Alþýðublaðið - 19.09.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.09.1942, Blaðsíða 6
ALÞYPUBLAÐIÐ Laugardagur 19. si ;fi©mber 1S42 Félagsdómur. V. SHIPAUTCERÐ Esja fer kl, 12 að hádegi í dag HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. þá útkoman? Áframhaldandi flótti.“ Og sem sagt: Nú er Árni frá Múla einnig flúinn. * A6 endingu minnist Árni frá Múla ofurlítið 'á formann Sjálf- stæðisflokksins. Þar segir: ,,Þegar forustuskipti urðu í Sjálfstæðisflokknum voru mena að vega í huga sér, hvor farsælli mundi reynast, sá sem fór, eða hinn sem við tók. Það var ekki heiglum hent að setjast í sæti þess manns, sem stofnað hafði flokkinn og stjórnað frá öndverðu. Menn bjuggust ekki við því, að Ólafur Thors yrði neitt réttlátari eða mál- efnalegri en fyrirrennari hans. En þáð var bót í máli, að hann var svo „fjandi klókur“. Nú hafa menn nótið klókinda þessa manns æði lengi, og alltaf fer honum fram. Undir bæjarstjórnarkosningarn- ar í vetur var hann nógu klókur að berja fram gerðardóminn. Og nú undir kosningarnar skelllir hann afurðahækkuninni á. Menn eiga að kunna að meta svona hug- ulsemi.“ ' ,< Og svo ætlaði Ólafur Thors ekki einu sinni að láta Árna frá Múla hafa sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík! Fraxnh. af 4. síðu. stjórn Verkalýðsfélagsins í hend ur 8. febr. s. 1. og var afgreidd samdægurs til félagsfundar. Á inntökubeiðninni var ritað „Undirritaðir félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akureyrar mæla með ofanritaðri inntöku- beiðni“, og undir það hafði einn félagsmaður ritað nafn sitt. í heilan mánuð hafði þessi þrifa- snáði gengið á biðilsbuxunum á milli félagsmanna í Verklýðs- félagi Akueyrar og beðið þá al veita sér brautargengi inn í félagið, en fengið aðeins einn mann til slíkrar liðveizlu, sem þó lét sig vanta á fund félags- ins þegar inntökubeiðni Stein- gríms var afgreidd þar, svo ger- samlega voru allir félagsmenn í Verklýðsfélagi Akureyrar sammála um að ekki gæti komið til mála að maður þessi yrði tekinn inn í félagið, að þessum eina manni undanskildum, sem ritaði nafn sitt á inntöknþeiðni hans, en lét sig þó vanta á fund félagsins til að styðja hann þar. Steingrímur Aðalsteinsson lagði fram fyrir félagsdóm, sem sönnun fyrir dugnaði sínúm sem verkamanns, vottorð 2 manna hé|r á Akureyri fyrir því að hann hefði unnið hjá þeim síðari hluta ásins 1941 al- genga verkamannavinnu. Vinna þessi var unnin hjá afgreiðslu Eimskipafélags íslands hér og kaupm. Sverri Ragnas. Auk þess sýna skýrslur, sem berast Vinnumiðlunarskrifst. hér að maður þessi hafði unnið hjá Kaupfélagi Eyfirðinga lítils- háttar. Þessi vinna Steingríms nam alls: Hjá afgreiðslu Eim- skipafélags íslands kr. 659,16, Sverri Ragnars kr. 69,68, Kaup- félagi Eyfirðinga kr. 75,33. Sam- tals k. 804,17. , Til Vinn’umiðlunarskrifstof- unnar berast allar skýrslur um vinnu verkamanna í bænum, en hún tók til starfa í des. 1934. Engar aðrar skýrslur hafa borizt Vinnumiðlunarskrifstof- mini hér til þessa dags um vinnu sem Steingrímur Aðal- steinsson hafi unnið samkvæmt taxta Verkalýðsfélags Akur- eyrar, frá því hún byrjaði að starfa fyrir nálega átta árum, og nemur þá þessi verkamanna- vinna Steingr. 32 dagsv. síð- ustu 8 árin, eða sem næst 4 dagsverk á ári, miðað við það kaup sem greitt var við þá vinnu sem hann vann haustið 1941. Að þessum upplýsingum fengnum er bezt að láta fjór- menningana í Félagsdómi tala, þá sem dæmt hafa þennan „verkamann" inn í Verkalýðs- félag Akureyrar. í forsendum dómsins stend- ur: „Mál þetta er höfðað hér fyrir dómi með stefnu 13. apríl s. 1. af Steingrími Aðalsteins- syni verkamanni á Akureyri“. (Leturbr. hér). Sá maður er verkamaður í augum fjórmenninganna í fé- lagsdómi, sem vinnur að meðal- tali 4 daga á ári það sem talizt getur verkamannavinna, og fyrir þá 4- dagsverkavinnu á ári dæma þeir Steingr. Aðal- steinssyni titilinn „verkamað- úr.“ Tilkynning. Stórskotaliðsæfingar munu fara fram á bann- svæðinu við Keflavík miðvikudaginn 23. sept. 1942 og hvern þriðjudag þar á eftir. S s s s s s s s * $ s \ N s 5 s I \ f Arðvænlegt atvinnnfyrirtæki í Árnessýslu er til sölu nú þegar. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. ÓLAFUR ÞORGRÍMSSON hæstaréttarmálaflutningsmaður, Austurstræti 14. Orðsending til húseigenda í Hafnarfirði. Húseigendum í Hafnarfirði er hér með bent á, að óheimilt er lögum samkvæmt, að leigja öðrum en heimiíisföstum innanhéraðsmönrium íbúðarhúsnæði. Vegna húsnæðiseklu í bænum verður haft strangt eftirlit með, að ekki sé út af brugðið. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. 18. sept. 1942. í ísl. máli eru önnur nöfn til yfir þá tegund manna, sem koma sér hjá sómasamlegum störfum rúmlegá 98 daga af hverjum 100 virkum dögum æv- innar. Nöfnin á þeim piltum eru letingjar, vesælmenni, hengil- mænur, götuslæpingjar, þeir sem þvælast aðgerðaL á götum bæjanna lengstan tíma ævinn- ar. Steingrímur Matthíasson læknir bjó eitt sinn til nýyrði yfir þessa tegulnd manna og nefndi þá „Cígarettubuxna- vasahengilmænur. ‘ ‘ Heiðvir t verkafólk hefir andstygð á þess- um lýð og hleypir honum ekki inn í félagsskip sinn. Það ber meiri virðingu fyrir vinnu þeirri, sem það lifir af og stund ar, en að það vilji saurga fé- lagsskap sinn með návist slíkra manna. Þeir piltar geta haft félagsskap út af fyrir sig, sem hæfir afköstum þeirra í nytja- störfum þjóðfélagsins. Slíkir menn eiga engan rétt á því að ganga undir því virðulega nafni verkamaður. Þeir .einir heita verkamenn, sem vinna verka- mannastörf, sem aðalstarf, hafa af þeim lífsframfæri sitt og sinna. Kaupmenn myndu ekki telja þann mann hæfan í slík- um félagsskap, sem ræki verzl- un að meðaltali 4 daga á ári, svo n-efnt sé dæmi. Eins myhdi fara um félagsskap lögfr. ef ein- hver, sem bögglaðist við mála- færslu af álíka vesalmennsku og hér hefi verið lýst, leitaði húsaskjóls á vegum hans, Fé- lagsskapur þeirra, sem og annarra starfandi manna myndi vísa slíkum „Leppalúða“ á dyr aði húsa, og er Óþarfi að rekja ófeiminn, hvar sem hann leit- þessi dæmi lengra, fyrir les- endur blaðsins. Með því sem sagt hefir verið hér að framan eru sönnur á það færðar, hversu rakalaus þvætt- ingur það er sem frá er skýrt í forsendum þessa kynduga dóms, og tilfærð eru með þess- um orðum: ,)Lífsviðurværis kveðst stefnandinn (það er Steingrímur Aðalsteinsson) afla sér með allskonar verka- mannavinnu“. Er hægt að sví- virða nokkurn dómstól með herfilegri lygi en þessari, þeg- ar athugað er það sem sagt hefir verið hér að framan, en á þessu góðgæti gæðir Steingr. Félagsdómi um leið og hann skríður undir vanga hans og bið- ur ásjár og svo er að sjá sem fjórmenningarnir í Félagsdómi smjatti á þessu með góðri lvst og byggi dóm sinn á því. Á þeirri vinnu sem hér hefir verið lýst og nemur 800 krónum segist maður þessi hafa lifað síðstliðin 8 ár, eða sem næst 100 krónum á ári. Menn hér þekkja vinnu þessa pilts. Hann hefir verið ritstjóri, afgreiðslu- maður og útsendari blaðs komm únistanna hér á Akureyri og erindreki útlendrar einræðis- stefnu og tekið laun sín fyrir það, enda sést að pilturinn hefir haft tekjur af öðru en því sem vinnubrögðin hafa fæt hon- um í bú, Væri það ekki myndi hann fyrir löngu hordauður. Málfærslumaður Steingríms Aðalsteinssonar er ekki nálægt því eins frjór af rökum fyrir því að honum beri réttur til þess að vera dæmdur inn í Verkalýðsfélag Akureyrar eins og dómendurnir sjálfir í Fé- lagsdómi, sem urðu honum þar að liði. Þar sem röksemdir mála færslumannsins þrjóta, taka dómendurnir við og reka mál- ið fyrir Steingr. af mikilli hug- prýði. Enda verður þeirri hugs- un tæplega varizt, að þeir muni vanari einhliða málfærslu en al- hliða dómum. Það verður ekki séð á þeim tilvitnunum, sem tilgreindar eru í forsendum dómsins, að málfærslumaður Steingríms hafi fundið það út. að sami mað- ur þyrfti að vera í mörgum verkalýðsfélögum samtímis, og ætti rétt á því, en fjórmenning- arnir í Félagsdómi bjarga hon- um algerlega út úr þeirri yfir- sjón. Þeir segja: „Og þó stéttarfélög séu fleiri en eitt í sömu starfsgrein getur það skipt einstaka verkamenn miklu að geta verið í fleiru en einU þeirra“. Það verður ekki misskilið að menn þessir ætlazt til að sami maður geti verið í svo mörgum stéttarfélögum í sömu starfs- grein, sem honum sjálfum þókn ast, án nokkurs tillits til vilja hlutaðeigandi félaga, og dugi til þess aðeins ímyndun og tilgátnr hvort nokkur þörf er á því vegna hagsmuna mannsins. Dómur þessara manna ber þetta ótvírætt með sér. Fróðlegt væri að fá svar frá fjórmenningun- um í Félagsdómi við þeirri spurningu hyprt það væri regla í lýðræðisþjóðféíagi að vilji einstaklingsins ráði pfir vilja fjöldans, og hvort lög úyn stétt- arfélög og vinnudeilui- gefa þeim rétt til að túlka ,anda þeirra á þá lund. Steingr. Aðalsteinsson gat ekki fært neinar sönnur á það að það hefði á nokkurn hátt skért möguleika hans til vinnu að honum hafði verið neitað um innöngu í Verkalýðsfélag Akueyrar, öll þau ár sem það hefir starfað, eða í full 9 ár, en málfærslumenn hans í Fé- lagsdómi verða ekki ráðalausir fyrir það. Þeir segja: „Réttur verkafólks samkv. 2. gr. laga nr. 80/1938, til inngöngu í stéttarfélög er álmennur réttur, sem verður ekki bundinn því skilyrði að umsækj.andi hafi beinlínis fjárhagslegra hags- muna að gæta t. d. vegna samn- inga viðkomandi félags við at- vinnurekendur, á þvíi augna- bliki, sem hann sækir um inn- göngu“ Eins og sjá má á þess- ari málfærslu fjórmenninganna í Félagsdómi skortir ekki um- hyggju þeirra fyrir þeim ein- staklingum sem stéttarfélögin af gildum og góðum ástæðum neita um inngöngu í þau af því þeir uppfylla ekki þau skilyrði, sem skapazt hafa af reynslu félaganna á undangengnum 40 árum, sem þau hafa starfað í landinu, og styðst einnig við útlenda reynslu, sem er eldri starfssemi félaganna hér í landi. Það er engin smáræðis þægindi fyrir málsaðila að eiga svona igóða ta|smenn máli sfnui. til framdráttar í sjálfum dómnum, þar sem málsvörnum verður ekki viðkomið, eftir að mál- færslu er lokið fyrir dómnum. Hvað skildu það vera margir menn í landinu, sem nú eru utan stéttafélaganna, en gætu sam- kvæmt hugsanagangi f jórmenn- inganna í Félagsdómi gert kröfu til þess að komast inn í félögin þegar nægilegt er að vinna 4 daga á ári verkamánna- vinnu, og aðeins þarf ímynnað- ar líkur fyrir því að maðúrinh kunni einhvern tíma á ævinni að hafa hagsmuni af því að vera í slíkum félagsskap. Einn stærsti atvinnuekandinn á Akureyri sagði við undirritaðan er hann frétti um dóm þessara manna, sem hér hefir verið gerður að umtalsefni: „Ég vinn verka- verkamannavinnu miklu meira en fjóra daga á ári svo þið getið tekið mig inn í félagið.11 Maður sem var með stærstu útgerðar- mönnum hér á Akureyri fyrir nokkrum árum, með fjölda verkafólks í vinnu, er nú kom- inn í hóp verkamannanna. Hann vann einnig verkamanna vinnu samtímis atvinnurekstrin um mörg dagsverk árlega. Af framansögðu hefði maður þessi að sjálfsögðu fengið sig dæmdan inn í félagsskap þeirra manna, sem voru launþegar hjá honum, hefðu þessir vitru menn í Fé- lagsdómi verið ráðandi þá. En sama aðstaðan er fyrir hendi enn í dag nálega alstaðar þar sem einhver atvinnurekstur er rekinn. Hvernig lízt verkafólk- inu í landinu á fjórmenningana í Félagsdómi, sem nú standa iheð „sverð réttlætisins“, yfir höfði þess, og beita því eins og hér hefir verið lýst? Niðurlag á morgun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.