Tíminn - 08.12.1963, Qupperneq 9

Tíminn - 08.12.1963, Qupperneq 9
ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Bjarg aldanna — fíallið eina Stundum er Guði sjálfum líkt við fjall, bjarg, sem ekki fær bifazt. Og þessi fjallslíking er sameiginleg mörgum trúar- brögðum, ekki sízt þeim, sem hafa tvinnazt og ofizt saman í trúarhugð okkar íslendinga, sem mótuð er af Ásatrú og Jahvetrú í kristinn dóm. Boðorðin tíu voru gefin á fjallinu Sínaí, og Fjallræðan flutt á fjalli sem orðið er tákn allra fjalla í nafnleynd sinni, og mörg eru Helgafell okkar á eyjunni fögru við Dumbshaf. En samt er það nú svo, að jafnvel fjöllin hafa bifazt og kraftar bjargrótanna bærzt hvað eftir annað. Guðstrú hins kristna hjarta er fyrst og fremst trúin á sigur kærleik- ans í stormum haturs og grimmdar, sigur ljóssins í djúp- utn skuggum skammdegisnæt- ur. En hvað eftir annað er líkt og þessi trú verði líkt og ljós í stormi, blaktandi Ijós á litlu skari, og manni finnst himinn og jörð vera að líða undir lok, festingar alheimsins að hrynja og gliðna sundur. Hið vonda að taka völd, myrkrin ein hafa einveldi á jörðu, allar vonir að engu gjörðar, og mannkyn- ið allt eins og lítið barn á hættu'pgri slóð, refilsstigum í gjörningahríð heimsku og hat- urs, í íslenzkum stórhríðarbyl þegar ekki sér út úr augum. „Andvökunætur einmana grætur útlægur hugur á myrkr- anna slóð. Heitt þráir andi ljós yfir landi leiftrandi bjarminn af ár- sólarglóð. Mannheimur villist á myrkranna slóð“. Þannig hefur vafalaust mörg- um orðið um daginn, þegar for- inginn mikli, leiðtogi lýðræðis og vonarstjarna mannhelgi og jafnréttis manna og þjóða féll fyrir kúlu launmorðingja úr launsát.ri, hneig í faðm eigin- konu sinnar, líkt og táknmynd hins góða, sem biður lægra hlut í átökum við mannvonzku, heimsku, grimmd og fordóma, þröngsýni og forherðingu. Og a.'it í einu varð eins og allt staðnaði, og mannt varð á að spyrja: „Er þetta þá allt? Er þetta þá allt, sem maður hefur vonað bezt og bjartast? Og innst inni í hjartanu brast ein- hver strengur, sem kannske aldrei ómar framar, ung von, sem dó, veröld, sem hrundi heimui sem fórst. Hví var svo gjört við hið græna tré? Mann- inn, sem var í fararbroddi í bar áttunni fyrir jafnrétti allra kyn þátta, ailra stétta, manninn sem stóð eins og foldgnátt fjall gegn ágangi og áróðri, og ágangi ein ræðis og kúgunar í vitund okk- ar flestra á Vesturlöndum, manninn, sem var orðinn nokk urs konar útvörður við landa- mæri íriðar og frelsis, mann- inn, sem í tign sinni og veldi gat gefið öll forsetalaunin sín árlega i sjóð til styrktar van- gefnuir börnum. Var hann ekki einmitt tákn hinna komandi jóla, græna tréð, sem unnið hafði ósjálfrátt þegnrétt í hverju viðkvæmu hjarta, svo hægt vai að segja: Mér þykir vænt um hann. Baldur, hinn góði hviti Ás mannkyns hafði fallið fyrir Heði blinda einu sinni er.n. Og tárin komu fram í hvarmana. Var tilveran enn svona grimm. Til hvers var að berjast? Var ekki framfaraskím an, skröksaga ein, sumarið, sem aldrei kcm? En þetta er allt saman, þótt hart sé að segja að binda hug sinn við heimsins skyndilæti. Merkið stendur þótt maðurinn falli. Andi hans lifir. Kærleik ur hjartans lifir. Sannleikur- inn, rcttlætið lifir. Að binda traust sitt við mann, dauðlegan mann er ofdirfska, barnaskap- ur. Þökkum heldur hinn eilífa anda sem í honum bjó, líkingu hans við Krist, guðskraftinn, sem honum auðnaðist að veita gegnum vitund sína til sam- ferðafólicsins, vesalings óttasleg innar kynslóðar atómaldar. Bjarg aldanna, fjallið eina, Guðs kraftur kærleikans stend- ur enn og bifast ekki. Tár þín, sem hafa drukkið Herrans ljós, voru sönnun þess. Strengur- inn, sem hrökk í barmi þínum, veröldin, sem hrundi í huga þínum, var sönnun þess, að kærleikurinn, sem birtist í þess- um eina manni, sem þú lærðir að elska i órafirð, var sönnun þess, hvað Fjall'ið eina, bjarg aldanna er eilíft og mikils virði hverri mannssál. Við sjáum allt hér svo sem í skuggsjá og óljósri mynd, og við miðum helzt við langa ævi og mörg ár. En ár og eilífð eru undarleg hugtök. Einn dag- ur við Fjallið eina, bjarg ald- anna, er sem þúsund ár og þús- und ár sem einn dagur. Flestir eða margir, sem eiga dýpst spor við tímans sjá, áttu aðeins örstutt starfstímabil tal- ið í árum. Alexander mikli var kon- ungur í þrjú ár, Kristur kenndi í þrjú ár tæp, Mærin frá Or- leans frægasta kvenhetja og frelsishetja allra alda, var þrjú ár að starfi, Kennedy var tæp þrjú ár. Svona mætti lengi telja. Þau voru ekki fjallið, en þau voru kveikt við ljómann frá geisiadýrð þess, ljós og sól hins eilífa. Þess vegna mun ljós þeirra ekki daprast þótt ár og aldir líði, heldur verða þeim mun bjartara sem aldirnar verða fl'eiri, myrkrin svartari. Þess vegna megum við aldrei gefast upp í trú á sigur ljóss- ins, sigur kærleikans, sigur hins góða, fagra, sanna og rétta. Á því vinna engar Gyðinga- ofsóknir, engin drepsótt, ekkert bál, engin krossfesting, engin byssukúla úr launsátri morð- ingjans. Baldur hinn góði, hvíti ás, verður ekki grátinn úr helju með öllum tárum allra manna. En bros hans endurspeglast í tárunum til enn dýrðlegri ljóma, enn dýpri elsku og enn sárari harms, sem lofar sigri Ijóss og frelsis að lokum í bjartri , heitri von. LEIKFÉLAG SELFOSS Víxlar Leikfélagið á Selfossi er nú að hefja sjötta starfsár sitt. Ekki verður annað sagt en að það hafi verið athafnasamt, þar sem það hefur sýnt 8 leikrit á þessum tíma, flest stór og viðamikil. Félag ið hefur á þessum árum notið af- burða leikstjóra, kemur þar mest við sögu Haraldur Björnsson, einn mikilhæfasti og gagnmenntaðasti leikari ísle.idinga til þessa. Undir leiðsögn hans hefur álitlegur hóp- ur í leikfélagi Selfoss náð allgóð- um þroska og fram hafa komið at- hyglisverðir einstaklingar er vald ið hafa með mikilli prýði hinum vandasömustu verkefnum. Væri á- stæða til að geta sumra þeirra, þó það verði að bíða að sinni. — Að- staða til ieikstarfsemi er engan veginn svo sem skyldi hér á Sel- fossi. Er sennilega langt í land að svo geti orðið, því mjög brýn verkefni kalla að í ungu og ört vaxandi hreppsfélagi, sem í raun hefur fengið á sig nokkurt bæjar- snið. Þó hafa forráðamenn staðar- ins sýnt leikstarfseminni mikinn skilning og stutt hana á myndar- legan hátt. Síðastliðið föstudagskvöld frum- sýndi félagið í Selfossbíó gaman- leikinn „VKlar með afföllum" eft- ir Agnar Þórðarson. Leikrit þetta hefur eigi verið sett á svið áður, en það er saman sett úr 11 vin- sælum þáttum er fluttir voru í út- varpinu á sínum tíma undir sama nafni. Upphaflega mun höfundur- inn hafa samið leikritið fyrir stórt hringsvið með nokkuð fleiri per- sónum, með það fyrir augum að það yrði flutt i Þjóðleikhúsinu, en þar sem ekki hefur orðið af því, fækkaði hann persónum nokkuð og gerði sviðið eitt, en tvískipt. Höfundurinn hefur sjálfur ann- azt sviðsetningar leikritsins Eins og kunugt er, þá er leikrit þetta léttur gamanleikur, gerist í Reykja vík á vorum dögum, þrungið af glettni og gamanmálum. Þó fel- ast í leiknum sannjeikskorn og persónur í gerð og gervi mjög sannfærandi. í heild má segja, að uppfærsla leikritsins sé góð, höfundi og leik- endum til sóma. Svo mikið er víst að leikhúsgestir skemmtu sér með ágætum. Margar af persónum leikritsins eru þegar landsfrægar, svo sem Danni, sem leikinn var af Þorbirni Sigurðssyni, óvönum unglingspilti, or slapp furðu vei frá hlutvevkinu. FO' eldrar hans Bergþór Bjönuson afföllum Júlíus kaupfélagsstjóri (Karl Guðmundsson), Bergþór Björnsson (Axel Magnússon) og ræstingakona (Ágústa Sigurðardóttir). Guð er ekki dáinn, þótt góðir menn falli. Og þeir skilja eftir ljós sitt við veginn. Það er eins víst og að hitt, að aftur koma jól og aftur hækkar sól. Sjáið vorbrum vonarinnar mitt í skammdegismyrkrunum, þegar jólin, hátíð friðar og fegurðar, kljúfa sundur allar ógnir vetr- arins. Sumarið, sem þú taldir tapað á örskotsstund örvænis og skelf ingar, kemur aftur. Heimurinn þinn, sem hrundi, rís aftur úr sæ, strengurinn, sem brast, óm- ar að nýju. Bjarg aldanna, Fjall ið eina, ljómar þér við sólris nýrra vona. Sjá, „Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og líf.“ Himinn og jörð munu liða undir lok, en orð Guðs, kærleikur hans, stendur stöðugt að eilífu. Amen. Árelíus Níelsson. leikinn af Axel Magnússyni, form. leikfélagsins og konu hans Jónu Jódísi, leikin af Erlu Jakobsdótt- ur, er gerðu hlutverkum sínum hin æmilegustu skil. Halldór Magn ússon lék Nikulás fjármálamann, mjög sómasamlega. Ha’.ldór hefur verið góður kraftur í leikféJaginu og ein þess styrkasta stoð. Þor- gerði kennslukonu, systur Jónu Jó- dísar, leikur Sigríður Loftsdóttir Var meðferð hennar á hlutverkinu mjög trúverðug. Júlíus kaupfélags- stjóri frá Skötufirði, er í gervi Karls Guðmundssonar, leikara, er leikur að þessu sinni sem gestur hjá leikfélagi Selfoss. Skilaði hann þeirri virðulegu persónu með full- um sóma. Frú Ágústa Sigurðar- dóttir fór með hlutverk ræstingar- konunnar af mikilli snilld, enda hlaut hún ósvikið lof sýningar- gesta. Valgarð aðalbankastjóra leikur Sigurður Símon Sigurðsson, með virðulegu fasi og settlegheit- um, sem slíkri stöðu hæfir. Sjönu skrifstofustúlku leikur Sesselja Ól- afsdóttir all-þokkalega. Trésmið, lítið hlutverk, var ágætt í meðferð Gunnars Granz. Vildimar Þor- steinsson kom fram í gervi múr- ara, sem nánast er „statista1-- atriði. Leiksviðið er smekklegt og lýs- ing góð. Húsið var þéttsetið og skemmtu sýningargestir sér ágætlega. Glumdi húsið af ósviknum hlátri. er fyndni og kringilyrðum rigndi hverju eftir annað. Á leiksýning j þessi áreiðanlega eftir að skemmta mörgum áður en lýkur, og óhætt að hvetja fólk, sem vill öðlast ó- svikna skemmtistund, að fjölsækja á leikinn. í leikslok var leikendum óspart klappað lof í lófa, svo og höfund- inum og leikstjóranum Agnari Þórðarsyni og bárust þeim öllum fjöl'di blóma. — Oddviti Selfoss- hrepps, Sigurður í. Sigutðsson, á- varpaði höfundinn og færði honum þakkir fyrir að hafa heiðrað stað- inn með því að láta frumflytja þennan ágæta gamanleik á sviði hér á Selfossi. .Jafnframt færði hann leikurum þakkir fyrir frammistöðu þeirra. Bað hann leik húsgesti hylla höfundinn með kröftugu húrrahrópi, sem var vel tekið undir Var leikendum einnig þakkað á sama hátt. Ekki er að efa, að „Víxlar með afföllum" verða sýndir af Leik- félagi Selfoss, víða um Suðurland, svo sem flestir geti átt þess kost að njóta þeirrar gamansemi, sem þar er að finna í ríkum mæli. — Ég vil þakka höfundi og leik- endum fyrir ágæta skemmtun. Óskar Jónsson. Framsóknarvist á Akranesi Framsóknarvist og kvikmyndasýning verSur í félagsheimili Framsóknar- manna á Akranesi að Sunnubraut 21 sunnudaginn 8. desember. Hefst kl. 8,30. 9 T í M I N N, sunnudaginn 8. desember 1963.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.