Tíminn - 01.11.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.11.1963, Blaðsíða 5
r-- RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Bikarinrí, sem Núpsskóli vann. Núpsskófi igraði Árið 1962 gáfu Samvinnu- tryggingar mjög fagran verð- launagrip til héraðsskólanna til þess að keppa um sín á milli í fjarlægð, í nokkrum greinum frjálsra iþrótta'. Nefnist keppn in „Keppni í fjarlægð". Útbreiðslunefnd Frjálsíþrótta sambai’ds fslands sér um . keppnina. Á skólaárinu 1962— 1963, sýnir niðurstaða kepþn- iunar, að Héraðsskólinn að Núpi hefur unnið keppnina það skólaár. Skólaárið 1961— 1962 vann Héraðsskólinn að Reykjmn í Vestur-Húnavatns- sýslu. Meðaltal var tekið í ein stökum greinum stúlkna og pilta og keppt í atrennulaus- um stökkum, og hástökki með atrennu. Samanlögð stig féllu þannig, að Núpsskóli hlaut 26 stig, Reykiaskóli 16’/2 stig og Eiðaskóli 15y2 stig. Athyglis- verður árangur náðist í nokkr um greinum, og verður síðar getið um hann hér á síðunni. Rvíkurúrval í kvöld Tékkneska úrvalsliðið Spart ak Pilsen leikur annan leik sinn að Hálogalandi í kvöld og mætir þá Reykjavíkurúr- vali. Það getur orðið fróðlegt að fylgjast með jieirri viður- eign, þótt líkurnar fyrir tékk- neskum sigri séu yfirgnæf- andi. — Það var taktik hjá Tékkunum í leiknum gegn ÍR í fyrrakvöld, sem þeir unnu með miklum yfirburðum, að taka Gunnlaug Hjálmarsson úr sambandi. Tékkarnir voru ekki búnir að gleyma Gunn- laugi frá heimsmeistarakeppn- inni 1960, en það var einmitt Gunnlaugur, sem jafnaði fyrir ísland í leiknum gegn Tékkó- slóvakíu, 15:15, jsegar hann brauzt á síðustu sekúndunum gegnum vörn tékkneska lands- liðsins, með tvo menn á bak- inu, en skoraði samt hið þýð- ingamikla jöfnunarmark. Það er hæpið, að Spartak Pilsen beiti sömu taktik í leiknum í kvöld, þ. e. setji mann til höfuðs Gunn- laugi, því þá leika aðrar stórskytt- ur lausum hala, þ. e. Ingólfur Ósk- Forsala '.V ■*.*0'*. í sambandi við leik Reykjá- víkurúrvals og Spartak Pilsen í kvöld, hefur handknattleiks- deild ÍR beðið blaðið að geta þess, að verð aðgöngumiða er lækkað í 40 krónur og sérstak- ir barnamiðar verða seldir. Forsala aðgöngumiða að leik FH og Spartak Pilsen er hafin í Hafnarfirði og er hægt að fá miða hjá Bjarna á Nýju Bíla- stöðinni og í bókabúð Olivers Steins. Forsala miða að leiknum í Keflavík á sunnudaginn, hefst í kvöld. ...jassew i Tékkamir mæta með sitt sterkasta lið, þ.á,m. alla landsliðsmennina. arsson og Karl Jóhannsson. Reykjavíkurúrvalið í kvöld er annars skipað þessum leikmönn- um: Guðmundur Gústafsson, Þor- steinn Björnsson, Ingólfur Óskars- son, Sigurður Einarsson, Karl Benediktsson, Karl Jóhannsson, Sigurður Óskarsson, Sigurður Hauksson, Sigurður Dagsson, Hörð- ur Kristinsson og Gunnlaugur Hjálmarsson. Þess má geta, að Spartak Pilsen Höfuðverkur Gunnlaugs Hjálmarssonar í leiknum í fyrrakvöld, var .þristurinn" Eret, sem elti hann allan leikinn úf í gegn. — Á myndinni aS ofan sést hann stöðva Gunnlaug á línunni. Til hliðar er hinn stóri og voldugi Kranat, ógnvaldur hvaða varnar sem er . . . . Aðalfundur hundknatt- Íeiksdeildar Vals... Alf-Reykjavík, 31. október. Nýlega var haldinn aðalfundur handknattleiksdeildar Vals. Þórar- inn Eyþórsson, formaður deildar- innar, flutti skýrslu fráfarandi stjórnar og bar hún vott um mikið og árangursríkt starf. Á síðasta kepipnistímabili vann Valur fimm meistaratitla í Reykjavíkur- og ís- 'landsmótum. Er greinilegt, að Valur á vaxandi handknattleiks- flokkum á að skipa, einkum kvennaflokkum. Meistaraflokkur karla Iék í 2. deild á keppnistíma- bilinu og lék m.a. úrslitaleik um sætið í 1. deild á næsta ári. Valur tapaði naumlega, en efnilegt Vals- lið, sem hefur staðið sig prýðis- vel í yfirstandandi Reykjavíkur- móti, er líklegt til stórræða í 2 deildar keppninni næsta ár. Þjálfari meistaraflokks karla síðasta keppnistímabii, var hinn góðkunni handknattleiksmaður úr Hafnarfirði, Birgir Björnsson. Val ur hafði mikinn áhuga á að fá hingað til lands danska þjálfarann Gunvad, sem verið hefur þjálfari dönsku meistaranna fyrrum, Skov bakken. Úr þessu gat þó ekki orðið. Aðrir þjálfarar handknattleiks- deildar Vals voru þeir Árni Njáls- son, Þórarinn Eyþórsson og Val- geir Ársælsson. Eins og fyrr segir, bar Valur sigur úr býtum í fimm mótum á síðasta keppnistímabili Reykja- víkurmeistarar urðu 2. flokkur karla a, 2. flokkur karla b og 3. flokkur karla a. íslandsmeistari innan húss varð 1. flokkur kvenna. Og íslandsmeistari kvenna utan- húss, varð 2. flokkur a. Valur átti marga fulltrúa í ýms- um úrvalsliðum. í unglingalands- liðinu, sem keppti á Norðurlanda- mótinu, átti Valur fjóra menn, Sigurð Dagsson, Kristmann Ósk- arsson, Stefán Sandholt og Jón Carlsson. Þá léku þær Sigrún Guð mundsdóttir og Hrefna Péturs- dóttir í úrvalsliði HSÍ gegn sænsku stúlkunum G.K.I.K. Handknattleiksdeild Vals hefur nú ráðið þjálfara fyrir næsta ár. Pétur Bjarnason mun þjálfa meist- araflokk karla og að auki 1. og 2. flokk. Sigurður Guðjónsson þjálfar 3. flokk karla og Stefán Árnason 4. flokk. Þjálfari meistaraflokks kvenna, 1. og 2. flokks, verðnr Þór- arinn Eyþórsson, Valgeir Ársæls- son þjálfar 3. flokk, og yngstu kvennaflökkana þjálfar Ása Kristj- ánsdóttir. Stjórn handknattleiksdeildar Vals fyrir næsta ár var að mestu leyti endurkjörin. Þórarinn Ey- þórsson var endurkjörinn formað- ur, en aðrir í stjórn eru: Jón Kristjánsson, varaformaður, Ró- bert Jónsson, gjaldkeri, Valgeir FRETTIR Danir léku síðari leik sinn í Evrópukeppni landsliða gegn Albönum í fyrradag og halda áfracn í keppninni þrátt fyrir tap 0—I. Danir sigruðu í fyrri leiknum á heimavelli með 4—0. it Norður-írar féllu úr sömu keppni á miðvikudaginn, þeg- ar þeir töpuðu í Belfast með 1—0 fyrir Spáni. Þeir áttu þó mun meira í eliknum. eGnto skoraði sigurmark Spánverja um miðjan síðari hálfleik. — Fyrri leiknum lauk með jafn- tefli 1—1. — Óvinsælustu úr- slitin urðu þó, að Luxemborg sigraði Holland með 2—1 og heldur áfraim í Evrópukeppni landsliða, þar sem fyrri leikn um lauk með jafntefli. Ársælsson, bréfritari og Ása Kristj ánsdóttir, fundarritari. í varastjórn eiga sæti: Hermann Gunnarsson, Guðbjörg Árnadóttir og Finnbogi Pálsson. teflir fram enn þá sterkara liði, en gegn ÍR, en í þeim leik var að- eins einn landsliðsmaður þeirra með, Herman. Lið Spartak Pilsen vakti mikla athygli áhorfenda að Hálogalandi í fyrrakvöld fyrir öruggan leik og það er mál manna, að hið tékk- neska handknattleikslið sé það sterkasta, sem við höfum boðið upp. Hinn litli völlur að Háloga- landi, sem oft hefur reynzt erlend um handknattleiksliðum erfiður þröskuldur í fyrsta leik, virðist ekki hafa nein veruleg áhrif á lið ið. Landsliðið okkar, sem mætir því á sunnKásglHn má aldeilis spjara sig, þegar komið er á stóra völlinn í Keflavík. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20,15. ★ EFTIR fjórar umferðir í tvf- menningskeppni félagsins eru þessi pör f fimm efstu sætunum: Edda—Steinunn ........ 975 Júlíana—Luísa ........ 950 Halla—Kristjana ...... 935 Ásta—Guðrún 954 Ósk—Magnea ........... 917 Fimmta og síðasta umferðtn í keppninni verður n. k. mánu- dagskvöld f Hafnarbúðum. Þeir, sem ekki reykja, munu áreiðanlega gleðjast, þegar þeir heyra, að bridgefélag eitt í Flor- ida i Bandarikjunum hefur keppni þrisvar í viku, þar sem réykingar þátttakenda eru stranglega bannaðar. Hér á eftir fer eitt spil frá þessu félagi, en greinilegt er þó, að reykur hef- ur komizt í auga sagnhafa. Spil- ið er þannig, norður gefur, allir á hættu: A D, 5 V Á, G, 10 ♦ Á, K, D, G, 7 * 8, 7, 2 A 10, 9, 4 V D, 9, 2 ♦ 10, 8, 6, 4 * K, D, G * A V 8, 7, 5, 4 * 9, 5, 2 * Á, 9, 5, 4, 3 ♦ K, G, 8, 7, 6, 3,2 V K, 6, 3 ♦ 3 ♦ 10, 6 Norður: Austur: Suður: Vestur: !♦ Pass 3 A pass 4 ♦ pass pass pass Vestur spilaði út laufa K, síð- an D og G eftir að félagi hans hafði kallað með laufa 9. Austur hélt vel á sinu með þvi, að yfir- taka laufa G með Á og gefa þar með í skyn, að hann ætti aðeins þrjú lauf. Sagnhafi trompaði með spaða tvist og spilaði litlum spaða á drottningu í blindum, sem aust- ur tók á Á. Nú spilaði austur laufi í fjórða sinn, og eftir það var ekki komizt hjá því, að vest ur fengi slag á spaða 10. Þetta er einfalt spil, en hætt er þó við, að márgir vanir keppn ismenn og flestir rúbertuspilar- ít muni tapa því. Jafnvel þótt sagnhafi blekkist af spila- mennsku austurs í laufinu á hann pó einfalt og nær öruggt svar. í fjórða slag á hann að fara inn á tígul Á í blindum og spila litlum spaða frá D. Það tryggir gegn hvaða 3—1 legu í trompiit, eins og lesendur geta auðveldlega komizt að raun um. TÍMINN. föstudaginn 1. nóvember 1963 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.