Alþýðublaðið - 08.10.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.10.1942, Blaðsíða 8
'JTt Au>?pyBueip Fimmtudagrur 8. októJjey 1942. SBTJAHNARBIÓ Bfl Bebekka Kl. 6,80 og 9 Nœst síðasta sinn. FEÉTTAMYNDIR. HLJÓMMYNDIR. Kl. 3—6. Framha Idssýning: Fréttamyiulir. Hljómyndir. Aðgangur 2. kr. J Hey rco EIRÍKUR BJÖRNSSÓN hét ma&ur, prestssonur frá Hjaltabakka í Húnavatns- sýslu, f. 1733. Hann fluttist ungur til Danmerkur. Árið 1763 réðst hann á Kínafar og var í þeirri ferð til 1767. Hefir hann um förina skrifað hók, sem nefnist Víðferlissaga Eiríks Bjömssonar. Kennir þar margra grasa. Meðal annars tal- ar hann mikið um kænsku Ján- verja og hversu slyngir vasa- þjófar þeir séu. Hann segir svo: „Við þessu var ég óðar aðvar aJður, og því vænti ég hvern dag eftir og þenkti að veiða einn í minni lummu (þ. e. vasa), hvað mér og lukkaðist einn dag, þá ég hafði staðið og séð nokkra vöru hjá einum kaupmanni. Fannst mér sem þar væri einn, hvað og var. Gaf ég hönum nokkur högg af mínum stokk, en það heit þó ei suo mikið á hann sem það spott, er hann mátti líða af sínum landsmönnum fyrir það hann vildi stela og kunni það ei bet- ur en svo, að það skyldi opin- hert verða, því það heitir ein konst þar að stela svo aldrei op- inberist, en ef opinberast, er það þar háldin stærsta skömm“. EINN nemendanna var með tuggugúmmí í kennslu- stundinni. Kennarinn sTápaði honum að fleygja því. En drengnum var ekki um að hlýða. „Má ég ekki afhenda þér það og fá það aftur, áður en ég fer heim?“ spurði hann, „því að hróðir minn lánaði mér það til þess að gera vitleysu, notar það tækifærið alltaf. Pálu frænku létti ósegjanltga þegar hún heyrði loksins að Berta kom og gekk til herberg- is síns. Berta hafði staðið lengi á brautarpallinum og starað fram fyrir sig. Hún var sem þrumu lostin í slóð æsingarinnar und- anfarna daga kom nú sár tóm- ieiki. Gerald var á leið til Liver pool, en hún var ennþá kyrr í London. Hún gekk út af stöð- inni og áleiðis til Chelsea. Henni fannst strætin vera enda laus' og hún var þreytt, en á- fram dróst hún. Hún vissi ekk- ert hvar hún fór, reikaði áfram og vissi varla áf sér. í Hyde Park settist hún niður og hvíldi sig og fannst hún vera alveg uppgefin, en þreytan í limunum dró úr sársauka hjartans. Hún hélt áfram eftir stundar- * korn, kom aldrei til hugar að taka sér vagn, og kom áður en langt um leið til Eliot Mansi- ons. Það var komið heitt sól- skin, sem brenndi hana á enn- ið. Berta staulaðist upp til sín, kastaði sér í rúmið og grét beisklega. Ó, ætli hann sé ekki eins lítil- fjörlegur og hinn, kveinaði hún. Ungfrú Pála sendi til henn- ar til að spyrja hvort hún vildi borða, en Berta hafði nú í raun og veru fengið slæman höfuð- verk og hafði ekki lyst á neinu. Henni leið afarilla allan dag- inn, hún gat ekki hugsað, hún örvænti bara. Stundum ásak- aði hún sjálfa sig fyrir að hafa neitað Gerald þegar hann bað um að fá að vera kyrr. Hún hafði viljandi neitað sér um þá hamingju, sem á boði var. En stundum endurtók hún það fyr- ir sjálfri sér, að Gerald væri einskis virði og hún þakkaði sínum sæla að hafa sloppið úr háskanum. Stundirnar siluðust áfram, og þegar kvöld var kom- ið hafði Berta varla þrek til þess að hátta, og hún sofnaði ekki fyrr en undir morgun. En með morgunpóstinum kom bréf frá Eðvarð, þar sem hann bað hana að hverfa aftur heim til Court Leys. Hún las bréfið steinþegjandi. — Ef til vill er það það bezta, sem ég get gert, stundi hún. Henni var nú orðið illa við London og íbúðina, sem hún bjó í. Herbergin voru orðin hræðilega leiðinleg, síðan Ger- ald fór. Það var ekki um annað að ræða fyrir hana en að fara aftur til Court Leys og njóta þar einverunnar. Hún þráði nú aftur hina eyðilegu strönd, þar sem hún gat notið einverunnar. Hún þráði þögn og hvíld. Og ef hún ætlaði heim, væri henni bezt að fara strax. Lengri dvöl í London myndi aðeins auka þjáningar hennar. Berta fór á fætur og klæddi sig og gekk inn til Pálu frænku. Hún var náföl í framan og augun rauð og þrútin af gráti. Hún gerði enga tilraun til þess að dylja út- lit sitt. — Eg ætla að fara til Court Leys í dag, Pála frænka. Eg býst við, að það sé það skyn- samlegasta, sem ég get gert. — Eðvarð mun hafa gaman af að sjá þig. — Eg býst við því. Ungfrú Pála hikaði andartak og horfði á Bertu. — Þú veizt það, Berta, sagði hún eftir ofuriitla stund — að í þessari veröld er stundum dá- lítið erfitt að vita, hvað manni ber að gera. Menn stríða við að gera greinarmun góðs og ills, en stundum er hvorttveggja svo líkt, að það reynist örðugt. Mér hafa oft fundizt þeir menn hamingjusamir, sem láta sér nægja hin tíu boðorð, vita ná- kvæmlega, hvernig þeir eiga að haga sér með von um eilífa paradísarsælu í annarri klyf- inni, en hinni ótta við fjand- ann og fordæminguna. En við, sem efumst um boðorðin, er- um eins og skip án áttavita úti á rúmsjó. Eðli okkar og rök- hyggja fer í bága við siðina og almenningsálitið. Og það, sem verst ér, að samvizkan er bök- uð við eld helvítis óttans, og það er alltaf hún, sem hefir síð- asta orðið. Maður verður að vera alveg öruggur um sjálfan sig, ef maður ætlar að eiga það S NÝJA BtÓ jFlughetjurnar (Keap 'em Flying) Bráöskemmtileg mynd. Aðalhlutverkin leika skop- leikaramir frægu: BUD ABBOTT «g LOU COSTELLO kl. 5, 7 og 9. á hættu að ganga í berhögg við almenningsálitið, og ef maður er það ekki, er sennilega hyggi- legra að eiga ekkert á hættu, en ganga hina ruddu braut venj- unnar ásamt hjörðinni. Það ber ekki vott um hugrekki né hug- myndaflug, en það er áreiðan- lega öruggast. Berta stundi þungan, en svar aði engu. — Það er bezt fyrir þig að OB OAMLA BIO ea Keppninantar. (Second Chorus) Fred Astaire Paulette Goddard Artie Shaw og hljómsveit. Sýnd kl. 7 og 9. Framitaldssýning kl. 314—6 Vá. DÓTTIR FOESTJÖKANS Wendy Barrie og Kent Taylor 111 in/!■ i segja Jane að láta niður far- angurinn, sagði ungfrú Pála. Á ég að hringja til Eðvarðs? Þegar Berta var lögð af stað, fór Pála frænka að hugleiða það, sem hún hafði gert. — Eg efast um, að ég hafi gert rétt, tautaði hún, óviss eins og alltaf. Hún sat á píanóstóln- um og strauk fingrunum yfir nótnaborðið. Áður en hún vissi af, var hún farin að leika þekkt fi VAGNALANDI Drottinn minn dýri! Seigt var það undir tönn! „Haltu áfram“, sagði Fríða. „Éttu það alveg eins og ég gerði. Þú ert ekki búinn að kingja því enn þá!“ En það var alveg sama, hvem ig vesalings Slægur tuggði og tuggði. Að lokum varð honum óglatt af þessu öllu saman og settist á jorðina, fölur og titr- andi. „Eg gefst upp“, sagði hann. „Þetta ef hræðilegt. Eg get ekki borðað teygjuband. Litla stúlka, þú ert mér fremri, og þess vegna ert þú frjáls ferða þinna. Eg kæri mig ekki um að hafa þig í minni þjónustu. Þú værir vís til þess að setja teygjubönd í súpuna mína“. „Já, auðvitað mundi ég gera það,“ sagði Fríða hiklaust. „Ég væri vís til að setja líka í hana nálar og títuprjóna. En ég vil ekki þiggja frelsið, nema Gmmi losni líka úr ánauðinni.“ „Hann fer ekki fet, fyrr en hann hefir afrekað eitthvað, sem ég get ekki,“ sagði Slægur og var ekki laust við, að glaðn- aði heldur yfir honum. „Hann er ekki eins gáfulegur á svipinn eins og þú, stúlka mín, og ég hefi góða von um að geta hald- ið honum áfram.“ „Jæja, líttu nú á,“ sagði Gunni og tók upp glasið sitt. „Getur þú soðið vatn í glasi þínu og drukkið það sjóðandi? Taktu nú eftir!“ Hann helti vatni í glasið úr könnu og setti um leið út í það nokkuð af límonaðiduftinu. Slægur varð orðlaus af undrun, þegar hann sá, að vatnið vall og heyrði kraumið í glasinu, eins og þegar vátn sýður. Svo bar Gunni glasið upp að vörunum og slokaði vatninu í sig í þrem- ur teygum. „Hó-ó-ó,“ sagði Slægur. C4turc( AT TME 6UNS IN TME TAIL PöST SCORCH WAITS AND WONDERS — TáEN---- 1 lr Th'AT’5 THE GAME OF I yOUR CHOICE, BR0TH£R, LET'S GETITOVERVVITH/ Öm: (hugsar) Stormy hefir lækkað flugið niður í 100 fet. Hvað meinar hann með því? 1 aftari skottuminum bíður Öm viðbúinn við byssuna, en ekkert gerist. Öm: Nú skil ég! Nú munaði það mjóu. Stormy: Ef þú vilt hafa það svona, karl minn, þá er allt í lagi frá minni hálfu. / PLETCH’S 60T HSR DOWN TO 100 FEET/ WHAT’6 HE TRYIN6,,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.