Tíminn - 26.11.1963, Qupperneq 3
ORGARFJ. EYSTRA
SA-Borgarfirði eystra, 25, nóv.
Fyrir skömmu bar það til tíð-
inda, að haförn settist á túnið á
Gflsárvöllum hér i sveit, en það
mun vera einsdæmi að sjá þann
fugi hér um slóðir.
Haustslátrun lauk hér um miðj-
an október, og var slátrað um 7100
fjár Meðalfallþungi dilka var 13,3
kg. í fyrra var slátrað 7900 fjár,
og var meðalfallþungi dilka þá
12,85 kg. Þyngsta dilkinn í haust
átti Sveinn Bjarnason i Hvannstóð,
25,6 kg.
Nýlega hafa 15 bæir hér í sveit
fengið rafmagn frá Rafmagnsveitu
ríkisins, sem hefur komið upp dís-
ilrafstöð á Bakkaeyri. Fjórir bæix
eiga nú eftir að fá rafmagn. Byrj-
að var á þessum framkvæmdum
haustið 1961.
SiÖÐA
HORNIÐ á bókageymsluhúsinu f
Ðallas, þaöan sem skotið var á
Kennedy á föstudaginn. Örin efst á
myndinni bendir á rúðuna, sem
riffilkúlan braut á leið sinni.
Ró í írak
NTB-Beirut, 25. nóv.
Varnarmálaráðherra írak, Har-
dan Takriti hershöfðingi, lýsti yfir
því í dag í útvarpinu, að allir her-
flokkar í landinu væru nú í her-
búðum sínum og ástandið væri
eðlilegt um allt land eftir stjórnar-
sviptingarnar í fyrri viku.
Verðíaun
NTB-París, 25. nóv.
Rithöfundurinn Roger Vrigny
fékk í dag Femina-verðlaunin fyr-
ir skáldsögu sína: Nóttin í Mou-
gins, en Femina verðlaunin eru
ein fjögurra fremstu bókmennta-
verðlauna Frakklands. Jafnframt
fékk Gerald Jarolot Medici-verð-
launin fyrir skáldsöguna: Köttur-
inn sem gel'tir.
Stórlán
NTBParís, 25. nóv.
Frakkland mun veita Spáni sam-
tals 750 milljón nýfranka lán til
að aðstoða ýmsar miklar áætlanir
í efnahagslífi Spánar.. Samningur
um þetta var undirritaður af fjár-
málaráðherrum ríkjanna í dag.
Gosið
KJ-Reykjavík, 25. nóv.
Gosið við Vestmannaeyjar virð-
ist nú heldur í rénun. Eru ekki
eins stöðugar sprengingar og áður
voru, en þó eru all.taf sprengingar
öðru hvoru. Eyjan er nú orðin all-
stór, um það bil 900 m. á lengd og
700 m. á breidd. Sigurður Þórar-
insson jarðfræðingur fylgdist með
gosinu frá borði í varðskipinu Þór
um helgina, og í morgun fór hann
ásamt tveim brezkum jarðfræð-
ingum út að gosinu. Lágskýjað
var í Vestmannaeyjum, og sást
gosið því óglöggt úr Eyjum.
NTB-Moskva, 25. nóv.
Málgagn Sovétstjórnarinnar
lzvestija minnist á morð Kennedys
forseta í dag á sama hátt og mál-
gagn kommúnistaflokksins, Pravda
gerði í morgun. Er morðinu líkt
við Þinghúsbrunann í Berlín árið
3 933, sem nazistarnir stóðu á bak
við, en kommúnistar voru sakað-
ir um.
Izwestija segir frá orðrómi um
að Oswald hafi nýlega sézt í nætur
klúbb Jack Ruby, og telur, að báð-
ir mennirnir hafi tekið þátt í sam-
særinu, sem einnig aðstoðarmenn
Dallas-lögreglunnar hafi verið
blandaðir í. .
í Tass-fréttum frá Moskvu, sem
byggðar eru á útsendingum sjón-
vanpsins í Dallas ,er sagt frá því að
nafnlausir menn hafi hringt m. a.
;. borgarstjórann og aðra háttsetta
menn í Dallas og hótað þeim öllu
illu. Cabell borgarstjóri, sem ætl-
'iði að fljúga til Washington, var
liótað að flugvél hans yrði sprengd
i loft upp. Tass segir að ailt bendi
i.il þess að morðið á Kennedy for-
seta hafi verið fyrirfram ákveðið
og framkvæmt af fólki, sem standi
lerigzt til hægri, fasistum og kyn-
þáttaofstækismönnum.
Báts var saknaS
KJ-Reykjavík, 25. nóv.
í dag var auglýst eftir litlum
báti, sem fór frá Vopnafirði á
laugardag og ætlaði til Raufar-
hafnar. Ekkert hafði spurzt til
bátsins og voru menn farnir að ótt-
ast 'um hann.
Skömmu eftir auglýsinguna kom
tilkynning þess efnis, að báturinn
væri kominn fram. Einn maður
var á bátnum, og sakaði hann ekki
þrátt fyrir útivistina. Hann hafði
segl og árar um borð hjá sér og
gat bjargað sér á því, þangað til
bátur kom og fór með hann til
Þórshafnar.
FB-Reykjavík, 25. nóv.
Að undanförnu hefur verið frá
því skýrt í blöðum, að sætanýt-
varðberg"
í EYJUM
Stofnfundur annars VarS-
bergsfélagsins utan Reykíia-
víkur var haldinn í Vest-
mannaeyjum sunnudaginn 27.
okt. Rúmlega 30 ungir menn
úr lýðraeðisflokkunum þrem-
ur stóSu aS stofnun félagsins.
Fundurinn hófst með að
kosinn var fundarstjóri Sig-
fús Johnsen og fundarritari
Adoif Bjarnason.
Þá fluttu Hörður Sigurgests-
son, frá stjórn; Varðbergs í
Reykjavík erindi um starf
Varðbergs, tilgang félagsins
og framtíðarverkefni þess.
Þá fór fram stjórnarkjör og
voru eftirfarandi kosnir í
stjórn: Sigfús J. Johnsen, for
maöur; Eggert Sigurláksson,
1. varaform.; Hermann Ein-
arsson, 2. varaform.; Stefán
Björnsson, gjaldkeri; Sigur-
bergur Hávarðsson, ritari. —
Meðstjóimendur: Hjörleifur
Hall'grímsson, Atli Ásmunds-
son, Garðar Arason, Vilhelm
Júlíusson, Jón Stefánsson, Jó-
hann Stefánsson og Pálmi Pét
ursson.
Ssm kunnugt er, var Varð-
berg stoínað á Akureyri fyrir
um það bil mánuði, en auk
þess verða Varðbergsfélög
stofnuð næstu vikurnar á
Akranesi, Sauðárkróki, Siglu-
firði, Húsavík og Keflavík.
Myndin er af stjórninni ný-
kjörnu í Vestmannaeyjum.
Holur
FB-Reykjavík, 25. nóv.
Hitaveitan er smám saman að
beizla fleiri holur með heitu vatni
hér í Reykjavík. Fyrir nokkrum
dögum var einni holu bætt inn á
Reykjavíkurkerfið, en úr henni
koma um 40 sek/lítrar af 130—135
stiga heitu vatni.
Að sögn Jóhannesar Zoega hita-
veitustjóra verður væntanlega bætt
við tveimur borliolum einhvern
tíman seint í þessum mánuði
cöa í næsta ínánuði. Vatnið í þeim
er heldur minna en í þeirri sem
kom inn á kerfið um daginn, eða
Féll3m. niBuráís
PE-Hvolsvelli, 25. nóv.
Milli kl. 8 og 9 í morgun varð
það slys við gömlu Þverárbrúna,
sem nú er verið að rífa, að Jóhann
Jónasson frá Seli í Austur-Land-
eyjum féll niður af sverum burð-
arbita, sem reyndist fúinn, þegar á
var stigið, niður' á ís. Fallið var
2—3 metrar og slasaðist Jóhann
illa. Þorgeir Gestsson, héraðslækn-
ir gerði að meiðslunum til bráða-
birgða, en síðan var Jóhann flutt-
ur á sjúkrahúsið á Selfossi og
þaðan til Reykjavíkur á Lands-
spítalann. Blaðið fékk þær upplýs-
ingar á Landsspítalanum í dag, að
Jóhanni liði bærilega, en hann
hefði viðbeinsbrotnað.
ingin í Atlantshafsfiugi SAS með
lágu fargjöldunum sé mjög léleg
eða allt niður í 30%. Biaðið spurði
Karl Nilsson framkvæmdastjóra
SAS, hvað hæft væri í þessu, en
hann sagði að ferðirnar hefðu
gengið sæmilega.
Fulltrúai Loftleiða og Flugfé-
iagsins héi heims sögðust ekkert
hafa um þetta heyrt, annað en
það, sem þeir hefðu lesið í blöð-
um. Alfreð Elíasson sagði einnig,
að ekki væri enn hægt að segja
um það, hvort þetta flug SAS hefði
tekið farþega frá Loftleiðum, til
þess hefði þetta flug ekki staðið
nágu lengi.
Blaðið talaði við Karl Nilsson
forstjóra SAS og spurði hann,
hvernig þessar ferðir hefðu geng-
ið. Hann kvað þær hafa tekizt
sæmilega eða eins og við hefði
mátt búast, en nákvæmar skýrsl-
ur um útkomuna hefði hann ekki
fengið enn, enda hefðu ferðirnar
staðið stutt, og því lítil reynsla
komin á þær Ekki kvaðst Nilsson
heldur geta sagt um það, hvert á-
framhald yrði á ferðunum. Það
væri á 1 di TATA, hvað úr þeim
yrði.
FLUGIÐ GANGI SÆMILEGA
NILSON SEGIR, AÐ ÖDÝRA
beizlaðar í kerfið
milli 20 og 30 sek/lítrar, en hit-
inn er sá sami. Þessar holur eru
allar ofanverðu við Suðurlands-
brautina, en á þessu svæði eru
< nn eftir nokkrar holur óvirkjaðar.
Hitaveitan hefur verið að prófa
sig áfram með dælurnar og fyrir
komulag þeirra í holunum, og verð
ur ekki fleiri holum bætt við fyrr
en næsta sumar, þegar reynsla er
l:omin á þær sem þegar hafa verið
virkjaðar.
Ekki sagði hitaveitustjóri full-
sannað enn þá, hvort vatn minnk
aði ekki i einni holunni, þegar
ónnur væri boruð skammt frá eins
og gert hefur verið við Suður-
Inndsbrautina en að sálfsögðu
hiytu að vera einhver takmörk
fyrir því hversu mikið mætti bora
á sama svæðinu, án þess að vatnið
í holunum sem fyrir væru minnk-
aði.
Rannsóknarboranir hafa farið
íram inn við Elliðaár, og er hér
urr mælingaholur að ræða. Þær
eru flestai um 200—300 metrar
að dýpt og hitinn i þeim um 60
stig
Hitinn í eldri og grynnri holun-
u.t í Reykjavíkurkerfinu er um 30
gráður, en þær eru 3—400 metrai
djúpar. Nýrri og dýpri holurnar
tru frá 800 í 1200 metra djúpar
að einni undanskilinni, sem er 2200
metrar, og hitastigið í þeim er 130
—340 stig
HAFORN heimsotti