Tíminn - 03.12.1963, Page 6

Tíminn - 03.12.1963, Page 6
v m ÞEIR Skúli GuSmundsson, Gísli Guðmundsson, Sigurvin Einarsson, Páll Þorsteinsson, Ágúst Þorvaldsson, HaMdór E. Sigurðsson, Jón Skaftason og Þórarinn Þórarinsson flytja í sameinuðu Alþingi tillögu til þingsályklunar um nýja raf- væðingaráætlun. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að skora á ríkis stjórnina að fela raforkumála- stjóra og raforkuráði að gera iram kvæmda- og kostnaðaráætlun um rafvæðingu allra heimili á land- inu, sem iiafa ekki fengið eða fá rafmagn samkvæmt 10 ára áætlun inni og hafa ckki raforku frá sér- stökum vatnsaflsstöðvum. Skal áætlunin við það miðuð, að rafvæð ingunni sé að fullu lokið á árinu 1968. Til undirbúnings ákvörðun um það, að hve miklu leyti raf- orkuþörf heimilanna verði full- nægt með línum frá samveitum, skal gert yfirlit um þau heimili í hverju 5veitarfélagi, sem hafa ekki enn fengið rafmagn frá sam- veitum eða sérstökum vatnsafls- stöðvum, eru utan þeirra fram- kvæmdaáætlana um raflínur, er raforkuráð hefur samþykkt, og þas sem meðalvegalengd milli býla er: 1) allt að 2,5 km, 2) allt að 3 km, ásamt kost.naðaráætlun um raflínu lögn til þeirra. Þá skal og gerð kostnaðaráætl- un um unpsetningu díselstöðva fyr ir heiinili, eitl eða fleiri saman, sem eru svo mjög afskekkt, að ekki þykir fært að leggja til þeirra | raflínur frá samveitum, og ekki i hafa hagstæð skilyrði til vatnsafls virkjunar. Skal í þeirri áætlun gert ráð fyrir, að rafmagnsveitur ríkis- ins komi stöðvunum upp og eigi þær, en notendur borgi af þeim sanngjarna leigu. Stærð dísel- stöðva sé við það miðuð, að næg orka fáist til suðu og ljósa, al- gengra heimilisvéla og súgþurrk- unar. Einnig skal gerð áætlun um sambærilega íðstoð, t.d. með aukn um og hagstæðum lánum, til þeirra, sem koma upp vatnsafls- stöðvum til heimilisnota. Á framkvæmdaáætlun 1962, sem var ekki iokið á því ári 196 býli Á framkvæmdaáætlun 1963 — 187 — Á framkvæmdaáætlun 1964 195 — Á framkvæmdaáætlun 1964—1965 114 — Samkvæmt framansögðu má gera ráð fyrir, að þégar lokið verð ur þeim framkvæmdum við raflínu lagnir um sveitirnar, sem búið er að samþykkja í raforkuráði, verði heildartala þeirra býla, sem njóta raforku frá samveitum, orðin 3150. Raforkuraálaskrifstofan telur, að í árslok 1962 hafi 489 svéita- | býli haft lafmagn frá einkastöðv- Áætlunum þessum skal fylgja ; um, sem rcknar eru með vatnsafli. yfirlit um öll byggð býli (heimili) j Af því, sem að framan greinir, í hverju sveitarfélagi og hver j er ljóst, aö mikið er óunnið við þeirra hafi fengið eða fái rafmagn rafvæðingu sveitanna, þó að lokið frá samveitum samkvæmt 10 ára áætluninm og nver hafi rafmagn frá sérstökum vatnsaflsstöðvum. Hin nýja áætlun um raflínur frá samveitum sé þannig gerð, að tímaröð framkvæmda sé ákveðin með hliðsjón af meðalvegalengd milli bæja í sveitarfélögunum. verði á næstu 1—2 árum að leggja raflínur ti! þeirra bæja, sem eru á framkvæmdaáætlunum raforku- ráðs. En það er ákaflega þýðingar- mikið, að raf væðingunni verði lok- ið á svo skcaimum tíma sem mögu- legt er. Á næstliðnu sumri mun raforku málaskrifstofan hafa sent ráðherra tvær nýjar áætlanir um rafnjagns-, sktául Haíá' li>kið liirihii nýju ráf-ýveitur í siveitum, og eru þær nefnd ;tjóH.og yaforkuráð væðingaráætlun fyrir 31. marz 1964, o|: skal ríkisstjórnin þá þeg-1 áætluninni er meðalvegálengd ar leggja áætlunina fyrir Alþingi, ásamt frurnvarpi til laga um fram kvæmdir, þar sem ákveðið sé að ljúka rafvæöingunni fyrir árslok 1968. Greinargerð. Eftir nvjustu upplýsingum frá raforkumálaskrifstofunni höfðu 2458 sveitabýli fengið rafmagn frá almenningsveitum í árslok 1962. Þá var ratorkuráð búið að gera samþykktir um rafiínur til viðbót- ar sem hér segir: íar bráðabirgðaáætlanir. Á annarri milli býla allt að 1,5 km., en a hinni 1,5—2 km. — Þessar bráða- birgða:áætlanir hafa ekki verið birtar, en samkvæmt upplýsing- um, sem einstakir þingmenn hafa getað fengið, hver fyrir sitt kjör- dæmi, munu áætlanirnar ná til um það bil 740 býla, sem hafa. ekki enn verið tekin á framkvæmdaáætl anir raforkuráðs. Þó að ákveðið yrði að leggja raf- línur frá aðalorkuveitum til þeirra ca. 740 býla, sem eru í hinum nýju bráðabirgðaáætlunum raforkumála skrifstofunuar, yrðu enn eftir á annað þúsund sveitabýli, sem hvorki hefðu rafmagn frá samveit- Samtals 692 býli um né frá sérstökum vatnsafls- stöðvum. Það virðist því sjálfsagt, að það sé gaumgæfilega athugað, hvort mögulegt er að leggja raf- línur um fleir: svæði en þau, sem hinar nýju áætlanir ná yfir, áður en fullnaðarákvörðun verður tek- in um rafvæðinguna. Til þess þarf nýjar áætlamr, og í tillögunni, sem hér er flutr, er lagt til, að þær áætl anir verði gerðar á þessum vetri. í tillögunni, sem hér er flutt, er lagt til, að skorað verði á ríkis stjórnina að fela raforkumála- stjóra og raforkuráði að gera áætl un um raívæðingu allra þeirra heimila á landinu, sem hafa ekki fengið rafmagn samkvæmt 10 ára áætluninni eða frá sérstökum vatnsaflsstöðvum og hafa ekki enn verið tekin á framkvæmdaáætlan- ir um "aflínur, sem raforkuráð hefur samþykkt. Sé áætlunin mið- uð við, að framkvæmdinni sé að fullu lokið á áririu ,1^68.. Þá er og jagt.til aó geri verði yfirlit um ‘oil' páú hcihrili í hvfei-ju 'svextar- félagi, sem hafa ekki enn fengið rafmagn frá samveitum eða sér- stökum vatnsaflsstöðvum, eru utan þeirra framkvæmdaáætlana um raflínur, er rafoi'kuráð hefur sam þykkt, og þar sem meðalvegalengd milli býla er, í fyrsta lagi allt að 2,5 km. og í öðru lagi allt að 3 -an. ásamt áæctunum um kostnað við raflínuiögn til þeirra. Þetta yíirlit og áætlun er nauðsynlegt að gej-a til undirbúnings ákvörð- un um það, að hve miklu leyti raf- orkuþörf svcitanna verður full- nægt með raílínum frá samveitum. En sjálfsagt er að fullnægja raf- magnsþörfinni með samveitum, að svo miklu leyti sem mögulegt er, því að það veitir heimilunum miklu öruggari og fullkomnari þjónustu heldur en rafmagn frá litlúm mótorstöðvum. Þá er ákveðið í tillögunni, að gera skuli áætlun um uppsetningu díselstöðva fyrir þau heimili, sem eru svo mjög afskekkt, að ekki þykir fært að leggja raflínur til þeirra frá samveitum, og hafa ekki skilyrði til vatnsaflsvirkjunar. Er lagt til, að áætlunin verði við það miðuð, að rafmagnsveitur ríkisins komi upp þessum díselstöðvum og eigi bær, en notendur borgi af þeim hóflega leigu. Leiguna ætti að ákveða þannig, að notendur díselstöðvanna njóti a m.k. ekki minni stuðnings af opinberri hálfu heldur en þeir, sem koma upp sér- stökum vatnsaflsstöðvum til heim- ilisnota, fái til þess meiri aðstoð en nú er veitt, t.d. með auknum og hagstæðari lánum. Lagt er til, að áætlun raforku- málastjóra og raforkuráðs fylgi yfirlit um öll byggð býli á land- inu, hver hafi rafmagn frá sérstök um vatnsaflsstöðvum. Mikill' meiri hluti landsmanna hefur þegar fengið ráforku til heimilisþaría og arinarra nota, að langmestu leyti frá virkjunum og orkuveitum, sem komið hefur ver- ið upp af ríkinu eða með stuðn- ingi þess. Hinir, sem enn eru án raforkunnar, eiga þannig rétt á því að bætt verði úr þörfum þeirra í þessu efni, svo fljótt sem mögu- legt er, og þeir eiga rétt á að fá án óþarfrar tafar vitneskju um, hvers þeir jnegi vænta. Hefur þeg ar dregizt of lengi að taka ákvarð anir um áfrarohald rafvæðingarinn ar, en sú framkvæmd er ein hin þýðingarmesva fyrir þau mörgu sveitaheimili, sem enn eru án þeirra miklu þæginda, er rafmagn ið veitir. SPARIFJARFR YSTINGIN VERÐUR AUKIN GYLFI Þ GÍSLASON, banka- málaráðhorra, hafði í neðri deild í gær framsögu fyrir írumvarpi ríkisstjórnarinnar um aukna bindingu sparifjár og útgáfi; Seðlabankans á gengistryggðum verðbréfum Næstur talaði Lúðvík Jóseps son og talaði út fundartím ann og var umræðunni frest- s8. x Gylfi Þ. GíSlason sagði, að til þess að unnt reyndist að auka af- urðalán og láta þau taka til fleiri vara en nú er, þá væri nauðsyn- legt að auka heimild Seðlabank- ans til að binda hluta af innláns- aukningu banka og sparisjóða úr 15% í 25%. Seðlabankinn getur ekki aukið útlán nema að fá auk- ið fjármagn til starfseminnar. Gylfi sagði, að á árunurn 1954 til 1958 hefðu afurðalán Seðlabank- ans aukizt um 583 milljónir og mest hefði aukningin verið í af- urðavíxlum landbúnaðarins. Þetta hefði valdið mikilli rýrnun á gjald eyrisforðanum og nam rýrnun á árunum 1955 til 1959 795 milljón- um króna Síðan viðreisnarstefnan var tekin upp hefur gjaldeyris- staða Seðlabankans hins vegar batnað um 1394 milljónir. Ráðstöf unarfé bankans hefur aukizt um 1457 milljónir og eru 756 milljón- ir af því aukning á bundnu sparj- fé í bankanum. Án bindingarinn- ar hefði ekki verið unnt að koma upp gjaldeyrisvarasjóði Það ber að leggja kapp á það að varðveita gjaldeyrissjóðinn. Það er ekki ástæða til að hann verði meiri að vöxtum en hann er nú. en það má ekki auka endurkaup á afurða víxlum nema tilsvarandi aukning verði á innstæðum í bankanum. — Þá sagði Gylfi, að útgáfan á gengistryggðum bréfum væri yfir- lýsing frá bankanum um traust til gengisins og því draga úr gengis- fellingaróttanum. r Lúðvík Jósepsson minnti á, að þegar bindingarheimildin hefði verið tekin upp, þá hefði verið lögð á það áherzla. að það væri gert til þess að Seðlabankinn miðl aði sparifénu og endurlánaði það öðrum bönkum til þess að þeir gætu svarað þörfinni þar sem hún var mest í undirstöðuatvinnu vegunum Eftir þessu var þó ekki farið. Bindingin hefur ekki verið notuð til að auka útlán til undir- stöðuatvinriuveganna heldur hef- ur þvert á móti verið dregið úr útlánum til þeirra Nú á enn að auka bindinguna og með sama loforði á takteinum og jafnframt sagt, að sparifjárbindingin sé nauðsynleg vegna gjaldeyrissjóðs- ins. Eðlilegast væri að Seðlabank- inn veitti mótvægi gegn gjaldeyr- iseign með seðlaveltunni og eigin fé eins og gerist með öðrum þjóð- um. Fráleitt er að halda því fram, að það sé verðbólgumyndandi og hættulegt fyrir gjaldeyrisstöðuna, að lána út á gjaldeyrisframleiðslu. Það gildir annað um útflutnings- framleiðslu en aðra framleiðslu. Vegna útflutningsframleiðslunnar þarf ekki að binda neitt fé í Seðla bankanum til þess að halda uppi kaupum á framleiðsluvíxlum henn ar. Þá sagði Lúðvík, að með því að heimila Seðlabankanum að gefa út gengistryggð vaxtabréf, væri bankinn að hefja samkeppni við aðrar innlánsstofnanir í landinu um spariféð, því að öðrum væri bannað að tryggja innlánsfé. Þessi verðbréfasala Seðlabankans mun þv: draga fe fra viðskiptabönkun- um og hún ásamt bindingunni mun því minnka útlánamöguleika þeirra og minnka þá þjónustu, sem þeir hafa veitt atvinnuvegun- um. Ástæðan til þessarar aðgerðar er sá hugsunarháttur hjá ráðherr- unum að fjárfestingin sé allt of mikil og of miklir peningar í um- ferð og nú eigi að draga inn og minnka þensluna svonefndu. Þá taldi Lúðvík, að verzlunin hefði fengið allt of mikið af útlánaaukn ingunni. Á 10 fyrstu mánuðum þessa árs hefði verzlunin fengið 275 milljónir í nýjum viðbótar- j lánum við það. sem fyrir var. Al- þýðubandalagið er algerlega and- vígt þessu frumvarpi og telur að það eigi að fara aðrar leiðir, sagði 1 Lúðvík að lokum. ■ l b 6 T í M I N N, þriðiudagiun 3. desember 1963.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.