Tíminn - 12.10.1963, Blaðsíða 3
í annaS sinn endar pólitískur feriil á skurðarborði
NTB-París, 11. okt.
FRANSKI rithöfundurinn
Jea,n Cocteau lézt í dag á
heimlli sínu réft sunnan vi3
París. Cocteau var áriS 1955
valinn í frönsku Akademíuna,
Cocteau varr aSeins 16 ára,
þegar hann kom fyrst fram á
sjónarsviSiS sem rithöfundur,
Hann var mjög fjðlhaefur lista
maSur, en leit fyrst og fremst
á sjálfan sig sem Ijóðskáld.
Auk þess skrifaði hann gaman
leiki og sorgarleiki, setti á
svið kvikmyndir, skrifaði
skáldsögur og ritgerðir, bjó til
balletta, myndskreytti bækur
og var þar að auki leikari. —
NTB-Bonn, 11. október.
í MORGUN gekk Konrad
Adenauer, kanzlari Vestur.
Þýzkalands, á fund Heinricho
Lubke, forseta, og lagði fram
formlega lausnarbeiðni frá
störfum. Klukkan nákvæm-
lega 12 á þriðjudaginn, 15. okt.
mun forsetinn skýra þing-
heimi frá því, að kanzlarinn
hafi látið af embætti, og verð-
ur þá lokið' 14 ára óslitnu
stjórnarstarfi hans.
Adenauer hefur lýst þvf yf-
ir, að þó aS hann láti nu af
störfum sem kanzlari, ætli
•n.
hann ekki að draga sig f hlé
frá stjórnmálastarfi. Hann hef
ur til umráSa skrifstofu I þing
inu, og þar kveðst hann munu
halda sig og ráðleggja hlnni
nýju stjórn i vandamálum
hennar.
MYNDIN er af Adenauer og
Erhard á síðasta stjórnarfundi
NTB-Belluno, 11. okt.
Enn er ekki vitiaS með vissu,
Iiversu margir liafa farizt í flóðun-
um á Ítalíu, en talið er að þeir
séu ekki færri en 2000. Nú er kom
ið í Ijós, að margir höfðu spáð því,
að þarna myndi falla skriða með
þeisn afleiðingum, sem nú eru
kommar fram, og virffást mál þetta
eiga eftir að valda stjórnmálalegu
hneyksli á Ítalíu.
Löngu áður en skriðan féll úr
fjallinu fyrir ofan Vaionte-stífluna
nöfðu menn varað við því, að
þarna myndi falla skriða, því dag
lega færð'ist jarðvegurinn fram
sem nam 40 sm. Meira að segja
hafði bæjarstjórinn í einu af þorp
unum, sem þurrkuðust út farið
fram á að mega flytja fólk og bú-
fé burtu af hættusvæðinu, en því
var engu sinnt.
Kommúnistablöðin og blöð Ný-
fasista ,sögðu í fréttum sínum í
dag, að koma hefð'i mátt í veg
fyrir þetta skelfilega slys, og blað
NTB-Helsingfors, 11. okt.
Ahti Karjalainen, forsæt'isráð-
herra, t'ilkynnti í dag, að hann
hefði gefizt upp á því að reyna
að mynda nýja stjóm í Finnlandi.
Kekkonen Finnlandsforseti kveðst
munu skýra frá afstöffu siinni til
uppgjafar Karjalainen á morgun.
Karjalainen hafði fengið það
hlutverk í hendur að mynda meiri
hlutastjórn ineð borgaraflokkun-
um og jafnaðarmönnum. Það álit
kom fram í þinginu í dag, að emb
ættismannastjórn yrði að líkind-
um lausn hinnar sex vikna stjórn-
arkreppu í Finnlandi.
Skömmi) áður en Karjalainen
tilkynnti, að hann hefði gefizt upp
á verkefni sínu, sagði hann í hópi
sænskra blaðamanna, að það hefði
verið stefna stjórnarinnar væntan
legu, sem hindrað hefði stjórnar-
myndunina. Karjalainen sagði
enn fremur, að það væri finnski
þjóðarflokkurinn, sem ætti sök á
núverandi stjórnarkreppú.
ið Unita minntist þess, að fyrir
á-i var það kært vegna ummæla
um stífluna og framkvæmdir
vegna hennar. Blaðið var þó sýkn-
að, þar eð smáskriður féllu úr
fjallinu á meðan á málaferlum
stóð.
í hinum blómlega Piavedal, sem
eitt smn var, standa nú aðeins
uppi þrjú hús, allt annað hefur
hrunið og skolazt burtu. Ekki er
enn vitað með vissu, hversu marg
ir hafa látið lífið, en björgunar-
starfið er erfitt, vegna þess að
aliir vegir hafa skolazt burtu.
Að'stoðarinnanríkisráðherra
Ífalíu, Giovannf Giraujo, sagði í
gærkvöldi, að sprengja yrði gat
í stífluna, til þess að koma í veg
fyrir annað flóð, sem vel gæti orð-
Framh á 15. síðu
gamla mannsins.
Vísnasöngkonan Piaf iátín
NTB-París, 11. október.
'HI'N FRÆGA, franska vísnasöng-
kona Edlth Piaf lézt í nótt eftir
margra ára veikindi. Frægðarferill
liennar hófst árið 1933, þegar hún
fékk fyrst tæklfæri til þess að koma
fram í næturklúbb í París, en fram
til þess tíma hafði hún sungið á
gangstéttarkaffihúsum og úti-
skemmtistöðum, heldur af lakara
taginu.
Piaf er götumál í París og þyðir
gráspör, og tók söngkonan sér þetta
nafn, eftir að hún var orðin þekkt.
Edith var dóttir loftfimleikamanns,
sem hún hafði lítið af að segja um
ævina, en hún ól'st aðallega upp á
götunni. Fimmtán ára kom hún
fyrst til Parísar, og hélt þar áfram
að syngja á lélegum kaffihúsum,
eins og hún hafði gert fram að því.
Dag nokkurn gekk þekktur kaba-
rett eigandi, Louis Leples fram hjá
þar sem hún söng, og um kvöldið
kom hún fram í einum af nætur-
klúbbum hans íklædd krumpuðu
pilsi, slitinni peysu og útjöskuðum
skóm.
Upp frá þessu jókst frægð hennar
með hverjum deginum sem leið, en
árið 1958 lenti hún í slysi, og hef-
ur heilsa hennar verið slæm, og hún
þurft að ganga undir fjölda upp-
skurða.
Fyrir skömmu varð Edith Piaf að
hætta við söngför um Bandaríkin,
og í nótt fékk hún magablæðingu,
sem ieiddi hana til dauða.
T í M-l N N, laugardaginn 12. október 1963. —
3