Tíminn - 02.10.1963, Síða 15
MINNING
Haukur Eiríksson
blaðamaður
Fjölþættur, hljómfagur strengur
er brostinn. En ljúfsár ómur titrar
í vitund þeirra, sem kynntust þeim
góða dreng, sem kvaddur er í dag.
Haukur Eiríksson, blaðamaður,
var fæddur hinn 30. ágúst 1930
að Ási á Þelamörk, einkasonur
bjónanna Laufeyjar Haraldsdótt-
ur, sem látin er fyrir nokkrum ár-
um, og Eiríks Stefánssonar, kenn-
ara. Dvalaist Haukur um skeið í
bernsku á Húsavík, en fiuttist með
foreldrum sínum til Akureyrar
13 ára að aldri. Stúdentsprófi lauk
hann frá Menntaskólanum á Akur-
eyri vorið 1950. Næsta haust hóf
hann íslenzkunám við Háskóla ís-
landi, en hvarf um vorið aftur
heim til Akureyrar, þar sem hann
gegndi skrifstofustörfum td vors-
ins 1956. Það ár kom hann hingað
suður til Reykjavíkur og réðst til
Morgunblaðsins, en þar starfaði
hann til dauðadags. Hafði hann þá
um nokkurt skeið kennt meins
þess, sem að lokum dró hann til
dauða.
Kvæntur var Haukur bekkjar-
systur sinni, Þórnýju Þórarins-
dóttur, og eignuðust þau fjögur
börn í ástríku hjónabandi.
Karlmennska og góðar gáfur
voru meginþættir í skapgerð
Hauks Eirikssonar.
Karlmennska hans kemur ef til
vill gleggst fram í æðruleysi hans
gagnvart hinum þungbæru veik-
indum. Þar megnaði dauðinn einn
að buga hann.
Gáfur hans birtust í margvís-
legum myndum. Hann var alla
tíð námsmaður mað afbrigðum,
og átti öllum öðrum auðveldar
með nám. Hvert það verkefni,
rem honum var trúað fyrir, leysti
liann af höndum af sinni frábæru
smekkvísi og hagleik, og skaplyndi
bans gerði hann að eftirsóttum fé-
laga og samstarfsmanni.
Listgáfa var honum í blóð bor-
in, og átti tónlistin þar ef til vill
mest í honum. Unni hann tónlist-
inni mjög. lék prýðisvel á hljóð-
færi og heigaði sig söngnámi um
sfceið, enda gæddur prýðilegri
söngrödd. Þá var hann gæddur
snilldarpenna, og var ekki aðeins,
að hann skrifaði forkunnarfagra
rithönd, heldur birtist og hugsun
hans þegar á skólaárunum í hug-
ijúfum kvæðum. En þessa skáld-
gáfu sína þroskaði hann mjög
síðar, og gefa mörg^ kvæða hans
írá síð'ari árum ótvírætt til kynna,
að stórbrotið skáld hefur fallið
ineð honum.
Otaldir eru þá þeir eiginleikar,
sem vinurn hans verða hugstæð-
astir, vinfesta hans og glaðværð.
Jafnan var hann kátastur í hópi
kátra, og því var hann vinsæll og
dáður.
Horfni vinur.
Vinátta þín og ótal ánægju-
stundir með þér líða seint úr
minni. Þrettán ára gamlir sett-
umst við, hlið við hlið, á sama
sKÓlabekk. Samfylgd þín, sem nú
er nýlokið héma megin grafar,
var alltof stutt, en hver stund
hennar óblandin ánægja. Innileg-
ustu þakkir og fyrirbænir fylgja
þér á vegferð þinni inn í dauðans
ríki, þar sem þú átt góða hehn-
von.
Eða óraði þig sjálfan ekki fyrir
því, hvernig fara myndi, er þú
sagðir á skólaárunum í lok kvæðis
þins um haustnóttina:
„Fagra háustnótt, huga minn þú
seiðir;
Hugljúf þrá mér líður brjósti frá.
Eg veit, að þína huliðsblæju
breiðir.
Þú bráðum yfir mig sem kaldan
ná.
En sama ér mér,.þótt heimsips
- .. (jegiyjialir * ' ,
ef haustnótt slík æ ríkir guði hjá.“-
Hinn einlægi samhugur á heim-
ili hins látna byggðist fýrst og
íremst á ástríki og skilningi. Inni-
legasti samúðarhugur allra, er
hcnum kynntust, er hjá eftirlif.
andi eiginkonu hans, elskulegum
börnum þeirra og öldruðum föð-
ur hans. Almáttugur guð gefi
þeim styrk til að láta hugljúfar
endurminningarnar um góðan
cireng eyða sorgarskýjunum á þess-
ari reynslustund.
Baldur Hólmgeirsson
keppnina Landsliðið okkar hefur
þegar hafið æfingar undir stjórn
Karls Benediktssonar. Karl þjálf-
ar einnig unglingalandsliðið, en
það tekur þátt í Norðurlanda-
móti unglinga í Svíþjóð.
Þegar líða tekur á keppnistíma-
bilið, hugsa ÍR-ingar til utanfarar
og endurgjalda heimsókn þá, sem
þeir eiga von á — og fara til
Tékkóslóvakíu. Þetta skeður með
vorinu, og þá eiga Víkingar von á
erlendu liði hingað upp, en ekk-
ert hefur veripj ákveðið með það
enn þá.
Þá má að lokum get'a þess, að
NorðurlandamóÞ kvenna í útihand-
knattleik verður haldið hér í
Reykjavík á næsta sumri.
Þetta voru þankar í st'órum
dráttum um það sem skeður í
handknattleiksheiminum. Margt
fleira verður upp á teningunum
og um það verður getið síðar.
'ÓLABÆKUR
Framhalu af 16. siðu.
af hvað mestri eftirvæntingu, bæk-
u' Laxness og Davíðs Stefánsson-
ar Bók Halldórs Kiljan Laxness
refnist „Skáldatími" og er endur-
mmningar skáldsins í mjög óvenju
'egu formi. Mælt mál“ nefnist bók
Davíðs Stefánssonar, og skrifar
hann þar um menn, atburði og
fk-ira.
Séra Sigurður Stefánsson, vígslu
biskup á Möðruvöllum. skrifar
„Ætvisögu Jóns Þorlákssonar á
Bægisá“. Annað bindi af ævisögu
Hannesar Hafstein, ráðherra, er
ritað af Kristjáni Albertssyni. Bók
um Matthías Jochumsson, sem
Davíð Stefánsson hefur tekið sam-
an, hefur að geyma greinar um
Matthías, sem ýmsir þjóðkunnir
vnenn hafa skrifað, þ. á. m. Davíð
sjálfur. ,,Á völtum fótum“ nefn-
igt ævisaga Árna Jakobssonar, sem
Þérir Friðgeirsson, hefur tekið
saihán. „Ævisaga de Gaulle“ er
skrifuð af Þorsteini Thorarensen,
biaðamanni. „Afreksmenn" er safn
ævisagna, drauma og dulrænna
fyrirbæra eftir Jónas Þorbergsson.
„Steingrímur Thorsteinsson, ævi
hans og verk“ er samin af Hann-
esi Péturssyni. Annað bindi af
ævisögu Þorláks O. Johnsen „Úr
heimsborg í Grjótaþorpi” kftir
Lúðvík Kristjánsson. „Dætur fjall-
konunnar" er æviminningar
tveggja kvenna, sem Hugrún skrif
;r. Ævisaga Beethovens eftir Eric
Valentínus er þýdd af Jóni Þór-
arinssymi. „Eg minrlrt þeirra"
eru endurminningar Magnúsar
Magnússonar, fyrrverandi ritstjóra
Storms. „Endurminningar fjall-
göngumanns“ er éftir Þórð Guð-
johnsen, lækni í Rönne. Árni Óla
ritar bókina „Erill og ferill blaða
manns um hálfa öld við Morgun-
blaðið“, og hann skrifár einnig
fjórðu bók sína um Reykjavík,
..Horft á Reykjavík“. Minningar
Margrétar frá Öxnafelli „Skyggna
konan“. kemur út í 2. bindi. „Af-
reksmenn“ eftir Jónas Þorbergs-
son er safn ævisagna, drauma og
dulrænna fyrirbaéra. Þá hefur Jó-
hann Eiriksson skráð ættartölu
Vigfúsar Árnasonar lögréttu-
manns.
Viðtalsbækurnar eru enn vin-
sælar, en þó færri en í fyrra.
„Undir fönn“ er æviminningar
austfirzkrar konu í samtalsformi,
s.tm Jónss Árnason hefur skrifað.
Stefán Jónsson, fréttamaður, skrif
ár veraldarsögu Péturs Hoffmann,
sem nefnist ,,Þér að segja“. Sig-
urður Hreiðar, blaðamaður skrifar
ferðaminningar Rikka í Höfnum,
„Alltaf má fá annað skip“. „í
straumkastinu" heitir bók eftir
Vilhjálm S. Vilhjálmsson, en þar
hirtast 33 viðtöl við útvegsmenn
og sjómenn. Þá er ein aflamanna-
bók, sem nokkrir rithöfundar hafa
samið eftir að hafa ferðazt með
kunnum aflamönhum og skrifað
viðtöl við þá.
Ljóðabækur verða fáar í ár, eins
og undanfarið. Guðmundur Böðv-
arson gefur út nýja ljóðahók.
. Rejse uden löfte“ er ljóðasafn
á dönsku eftir Steih Steinarr, sem
Poul P. M. Pedersen hefur þýtt og
sbíifað formála fyrír. Þá kemur
úl vísnakver eftir Kristján Ólafs-
tun frá Húsavík og enn fremur
2. bindi af rímnasafni Sigurðar
Breiðfjörð, Númarímur, sem Svein
björn Beinteinsson hefur tekið
saman.
Af íslenzkum skáldsögum má
npfna „Land og synir“ eftir
Icdriða G. Þorsteinsson. „Eigi má
s.Köpum renna“ eftir Árna Jóns-
son. amtsbókavörð, „Vonglaðir
veiðimenn* gamansaga eftir Ósk-
ar Aðalstein, „Segðu engum“ eft-
ir Hönnu Kristjónsdóttur, „Eigi
ná sköþum renna“ eftir Elinborgu
í.árusdóttuf, „Mýllusteihnihn" eft
ir Jakob Jónasson, „Húsið“ eftir
Guðmund Daníelsson, „Brúnu aug
un“ eftir ónefndan höfund. .,Þræll
húSsins" eftir Ásgeir Jóhssón,
„Saklausa dúfan" eftir Má Kristj-
ánsson o. fl Gísli J. Ástþórsson
sendir frá sér smásagnasafn í létt-
im dúr.
Listaverkabækur verða a. m. k.
tvær að þessr. sinni, „Norræn
æyndlist“ en frá henni hefur áð-
uj verið sagt hér í blaðinu, og
„Málverkabók Gunnlaugs Blön-
dals“, sem verið hefur í smíðum í
fjögur ár. í þeirri bók eru bæði
liimyndir og svart-hvítar myndir,
n'ik þess æviágrip listamannsins.
Af fræðibókhm má nefna „ís-
lenzk orðabók handa skólum og
almenningi", sem Árni Böðvars-
snn, cand. mag. hefur einkum unn
ið að „Bókmenntasaga Austfirð-
inga“ eftir Stefán Einarsson, pró-
fessor, „ísrael“, sem er sjöunda
bókin í flokknum ,,Lönd og þjóð-
ir“, þýðandi Sigurður A. Magnús-
ron „Villiblóm í litum“, skrifuð
af Ingimar Óskarssynþ grasafræð-
i.igi, „Hraðreikningur“ eftir þýzk-
rússneskan mann, Tralctenberg og
leks skal getið „The Third Stage
iii the Creation of Human Langu-
age, eftir dr. Alexander Jóhann-
esson, sem kemur út á ensku í
rniög takmörkuðu upplagi. „Stað'ir
og stundir" nefnist nýtt safn rit-
gerða eftir dr. Einar Ólaf Sveins-
son.
Þá má nefna nýtt lögfræðinga-
tal, sem kemur út fyrir jólin,
samantekin af Agnari Klemenz
Jónssyni, ráðuneytisstjóra. Síðar
í vetur er von á læknatali.
Þýddar bækur eru að venju
margar, og eru helztar þeirra „Brú
in á Drínu“ í þýðingu séra Sveins
Vikings eftir Ivo Andric, „Dular-
fulli Kanadamað'urinn“ eftir Mont-
gomary Hyde, þýdd af Hersteini
Pálssyni, „Sóí dauðans" eítir
Prevelakis, þýdd af Sigurði A.
Magnússyni, „Hlébarðinn" eftir
G'useppe di Lampedusa í þýðingu
Tómasar Guðmundssonar og „Dul-
árheimar manns" eftir Harald
Sehelderup, þýdd af Gylfa Ás-
mundssyni og Þór Jakobssyni.
PRESTUR FLYTUR
Framhald af 1. síðu.
arsson, sagði í dag, að Skálholt
hefði verið lögfest prestssetur
árið 1952, og hefði alltaf verið til
þess ætl'azt, að prestur flyttist
þangað, þegar aðstroður leyfðu.
Nú hefur kirkjuráð ákveðið, að
lir þessu skuli verða í haust, og
hafa nauðsynlégar breytingar ver
ið gerðar á prestshúsinu.
Sagði biskupinn, að prestshjón
in hefðu fallizt á að gera þetta,
enda væri ólíkt skemmtilegra, að
prestur sæti 'í Skálholti. Hins veg
ar væri prestshúsið aðeins til
bráðabirgða, og yrði að byggja
nýtt prestsetur á staðnum áður
en langt um liði.
Séra Guðmundur hefur verið
prestur á Torfastöðum frá því
j.955, en þangað var hann vígður
eftir að hann lauk námi.
KORNIÐ
Framhald af 1. síðu.
Klemenz á Sámstöðum lætur nú
skera korn sitt, en blaðið náði ekki
til hans í dag. Verið er að þreskja
í Gunnarsholti, en þar náðist heldur
ekki í menn, sem gátu sagt til um
uppskerumagnið. Frá uppskeru á
Skógasandi hefur þegar verið sagt.
FLOGIÐ YFIR . . .
Framhald af 8. síðn.
þeim hóp eru tvær stúlkur, þær
Sigurlaug Markúsdóttir úr
Skagafirði og Sigurbjörg Stef-
ánsdóttir frá Steiná. Þær voru
einnig í göngunum í fyrri viku
og létu sér hvergi bregða. Við
flugum út yfir Svartárdal, en
vorum það snemma á ferðinni.
að lestin var ekki lögð af stað.
Lítið sýndist okkur að mokað
hefði verið úr Stafnsrétt, eins
og fyrirhugað hafð'i verið, og
var töluverð fönn í henni.
Vonandi helzt bjart og stillt
veður á meðan gangnamettn
eru áð ná skepnunum niður af
heiðinni, og í veðri eins og í
dag, er vandalaust að smala.
Og fallegt var þarna norður á
heiðinni, þótt hún væri eins
og jökull yfir að líta. Verði
veðrið og birtan slík næstu
daga, munu þessar snjógöngur
verða mönnum ógleymanlegar
fyrir margra hluta sakir.
RISASKJALDBAKA
Framhald af 1. síðu.
Sjaldgæft er, að skjaldbökur af
þessari tegund villist svona langt
norður í höf, en þó kemur það fyr-
ir Fyrir nokkrum árum fannst
ein við strönd Noregs, að því er
pinnur Guðmundsson dýrafræð-
ingur sagði, og árið 1948 fannst
önnur í sænska skerjagarðinum.
Annars er heimili skjaldbakanna
í mun heitari höfum, og þola þær
ekki kuldann hér á norðurhveli
jarðar. og hefur Steingrímsfjarðar
skjaldbakan því líklega dáið úr
kulda.
AÐ HAUSTNÓTTUM
Framhajd at 9 síðuj
af þeim byrgðum. En frá þeim
viðskipum þarf að ganga áður
en sláturtíð er l'okið. Þau sveitar
félög, sem hafa of lítinn fóður-
forða handa því búfé, sem bænd
jur vilja setja á og telja sér
brýna nauðsyn að eiga, ættu hið
allra fyrsta að snúa sér til Gísla
Kristjánssonar í Búnaðarfélagi
fslands, láta hann vita hve mik-
ið fóðurmagn þá vanhagar um
um spyrjast fyrir um hvort hann
hafi nokkur ráð með að útvega
það fóður/ Enda þótt Búnaðarfé-
lag íslands reyni að aðstoða
bændur í þessu efni og hafi full
trúa til eftirlits með forðagæzlu,
þá kemur það að litlum notum
nema einlæg samvinna sé ann-
ars vegar á milli forráðamanna
sveitarfélaganna (þ.e. hrepps-
nefndanna) og Búnaðarfélagsins
og hins vegar að hreppsnefndir
láti forðagæzluna fara fram lög
um samkvæmt og starf forða-
gæzlumannanna, ábendingar
þeirra og tillögur sé tekið alvar
lega. Allt kák í þessum efnum
er gagnslaust.
Að lokum þetta: Bændur góð-
ir! Treystið ekki um of á aðra
en sjálfa ykkur. Hver og einn
ykkar á að hafa vaðið fyrir neð-
an sig og setja varlega á vetur.
Það er betra að eiga minna bú
í fullu öryggi og arðsamt, en
stærra bú og arðminna eða í
hættu vegna fóðurskorts. Þeir,
sem þurfa að fækka fénaði í
haust, skulu fyrst ganga nærri
göml'u ánum, því þáer eru í senn
fóðurþungar og oft arðlitlar. í
öðru lagi er ekki rétt að setja
á mörg lömb ef fóðurbyrgðir eru
litlar. Hikið ekki heldur við að
slátra gölluðum eða lélegum
kúm. Það er oft búhnykkur að
losa sig við slikar skepnur á
haustnóttum. Hrossabændur sem
ekki hafið mikl'ar fóðurbyrgðir,
fækkið þið gömlu hrossunum í
haust. Bændur, verið ekki hrædd
ir við heyfirningar, þær eru ykk
ar bézta eign og veita ykkur
meira öryggi en nokkuð annað
í búskapnum.
Útaf öfugu megin
BÓ-Reykjavík, 1. okt.
Um kl. 2 í nótt valt bíli með
fjórar manneskjur innanborðs
skammt vestan við afleggjarann
heim að Jaðri. Bíllinn var á ieið
til Reykjavíkur, en fór út af hægra
meginí!) og ferðaðist 25—30 metra
utan vegar, þar til lænn lenti á
grjóti og stakkst þar eða valt. Eng-
inn meiddist þar að ráði, en bíllinn
er að sjálfsögðu töiuvert laskaður.
Jarðarför
Gunnlaugs Sigurðssonar
frá Ártúni, Kjalarnesi,
er lézt 28. sept. s.l. I Landakotsspítala, fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaglnn 4. okt. n.k. kl. 13,30.
Vandamenn.
T í M I N N, miðvikudaginn 2. október 1963. —
15