Tíminn - 12.10.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.10.1963, Blaðsíða 13
íbúð Fjögurra herb. íbúð við Hjarðarhaga 54, 5. hæð til hægri, til sölu. íbúðin er tii sýnis laugardag og sunnudag, kl. 4—7 e.h. VARÐBERG Kvikmyndasýning verður í Nýja Bíói í dag kl. 2. Sýndar verða tvær myndir teknar á vegum Atlantshafsbandalagsins: 1. Mynd frá Berlín 2. Ofar skýjum og neðar. Tekin í Cinemas- cope og Eastmancolour, og er með ísl. tali. Öllum er heimill ókeypis aðgangur' að sýningunni, börn þó einungis í fylgd með fullorðnum. VARÐBERG Bogaskemmur , V;: Eins og að undanförnu útvegum við frá Bretlandi ýmsar stærðir af bogaskemmum. Skemmurnar fást í ýmsum breiddum, s. s. lö, 2'l og 35 feta og lengd- um eftir óskum. Þetta eru ódýrustu byggingamar sem fáanlegar eru. VerS á skemmu 24x60 fet meS göflum ca. kr. 62,000,00 Verð á slcemmu 16x36 fet með göfium ca. kr. 26,000,00 Leitið nánari upplýsinga. GLOBUS HF ÁRNI GESTSSON Vatnsstíg 3 — Sími 17930 75 ára: Brynjólfur Haraldsson Uvaflgröfum, Daflasýsflu Þann 12. október 1888 fæddist B.’ynjólfur að höfuðbólinu Skarði á Skarðsströnd. Foreldrar hans voru hjónin Har- aldur Brynjólfsson, Jónssonar Gíslasonar frá Ormsstöðum og Septemborg Loftsdóttir, Jónssona'r í Eauðbarðaholti, kona hans Helga Helgadóttir, bónda í Rauðbarða- holti, Þorkelssonar bónda á Hömr um Sigurðssonar sýslumanns í Mýrasýslu 1731—1741, Högnason- ar, Halldórssonar prests á Ökrum á Álftanesi á Mýrum, Halldórs- sonar Marleinssonar biskups. Brynjólfur ólst upp á Manheim- um Fiakkar esi og A í hópi margra systkina í foreldrahúsum. Ungur vandist hann sveitavinnu, og telur nann fvrsta trúnaðarstarf sitt hafa verið að sitja hjá kvíaánum. Fyrr á tímum vonr það taldir mann- vænlegir unglingar, sem lögðu metnað sinn í það að skila öllum ánum í kvíar að kveldi. Svo var jafnan með Brynjólf. Frístundir sínar notaði hann til að lesa fræði bækur, því að l'ítið varð úr skóla- göngu, en það þráði hann mest í æsku. Tíma úr vetri dvaldi hann í Fremri-Langey hjá Eggert Gísla- syni og síðar hjá séra Sveini Guð- mundssyni í Skarðsstöð. Hjá þess- um tveimur öndvegismönnum fékk Brynjólfur veganesti sitt, sem varð honum bæði notasælt og drjúgt í starfi. Það er með Brynjólf eins og marga ættmenn hans, að hann er góðum gáfum gæddur, rökvís í hugsun, mælskur ágætlega, talar og ritar fagurt mál, víðlesinn, við- mótsþýður og hispurslaus. Hann sér og finnur margt, sem aðrir sjá ekki né skilja. Þessi sérstæða gáfa hefur verið honum ljós, sem hann hefur lítt flíkað en varðveitt sem auga sitt. Það lætur að líkum að maður með hæfileika Brynjólfs komst ekki hjá því að sinna ýmsum opin- berum störfum. Samferðamenn- irnir treystu honum og fólu hon- um flest þau opinber störf, sem til falia á meðan hann gaf þeim kost á. í hreppsnefnd var hann sam- fleytt í 41 ár og oddviti í 27 ár, í sýslunefnd 6 ár, í sóknarnefnd 38 ár, safnaðarfulltrúi 42 ár. Einn af stofnendum Búnaðarfélags Skarðs hrepps 1926 og formaður þess til 1961. Fulltrúi á búnaðarsambands fundum og kjörmannafundum Stéttarsambands bænda. Endur- skoðandi reikninga Kaupfélags Saurbæinga. Forðagæzlumaður í mörg ár. Umboðsmaður Bruna- bótafélags íslands í 29 ár. í stjórn Framsóknarfélags Dalasýslu í mörg ár. Barnakennari í 51 ár, jlitiö á húsbúnaðinn hjá okkur|jj| samband húsgagna framleiðenda laugavegi 26 lekkert heimili án húsbúnaðarM simi 20 9 70 ýmist fastráðinn eða heimilis- kennari. Heyrt hef ég það, að einn háskólagenginn borgari hafi sagt það um nemendur Brynjólfs, að þeir væru bezt uppfræddir þeirra nemenda, er til hans kæmu.u.r- Brynjólfur var lengi forustu- maður afskekktrar byggðar, þar sem erfitt var að komast yfir land- ið, vegir engir, straumþung vatns- föll og byggðin strjál'. Fyrij- far- sæla forustu Brynjólfs og góðan stuðning sveitunga hans, hefur björgum verið rutt úr vegi, ár brú aðar og hin strjála byggð tengd saman með bættum samgöngum, að ógieymdum símanum, sem lengi var beðið eftir. Forysta Brynjólfs var farsæl, byggð á framsýni og forsjá. Vandamálin leyst með réttsýnihins hyggná manns. Mikið af starfi hans hefur verið í annarra þágu, en þó hefur Brynjólfur jafnan unnað heimili sínu og búið góðu búi, fylgzt af áhuga með nýjung- um. og tekið tæknina í þjónustu sína tl' að rækta og byggja. Kona Brynjólfs er Ragnheiður Jónsdóttir frá Geirmundarstöð- um; myndarkona og greind vel. Þau eru gestrisin og skemmtileg heim að sækja. Byrjuðu búskap 1911 að Hvalgröfum og bjuggu þar til ársins 1947. Böm þeirra eru: Gísli, bóndi að Hvalgröfum, giftur Herborgu Hjelm. Magdalena Septemborg, gift Sæmundi Björnssyni, Reykjavík. Fóstursonur var Sveinn Jónas- son, er dó 23 ára gamall. Á þessum tímamótum óska ég Brynjólfi allra heilla, jafnframt því sem ég þakka skemmtileg kynni og mikilvirk störf í þágu sveitar og héraðs. Kvöldsólin hefur löngum skinið skært yfir Breiðafjörð, gagntekið hugi fólks og yljað inn að innstu rótum. Ósk mín er sú til hins silf- urhærða öldungs að kvöld ævi hans verði ljómað og yljað af breiðfirzkum kvöldsólargeislum. ÁB. ÁLYKTUN Framnain s.? 9 siðu ' afvopnun, skírskota til rfkisstjórna Norðurlanda að taka sem fyrst til meðferðar þær tillögur, sem kpmið hafa fram um kjarnvopnalaus beiti á öllum Norðurlöndum. Við beinum þeim eindregnu tilmælum til rikis- stjórna okkar að hafa náið samræmt norrænt samstarf á þessu sviði og vinna stöðugt að því að varðveita frið og öryggi á Norðurlöndum. Samband lýðræðissinnaðra kvenna í Danmörku. Samband lýðræðissinnaðra kvenna í Finnlandi. Menningar- og friðarsam- tök íslenzkra kvenna. Samband norskra kvenna. Samband vinstrisinnaðra kvenria í Svíþjóð. Samtökin álíta þessa ályktun ákaf- lega þýðingarmikla og með tilliti til þess að ríkisstjóm íslands hefur skrifað undir samning um takmark að bann við tilraunum með kjam- orkuvopn og þess, að við emm vopn lnus þjóð, væntum vér þess, að hún eigi almennan hljómgrunn meðal þjóðarinnar. MFÍK sendi hæstvirtri ríkisstjórn íslands eftirfarandi bréf 8. ágúst s.l.: Menningar- og friðarsamtök ís» lenzkra kvenna leyfa sér að senda hæstvirtu félagsmálaráðuneyti hjá- lagða ályktun, sem samþykkt var af konum frá Norðurlöndum, þeipi er sátu Heimsþing kvenna, er haldið var í Moskvu í júní s.l. Það er eindregið álit allra þeirra kvenna, sem að þessari ályktun standa, að kjarnorkuvopnafrítt belti hefði geysimikla þýðingu, í fyrsta lagi til þess að draga úr spennu í al'þjóðamálum og ekki síður vegna öryggis Norðurlanda. Með skírskotun til þess, að ís- land hefur alltaf verið vopnlaust land væntum vér þess, að hæstvirt ríkisstjóm ísiands veitt máli þessu stuðning og hafi um það forgöngu. AMERÍSKIR BÆNDUR (Framhald af 2. síðu). ákvörðun þar sem Rússar mega ekki vera að bíða. Kennedy hef- ur þegar beðið um álit frá utan- -íkis-, lar.dbúnaðar- og verzlun- armálaráðuneytunum, auk þess sem hann vill fá að vita, hvað ningið hetur að segja. Allt þetta getur tekið sinn tíma, svo menn nér yppta aðeins öxlum og segja „engin hveitisala, ekkert gull“. Innflieimtymenn óskasi Viljum ráða menn til innheimtustarfa strax. Æskilegt er, að viðkomandi hafi umráð yfir bifreið. Nánari upplýsingar gefur Starfsmannahald SÍS, Sambandshúsinu. STARFSMAN NAHALD T í M I N N, laugardaginn 12. október 1963. — 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.