Tíminn - 03.12.1963, Síða 14
ÞRIÐJA RÍKIÐ
WILLIAM L. SHIRER
Á þegsari alvarlega stundu
skarst Adolf Hitler sjálfur í leik-
inn og hafði saraband við Stalín.
Hann kyngdi stoltinu og fór þess
persónulega á leit við Sovét-ein-
ræðisherrann, sem hann svo oft og
svo l'engi hafði verið illviljaður,
að hann tæki á móti utanríkisráð-
herranum í Moskvu þegar í stað.
Skcyti hans var sent í flýti til
Moskvu klukkan 6:45 á sunnu-
dagseftirmiðdag, 20. águst, aðeins
tólf stundum eftir að skýrsla
Schulenburgs barst. Foringinn
sagði sendiherranum, að afhenda
Molotov skeytið „undir eins“.
„Stalín, Moskvu.
Ég fagna af heilum hug undir-
ritun hins nýja sovét-þýzka-verzlun
arsamnings, sem fyrsta skrefinu í
áttina að bættu sambandi milli
ríkjanna.
Fyrir mér er undirritun „ekki-
árásarsamnings“ við Sovétríkin
sem upphaf að langvarandi
breyttri utanríkisstefnu. Með því
tekur Þýzkaland upp stjórnmála-
stefnu, sem héfði verið hagkvæm
báðum ríkjum síðústu aidirnar . . .
Ég samþykki uppkastið að þess-
um samningi, sem utanríkisráð-
herra yðar, Molotov, hefur afhent,
en tel bráðnauðsynlegt, að gengið
veröi frá ýtnsum atriðum í sam-
bandi við hann eins fljótt og auð-
ið er.
Viðbótarsamningunum, sem Sov-
étríkin æskja eftir, verður án efa
hægt að ganga frá á mjög skömm-
um tíma, ef ábyrgur þýzkur stjórn-
málamaður getur komið til
Moskvu í eigin persónu til samn-
ingaviðræðna þar. Á annan hátt
getur stjórnin ekki séð, hvernig
hægt yrði að ganga frá þessum
samningi á skömmum tíma.
Spennan milli Þýzkalands og
Póllands er orðin óbærileg . . . og
til átaka getur kornið hvenær sem
er. Þýzkaland er staðráðið í því
héðan í frá, að gæta hágsmuna
Ríkisins og beita til þess öllum
þeim aðferðum, sem það hefur
yfir að ráða.
Skoðun mín er sú, með tilliti
til þeirrar fyrirætlunar ríkjanna
beggja að koma á betra samkomu-
lagi sín í millum, þá sé um að gera
að láta engan tíma fara til spillis.
Því sting ég enn upp á því, að þér
takið á móti utanríkisráðherra
mínum þriðjudaginn 22. ágúst, en
í síðasta lagi miðvikudaginn 23.
ágúst. Utanríkisráðherra Ríkisins
hefur fullt vald til þess að gera
og undirrita sáttmála um að ekki
verði gerð árás á Sovétríkin, sem
og viðbótarsamning þann, sem um
hefur verið rælt. Utanríkisráðherr
ann getur ekki staðið við í meira
en einn eða tvo daga í Moskvu
vegna ástandsins í alþjóðamálum.
Ég myndi verða glaður að fá svar
frá yður sem fyrst.
ADOLF HITLER."
Næstu tuttugu og fjórar klukku-
stundirnar frá sunnudagskvöldi
20. ágúst, þegar bæn Hitlers til
Stalíns var send ál'eiðis til Moskvu,
og þar til næsta kvöld, var for-
inginn í þannig hugarástandi, að
hann var að því kominn að fá
taugaáfall. Ilann gat ekki sofið.
Um miðja nótt hringdi hann í
Göring til þess að segja honum
frá áhyggjum sínum yfir viðbrögð
um Stalíns við skeyti hans og til
þess að þrasa yfir drættinum í
Moskvu. Klukkan 3 um nóttina,
21. ágúst, barst utanríkisráðuneyt-
inu „mjög áríðandi“ skeyti frá
Schulenburg, þar sem sagt var að
skeyti Hitlers, en Weizsacker
hafði sagt honum frá því fyrir
fram, hefði enn ekki borizt. „Opin-
ber skeyti milli Berlínar og
Moskvu eru fjórar til fimm klukku
stundir á leiðinni,“ sagði sendi-
herrann, „þar með talinn tveggja
stunda tímamismunur. Þar við
verður að bæta tíma til lesturs á
skeytinu." Klukkan 10:15 á mánu-
dagsmorgun, 21. ágúst, sendi hinn
bráðláti Ribbentrop af stað áríð-
andi skeyti til Schulenburgs:
„Gjörið svo vel að gera það, sem
í yðar valdi stendur til þess að
tryggja það, að af ferðinni geti
orðið. Og dagsetningarnar verði
eins og stendur í skeytinu.“ Stuttu
eftir hádegi, sagði sendiherrann í
skeyti til Berlínar: „Ég á að hitta
Molotov klukkan 3 í dag.“
Að lokum klukkan 9:35 að
kvöldi þess 21. ágúst kom svar
Stalíns yfir símalínurnar til Berl-
’ ínar.
„TIL KANSLARA RÍKISINS
A. Hitlers:
Ég þakka yður bréf yðar. Ég
vona, að þýzk-sovézkur samningur
um, að ríkin muni ekki gera árás-
ir hvort á annað, muni koma til
leiðar breytingu til hins betra á
stjórnmálasambandi landa okkar.
Þjóðirnar þarfnast friðsamlegr-
ar sambúðar. Samþykki þýzku
stjórnarinnar á þessum sáttmála
er undirstaða að því að gera að
engu spennu þá, sem ríkir í stjórn-
málum og koma á friði og sam-
vinnu milli landanna.
Sovétstjórnin hefur falið mér að
tilkynna yður, að við samþykkjum,
að Herr von Ribbentrop komi til
Moskvu 23. ágúst.
J. STALÍN.“
Af eintómri kaldhæðni hafði svo
farið, að nazistaeinræðisherrann
hafði hitt fyrir jafningja sinn þar
sem var kominn sovézki einræðis-
herrann. Nú var leiðin opin fyrir
þá að ganga nákvæmlega frá ein-
hverjum af skuggalegustu samn-
ingum þessa skítuga tímabils.
Svar Stalíns var sent áfram til
! foringjans í Berghof klukkan
10:30 um kvöldið. Fáum mínútum
síðar, minnist höfundurinn þess —
kl. 11 um kvöldið — a'^skyndilega
var rofin tónlistarútsending í
þýzka útvarpinu og rödd heyrðist
tilkynna: „Stjórn Rikisins og Sov-
étstjórnin hafa samþykkt að gera
samning, sem kemur í veg fyrir,
að ríkin geri árás hvort á annað.
Ríkis-utanríkisráðherrann mun
halda til Moskvu á miðvikudaginn,
23. ágúst, til þess að taka þar þátt
í lokaviðræðunum um málið.“
Næsta dag, 22. ágúst 1939, eftir
að Stalín sjálfur hafði fullvissað
Hitler um, að Rússland rnyndi
verða vinsamléga hlutlaust, þá kall
aði liann enn einu sinni á fund
sinn æöstu menn herjanna, en
fundurinn var haldinn í Obersalz-
berg, og þar þuldi hann yíir þeim
heilmikið um mikill'eik sjálfs sín
og þörfina á þvi að háð yrði dýrs-
leg styrjöld og án nokkurrar með-
aumkunar og skýrði þeim frá því,
að ef til vill myndi hann gefa út
skipun um að ráðizt skyldi á Pól-
land innan fjögurra daga, laugar-
daginn 26. ágúst — sex dögum á
undan áætlun. Stalín, liinn mikli
ó.vinur foringjans hafði gert þetta
mögulegt
Hernaðarráðstefnan 22. ágúst
Hershöfðingjarnir hittu Hitler í
einu af hans mestu hrokaköstum,
og sjaldan hafði hann verið jafn
ósveigjanlegur. „Ég hef kallað
yður hingað“, sagði hann, „til þess
að gefa ykkur yfirlit yfir stjóm-
málaástandið, svo að þér getið haft
nokkra innsýn í einstök atriði, sem
hafa orðið undirstaða að hinni ó-
umbreytanlegu ákvörðun minni
um að grípa til aðgerða og til þess
að styrkja traust yðar. Að því
loknu munum við ræða hermálin."
Fyrst af öllu“. sagði hann, „eru
tvö atriði, sem athuga þarf.
— Persónuleiki sjálfs mín, og
Mussolinis.
Allt byggist á tilveru minni og
á mér, vegna stjórnmálahæfileika
minna. Þar að auki á þeirri stað-
reynd, að' ef til vill mun enginn
annar eiga eftir að hafa eins allt
traust þýzku þjóðarinnar eins og
ég hef nú. Vel getur verið, að
aldrei aftur í framtíðinni verði
maður valdameiri en ég er. Til-
vera mín er því mjög mikilsvert
atriði. En mér getur verið rutt úr
vegi á hverju augnabliki, og það
28
— Hey!, sagði hann reiðilega,
en hann horfði aðeins á græna
hurðina, sem hún hafði skellt aftur
á nefið á honum. Phil strauk fingr-
unum eftir vörum sér og seildist
eftir vasaklútnum til að þurrka
burtu blóðið, sem vætlaði fram.
— Fari það í heitasta . . . taut-
aði hann og sneri frá dyrum henn-
ar. Hann gerði sitt bezta til að
skell'a lyftuhurðinni harkalega ^aft-
ur, og áður en hann fór að sOfa,
reyndi hann að svala sárustu
gremju sinni á dauðum hlutum í
íbúðinni.
— Stelpufjandi, tautaði hann
fyrir munni sér, jafnvel meðan
hann var að festa svefninn.
Þetta var á laugardagskvöldi,
eða öllu heldur snemma á sunnu-
dagsmorgni. Þetta var í fyrsta
skipti, sem kona hafði nokkru
sinni snoppungað Phil, og hann
hafði alls ekki hug á að láta það
endtittaká sig. Hann svaf lengi
frarti éftir, fór til kirkju sarn-
kvæmt venju, og fékk sér svo aft-
ur blund undir kvöldið. Regnið
hélt áfram að streyma úr loftinu.
Hann fór út til þess að borða
kvöldverð, en kom heim aftur um
níuleytið og var niðursokkinn í
bréfaskriftir — hafði reyndar ný-
lokið einu til mín — þegar sím-
inn hringdi. Hann greip símtólið
og heyrði ofurlítið æsta kven-
mannsrödd kynna sig sem Page
Arning.
Phil sperrti brýnnar í undrun.
— Já, sagði hann varfærnislega.
Það væri þó saga til næsta bæjar,
ef hún vogaði sér nú að biðjast
fyrirgefningar.
— Mér þykir mjög leitt að ó-
náða þig svo seint, læknir, sagði
hún titrandi röddu.
— Ó, það er er allt í lagi.
Kiukkan er aðeins rétt rúmlega
tíu.
— Já, ég veit það. Ég hef nefni-
lega verið að vinna hérna.
— Hérna hvar?
— Á rannsóknarstofunni. Ég
vinn oft hérna á sunnudögum, en
ég vann óvenju lengi fram eftir
núna, fékk svo mikinn áhuga á
því, sem ég var að fást við. Og . . .
og satt að segja er ég hrædd um,
að ég sé læst hérna inni.
— Ja, nú er illt í efni, sagði
Phil, en augu hans l'jómuðu af kát-
ínu.
— Já, það má nú segja, því að
það er ekki einungis, að ég hef
ekki etið matarbita, síðan í morg-
un, heldur eru gólfin hérna líka
dálítið hörð til að sofa á.
— Og er ekki nokkur sála þarna
í nánd?
— Ég veit það eiginlega ekki.
— Æ, það er rétt, þú getur ekki
heyrt í þeim.
— Nei. Þetta var rödd lítillar
og óttasleginnar stúlku. Ég er bú-
in að reyna að hringja á dyra-
vörðinn, en hann svarar ekki.
Hann er líklega úti í garðinum,
kannske í fylgd með stúlku.
— Nei, áreiðanlega ekki. Bros
hans var breitt, hann naut þess-
arar stundar í ríkum mæli.
— Ja, svona er þetta nú, sagði
Page, mjóum, óöruggum rómi.
— Það rignir, dr. Arning. Ef
salt skal segja, þá er alveg helli-
rigning.
— Er það? Hann heyrði, að hún
greip andann á lofti, og hann fann
til sektar.
— Hvað viltu annars að ég
geri? Það gæti verið hættulegt að
eltast við dyravörðinn, ef hann
er með stúlkul en ég mundi auð-
vitað gera það fyrir þig.
— Nei, sagði hún og var nú lík-
ari sjálfri sér. — Uppástunga mín
er sú, að — ég er búin að reyna
allt, sem mér dettur í hug í heilan
ÁSTII K LÆKNISIh IS
ELIZABETH SEIFERT
þarna á gistíhúsinu, og mér finnst
ég þekkja þig nógu vel — ég gæti
náttúrlega beðið dyravörðinn
en . . .
— Nú, nú?
— Ég gæti hringt í dyravörðinn
og beðið hann að hleypa þér inn
í íbúð mína. Þar feætir þú fundið
lykilinn að byggingunni hérna í
bláu töskunni minni á borðinu.
Það er ekki líkt mér að gleyma
töskunni minni og lyklunum, en
. . . Já, nú heyrði hann greinilegt
kjökur.
— Nei, heyrðu nú, reyndu nú
að vera róleg, sagði Phil fljót-
mæltur. Hann skemmti sér ekki
lengur yfir óförum hennar. Það
hlaut að vera allt annað en á-
nægjulegt að vera lokaður inni í
þessu völundarhúsi. — Ég kem
eins fljótt og ég get.
Hann hafði skóskipti i snatri og
þreif regnfrakkann sinn. Hann
talaði við dyravörðinn og náði í
lykilinn í bláu töskuna — sömu
bláu töskuna og hún hafði verið
með kvöldio áður — og hraðaði
sér niður Kingshighway. Hann tók
það ráð að ganga vegna hinnar
miklu umferðar. sem hafði tafið
hann á bílnum.
Dyravörðurinn var enn ekki
kominn, borðið hans var autt,
nema klukkan lá á hvolfi við hlið-
ina á símanurt, - Skrópari, sagði
Phil upphátt, og veggirnir berg-
mánuðu draugaleg orð hans.
Hann fór inn í lyftuna og stöðv-
aði hana á þeirri hæð. sem hann
vonaði að væri sú rétta. — Til
klukkutíma — en þú býrð núlfjandans með allar varúðarráðstaf-
anir og tauðhreinsaða galla, taut-
aði hann, bakteríurnar hljóta að
virða helgi dagsins. Eftir að hafa
þrætt í gegnum nokkur dauð-
hreinsuð herbergi, rakst hann loks
á réttu dyrnar, og þar fann hann
Page. Hún stóð þarna hjálparvana,
með hvítan kappa í hendinni, varir
hennar titruðu, og hún var stór-
eyg af skelfingu.
Hann opnaði faðminn, og hún
hvarf til hans. Hann kyssti hana,
eins og hann hefði kysst óttaslegið
barn, og hún leyfði honum það.
— Vesalings barn, sagði hann
blíðl'ega, og hún snökti við öxl
hans.
— Ég skil ekki, hvers vegna ég
hef verið svona hrædd, kjökraði
hún. — Þetta er svo kjánalegt.
— Það er ekki vitund kjánalegt.
Staðurinn er draugalegur. jafnvel
í dagsbirtu
Og hann kyssti hana aftur, í
þetta sinn sem konu. Og aftur
leyfði hún honum að gera það, þó
að hún losaði faðmlögin fljótt.
Hún gaut tii hans augunum og
roðnaði. — Ég verð að skipta um
föt, sagði hún feimnislega
— Vitaskuld Ég bíð þín fyrir
utan dyrnar
Hann hallað: sér upp að veggn-
um og blístrað- tjörlega, þangað
til hún birtist, klædd Ijósri regn-
kápu með lítinn hatt á höfðinu.
Phil horfði á hana meiri for-
vitnisaugum er nokkur baktería
hafði nokkrii sinni vcrið litin í
þessari mikli rannsóknarstofnun.
— Segðu mér eitt, sagði hann, um
leið og hann elti hana í átt til lyft-
unnar. — Um hvað fjallaði dokt-
orsritgerð þín?
Og hún svaraði sínum mjúka
rómi: — Um steinbítsheilann.
Hlátur hans bergmálaði í tómu
húsinu. Hann var enn hlæjandi,
þegar þau náðu til útidyranna.
Page gaut augunum upp á hann.
Ljós lokkur liðaðist fram undan
hattbarðinu. — Ég býst varla við,
sagði hún alvarlegri röddu, að þú
kærir þig um ofurlítinn útdrátt
úr ritgerðinni? Svo gat hún ekki
gert að sér að hlæja.
Hann þurrkaði sér um augun
og opnaði fyrir henni dyrnar. —
Ef til vill gætirðu gætt hann ein-
hverju lifi, — en ég efast satt að
segjá um það
— Ég fékk þó doktorsgráðu út
á þetta, áminnti hún hann hreykn-
islega.
— Ég þori að veöja, að enginn
hefur lesið hana. En drottinn
minn dýri. líttu út. og ég, sem
kom ekki á bílnum.
— Kápan mír> og hatturinn eru
vatnsþétt
Svo mikih is hafði bráðnað við
hressilegan hlátur þeirra, að hún
leyfði honum að taka hönd henn-
ar. í handarkrika sinn, og þannig
þrömmuðu þau hlið við hlið í rigil-
ingunni Hún gaf honum ekkert
eftir á göngunni. og barðið á litla
snotra regnhattinum hennar bar
yfir hægri öxl hans
— Á ég ekki að biðja um smurt
brauð Og súkkuláði upp í íbúðina
mína?, spurði hann, þegar þau
Irnrrm tricfi hncci nc T7rt
14
TIMINN, þriðiudaginn 3. desember 1963.