Alþýðublaðið - 22.09.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.09.1942, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐEÐ Þriðjudagur 22. september 1942 f*++0++++++++*h+++++++++++++++++++*+1h*++9^^ Prentaraverkfall frá og með 1. okt? Allsherjaratkvæðagreiðsla um vinnu stöðvun stendur yfir í H. í. P. ALLSHERJAR ATKVÆBAGREH»SLA stendur yfir i Prentarfélaginu um heimild til vinnustöðvunar í öll- um prentsmiðjum frá og með fyrsta október næst komandi. í gær munu prentarar hafa sagt upp samningum við | prentsmiðjueigendur. Hinn 14. þessa mánaðar sendi stjórn Prentarafélagsins bréf til atvinnurékenda með tillögum um * breytingar á kaupi og kjörum prentara, er samþykktar voru j! á félagsfundi þann 13. þ. m. Samningaumleitanir standa yfir milli aðila, og vonandi | tekst samkomulag, svo að ekki komi til prentaraverkfalls' J; öðru sinni á þessu ári. En prentararnir munu hins vegar j! vera ákveðnir í því að halda fast við köfur sínar. - J; Fyrirframkosninpr tll pinp byrja á moqin. ;------- < Alþýðuflokksmenn! Gleymið ekki áð neyta atkvæðisréttar ykkar. . Yf YRIRFRAMKOSNINGAR ¦"¦ munu hefjast á morgun. Veitur á afar miklu að allir kjósendur Alþýðuflokksins, sean heima eiga hér í bænum og eins þeir, sem dvelja hér í bænum, en eiga heima áti á iandi, og ekki telja líklegt að þeir yerði heima hjá sér á kjördegi, kjósi hér og sendi sáðan atkvæði sín á réítan stað. Alþýðuflokkurinn væntir þess, að hver kjósandi hans geri skyldu sína, og kjósi nú þegar. í>að er ekkert betra að geyma það. Kjósendum ber að kjósa fram bjóðanda eða frambjóðendur, þar sem flokkurinn hefir menn í kjöri. En annars landlista flokksins. Listi flokksins hér í Reykjavík er A-listi og land- listi flokksiíis er einnig A-listi. Fyrirframkosningar hér fara fram hjá lögmanni. Allir liðsmenn Alþýðuflokks- ins eru beðnir að starfa að sigri flokksins yið kosningarnar. Andstæðingarnir munu gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að hefta framgang Alþýðu- flokksins. Þeir munu ekkert spara, hvorki fé né róg, til að ná'þeim tilgangi sínum. Alþýðuflokksmenn munu svara því á viðeigandi hátt: með auknu starfi og brennandi áhuga fyrir hugsjónum flokks- ins og máléfnum hans. Kosningaskrif- stofa AIpýðiH- opno K>SNINGASKRIFSTOFA ALÞÝBUFLOKKSINS verður opnuð í Alþýðiihús- inu við Hverfisgötu í dag. Skrifstofan er í tveimur déildum. Á annarri hæð eru veittar upplýsingar um kjör- skrá og fyrirframkosningar bæði Reykvíkinga og utan- bæjarfólks. Sú skrifstofa er opin kl. 10—12 og 1—7 og hefir síma 2931. A efstu hæð eru upplýs ingar fyrir starfslið Alþýðu- flokksins. Sú skrifstofa er opin kl. 10—12 og 3—7 og hefir síma 5020. Alþýðu- flokksmenn ættu að mæta ^þar sem fyrst og hefja ötult starf fyrir A-listann. Atkvæðagreiðsla meðal togarasjómanna innan Sjó mannafélágs Reykjavíkur og Hafn arfjarðar um heimild til vinnu- stöðvtmar hefst í dag (þriðjudag) ,kl. 10 í skrifstofum félaganna og stendur til kl. 22. Stendur hún einnig á miðvikudag a sama tíma og er þá lokið. Sjómenn eru beðn- xr að mæta á jþessum tíma og kjóea, Jþvi að kosningin stendur að- eins yíir í þessa tvo daga. \ Griskt skip i straid- Hefir verið tekjð á lelga til Driggja mánaða. O KIPAÚTGERÐ ríkisins hef ^ . ir tekið á leigu lítið grískt skip og ætlar að hafa það í strandsiglingum hér við land. Skip þetta átti að koma hing- að í júlí, en*vegna viðgerðar hef ir för þess hingað dregizt nokk- uð. Skipið er aðeins 200 tonn að stærð. Það hefir verið tekið á leigu til þriggja mánaða fyrst um sinn. Sjémenn fordæma rógkomm" nnista um Sigurjón Á. Ólafsson Fjolmennur Sjómannafélagsfundur veitir komm- únistum ráðningu fyrir árásir þeirra og illmælgL P JÖLMENNUR FUNDUR í Sjómannafélagi Reykjavík- ¦¦¦'¦ . ur, sem haldinn var í Iðnó í gærkvöldi, fordæmdi harð- lega og í einu hljóði hinar ómaklegu árásir Þjóðviljans og kommúnista á hinn vinsæla og þrautreynda formann Sjó- mannafélagsins, Sigurjón Á. Ólafsson. En kommúnistar hafa gert sér mikið far um að rægja Sigurjón undanfarið. Þótt veður væri slæmt í gær- , um samningaumleitanir togara- kveldi létu sjómenn það ekki . aftra sér frá því að koma á fund í félagi sínu. Á fundinum kom fram svohljóðandi tillaga frá nokkrum togarasjómönnum: „Út af ummælum í dagblað- inu Þjóðviljanum 19. sept. s. 1., þar sem- blaðið fullyrðir, að sjómenn og aðrir vdrkamenn treysti ekki Sigurjóni A. Olafs- syni til þess að fara með mál- efni sín og samninga, vill fund- ur í [Sjómannafélag)l Reykja- víkur haldinn 21. sept. 1942, harðlega mótmæla þessum um- mælum sem tilhæfulausri ill- mælgi, en samþykkir að votta honum fyllsta traust og þakk- læti fyrir framsýna forystu og sigursæla baráttu fyrir mál- efnum sjómannastéttarinnar óg alls verkalýðs í landinu." Tillaga þessi var samþykkt í einu hljóði og risu fundarmenn úr sætum sínum til þess að hylla formann sinn og votta honum traust sitt. Ummæli þau, sem sjómenn hafa hér með fordæmt, eru með al annars þessi, sem stóðu í Þjóðviljanum á laugardaginn: „Hvernig stendur á því, að sjómennirnir treysta ekki Sig- urjóni Ólafssyni til þess að fara skammlaust með samninga fyr- ir sig. Og hvernig er hagur hins hnarreista bróðurfélags Dags- brúnar, Sjómannafélags Reykja víkur, undir forystu þessa en- demis forseta verkalýðssamtak- anna? Staðreynd er staðreynd og verður ekki dulin með prent- svertu Alþýðublaðsins. Stað- reynd er það, að verkalýðurinn treystir Sigurjóni Ólafssyni ekki til að fara með málefni sín. Og það stoðar ekkert, þótt Al- þýðublaðið reyni að verða rót- tækt fyrir. kosningar". Það er ekki nema makleg ráðning, sem sjómenn hafa veitt sorpblaði kommúnista fyr ir þessi og önnur eihs ummæli. Rægitungur kommúnista þurfa ,ekki að--gera sér neinar týlli- vonir um það, að traustasti og stéttvísasti hluti verkalýðsins yfirgefi öruggustu foringja sína þótt þær sletti á þá auri og sví- virðingum. Sigurjón Á. Ólafs- son stendur að minnsta kosti alveg jafnréttur eftir þessa mis- heppnuðu ofsóknarherferð Þjóð viljans gegn honum. Kýjarsáttaamleitanir í togaradeilDDDi. Stjórn Sjómannafélagsins gaf á fundinum í gœrkveldi skýrslu sjómanna og útgerðarmanna, sem upp úr slitnaði á laugar- dagskvöldið. Samþykkti fund- urinn eftir þá skýrslu að láta fara fram allsherjaratkvæða- greiðslu meðal togarasjómanna um heimild til vinnustöðvunar. Sama ákvörðun var tekin á fundi í Sjómannafélagi Hafnar- fjarðar einnig í gærkveldi. Fregnir bárust hinsvegar - blaðinu seint í gærkveldi, að ekki væri enn með öllu von- laust um samkomulag. Sátta- nefndin hefði kvatt aðila á sinn fund enn á ný kl. 11 f. h. í dag. Beoedikt Mobssoo %ar rððlnn íþrótte- rððnoantar lilknr, BÆJARRÁB samþykkti á fundi sínum á föstudags- kvöld að ráða Benedikt Jakobs- son sem íþróttaráðunaut Reykjavíkurbæjar. i Verksvið íþróttaráðunauts verður fyrst og fremst skipu- lagning íþróttamála bæjarins, svo sem umbætur íþróttavall- 'anna. Enn fremurgerir hann til- lögur um ný íþróttasvæði, sund- laugar og íþróttahús, t. d. fyrir. skóla og leikvelli í sambandi við þá. Þá athugi hann líka á hverjum tíma þörf íþróttafélag- anna fyrir velli. Bærinn vill að sjálfsögðu hafa eftirlit með íþróttastarf- semi í skólum, sem njóta styrks frá bæjarfélaginu, og heyrir það eftirlit þá auðvitað undir ráðu- nautinn. Benedikt Jakobsson er þjóð- kúnnur maður fyrir afskipti sín af íþróttmálum. Hann hefir verið íþróttakennari hér í bæn- um samfleytt frá 1931, en þá hafði hann nýlega lokið íþrótta- kennaraprófi í Stokkhólmi. Á þessum ellef u árum hef ir hann farið fimm sinnum utan, bæði til þess að kynna sér íþrótta- mál og eins sem fararstjóri í- þróttaf lokka. í þessum utanferð- um hef ir Benedikt f jórum sinn- um setið alþjóðaþing iþrótta- kennara. Síðan 1938 hefir hann gert tillögur um umbætur á í- þr.völlunum til vallarstjórna og imá gera ráð fyrir, að hann snúi sér einna fyrst að þerm málum. Er ekki að efa, að í þetta nýja ráðuriautsstarf bæj- arins hefir valizt vel hæfur og áhugasamur maður, og er þess því að vænta, að hér sé um framfaraspor að ræða í íþrótta- málum ibæjarins. Sjálfstæðisfiokkor- inn raðar Stefðni i Fagraskógi á iand- lista. ALLIR FLOKKAR, að flokki Þjóðveldismamia undan- teknum haf a nú lagt fram landslista við kosningarnar 18. og 19. október. Eru þeir allir óraðaðir, að landslista Sjálf> stæðisflokksins undan teknum, jþarj er Stefáni Stefánssyni f Fagraskógi, sem er í kjftri £ Eyjafjarðarsýslu raðað efstum á landlistanum, en að öðru leyti er óraðað á listann. Stefán Stefánsson í Fagra- skógi gekk í Sjálfstæðisflokk- inn eins og kunnugt er fyrir kosningarnar í sumar og var þá í kjöri fyrir flokkinn í Eyja- , f jarðarsýslu en féll t við kosn- ingarnar. Hafði hann áður verið landkjörinn þingmaður Bænda- flokksitis. Á nú bersýnilega að tryggja honum sæti á þingi svo að ekki verði með sanni sagt, að hann hafi skaðazt á því að ganga úr Bændaflokkn- um og í Sjálfstæðisflokkinn. Walterskeppnip: Úrslit milli ¥els og K.R. á snnnadag, ASUNNUDAGINN fórfram annar kappleikur Wált- erskeppninnar. Áttust þá við K. R. og Víkingur. Úrslit urðu þau að K. R. vann með einu marki gegn engu. Leikurinn var að allra dómi skemmtilegur og fjörugur, þó að veður hamlaði nokkuð. Úrslitakappleikurinn í Walt- erskeppninni verður á sunnu- daginn kemur og verður hann háður milli Vals og K. R. . Valur vann þessa keppni í fyrra, en nú mun K. R. hafa fullan hug á að vinna hana Qg þar með síðasta mót ársins; Slátur er nú lækkað í verði SLÁTRID hefir nú verið lækkað niður í kr. 7£0, eða um kr. 2,50. Verði á mör hefir líka verið lækkað úr 8 krónum í kr. 6,50. Aðalsauðfjárslátrun er nú háfin og er farið að senda slát- ur heim á heimilín, en þó ekki minna en 5 í einu. Til dagsins í gær hafði veri|5 slátrað nokkuð á annað þusund sauðfjár.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.