á meðal koma á 8 stunda vinnudegi, auka að öðru leyti vinnu- og Gaeilsu-vernd^ endurhæta alþýðutrygging- arnar o. s. frv. ( IX. að efla varnir gegn hættum af hernaðar- aðgerðum og gera öflugar ráðstafanir til að draga úr þeim hættum, sérstaklega fyrir æskulýðinn, sem eru samfara dvöl erlends setuliðs í landinu. ‘1 X. að styðja í hvívetna 1 fræðslu-, vísinda-, lista- og hvers konar menningarstarf- semi. Rithöfundum og listamönnum séu tryggð öruggari vinnu- og lífsskilyrði en Ihmgað til. XI. að gera rekstur og framkvæmdir hins opinhera einfaldari og fljótvirkari, meðal annars með því að fela einstökum, áhyrg- «En mönnum í stað nefnda framkvæmdir JþýðingarmikíIIa mála, í samræmi við al- raenna yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar eða sérstakar ákvarðanir hennar. Allar fastar opinberar stöður og embætti séu auglýst og veitingxun hagað eftir fyrir- fram ákveðnum og sjálfum sér samkvæm- um reglum. XII. að gera ráðstafanir til að undirbúa ný- skipun atvinnuháttanna að ófriðnum loknum til tryggingar sem mestum jöfn- uði í lífskjörum almennings, öryggi gegn atvinnuleysi og yfirleitt réttlátara þjóð- skipulagi í öllum greinum. Að framangreindum markmiðum verði keppt með- al annars með eftirtöldum ráðstöfunum og fram- kvæmdum: 1. Sérstök sjálfstæð stofnun undir opinberri yfir- stjórn annist öll innkaup fyrir kaupmenn, kaup- félög og aðra innflytjendxu*. Stofnunin keppi að því að afhenda alla nauðsynjavöru við sem lægstu kostn- aðarverði. Stofnun þessi hafi umráð yfir öllu fáan- legu skipsrúmi í flutningaskipum til landsins, gæti þess að það nýtist sem bezt og leggi áherzlu á, að nauðsynlegustu vörur gangi fyrir um flutning. Inn- flutningux bifreiða falli undir þessa stofnun. 2. Á sama hátt sé öll útflutningsverzlun sett undir yfirstjórn einnar opinberrar stofnunar, sem starfi í nánu sambandi við in.nflutnings.stofnunina, einkum varðandi alla flutninga. 3. Skipaður sé verðlagsstjóri, er hafi sér til að- stoðar ráðgefandi verðlagsnefnd. Verðlagsstjóri á- kveði söluverð á innfluttum vörum, iðnaðarvörum og öðrum innlendum vörum en landbúnaðarafurðum (sjá síðar um þær), svo .og taxta á vinnu þeirra, er skipta beint við neytendur og samningar stéttar- félaga við atvmnurekendur ná ekki til. Verðlagsstjóri ákveði einnig verð á innlendum land'búnaðarafurð- um eftir fyrirfram ákveðinni vísitölu, er fundin sé á þann hátt, að verðlagið 19-39 sé lagt til grundvallar h að viðbættri þeirri -hækkun, að bændur fái samsvar- andi kjarabætur og launþegar, miðað við sama tíma. Við ‘þann samanburð sé tekið tillit til þeirrar at- vinnuaukningar, sem síðan hefir átt sér stað. 4. Lögð sé áherzla á að flytja til landsins eins mikið af nauðsynjavörum og skipsrúm framast leyfir, safna birgðum af þeim og dreifa um landið á hent- uga og örugga staði. 5. Tekin sé upp skömmtun á fleiri nauðsynjavör- um en hingað til, t. d. kolum og benzíni, til þess að koma í veg fyrir óhóflega eyðslu þeirra, svo sem til óþarfa aksturs bifreiða. 6. Gengi íslenzku krónunnar verði hækkað og gert jafnhátt og það var fyrir gengislögin .1939. 7. Útflutningsgjald sé lagt á þær vörur, sem seld- ar eru úr landi með stríðsgróða, og því varið til þess að halda niðri verði á nauðsynjavörum almennings og til verðjöfnunar á milli útflytjenda. 8. Tollar á nauðsýnjavörum séu afnumdir. 9. Skyldusparnaði sé komið á, en undanþegnar tekjur upp að vissu marki, er miðað sé við ómaga- fjölda. 10. Hækkun tekjuskatts á hátekjum og stríðsgróða. Bannið gegn því að leggja útsvör á þann hluta téknanna, -sem er umfram 2Ö0 þúsund krónur, sé afnumið. U.Sérstakur stríðsgróðaskattur sé lagður á eigna- aukningu umfram 75 þúsund krónur, sem orðið hefir síðan í árslok 1939. 12. Sérstakur verðhækkunarskattur sé á lagður til þess að draga úr hraski með jarðir, aðrar fast- eignir og skip. \ 13. (Hert sé mjög á éftirliti með framtölum tekna og eigna og lög sétt um inhb.eimtu tekju- og eigna- skatta af verðbréfum (vaxtaskattur af rerðbréfum). 14. Tekið sé upp nákvæmt eftirlit með því, að varasjóðir hlutafélaga séu ekki notaðir í alls konar brask óviðkomandi rekstri félaganna, og hlutafé- lagalögin og ákvæði skattalaganna um hlutafélög endurskoðuð. 15. Unnið sé að því að skipastóll landsmanna verði sem skjótast endurnýjaður og aukinn. Framlag til nýbyggingarsjóðs sé hækkað, og tryggt að hann nái tilgangi sínum. Veittir verði styrkir til smíða á nýj- um fiskibátum og hagkvæmari lán en nú til endur- nýjunar á fiskiflotanum. Meðal annars séu sérstakar reglur um afskrift báta og skipa, sem byggð eru með óeðlilega háu verði. Enn fremur verði nýjum fyrir- tækjum, er vinna úr íslenzkum afurðum, gefinn kost- ur á sérstaklega hentugum lánskjörum, j 16. Vinnuaflið í landinu sé skipulagt mcð sam- komulagi við verkalýðssamtökin til þess að tryggja sem bezta hagnýting þess við nauðsynlega fram- leiðslu og framkvæmdir, koma í veg fyrir allt of mikið aðstreymi verkafólks til einstakra staða á landinu, sem veldur húsnæðisvandræðum og skorti á vinnuafli annars staðar. Komið sé á allsherjar- vinnumíðlun og skráningu verkamanna og teknir upp samningar við hið erlenda setulið um tákmörkún vinnuafls í þjónustu þess, beint og óbeint. Vinnu- miðluuiin sé undir stjórn eins manns, sem ‘ber ábyrgð á framkvæmdum á þessu sviði gagnvart ríkisstjórn- inni. Nefnd, skipuð fulltrúum frá verkalýðssamtök- unum og atvinnuvegunum, sé vinnumiðlunarstjór- anum til ráðuneytis, auk þess sem hann kveður íil aðstoðar fulltrúa frá félögum atvinnurekenda og verkamanna. 17. Lögð sé megináherzla á að koma á allsherjar- samningum rnn kaup og kjör launþega, og sé við þá samninga höfð hliðsjón af þeirri aukningu þjóðar- teknanna, sem átt hefir sér stað síðan stríðið hófst. Sérstök áherzla sé lögð á að samræma kaupgjald víðs vegar á landinu og hækka kaup hinna lægst launuðu. 18. Lögfestur sé 8 stunda vinnudagur, þar sem því verður við komið, og ákvæði sett um, hvað telja beri eftirvinnu og 'hvað nætur- og helgidagavinnu. 19. Sett sé löggjöf um orlof vinnandi fólks, \ 20. Heildarlöggjöf sé sett um vinnuvernd, meðal annars með ákvæðum um lengingu hvíldartíma sjó- manna, fullkomnari reglur um eftirlit með verk- smiðjum og vélum og aðbúnað á hvers konar vinnu- stöðum, hvíldartíma unglinga og orlof kvenna frá síörfum með fullum launum fyrir og eftir barnsburð. 21. Öflugar ráðstafanir séu þegar gerðar til þess að ráða fram úr húsnæðisvandræðunum, meðal ann- ars með skömmtun húsnæðis og byggingu nýrra verkamannabústaða. Öllu fáanlegu byggingarefni sé ráðstafað af hinu opinbera og stöðvaðar byggingar „lúxus‘-íbúða og annarra bygginga, sem þola bið. Ef-tirlit sé haft með því, að menn hafi viðunandi húsnæði og aðbúð, þar sem þeir stunda vinnu utan heimasveitar sinnar. Skipulögð sé aðstoð við eigendur húsa, þar sem auka má húsnæði með viðbyggingum og öðrum aðgerðum á skjótari og ódýrari hátt en þegar um nýbyggingar frá grunni er áð ræða. 22. Löggjöfin um alþýðutryggingar verði endur- skoðuð og fullkomnuð: slysabætur hækkaðar og gerð- ar víðtækari, sjúkratryggingarnar endurbættar, t. d. með því að láta trygginguna greiða fyrir tannlækning ar og hluta af útfararkostnaði, ellilaun og örorkúbæt- ur hækkaðar og settar ákveðnar úthlutunarreglur þar að lútandi. Aukinn kostnaður við þetta skiptist milli ríkis, sveitarfélags og Lífeyrissjóðs íslands. Sér- Þyggúigar starfsmanna einstakra stofnana séu sam- einaðar Lífeyrissjóði íslands sem viðbótartiygging- ar við aímenna lífeyristryggingu. Stofnaður sé einn lífeyrissjóður fyrir alia opinbera starfsmemi meB fTnmh, & 9. sáðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.