Tíminn - 03.12.1963, Side 9
erkir Islendingar
Misgott er minnið
ÞVf GLEYMI ÉG ALDREI
Frásöguþættir.
Kvöldvökuútgáfan.
í fyrra kom út á vegum Kvöld-
vökuútgáfunnar allvænt safn eftir-
minnilegra frásagna, er bar heitið
Því gleymi ég aldrei, ýmislegt var
læsilegt í því safni, bæði sakir
efnisvals og efnismeðferðar, og
virtist auðséð, að nokkurt úrval
hafði átt sér stað. Nú er komið út
annað bindi með sama nafni. Eru
í því 19 frásöguþættir eftir jafn-
marga höfunda, búnir á prent af
Gísla Jónssyni. Heldur er þetta
safn kostaminna en hið fyrra og
augsýnilega meira sótt í útsköfur.
Virðist hafa verið leitað til ýmissa
manna, er þóttu líklegir til þess
að eiga eitthvað frásagnarhæft og
geta komið því sæmilega frá sér.
Hins vegar hafa loforðin misjafn-
lega goldizt, en útgefendum varla
þótt við hæfi að kasta fyrir róða
framlagi, sem fengizt hafði með
eftirgangsmunum frá hefðarmönn-
um, þó að hálfgert örverpi væri.
Fer svona oft, þegar skrifað er
eftir pöntun.
Langt er þó frá, að það sé moð
eitt, sem boðið er í þessari bók,
en höfundai nöfnin eru mörg hver
vörumerki, sem löfa meiru en
reynd verður á.
Fyrsta frásögnin er um Talis-
snan-slysið við Önundarfjörð, skráð
af Kristjáni Jónssyni eftir Arin-
birni Arnasyni. Söguefnið er mik-
ilúðlegt, og því eru gerð ágæt skil,
enda er þetta viðamesti þáttur bók
arinnar. Egill Jónasson á Húsavík
á þarna smáþátt á lipru gaman-
máli, en lítil er lífsreynsla Egils,
ef hann gleymir öðru seinna því,
sem hann segir þar frá. Frásögn
séra Emils Björnssonar af ástand-
inu innan dyra í Alþingishúsinu
í uppþotinu 30. marz 1949 svalar
varla forvitni lesenda nægilega
vel, þó að frásögnin sé Lipur, og
gætir of mikils dekurs við þing-
mennina. Gangnaferðasaga Gísla
Sigurðssonar er snotur en vantar
verule"a eftirminnileg atvik. Ég
held, að þáttur Guðmundar Böðv-
arssonar sé í senn safamestur og
fegurst ritaður, en Guðrúnu frá
Lundi verður óvenjulega orðfátt.
Ameríkuþáttur Ingibjargar Þor-
bergs er ekki ósnotur en hefur
því miður mærð í stað mergjar.
Minningar Játvarðar Jökuls frá
Breiðafirði eru ekki ókræsilegar,
en það er eitthvert annað snið
á honum en stakk þessarar bókar.
Flugævintýri Jónasar Guðmunds-
sonar er ekki tilþrifalaust. Furðu-
sögur Jónasar frá Hofdölum eru
skemmtilegar og hafa sérstöðu í
bókinni. Haustharmur Jórunnar
Ólafsdóttur er falleg sveitasaga,
sem snertir viðkvæma strengi.
Frásögn Magnúsar Hólm Árnason-
ar af brunanum mikla á Akureyri
1906 er meira lífi gædd en marg-
ir aðrir þættir bókarinnar, enda
byggð á átakanlegri og persónu-
legri reynslu. Þá er þáttur Ólafs
Jónssonar af björgun áhafnar
Geysis af Vatnajökli 1950 allskil-
merkilegur. Atvik Ólafs Tryggva-
sonar í stórhríðarvillunni og
björgun hans er vel frásagnar
vert, en trúboðsáhuginn er óþarf-
lega mikill og yfirskyggir um of
frásagnarefnið. Aldamótamynd
Sigurðar Nordal þarf engrar af-
sökunar við, og er vel rituð sem
vænta mátti, en ekki er stórmerkj-
unum fyrir að fara. Þáttur Stefáns
Jónssonar hefur ef til vill mest
gildi fyrir það, hve sannri mynd
hann bregður upp af því, hver
áhrif dauðinn hefur jafnan á þá,
sem næstir standa, þegar skarð er
höggvið í mannhringinn með svip-
legum hætti, þó að í sjálfu sér
sé það hversdagslegt. Minning
Stefáns Ág. Kristjánssonar er
strengmjúk, og myndin af frosta-
vetrinum 1918 við Eyjafjörð fest-
ist í huga lesandans. Hungurvaka
Sveins Víkings er kímileg sam-
setning en meira ekki. Bókinni
lýkur með uppgjöri Vigfúsar
Björnssonar við myrkfælnina og
er skemmtilegur lestur.
Þegar á allt er litið, er töluvert
víða bitastætt í þessari bók og
ýmsu bjargað, sem vafalaust
múndi annars glatast og skaði
væri að. Það er ekki víst, að marg
ar bækur, sem út koma þessa
mánuði, séu líklegri til þess að
veita stærri lesendahóp ánægju.
Smásnoturt þjoöfræðakver
Einar Guðmundsson:
DULHEIMAR
Þjóðsögur og þættir
Setberg gaf út
í bókaflóði þessa hausts eru
ekki margar hreinkynjaðar þjóð-
sagnabækur, og munu Dulheknar
Einars Kristjánssonar komast
einna næst því, þó að þar kenni
ýmsra grasa. Satt að segja virð-
ist þjóðsagnalindin allmjög þorrin,
og þjóðsagnasöfn, sem til skamms
tíma gátu aukizt að sæmilegu hefti
á hverju ári, eru nú hætt að marg
faldast, og ný söfn bætast varla
við. Hins vegar er margt prentað
af þjóðfræðatoga, bæði gamalt og
nýtt. Það er eins og þjóðsögur
hafi ekki tíma til að gerjast leng-
ur. Þær eru bókfestar of hráar, og
sagnir eru hættar að ganga mann
frá manni, kynslóð eftir kynslóð
í munnlegri birtingu. Á þeirri leið
slípuðust þj óðsöguperlurnar áður
fyrr. Þjóðsögur gerast enn margar
og hafa sama efnismerg og áður,
en þær skortir flestar hið fágaða
listbragð, sem sjá má á beztu sög
unum í safni Jóns Árnasonar.
Einar Guðmundsson hefur um
sinn safnað þjóðlegum fróðleik og
gefið út nokkur kver. Hið síðasta
er Dulheimar. Þetta er einkar snot
urt kver, fallega úr garði gert og
heldur vandvirknislega unnið, rit
að á allgóðu máli, og finna má
þar ýmsa íorvitnilega smámuni,
en þetta er mikill upptíningur en
la reyfi heil.
Það er einkenni þessa kvers,
eins og svo margra annarra þjóð-
fræðarita á seinni árum, að þar
ægir mörgu saman — hreinum
þjóðsögum, kveðskap, persónu-
sögu, búendatölum, slysfarasögum
og jafnvel ævisögum. Er furðu-
legt, að saínendur þjóðlegs fróð-
leiks skuli ekki finna meiri hvöt
hjá sér til þess að flokka efnið bet
ur, þegar r.il útgáfu kemur. Fyrir
bragðið eru þjóðfræðaútgáfur
seinni ára eins og prentaðar hand
ritasyrpur, sem fræðimenn síðari
tíma eiga eftir að flokka og velja
úr til aðgengilegri nota.
Langbeztu þjóðsögurnar í þessu
kveri Einars eru norðan úr Sléttu
hreppi. Þær eru fornlegastar og
dulúðugastar.
Snotran búning og frá-
gang kversins ber sérstaklega að
þakka útgefanda, enda stingur
hann í stáf við þann sviplausa
handahófsbrag, sem verið hefur
á flestum þjóðfræðakverum, sem
gefin hafa verið út síðustu árin.
Fyrr á árum gaf Bókfellsútgáf-
an út ritsafnið Merkir íslendingár
í sex bindum, að mestu undir rit-
stjórn dr. Þorkels Jóhannessonar,
prófessors. í fyrra hóf útgáfan að
senda frá sér nýjan flokk ævi-
sagna merkra íslendinga undir
sama nafni í umsjá Jóns Guðna-
sonar fyrrv. skjalavarðar.
Nú er komið út annað bindi
þessa nýja flokks af Merkum ís-
lendingum og er með sama sniði
og fyrr. í þessu bindi eru ævisög-
ur eftirtalinna manna: Brandur
Jónsson biskup á Hólum en lengst
ábóti í Þykkvabæ á þrettándu öld
eftir Tryggva Þórhallsson, rit-
stjóra og forsætisráðherra. Loftur
ríki Guttormsson eftir Eggert
Brim. Benedikt Jónsson Gröndal,
yfirdómari og skáld, eða Gröndal
eldri, eftir dr. Hannes Þorsteins-
son. Daði Nielsson fróði eftir Jón
Aðils prófessor. Jakob Guðmunds-
son, prestur, sjálfsævisaga. Magn-
ús Stephensen, landshöfðingi, eft-
ir dr. Jón Þorkelsson, þjóðskjala-
vörð. Finnur Jónsson, prófessor,
eftir Jakob Jóh. Smára. Þorsteinn
Erlingsson eftir Guðmund Magn-
ússon (Jón Trausta). Hermann
Jónasson á Þingeyrum eftir Jón
Jakobsson, landsbókavörð. Guð-
mundur Björnsson, landlæknir,
eftir Pál V. G. Kolka. Jón Aðils,
ALLAH
ÁRSINS HKING
Jón Guðnason
prófessor, eftir Pál Eggert Ólafs-
son. Benedikt Sveinsson, alþingis-
maður og forseti neðri deildar,
eftir Guðmund Gíslason Hagalín.
Jón Guðnason ritar ýtarlegan for-
mála og gerir þar grein fyrir ævi-
sögunum, sem flestar eru teknar
upp úr Skírni og Andvara. Heil-
síðumyndir fylgja af flestum
þeim, sem ritað er um, og aftaot
er nafnaskrá. Ritið er á fjórða
hundrað blaðsíður að stærð og
vandað að frágangi.
frA
10.585!-
81 DAGA Skemmtiferðir
tii KAUPMANNAHAFMR og
maMMoven
Innifalið: Flugferðir,
Kaupmannahöfn: gisfingar, morgunvsrður og kvölcher&ur,
Mallorca: allur matur, gistingar,
Ferbaskrifstofcm LÖND OG LEIÐIR
AÐALSTHÆTI 8 SÍMAH: 20800 20760
Hreinsum
apaskinn, rússkinn
oq aðrar skinnvörur
ÁEFNALAUGI N".;B J Ö R;G.\iy
SólvollagÖtu 74. Sími 13237 ^ í t
Bormohlið 6. Simi 23337 '
Greifinn af
Monte Christo
Afgreiðsla Rökkurs getur nú
afgreit' aftur pantanir <
GREIFANUM AF MONTE
CHRIST O eftir Alexander
Dumas, þýðandi Axel Thor.
steinsson Þar sem III. b. sög-
unnar er uppselt hefur verið
endurprentað (4. prentun). —
Ö*I t.agan I,- VIII. b. nær 10«0
bls., bAtt sett í stóru broti,
kostar 100 krónur, send burð-
argjaidsfrítí ef peningar fylgja
pöntun
Atgreiðsla Rökkurs
Pósthólf 956, Reykjavík
ekkert
heimili
án
húsbúnaðar
litið á
laugavegi 2tí BÍmi 208 70
SAMBAND HÚSGAGNAFRAMLEÍÐENÐA
T f M I N N, briam<w:»» o
í I