Tíminn - 08.12.1963, Síða 6
, .. ÖG SKRAÉAO OG SKRAFAÐ
Kyrriáti Kanada-
maðurinn
Meðal þeirra bóka, sem
koma á markaðinn á þessu
ári, ber að vanda mikið á
ævísögum og endurminning-
um, sem ýmist eru skráðar af
viðkomandi manni sjálfum
eða eftir viðtölum við hann.
Slíkra rita gætir einnig í
vaxandi mæli á erlendum
bókamarkaði, en þó er vafa-
mío, að íslendingar eiga einn
metið á þessu sviði.
Meðal þeirra rita þessarar
tegundar, sem koma út á
þessu ári, hefur eitt talsverða
sérstöðu. Það fjallar um þann
samtíðarmann, sem af ís-
lenzku bergi er brotinn, er
unnið hefur sér mestan frama
á erlendum vettvangi, en hef
ur þó verið furðulega óþekkt-
ur. Hann hefur líka gert
manna minnst að þvi að halda
hróðri sínum uppi, enda i
kunningjahópi gengið undir
nafninu: Kyrrláti Kanada-
maðurinn. (The Quiet Can-
adian).
Sá maður, sem hér um ræð-
lr, er Sir William Stephenson.
Hann er fæddur í Kanada.
Móðir hans var íslenzk, en
faðirinn írskur. Hann missti
foreldra sína ungur og ólst
síðan upp á íslenzku heim-
lli. Hann gerðist flugmaður í
fyrri heimsstyrjöldinni, og
varð þá frægasti orrustuflug-
maður Kanadamanna, skaut
p ma. niður 20 þýzkar flug-
ý vélar. Á þeim árum var hanh
einnig mikill hnefaleikakappi.
Eftir styrjöldina fór hann til
Bretlands og varð brátt í
hópi mestu kaupsýslumanna
þar. Jafnframt lagði hann
stund á upppgötvanir og fann
m.a. upp aðferð til að senda
myndir þráðlaust óraleiðir.
Fyrir siðari heimsstyrjöldina,
vann hann að því að afla
Winston Churchill upplýsinga
um vlgbúnað Þjóðverja Eftir
að Churchill kom ti! valda,
fól hann Stephenson hvert
verkefnið öðru vandasamara,
unz hann hafði með höndum
yfirstjórn allra njósna og
leyniaðgerða Breta í Vestur-
heimi. Þetta starf þótti hann
leysa afburða vel af hendi, og
hugkvæmni hans á þessu
sviði verið orðlögð af þeim,
sem fylgdust með starfi hans.
Meðal aðdáenda hans á þessu
svíði er hinn heimsfrægi.
brezki leynilögregluskáld-
sagnahöfundur Ian Fleming.
Dulargáfa
Stephensons
Þeir, sem kunnugir voru for
eldrum Stephensons, segja,
að hugkvæmnin og seiglan,
sem hafi einkennt hann, sé
ekki síður erfð úr ættlegg
móðurinnar en föðurlns. Frá
móSurinnl er hann líka talinn
hafa erft ófreskigáfu, sem oft
mun hafa komið honum að
góðu haldi, þótt lítt hafi hann
fllikað þvl. Valdimar Llndal
dómari hefur nýlega sagt sögu
frá uppvexti Stephensons, er
vitnar glöggt um þessa gáfu
hans. Hún er þannig:
Stephenson sat eitt sinn í
stofu á heimili hinna islenzku
fósturforeldra sinna. Sagði
hann þá allt í einu frá því,
að maður væri að læðast inn
í garðinn og gægjast á
gluggann. Lagði hann fyrir
heimilisfólkið að hafa hægt
um sig, fór síðan hljóðlega út
og kom hinum óboðna gesti í
opna skjöldu, en hugboð hans
hafði reynzt rétt.
Fleiri hliðstæður sögur
munu vera til frá uppvaxtar-
árum Stephensons.
Jólin nálgast
Höfuðborgin ber þegar orðið
svip þess, að jólin eru skammt
undan. Jólaskreytingarnar eru
komnar til sögunnar og setja
svip sinn á hús og stræti. Á
heimilum er jólaundirbúning-
ur hafinn á ýmsan hátt.
Jólin eru hátið friðarins.
Mönnum hlýtur því m.a. að
verða hugsað til þess, hvort
friðarhorfur hafi breytzt til
hins betra eða verra siðan
seinustu jól voru haldin.
Að flestra dómi er ástand
heimsmálanna nú friðvæn-
legra en fyrir ári, þótt enn
séu ýmsar blikur á lofti og
því þörf að halda fullri vöku.
Hið sama verður hins vegar
ekki sagt um viðhorfið í ís-
lenzkum þjóðmálum. Þar eru
nú miklar blikur á lofti.
Næstu daga verður það ráðið,
hvort íslendingar geta haldið
friðarjól að tveimur vikum
liðnum eða hvort ýfír jóla-
haldinu muni hv^la einn
mesti ófriðarskuggi, sem sézt
hefur á landi hér.
Ef þeir stórfelldu kjara-
samningar, sem nú standa yf-
ir, leysast friðsamlega, getur
þjóðin fagnað friði jólanna.
Verða þeir hins vegar óleyst-
ir og enn harðari deilur hafn-
ar, mun harka stéttadeilna og
pólitísks illveðurs grúfa yfir
jólahaldinu.
Þjóðhátíðar-
samningurinn
Það var ánægjulegur andi,
sem hvíldi yfir seinasta þjóð-
hátíðardegi íslendinga Nótt-
ina áður hafði náðst sam-
komulag milli verkalýðsfélaga
og atvinnurekenda um tak-
markaða kauphækkun á þeim
grundvelli, að timinn fram til
10. október yrði notaður til
þess að ná víðtækara sam-
komul. um aðrar kröfur verka
lýðsfélaganna. Ríkisstjórn-
in hafði átt nokkurn þátt í
því, að samið var um þenn-
an frest, og var þvi treyst á,
að hún myndi nota hann til
að vinna að víðtækari sátt-
um.
Svo varð þó ekki. 10 októ-
ber kom og leið án pess að
nokkuð gerðist. Enn leið hálf-
ur mánuður, án þess að nokk
uð væri unnið að samning-
SIR WILLIAM STEPIIENSON
um. Þá fyrst setti ríkis-
stjórnin rögg á sig. En til
hvers? Til þess að miðla mál-
um? Þvi miður ekki, heldur
til þess að reyna að lögfesta
óbreytt ástandý'- þótt,, það
'þýddi meiri ójofnur og kpara-
muh'-ett þjóðin hafði bújð við'
áratugum saman.
Þetta var slæm efnd á
þj óðhátíðarsamkomulaginu,
er þjóðin hafði fagnað. Þjóð-
in reis líka gegn þessari lög-
kúgunartilraun. Með samein-
uðu átaki verkalýðshreyfing-
arinnar og stjórnarandstöð-
unnar á Alþingi, var stjórnin
neydd til undanhalcis. Enn
veitti verkalýðshreyfingin
fjögurra vikna frest ti! samn-
inga.
Fyrsta skrefið
ófullnægjandi
Ríkisstjórnin hefur nú góðu
heilli lært það af óförum
kaupbindingarfrumvarpsins,
að henni sé um megn að ætla
að lögfesta óbreytt ástand.
Síðast liðinn þriðjudag bar
hún fram tillögu tii lausnar
kjaradeilunum, sem að vissu
leyti stefnir í rétta átt, þegar
miðað er við fyrri afstöðu
hennar. Öllum má þó vera
Ijóst, að þessi tillaga ríkis-
stjórnarinnar mun ekki leysa
kjaradeilurnar, og að miklu
meira verður að ganga til
móts bæði við launþega og
atvinnuvegina. Launþegar,
sem hafa dregizt aftur úr,
verða að fá meiri bætur og
atvinnuvegirnir verða að fá
meiri tilhliðrun, enda auðvelt
að veita hana með lækkun;
vaxta og tolla og öðrum að-
gerðum.
Tveir dagar eru nú þangað
til, að umræddur frestur verka
lýðshreyfingarinnar rennur
_út., Allt veltur nú á því, að
‘PMisslíj^SAitf ^éi^i'éét' íjóst,1 að
hún verður að bjóða betur og
getur líka boðið betur, ef rétt
er á málum haldið Friðurinn
í þjóðfélaginu veitur á því, að
ríkisstjórnin geri sér þetta
ljóst. Hún verður að meta frið-
inn i þjóðfélaginu meira en
þá viðleitni að reyna með
skertum kjörum alþýðustétt-
anna að endurreisa hér úrelt
þjóðfélag „hinna góðu, gömlu
daga“, þegar auðurinn safn-
aðist á fáar hendur, en al-
menningur bjó við þrengstu
kjör.
Forganysréttur
Hnna riku
Þegar Framsóknarmenn
leggja til að aukin séu fram-
lög til íbúðarbygginga almenn
ings, vega- og hafnargerðar,
ræktunar, raforkumála og at-
vinnuframkvæmda efnaminni
einstaklinga — og vextir lækk
aðir í sama skyni, — þá rjúka
stjórnarliðar upp og æpa:
Þetta veldur ofþenslu, Fram-
sóknarflokkurinn vill eyði-
leggja allt með ofþenslu, það
er ekki til vinnuafl til að gera
þetta.
Þetta er hins vegar ekki hin
raunverulega ástæða. Hin
raunverulega ástæða er sú,
I að stj órnarf lokkarnir vilj a
tryggja forgangsrétt hinna
^ríku. Hinir ríku eiga að hafa
forgangsrétt til að koma fram
sínum framkvæmdum, án til-
lits til þess, hvort þær eru
nauðsynlegar eða ekki. Stór-
kapitalið skal hafa hinn al-
gera forgangsrétt. Fram-
kvæmdir í þágu almennings og
framkvæmdir efnalítilla ein-
staklinga skulu mæta afgangi,
ef gera þarf ráðstafanir til
þess að sporna gegn þenslu.
Þess vegna skal dregið úr
framlögum og lánum til þess-
ara framkvæmda. Þess vegna
skulu vextir vera háir. Þannig
skal tryggður forgangsréttur
hinna ríku.
Forgans;sréttur
almennings
Afstaða Framsóknarflokks-
ins er sú, að þeir telja það
rangt að miða framkvæmdlr
við forgangsrétt hinna ríku.
Ef nauðsynlegt sé að gera ráð-
stafanir til að draga úr þenslu
eigi að gera það þannig, að
dregið sé úr framkvæmdum
eftir því, hve nauðsynlegar og
aðkallandi þær eru metnar.
Hóflegar íbúðarbyggingar al-
mennings eiga t.d. að sitja 1
fyrirrúmi, hvað íbúðarbygging
ar snertir. Framkvæmdir til
að auka framleiðslu og fram-
leiðni eiga t.d. að hafa meiri
rétt en verzlunar- og skrif-
stofuhallir, sem geta beðið. Og
framlögum hins opinbera og
lánveitingum bankanna á
helzt að beita þannig, að það
styðji sem allra flesta ein-
staklinga til sjálfsbjargar og
atvinnuframkvæmda, en efli
eklid óeðlilega §t,e,rkt stórkapi-
tal fárra auðhyggjumanna.
söglu satt?
Það ástand í efnahagsmál-
um þjóðarinnar, sem blasir
við augum manna þessa dag-
ana, mætti gjarnan verða til
þess, að menn rif juðu það upp,
sem þeim var sagt fyrir þing-
kosningarnar í vor Stjórnar-
flokkarnir héldu því óspart
fram þá, að „viðreisnin“ hefði
heppnazt og þjóðin mundi búa
áfram við vaxandi ,viðreisn“,
ef stjórnarflokkarnir héldu
meirihlutanum. Gylfi Þ Gísla-
son birti útreikninga um, að
kjör verkafólks hefðu batnað
um 22% á „viðreisnartíman-
um“ og þetta myndi ao sjálf-
sögðu haldast áfram, ef „við-
reisnartíminn" yrði framlengd
ur.
Framsóknarmenn héldu
öðru fram. Þeir bentu á, að
þrátt fyrir allt góðærið vegna
hagstæðra aflabragða og
hækkandi útflutningsverðs,
væri stjórnarstefnan að koma
efnahagsmálum þjóðarinnar í
fullt öngþveiti.
Þetta tvennt geta menn svo
borið saman við ástandið í
dag. Af því geta þeir auðveld-
lega dregið ályktun urn. hvor
ir það voru sem sögðu satt
fyrir þingkosningarnar, Fram
sóknarmenn eða stjórnar-
sinnar.
UM MENN OG MÁLEFNE
7 r *, 7. ‘I í ; • » Y 7j| ff !} ■ y.
T ?■? /
6
T f M I N N, sunmidaginn 8. desember 1963.