Tíminn - 26.11.1963, Side 9
T I M I N N, þriðjudaginn 26- nóvember 19G3.
I grjótflugi og vikurregni
í rauninni er ébki hægt að
lýsa þessu. Orð verða máttvana,
þegar gera á tilraim til að
fjötra íyrirbrigði sem þetta í
viðjum þeirra. Og þau verða
merkingarlaus, af því að þann,
sem ekki hefur séð, skortir
ímyndunarafl til að skilja, hvað
felst í orðunum. Ég hafði bæði
lesið lýsingar af gosinu og séð
af því myndir og hélt, að ég
vissi, hvað væri að gerast. En
þegar ég kom austur, sá ég að
mér hafði skiátlazt. Ég hafði
ekki haft hugmynd um það.
Mig hafði skort alla viðmiðun
til að geta skilið frásagnirnar,
og sá raunveruleiki, sem bar
mér fyrir augu, þegar ég stóð
á sMpsfjöl snertispöl frá eyj-
unni nýju, var því annar og
stórkostlegri en það, sem ég
hafði gert mér í hugarlund að
óreyndu.
Við héldum til Vestmanna-
eyja a laugardagsmorgun, ég
og ljósmyndarinn. Þar náðum
við okkur í bát og létum flytja
okkur i átt til gosstöðvanna.
Veðrið var eins og bezt verður
á kosið, og mökkurinn gnæfði
yfir kaupsíaðnum. Við héldum
suður með Heimaey og fyrir
Stórhöfða og tókum síðan
stefnu á strókinn.
Eyjan nýja — Gosey, Séstey,
Hafsteinn, Nýey, eða hvað
menn vilja kalla hana — blasti
við, vestanhallt við Geirfugla-
sker að sjá. Skerið var eins og
smáklettur samanborið við
eyna, enda mun hún nú orðin
nær helmingi hærri en það.
Eyjan var ákaflega dökk til-
sýndar, en upp af henni stóðu
hvítir og gráleitir bólstrar, og
öðru hverju geystust svartir
strókar upp í útjöðrum mökks-
ins og lituðu hann kolgráan.
Uppi yfir blikaði á eldingar,
greinilega- mjög hátt uppi, því
að drv’kklöng stund leið frá
því að blossinn skein, þar til
þruman heyrðist.
Við fórum eins nærri eynni
og við þorðum. En við þorðum
ekki mjög nærri. Gosstrókarnir
skyrptu út úr sér lausasteinum,
sem voru að sjá í sjónauka eins
og neistaflug frá rakettu, nema
miklu voldugri, og þetta grjót
féll í sjóinn allt í kringum eyna
tugi ög jafnvel hundruð n\etra
frá heuni Þar sem grjótið féll
niður, stóðu hvitfextar gusurn-
ar hátt í loft upp, og tilsýndar
var eins og eyjan væri varin
brimgarði, sem bryti á. Sumir
þessara steina voru svo stórir,
að þeir sáust vel með berum
augum í allt að kílómetra fjar-
lægð.
Þegar við komum fyrst að
eynni, sást hún nokkuð vel.
Gosið var reglulegt norðanmeg
in, en syðst á henni gengu
svartir strókar upp frá henni í
lotum. Gcsefnin runnu niður
svartar hlíðarnar og lituðu þær
hvítar. Þetta minnti einna helzt
á frevðandi brimlöður, sem ber
við svartari sand. En við vorum
ekki búnir að vera lengi við
eyna, þegai gosið tók að aukast.
Hléin milli, gusanna sunnantil
urðu æ styttri og allt í einu
var eyjan horfin, ekkert að sjá
nema mökkinn, hvítgráan með
svörtu ívafi og sums staðar
blikaði á móbrúna og rauð-
gullna stöðla. Mökkurinn var
engin tvö augnablik eins, hann
tók stöðugl á sig ný form og
litbrigði, cndumýjaði sig í sí-
fellu. Það væri áreiðanlega
hægt dð horfa dögum saman á
þetta gos og það væri alltaf
jafnferskt, alltaf nýtt, því að
það er síhvikult, fléttar stöðugt
ný tilbrigði í tónkviðu sinni.
Eyjan hr-fur verið algerlega
týnd í mökknum stundarfjórð-
ung eða meira. Þá fór nokkuð
að slota og öðru hverju rofaði
i svarta hlíðina, en hún huldist
þó fljótt aftur eimyrjunni. Jafn
vel boðaföllin af grjótkastinu
umhverfis hana hurfu í mökk-
inn, en uppi yfir blikuðu. eld-
ingarnar og frá eynni heyrðust
drunur engu minni en þrum-
urnar í háloftunum. Það var
greinilegt þessa dagstund, sem
Framhalo é 13 iiðu
Þessar myndir tók Kári Jónasson af gosinu á laugardaginn. — Á efri myndinni sést, hvernig gosefnin
falla eins og holskefla niöur eftir eynni, og hin myndin, sem tekin var af norðurenda eyjarinnar,
sýnir glögglega grjótkastið út frá henni.