Tíminn - 01.11.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.11.1963, Blaðsíða 1
faenzin eða diesel LANBj* ^ROVER TK-Reykjavík, 31. okt. f tilefni af hinu nýja og umdeilda frumvarpi stjórnarinnar um kaupbindingu og jafnframt, að fram er komin á Alþingi til- laga um vantraust á ríkisstjórnina, sneri Tíminn sér til Eysteins Jónssonar, formanns Framsóknarflokksins, og innti hann álits á frumvarpinu. Fer viðtalið við Eystein Jónsson hér á eftir: — Hvert er álit þitt á hinu nýja frumvarpi? — Frumvarpið um lögbindingu á öl'lu kaupgjaldi launastctt- anna og bænda er að mínum dómi bæði óviturlegt og ranglátt og jafngildir því, að ófriði sé lýst á hendur þessara stétta í stað þess að nú þurfti á allt öðru að halda og átti umfram allt að leggja áherzlu á samningaleiðina. — Framsóknarflokkurinn mun þá beita sér gegn þessu frum- varpi? — Já, flokkurinn mun beita sér eindregið gegn þessu frum- varpi, því hann telur, að nú þyrfti að einbeita sér að þvi að gera atvinnuvegum landsinanna kleyft að standa undir óhjákvæmileg- um kauphækkunum til að mæta þeirri óðadýrtíð, sem á er skollin í stað þess að velta byrðunum yfir á launafólk og bændur með því að lialda niðri með lögum kaupi þessara stétta. — Hver er afstaða Framsóknarflokksins til þeirrar tillögu um vantraust á ríkisstjórnina, sem lögð var fram á Alþingi í dag af Hannibal Valdimarssyni og fleirum? — Við teljum, að sú stjórn eigi að fara frá, sem komið hefur málefnum landsins í það öngþveiti, er við blasir nú, og sem ekk- ert hefur svo til málanna að leggja nema að halda niðri kauipi 'iaunafólks og bænda með lögum — eftir að hafa haft fjóra og hálfan mánuð síðan um kosningar til að átta sig á því hvað til bragðs skyldi taka, því að það hefur lengi verið Ijóst hvert stefndi. Framsóknarflokkurinn mun því greiða atkvæði með van- trauststillögunni, sem kom fram á Alþingi í dag. EYSTEINN JÓNSSON FRUMVARPIÐ Þessl mynd var tekln á sáttafundi hjá verzlunarmönnum í Alþingishúsinu aSfaranótt fimmtudags. Á myndlnnl eru vlnstra megin við borðið: Óskar Jónsson, Slgurður Jóhannesson. Magnús L. Sveins- son og Sverrir Hermannsson. — Hægra megin eru fulltrúar atvinnuveltenda, talið frá vlnstrl: Einar Árnason, Ingólfur Ólafsson, Hafsteinn Sigurðsson og Sigurður Magnússon. Þessar samnlngaviðræður og fleirl hefur ríklsstjórnln nú stöðvað. Ljósm.: TfMINN—KJ. TK-Reykjavik, 31. okt. í dag var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um bindingu kaupgjalds fram til áramóta og eru í frumvarpinu ákvæði um að ákvæði þessi gildi frá þeiin degi, er frumv. þetta var lagt fram á Alþingi — eða frá og með deginum í dag. Virðist það ákvæði frumvarpsins mjög ólýðræðislegt, svo ekki sé meira sagt, ef það brýtur þá ekki í bág við stjórnarskrána. f greinar- gerð frumvarpsins er hins veg- ar sagt, að þetta sé óhjákvæmi legt til þess að megin tilgangi laganna sé náð. Ákvæðið um launahækkanir taka til hlutaskipta og hvers konar annarrar launagreiðslu, sem ákveðin er sem hundraðs- hluti af afurðaverði, veltu eða öðru verðmætii. Er í greinar- Vildi engan frest veita gerð enn ítrekað, að þetta beri að skilja svo, að ekki megi hækka hundraðshluta slíkrar launagreiðslu frá því, sem gild- ir, þá er frumv. er lagt fyrir Alþingi. Enn fremur er kveðið á um að engar breytingar á vinnutíma megi eiga sér stað, sem fela í sér hækkun á laun- um. Hver si' launahækkun, sem ákveðin kann að vera frá þvi að frumvarpið var lagt fram í dag og þar til það verður lög- fest, sé cgild og að hlutaðeig- andi vinnuveitendum sé óheim ilt að taka hana til greina. Þá eru allar vinnustöðvanir bann- aðar og þær vinnustöðvanir ó- heimilar. sem kunna að byrja á tímabiiinu frá því í dag, þar til lögin öðlast gildi. Þá eru ákvæði um það, að óheimilt sé að hækka álagningu á vöru og þjónustu, nema þær sem leiða af auknum tilkostn- aði fyrirtækja Að lokum er þess getið, að með brot gegn lögum þessum Framhald á 15. síðu. TK-Reykjavik, 31. okt. Eins og skýrt var frá hér i blaðinu í gær átti ríkisstjórn- in í viðræðum við forystumenn verkalýðsfélaganna undanfarna daga og vikur. í blaðinu í gær var það ranghermt, að ríkis- stjórnin hefði beðið verkalýðs- félögin um hálfsmánaðar frest með vinnustöðvanir. Hið rétta er, að ríkisstjórnin bauð aldrei upp á neitt, heldur tilkynnti þegar í upphafi, að hún hefði í hyggju að setja á þvingunar- lög, er myndu gilda í a.m.k tvo mánuði. Verkalýðsfélögin vöruðu stjórnina mjög sterk- lega við að grípa til slíkra ráða Buðu verkalýðsfélögin hins vegar að fyrra bragði upp á 10—15 daga frest á fram- kvæmd vinnustöðvana ef rík isstjórnin vildi leggja i það vinnu ásamt þeim á því tíma- bili að finna viðunandi lausn á kjaramálunum. Þessu hafnaði ríkisstjórnin algerlega. Snmom bjargað — aðrir heftir Sjá baksíðu Prentaraverkfall - engin Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, í viðtaii við TÍMANN um kaupbindingarfrumvarpið: VALDI i V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.