Alþýðublaðið - 08.10.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.10.1942, Blaðsíða 2
p y:-vcv • ■ jfffiíwiúw ALÞTÐUBLAÐID ... .. - ■<' Fimmtudagur 8. október 194L Komið á í kvðld. ALÞÝDUFLOKKURINN boðar til fyrsta opinbera kjós- endafundarins í kvöld klukkan 8,30 í Iðnó. Margir ræðtunenn munu taka til máis á fundinum og meðal þeirra þrír efstu menn A-listans: Stefán Jóhann Stefánsson, Harald- ur Guðmundsson og Sigurjón Á. Ólafsson. I>á mun Sigurðm Einarsson dósent einnig tala og ýmsir fleiri. Kosningabar- áttan er nú að komast á hástig. Alþýðuflokksmenn hafa heitið því að vinna vel og örugglega fyrir þessar kosningar og láta ekkert aftra sér í þeirri baráttu, sem stendur um vel- ferð og framtíð alþýðunnar í landinu og samtaka hennar. Mætið öll á kjósendafimdi Alþýðuflokksins. Takið þátt í starfi flokksins af lifandi áhuga og krafti. Bréí Pálma Hannessonar rektors til kennslnmálaráðherra. ftÉg hef ekki beiðzt lausnar enn, en ég hef hótað að gera það.w PÁT.MT HANNESSON rektor Menntaskólans héfir ekki beðizt lausnar frá embætti sínu, en hann hefir hótað að segja að sér, ef hann fær ekki að hafa sömu umráð yfir húsi Menntaskólans og tíðkazt hefir síðan hann tók við skól- anum að minnsta kosti. „Ég lít ekki þannig á, að ég hafi sótt um lausn frá embætti“, sagði Pálmi Hannesson í samtali við Alþýðublaðið í gær'kveldi. „Hinsvegar setti ég fram í bréfi til ráðherrans það skilyrði fyrir því, að ég færi áfram með embættið, að ég hefði fullan ákvörðunarrétt yfir skólahús- imi — og ég læt það að vísu varða afsögn embættisins, ef það skilyrði verður ekki uppfyllt.“ Tilbæfolans otð- rðDinr nm fyrir- hugaða geugis- lækhua. UNDANFARNA DAGA hefir gengið orðrómur um það hér í bænum, að yfir- vofandi væri verðfelling ís- lenzku krónunnar og fylgdi það sögunni að kröfur um þetta væru komnar frá full- trúum Bandaríkjanna og Breta sem héma væru stadd- ir. Nú hefir ríkisstjórnin gef- ið út yfirlýsingu þar sem hún mótmælir þessum orð- rómi. Er yfirlýsing ríkisstjórnar- innar, sem er gefin út af við- skiptamálaráðuneytinu, svo- hljóðandi: „Út af orðrómi, sem gengið heíir um það, að ráðagerðir væri uppi um að lækka gildi ís- lenzkrar krónu móti dollar, og að jafnvel væri þar til að dreifa áhrifum frá öðrum löndum, finnur ríkisstjómin áetæðu til þess að lýsa því yfir, að enginn minnsti fótur er fyrir þessum orðrómi á neinn hátt.“ Mxtitf á kjósendafundi AlþýBuflokks- ins £ Iðnó í kvöld kl. 8.30. Pálmi rektor lét Alþýðublað- inu í té afrit af bréfi sínu til ráðherra og fer það hér á eftir: „Ráðuneytið hefir heimilað skrifstofu lögmannsins í Reykja vík afnot af húsum skólans fyrst um sinn. Þetta vax gert að mér forspurðum. enda mundi ég ekki hafa samþykkt það, þar sem auðvitað er, að það veldur truflun og trafala við þær að- gerðir, sem verið er að gera á skólahúsinu, en eigi er unnt að setja skólann fyrr en þeim er lokið. Fyrir nokkrum dögum skýrði ég skrifstofustjóra ráðuneytis- ins frá því, að nauðsynlegt væri, að þessum afnotum létti. Tók hann því eigi ólíklega. Þann 3. þ. m. ákvað húsameistari ríkis- ins í samráði við mig, að skrif- stofa lögmanns skyldi flutt þá eða í gær af efri hæð hússins, svo að ljúka mætti viðgerðum á þeirri hæð. Nú í níorgun, er ég kom í skólann, kvaðst sá, er ræður fyrir þessari skrifstofu hér, eigi geta flutt har.a í dag og lézt jafnvel hafa mín fyrir- mæli að engu. Krafðist ég þá þess af skrifstofustjóra ráðu- neytisins, að skrifstofan yrði flutt úr skólahúsunum með öllu í dag, en fékk þau svör, að ráðuneytið, en ekki ég, réði fyrir skólahúsunum. Þessu skal að vísu ekki mótmælt, að því er snesrtir lagastafinn, en til þessa hefir ráðtmeytið aldrei gert neina ráðstöfim varðandi skólann né hús hans án sam- (Frb. á 7. aiðu.) Er petta ekki brjálœði? ÞjóHin á að borga 10 milljónir með útOutta kjötlmi, en ur sjálf að neita sér nn Þannig vilja Sjálfstæðið og Framsókn íiafa það. HVAÐANÆVA AF LANDINU berast nú fregnis af undr- un manna og gremju yfir ráðsmennsku Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins í kjötverðlagsmálunum. Síðan kunnugt varð um bréf Jóns Ámasonar forstjóra til kaupfélaganna, blandast engum manni lengur hugur um það, að afleiðing hinnar ábyrgðarlausu hækkunar á útsöluverði kjötsins hér innanlands, sem miðstjóm Sjálfstæðisflokks- ins ákvað og Framsókn samþykkti, muni verða sú, að flytja verði út kjöt í stærri stíl en nokkru sinni áður og borga mill- jónir á milljónir ofan af opinberu fé í uppbætur á það, sam- kvæmt ákvörðun alþingis í sumar. Það er nú meira og miima almennt um það talað, að þessar uppbætur á kjötið muni varla koma til með að nema minna en 10 milljónum króna. Þessa fjárhæð er þjóðinni ætlað að gefa með kjötinu á hinum erlenda markaði á sama tímá og verðinu er haldið svo háu innanlands, að landsmenn geta ekki sjálfir veitt sér þessa nauðsynjavöru! Þetta er þjóðinni ætlað að greiða fyrir kapphlaup Sjálfstæðisflokksins við Framsókn um bændafylgið við kosningarnar! Hvað sagði Haraldur þeg- ar rætt var um uppbæt- urnar á útflutta kjotið ? matvæli út úr landjnú og Eins og öllum ætti að vera í fersku minni samþykktu báðir þessir flokkar í sameiningu, í lok sumarþingsins, þingsálykt- unartillögu þess efnis, að ríkis- stjómin skyldi greiða úr ríkis- sjóði verðuppbót á útflutt kjöt af framleiðslu þessa árs eftir því sem þörf gerðist til þess að bændur fengju sama verð fyrir hið útflutta kjöt og heildsölu- verðið, sem væri á kjötinu inn- an lands. Þess var getið hér í blaðinu í gær, að Jón Árnason forstjóri hefði í Tímanum verið að reyna að bera brigður á það, að Al- þýðuflokkurinn hefi verið þess- ari tillögu andvígur, og meðal annars sagt, að Haraldur Guð- mundsson hefði aðeins )rand- mælt henni linlega“. Hér skal nú sýnt, við hve mikil rök þetta fleipur forstjór- ans hefir að styðjast. Haraldur Guðmundsson sagði við um- ræðurnar um þingsályktunartil löguna: Um efni þingsályktunartil- lögunnar vil ?ég svo segja það, að ég er sama sinnis og á síðasta ári um það. Ég álít fullkomlega fjar- stæðu að vera að styrkja bændur til þess að flytja kjöt til Englands til þess að selja það svo þar á eina krónu til 1% krónu pr. kg., sem sé með fyrirstríðs-verði, meðan kjöt er selt á 5 eða 6 kr. eða hver veit hvað hér á landi. Ég veit ekki, hvað menn hugsa sér að kjötverðið verði í haust innan lands. En það liggur í augum upp, að það er hið mesta óvit, sem hægt er að hugsa sér, að flytja selja fyrir % eða % part af því, sem þau eru seld innan lands, en halda svo háu verði á þessum matvælum í land- niu, að það hljóti að draga úr neyzlunnh Mér virðist, ef þetta væri gert, það vera svo augljóst, sem nokkuð getur verið, að með þvi væri verið að fremja hina mestu heimsku, að það nálgist brjál æði, enda finnst mér á ræðu hv. þm. Borgf. að honum sé þetta Ijóst. Hann stendur nú í málaferl- um. Varð hann í fyrradag að mæta fyrir sáttanefnd Reykja- víkur í máli, sem bifreiðar- stj&ri, sem hafði fengið bifreið úthlutaða af hinni þingkosnu nefnd, en var neitað um af- greiðslu á af skilanefnd Jakobe, hafðaði gegn honum. Fran til barðttn fpir sigri Afpýðu- ílokbsiBs! » — ' 11 011 atkFæði verða að koma ESSA DAGANA er fyrst og fremst unnið að því af kosningaskrifstofu Alþýðu- flokksins að safna saman at- kvæðum þeirra Alþýðuflokks- kjósenda, sém eru staddir hér í bænum um þessarar mundir en eiga kosningarétt úti á andi» Er jþess fasfléjga vænst að allir þessir kjósendur, svo og: aðrir þeir, sem vita um slíka kjósendur láti kosningaskrif- stofuna vita nú þegar. Hvað úr hverju fer að verða mjög erfitt að koma atkvæðuim tit skila út á land og ríður því að mjög miklu að slikir kjós- endur dragi ekki að neyta at- kvæðisréttar síns. Eins er vitanlega nauðsyn- legt að þeir kjósendur, sem kosningarrétt eiga hér en dvelja nú utan bæjar kjósi þegar £ stað og sendi atkvæði sín hing- að til Reykjavíkur. Fram til starfa fyrir Alþýðu- flokkinn. Fram til starfa fyrir málefnum hans og stefnu. Lát- um ekkert hindra okkur í bar- áttu okkar fyrir því að gera sigur flokks okkar sem glæsi- legastan. Kosningaskrifstofur Alþýðu- flokksins eru í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu símar 2931 og 5020. Mun hann og hafa mætt fyrir bæjarþingi Reykjavíkur í gær. Þá mætti Jakob Möller einn- ig í fyrradag á fundi, sem út- hlutunarnefnd alþingis hélt og mætti þar líka Jóhann Ólafsson bifreiðakaupmaður með hon- um, en hann á eins og kunnugt Framknld é V. síðu. Frb. á 7. síðu. Jakob hefir nóg að gera: Verðnr að maeta fyrir sáttanefnd og rétti út af bifreiðnnnm. Og hótar nú úthlufunarnefndinni per- sónulegum skaðabótakröfum. .. ...... «n. .. JAKOB MÖLLER fjármálaráðherra hefir sannarlega ekki losnað við annirnar út af bílaúthlutuninni, þó að hann hafi afnumið bílaeinkasöluna,, neitað úthlutunarnefnd- inni um skýlausan rétt hennar til að úthluta bifreiðum einka sölunnar og skipað skilanefnd til að starfa að bílaverzlun samkvæmt hans vilja!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.