Tíminn - 10.10.1963, Blaðsíða 8
Útför Ásmundar Jónssonar skálds frá SkúfsstöSum var gerS frá sóknarklrkju feSra hans, 'Hólum I Hjalta-
dal, s.l. föstudag, aS vlSstöddu fjölmennl. Prófastur Inn, séra Björn Björnsson, jarSsöng, en kijrkjukór
Hóladómkirkju undlr stjórn FrfSbjörns Traustasonar annaSist söng. — Myndlna hér fyrlr ofan tók S. Peder-
sen er frændur Ásmundar bera kistuna úr kirkiu I klrkjugarS Hóladómkirkju.
NÁMSDVÖL I
WÍJfl
EB
BANDARIKJUM
íslenzkir aðilar hafa nú í tvö
ár tekið þátt í Cleveland-áætlun-
inni fyrir starfsmenn á sviði æsku
lýðs- og bamaverndarmála (á
ensku The Cleveland International
Program for Youth Leaders and
Scocial Workers), en þátttakend-
um frá ýmsum þjóðum er árlega
gefinn kostur á að kynna sér slíka
BLINDRA-
SKÖLINN
FÆR GJÖF
Föstudaginn 20. sept. s.l. heim-
sóttu þrjár konur úr Rebekkustúk-
unni Bergþóru Blindraskólann Bjark
argötu 8. Afhentu þær formanni
Blindravinaféiags íslands, Þorsteini
Bjarnasyni, höfðinglega gjöf til skól
ans. Er það stórt hnattlíkan upp-
hleypt. Hnötturinn er gerður i Eng-
landi og mjög vandaður. Mun hann
koma að góðum notum við landa-
fræðikennsiu, og áreiðanlega munu
margir fleiri en nemendur fara hönd
um um hann sér til fróðleiks og
skemmtunar.
Blindravinafélag íslands þakkar
þeim Rebekkusystrum innilega þessa
nytsömu og veglegu gjöf. Enn frem-
ur þakkar félagið þeim fyrir aðrar
gjafir, vináttu og skilning á vanda-
málum blinda fóliksins, sem komið
hefur fram á margan hátt í 25 ára
starfi þeirra að velferðarmálum
blindra.
AMERIKUBREF
Jón Magnússon í Seattle skrifar
bréfavini í Reykjavík hinn 1. okt.
1963:
„Enn er ég á íslandi — í anda
— slíkum áhrifum varð ég fyrlr á
ferð minni í sumar um mitt gamla
land, að það er stöðugur samanburð-
ur hjá mér á því sem áður var, og
því sem nú er orðið.
Ég skil' það nýja, en get ekki
gleymt því gamla!
Á aldamótunum var efnt til verð
lsunaveitinga fyrir'' ættjarðarkvæði.
Þá varð til hið dáða kvæði Hannesar,
þar sem meðal annars þessi orð
standa:
„Sé ég í anda knörr og vagna knúða,
krafti, sem vannst úr fossa þinna
skrúða,
stritandi vélar, starfsmenn glaða og
prúða,
stjórnfrjálsa þjóð, með verzlun eigin
búða“.
Og nú hefur þetta allt bókstaflega
rætzt.
Fjórir ungir menn voru hér á ferð
1 septembermánuði í boði Banda-
ríkjastjórnar, þeir heita: Björn Páls
son, ljósmyndari frá ísafirði; Sigmar
Sævaldsson frá Akureyri, rafvirki;
Ásgeir Sigurðsson úr Rangárvalla-
sýslu, rafvirki; Þór Withaker úr
Reykjavík; Árni Nikulásson rakari
er langafi hans.
Einnig var í heimboði hér, Jónatan
Hallvarðsson frá Skutulsey, hæsta-
réttardómari.
Enn fremur var á ferðalagi um
Vesturheim, í boði Vestur-íslend-
inga, slaghörpusnillingurinn Rögn-
valdur Sigurjónsson, sem hlaut hér
góðar móttökur. Afi hans var Mark
ús Bjarnason, sem kenndi íslending
rm að sigla og reisti í því skyni
siglutré með rám og reiða hjá gamla
stýrimannaskólanum. Þar á túninu j
liéldu Reykvíkingar sínar þjóðhátíð
ir á minni tíð; þar varð Jónatan !
Þorsteinsson fyrsti glímukóngur ís- !
lands. Þá var til einn lítill mótor- j
bátur á íslandi, sem Bjarni Þorkels- j
son smíðaði. Llka var til einn bif-
reiðargarmur, sem menn ýttu á und
an sér upp Hverfisgötuna.
Það var von að vesalings Vestur
íslendingarnir verði stóreygðir þeg-
ar þeir koma heim eftir hálfrar ald-
ar fjarveru, og sjá ekki urmul eftir
af því, sem þeir ólust upp við. —
Það eru aðeins fjallatindar sem
standa upp úr framförunum!
Jón Sigurðsson kenndi mönnum
að hugsa og greiða atkvæði um
hundrað ára tímabil, og fyrir bragð
ið varð íslenzka þjóðin frjáls, þótt
rás viðburða hafi einnig ýtt þar
undir!
Fátt er að frétta frá Seattleborg
nema að fólki fjölgar og flestir hafa
i sig og á. — Við byrjun þessa skóla
árs innrituðust tuttugu og eitt þús-
und nemendur hér í háskólann. Þar
af eru tveir frá fslandi, heitir annar
Gunnar Jónsson fiskifræðidoktor frá
Kiel. Hann er nýlega kvæntur og
bíður nú brúðar sinnar. Jón Árnason
Rangæingur, er faðir hans, nú skuid
neimtumaður í Reykjavík. Hinn
heitir Vilhjálmur Jónsson frá Reykja
vik, en langafi hans var Erlendur
Guðmundsson bóndi að Jarðlangs-
stöðum í Borgarhreppi. Eftir hon-
um man ég vel, og undrar hve kyn
sfarfsemi vestan hafs. Var kynn-
ingarstarf þetta í upphafi einung
is bundið við borgina Cleveland í
Ohio, en síðan hafa fleiri stórborg
ir gerzt aðilar að þessu merka
starfi.
Nú er hafinr. undirbúningur að
rámsdvöl útlendinga á vegum
ClP-áætlunarinnar á næsta ári,
og gefst allt að fimm íslendingum
kostur á að taka þátt í námskeið-
:.nu, sem stendur í rúma fjóra
mánuði (hefst 19. apríl og stend-
ur til 28. ágúst). Koma þeir einir
lil greina, sem eru á aldrinum
21—40 ára en umsækjendur á aldr
inum 25—35 ára verða látnir ganga
fyrir að óðru jöfnu. Þá er það
skilyrði fyrir styrkveitingu, að um
sækjendur hafi gott vald á enskri
tungu, og einnig verða þeir að hafa
starfað að æskulýðsmálum, leið-
sögn og leiðbeiningum fyrir ung-
linga eða barnaverndarmálum. —
Þeir, sem stunda skrifstofustörf
í sambandi við þessi mál, koma
ekki til greina, heldur aðeins þeir
sem eru í beinni snertingu við
börn og unglinga í daglegum störf
um sínum. Þeir, sem notið hafa
sérmenntunar í þessum efnum,
verða látnir ganga fyrir um styrk
vfitingu.
Námskeiðinu verður hagað þann
ig, að þátttakendur koma allir
saman í New York og verða þar
fyrst 3 daga tít að fræðast um
einstök atrriði námskr/ðstns og
skoða borgina, en síðan verður
mönnum skipt rriilli fjögurra borga
— Cleveland, Chicago, Minneapol-
is—St. Pau) og Philadelphia —
þar sem þeir munu sækja tvö há-
skólanámskeið, hvort á eftir öðru,
sem standa samtals í sjö vikur.
Að því búnu mun hver þátttakandi
verða um 10 vikna skeið sumar-
starfsmaður amerískrar stofnun-
ar, sem hefur æskulýðs- eða bama
vcrndarstórl á dagskrá sinni, og
munu menn þá kynnast öllum hlið
um þessara starfa vestan hafs.
Um 100 amerískar stofnanir eru
aðilar að þessum þætti náms-
dvalarinnar
Að endingu halda þátttakendur
svo til Washington, þar sem þeim
gefst kostur á að heimsækja sendi
Framhalrt á 13. síðu.
Jón Magnússon og Guðrún Jakobsdóttir Lindal
hans er í örum vexti. Vilhjálmur
hyggst að dveljast í þrjú ár sam-
fleytt og læra að gera dósamat úr
fiski, sem er mikil fræðigrein.
Engar fréttir eru það héðan að
hér er blíðviðristíð, en s.l. mánuð
var hér einmuna blíða á ströndinni
og afar heitt í Suður-Kaliforníu, svo
skaði varð á ávöxtauppskeru. Nú á
dögum er óvanaieg veðrátta kennd
atómsprengingum. Annað er það, að
þegar mikill urgur er á milli þjóða,
að þá kemur veðráttan og dustar
menn til.......!
í dag er ég 77 ára, og má sannar
lega óska mér til hamingju og vera
þakklátur fyrir það sem liðið er.
Hér er vísa um systkini Jónasar
Jónssonar móðurafa mín.s:
Jón, Ingibjörg, Jónas, Böðvar,
Gestur,
Oddný, Þórný eg sem man,
Ingveldur og Jónatan!
Oddný var móðir séra Ingvars
Nikulássonar á Skeggjastöðum við
Bakkafjörð, sonur hans er Helgi
læknir á Vífilsstöðum. Mig langaði
til að heimsækja karlinn, en gat
ekki komið því við.
Annars er ég frændmargur á ís-
jlandi, þar sem svo má næstum
heita, að allir íslendingar séu
skyldir".
T í M I N N, flmmtudaginn 10. október 1963,