Tíminn - 03.12.1963, Page 1

Tíminn - 03.12.1963, Page 1
benzin eda dieseí HEKLA ATÓMBÆRINN I JÖKULAUÐNINNI STENDUR AUDUR Aðils, Kmh, 2. des. LOKAÐ hefur veriS banda- ríska kjarnorkubænum við stöðina Camp Century um 160 km. frá Thule, og um leið hættu hinar mjög svo spenn- andi tilraunir á þessum stað, þegar hinn niSurgrafni bær var innsigíaður og slökkt und ir kjarnaklofanum. Ákvöiðunin um að hætta rekstri kjarnorkustóðvarinnar var tekin, þegar viðurkenna varð, að barátt- an gegn nattúruöflunum myndi krefjast svo mikils fjármagns, að það stæði ekki lengur í réttu hlut- falli við þann vísindalega árang- ur, sem þarna fengist. Þeir 150 menn, sem þarna voru, hafa ver- •ð fluttir aftur til birgðastöðvar- innar Caputo út við ísröndina. Enn fremur segir í fréttunum, að búizt sé við að Camp Centurv verði opnaður aftur 1 apríl, og bærinn undir ísnum í framtíðinm ekinn sem rannsóknarstíið yfir sumarmánuðina og notaður verði venjulegur olíukyndari sem afl- og hitagjafi. Þegar mennirnir fara aft ur til bæjarins verður fyrsta stóra verkefnið að flytja kjarnaklofann út til strandarinnar. Hann einn lostar yfir 180 milljónir ísl. kr., og verður afhentur verkfræðinga- rieildum la.idhersins, sem þegai hafa tilkynnt sjoher og flugher, af hann verði til taks til annarra til- rauna. Að lokum segir, að þjónustu kjarnaklofans sá lokið og um leið sé lokið þessu nýtízku ævintýri um bæ.iarfélag, sem hafi látið fara vei um sig veirariángt á þeirn stað, sem fyrir faum árum var litið svo á, að ekki væri einu sinni hægt að komast til. LOKS KOMIZT FYRIR MÆÐIVEIKINA í DÖLUM ? JACQUELINE VID LEIÐIKENNEDY ÞÓTT KENNEDY Bandaríkjafor- setl vaeri mlkils metinn um heim allan, er líklega óhætt að full- yrða, að kona hans væri ekki síður metin. Hún stóð með manni sínum í hvívetna og bjó honum gott heimill, þar sem hann hvíld- ist vel, þá sjaldan að tími gafst til. Og varla er nokkur sá, sem ekki dáist að styrk hennar og þolinmæði í sambandi við lát manns hennar, þar sem hún sýndi dæmafátt hugrekkl og kjark. Hún hefur sjaldan fengið tækifæri til þess að vera eln með sorg sina, jafnvel að gröf manns hennar elta hana Ijósmyndarar. — Hér er hún við leiði manns síns í Arlington-kirkjugarði í fylgd með mági sínum, Robert Kennedy, dómsmálaráðherra. — 65 FUNDNAR SYKTAR Á 2 BÆJUM í DÖLUM KH-Reykjavík, 2. des. Nú er að mestu Iokið rannsókn á Dalafénu, sem skoriff var niffuir í liaust vegna mæffivelki, er vart varff á tveimur bæjum þar í vetur. Komu veikindaeinkenni fram í u. þ. b. 90 kindum, flestum af bæj- unum tveimur, þar sem veikin kom upp. Alls var slátrað um 14 þúsund fullorðnu úr Hörðudals-, Hauka- dals- og Miðdælahreppi, en auk þess rúmlega þúsund fullorðnu fé úr Mýrasýslu, sem tekið var í rétt um í Dalasýslu. Engin sýking fannst í Mýrafénu. Af Dalakindum reyndust alls um 90 sýktar, þar af 65 frá Bæ í Miðdölum og Núpi í Haukadal, þar sem veikinnar varð fyrst vart í vetur. Annað sýkt fé var frá Mjóabóli, Leikskálum og Stóra Vatnshorni í Haukadal og frá Hamraendum í Miðdölum. Eftir er að slátra eitthvað á annað hundrað fjár, sem ekki kom fram í fyrri leitum, og verður það gert n. k. fimmtudag. Nokkur lungu eru enn í rannsókn, en ólíklegt er, að fyrrgreind tala eigi eftir að breytast verulega. Guðmundur Gíslason, læknir á Keldum, hefur annazt rannsóknir á Dalafénu, og gaf hann blaðinu þessar upplýsingar í dag. Hann telur, að ekki hafi verið hægt að búast við öllu betri útkomu en orðin er, og kvaðst vona, að tek- izt hefði að komast fyrir mæði- veikina í Dölum. Jeppi valt 25-30 metra út af Flughálka í gær KJ-Reykjavík, 2. des. Mörg umferðaróhöpp urðu af völdum hálkunnar á sunnudag- inn og í dag. Eru bókaðir sam- tals 24 árekstrar, ákeyrslur og útafkeyrslur hjá lögreglunni í Reykjavík. Árekstrarnir byrjuðu í gær- dag, er mjög mikil hálka var á götum bæjarins. Mikil um- ferð var í bænum vegna prest- kosninganna, og mun þessi háa tala að einhverju leyti stafa frá þeim. Lögreglan birti aðvaran- ir til ökumanna í síðdegisút- varpinu, enda veitti ekki af að minna ökumenn á að fara var- lega í morgun hófst árekstra- aldan aftur kl. 7,10 og þegar klukkan var hálf tíu, höfðu orðið sex árekstrar. Um hálf tvö í dag fór jeppa- bifreið út af veginum fyrir neð an Lágafell í Mosfellssveit. (Sjá mynd til hliðar) í bifreið inni var einn maður. Hann var Framhalc4 á 15. síðu. / I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.