Alþýðublaðið - 15.10.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.10.1942, Blaðsíða 8
e ALt>ÝHUBUDIP Flmmtudagur 15. ofctdber 1942. IBTJARNARBtöan KL 7 og 9. Bíklr ð| fátækir (The Common Totxcb) Aðalhlutverk: Geoffrey Hibbert Jayce Howard. Framhaldssýning kl. 3—6. FHÉTTAMYNDHL HLJÓMMYNDIR. NÝTT PRÓGRAM ÓLÝGINN SAGÐI MÉR. SÍÐAN árið 1409 jyrir Kristsburð hefir verið frið ur í heiminum aðeins í 290 ár, en styrjaldir í 3.200 ár. Prófes- sor nokkrum í Rúmeníu hefir reiknazt svo til, að á árunum frá 1500 fyrir Krist til 1860 eftir Krist hafi verið gerðir rúmlega 8000 milliríkjasamn- ingar, sem gilda hefðu átt um alla eilífð. En tíminn, sem þeir hafa verið í heiðri hafðir, hefir verið tvö ár að meðaltáli. SKOTI nokkur stóð á fljóts- brúnni og horfði dreymn- um augum út á fljótið. Hann sá mann koma einan á báti ofan eftir fljótinu. Þegar hann nálg- aðist brúna, hvolfdi bátnum, og maðurinn sökk í fljótið. Hon- um skaut þó von bráðar upp aftur, en tók fljótt aðra dýfu. Þegar honum skaut upp í annað sinn, hrópaði Skotinn til hans: „Heyrðu manni, má ég eiga bátinn, ef þú kemur ekki upp aftur?“ • MER telst svo til,“ sagði fyrirlesarinn, „að jörðin farist eftir hér um bil tvö hundruð milljónir ára.“ Eínn áheyrenda spratt á fætur í ofboði og hrópaði, ber- sýnilega mjög skelkaður: „Eft- ir hvað mörg ár, sögðuð þér?“ „Tvö hundruð milljónir ára“ „Nú,“ sagði hinn rólegri, „mér heyrðust þér segja tvser milljónir ára.“ mílu, án þess að hitta nokkurn mann, og landið upp frá ströndinni var marflatt og mýr lent. Ströndin var stráð ótelj- andi skeljum, sem brotnuðu, þegar stigið var á þær, og hér og þar voru stórir þarabingir og rekadrumbar. Skammt frá ströndinni var gamalt flak af skipi, og stóðu siglur og rár upp úr sjónum, eins og beina- grind af sjóskrímsli, en um- hverfis var blýgrár sjórinn og hvergi sást skip, ekki eínu sinni fiskibátur svo langt sem‘ augað eygði. Þetta virtist vera ríki ömurleikans og auðnarinnar. Þarna gat Berta löngum reikað og látið sig dreyma. — Skýin hengu í tætlum og vind- urinn gnauðaði. Særinn freyddi og drundi við strönd- ina og öldurnar fiæddu langt upp á sandana. Hér var eyði- legt, eyðilegt og ömurlegt. Haf ið var þrungið duldum mætti og ógn bjó í djúpi þess. Það barðist um og virtist æpa af þjáningu. Og máfarnir sveim- uðu yfir því án afláts. Berta elskaði svala vetrarins, þegar haf og himinn runnu saman í móðu, þegar hafið var lygnt og stakur már flaug með ömurlegu gargi yfir hafflötinn. Hún elskaði líka fegurð sum- arsins, þegar himinninn var tær og óendanlegur. Þá lá hún tímunum saman frammi við flæðarmálið og friður fyllti hjarta hennar. Hafið var lygnt og tært, eins og stöðuvatn, — enginn gári sást á yfirborði þess og það var eins og skugg- sjá, sem speglaði dýrð himins- ins, og það varð eins og bráðið gull á að líta, þegar sólin var að setjast og máfarnir sváfu á haffletinum. Þeir lágu þar hundruðum saman og hreyfðu sig ekki, nema stöku sinnum er einn hóf sig úr hópnum og sveif í nokkra hringi unz hann lægði flugið aftur og settist og fékk sér dúr. Einu sinni var svalinn svo freistandi, að Berta stóðst ekki mátið. Feimnislega, en þó í flýti, smeygði hún sér úr föt- unum, svipaðist um, og þegar hún sá, að enginn var nálægur, óð hún út í sjóinn. Það fór of- urlícill hrollur um hana, þegar kalt vatnið8 skolaðist um fæt- ur hennar, en svo breiddi hún út faðminn og lét fallast ofan í öldumar. Það var unaðslegt að' finna svalar öldurnar leika um naktar axlirnar og þurfa ekki að burðast með baðföt. Henni fannst hún fullkomlega frjáls og það var eins og nýr þrótt- ur færðist í limi hennar. Hana langaði til þess að syngja hátt af gleði. Hún kafaði og þegar hún stakk kolJinum upp úr aft- ur, hristi hún höfuðið. Hárið hafði losnað og féll nú niður um axlir hennar. Hún var örugg sundkona og synti hiklaust fram. Hún hafði það á vitundinni, að sér væri gefið mikið vald, þegar hún sá hylgrænt hafið umhverfis sig. Hún lagðist á bakið og lét sól- ina skína framan í sig. Him- inninn var blár og djúpur og sólargeislarnir spegluðust á haffletinum. Svo snéri hún við og synti aftur upp að strönd- inni. Henni þótti gaman að liggja á bakinu og láta öldurnar vagga sér. Hárið var eins og geislabaugur um höfuð henn- ar. Bertu fannst hún vera ung enn þá, kornung — henni fanst hún vera aðeins átján ára, og þó var hún þrítug. Sú tilhugs- í un olli henni þjáningum. Áxin höfðu liðið án þess hún hefði hugmynd um það, og hún hafði álitið, að hún yrði alltaf ung. Skyldi fólki finnast hún vera orðin gömul? Sá ótti greip hana, að hún væri nú farin að líkjast ungfrú Hancock, sem allt af var að reyna að sýnast ung í augum nágranna sinna. Berta spurði sjálfa sig að því, hvort hún hefði verið hlægileg, þeg- ar hún synti út í vatnið eins og ung stúlka. Hrukkótt andlit og rúnum rist getur ekki sýnzt unglegt. Hún varð óttaslegin, flýtti sér að klæða sig og hrað aði sér heim til þess að horfa í spegilinn. Hún horfði rannsókn araugum á andlit sitt, en það hafði hún aldrei gert áður. Hún 801 NÝJA BÍÓ S£« ; B GAMLA BÍÖ BB FþiUimettolrnir. (Hotel for Women) (Strange Cargo) Atyglis\* *erð mynd sairLk.vavmt CLARK GABLE víðfrægri sögu með sama JOAN CRAWFORD nafni, eftir Elsa Maxwell. Börn fá ekki aðgang'. Aðalhlutverk leika: LINDA DABNELL Sýnd kl. 7 og 9. ANN SOTHERN LYNN BAKI — og höt ELSA MAXWELL Framhalilssýning HJÁ SIO GRANDE Cowboymynd með Tim Holt. ISýnd M. 5, 7 og 9. g Börn innan 14 ára fti ekki aðgang. athugaði vandlega, hvort hún sæi nokkurs staðar ellimörk, þetta, sem hún kveið fyrir að sjá. Hún horfði á hálsinn á sé-r og kringum augun. Húðin var mjúk eins og áður, tennumar heilar. Henni létti stórum. — Eg sé engin ellimörk. Þá datt henni skyndilega sú íjarstæða í hug að Jdæða sig eins og hún ætlaði á dansleik. Hún vildi sjá sjálfa sig klædda sínu fegursta skarti. Hún valdi fallegasta kjólinn, sem hún átti og tók upp skartgripi sína. Leysættin hafði selt flesta ætt- argiipi sína, en demantarnir voru enn þá óseldir, og þeir lágu vel geymdir en ónotaðir ár eftir ár, steinarnir lágu ryk- fallnir í umgjörðum sínum og umgerðimar vom orðnar ryðg- aðar. Hár Bertu var enn þá vott eftir sjóbaðið og nú festi 'tKin/noí/n^iocr Forln á Bláfell. „En vertu ekki Irrædd, Erla. Eg skal gæta þín.“ Hellirinn mjókkaði, eftir því, sem innar dró og varð að lokum mjór rangali, sem lýst- ur var upp með ljóskerum á veggjunum á báðar hliðar. Öðru hverju fóru þau fram hjá smávöxnu fólki, sem varð að þrýsta sér upp að veggnum til þess að verða ekki fyrir vagn- inum. Það horfði undrandi á börnin í vagninum. Að lokum var rangalinn á enda, og hest- urinn kom inn í ferhymt her- bergi, þar sem hann nam stað- ar og gekk upp og niður af mæði. Börnin ætluðu að fara i að fara út úr vagninum, en þá lagði herbergið allt 1 einu af stað upp á við! „Ó, þetta er lyfta!“ hrópaði Erla upp yfir sig af undrun. „Hvað skyldum við fá að sjá næst? Hvert ætli hann fari með okkur nú?“ Lyftan hélt alltaf hærra og hærra, en þó nam hún staðar að lokum. Börnin ætluðu enn út úr vagninum, en fyrr en varði, opnuðust dyr fyrir fram- an vagninn, og hesturinn fór strax á harða stökk, svo að börnin urðu enn að halda sér fast. Samt áttu þau fullt í fangi með að verjast því, að þau hentust út úr vagninum. Og þegar þau svipuðust um, áttuðu þau sig á því, hvar þau voru. Þetta var brúðuborgin. — Öll húsin voru alveg eins og brúðuhús, og búðirnar voru eins og sætindabúðir. Alls kon- ar brúðudýr gengu um göturn- ar, og í fjarska var brúðuvirki með trédátum, sem gengu í kringum fallbyssustæðin. Þetta var mjög skemmtilegt að sjá. „En hvað þetta er gaman,“ sagði Kiddi, eri allt í einu nam hann staðar. Stærðar lögreglu- þjónn kom skyndilega í ljós og brá upp hendinni fyrir framan mjólkurvagninn. Tréhesturinn stanzaði svo skyndilega. að r LEAVE VOUHEZE P ASK THAT HORSE-FACEO, SQUASE ’ HEAD SKIPPER OP VOURS WHERE HE GETS THAT STUFF! TLL FOLLOW YOUPOWN, Wid« W«/ld r WE CAN’T AFfOZO TO SACGIPICE VOU T00, CURLV/ ^ U5E VOUR EMEG6ENCY RATI0N5 TO THE NEXTSTO?i AND WHEN YOU REACH J$£ ' JNPIA ___ 'é&W- PICK OUTA NICE-L00KIN6 RANEE F00. M£ / WE’LL FOLLOW VOU IN -.. 50MEH0W/ MYNDA* 8A0A. Stormy: Verið viðbúnir við nauðlendingu. Örn. Takið fram fallhlííarn- ar. Raj, það er betra að láta Curly vita fhverng er ástatt fyr- ir okkur. Curly: Yfirgefa ykkur hérna? Það var svo sem ekki við öðru að búast, af þverhausnum, sem stjómar ykkur léti sér detta það í hug! Ég fylgi ykkur niður og tek ykkur upp. Stormy: Við getum ekki sett þig í hættu líka. Reyndu að nota varageymana til að komast til næstu stöðvar og þegar þú kem- ur til Indlands.. Stormy: Finndu handa mér laglega ‘Hindúamær. Við komtyn á eftir þér .... einhvemveg- t inn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.