Alþýðublaðið - 17.11.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.11.1942, Blaðsíða 2
t ALÞYÐUBLAmÐ Þriðjudagur 17. nóvember 1942 Mng Sambands nngra jalnaðar- manna var sett ð snnnndag. 29 fulltrúar sæfeja ÞSnglð. ít ING Sambands ungra jafn- aðarmanna var sett hér í bænum á sunnudaginn. Þingið sækja 20 fidltrúar. Forseti sambandsins, Frið- firmur Ólafssbn, setti þingið með stuttri ræðu, en síðan voru starfsmenn þingsins kosnir. Forseti var kosinn Gunnar Vagnsson stud. oecon., varafor- seti Gunnar Markússon kenn- ari. Ritarar voru kosnir Vilhelm Ingimundarson prentnemi og Hjörleifur Gunnarsson jám- smíðanemi. Þá voru kosnir full- trúar á þing Alþýðuflokksins, þeir Friðfinnur Ólafsson og Gunnar Markússon. t gærkveldi var annar fundur þingsins haldinn og flutti for- seti sambandsins þá skýrslu sambandsstjórnar. Nýjársnóttin var sýnd á Akureyri í fimm- tánda sinn á sunnudaginn var. Hefir ekkert leikrit fyrr eða siðar verið sýnt jafnoft á Akureyri. Leikfélagið á Akureyri er nú áð æfa danska gamanleikinp „Þrír skálkar" og er leikstjóri Jón Norð- íjörð. Setning Alpýðusambandsftingsins: Heillaóskaskejrti barst þinginu frá sambandi brezkra verklýðsfélaga. Fundur hefst í dag klukkan kosnir starfsmenn þingsins ........■»—. ÞING ALÞÝÐUSAMBANDS íslands var sett, éins og ákveðið hafði verið kl. 2 á sunnudaginn. Sigurjón Á. Ólafsson, forseti sambandsins setti þingið með ræðu, sem birtist á öðrum stað í blaðmu í dag.Að henni lokinni var leik inn alþjóðasöngur verkalýðsins og risu menn úr sætum á meðan. Forseti sambandsþingsms las upp símskeyti, sem AI- þýðusambandinu hafði borist frá Verkalýðssambandinu brezka (Trade Union Congress). Var skeytið svohljóðandi: svohljóðandi: „Sendum yður hinar bróðurlegustu óskir um góðan árang- ur af þingi yðar. Breskir verkamenn meta mikils velvild ís- lenzkra lýðræðissinna. — Ann Loughlin forseti, Walter Citrine ritari sambands breskra verkamannafélaga". Var þessari heillaósk frá hinni stríðandi brezku al- þýðu fagnað með lófataki. Og samstundis var ákveðið að senda svohljóðandi svarskeyti: „Bróðurlegustu óskir til brezkra verkamanna og hlýjasta samúð með baráttu bandamanna gegn kúgun nazismans. Frá þingi Alþýðusambands íslands, Sigurjón Á. Ólafsson, forseti, Guðgeir Jónsson, ritari. 4 og verða þá og í nefndir. mun liggja fyrir skýrsla kjör- bréfanefndar, og er gert ráð fyrrir að úrsku(rður ikjörbréfa muni taka nokkurn tíma, svo að kosningar á starfsmönnum þingsins svo og nefndum geti ekki hafizt fyrr en eftir kvöld- mat. Mun þó allt gert til þess að flýta þessum undirbúnings- störfum sem allra mest, svo að hefndir geti hafið störf sín og þingið geti tekið málefnin til meðferðar. Talið er líklegt, að forseti ð íl" gingi i dag. Forsetakosningar og kosning á þingmönn um til efri deildar fer fram f sameinuðu þingi í dag. En að því Iokxtu mun þingiS skiftast í deildir og forseta- kosningar fara fram í þeim. Sennilega fara nefndar- kosningar einnig fram í dag bæði í sameinuðu þingi og báðum deildum. Engir þingfimdir voru haldnir í gær. muni flytja skýrslu sambands- stjórnar á morgun. Silfurbrúðkaup eiga í dag Lovisa Árnadóttir og Sigurður Ingimundarson sjómaður, Hringbraut 180. ÞiDfl Bandalags starfs- manna rlfcis og bæja. .....♦.-——— Gerði róttækar kröfur um ráðstafanir til að stöðva dýrtíðarflóðið. SkíAaskáli Annanns i Jés- efsdal brynnr i ofylðrl. Það sem sjálfboðaliðarnir þrír, sem ætl- uðu að vinna við skálann fengu í fanglð NÆSTUM því frá því að skíðaskáli Ármanns í Jósefs- dal brann í fyrra hafa sjálfboðaliðar úr Ármanni unnið að því að undirbúa nýja skálabyggingu og síðar að byggingunni. En auk þeirra hafa fastráðnir menn að sjálf- sögðu í sumar unnið að skálabyggmgunni. Nú var hinn nýi skáli kominn undir þak fyrir nokkru og var unnið af mjög miklu kappi að því að ljúka við bygg- inguna, sem allra fyrst, og svo fljótt, að hægt væri að taka hann til afnota einhverntíma í vetur. Og núna fyrir jnokkru eitt kvöídið fóru þrír sjálfboðaliðar upp í Jósefsdal til að hjálpa til. Yeður var vont, er þeir fóru af stað, en versnaði stöðugt meðan þeir voru á leiðinni. Og þegar þeir vorn komnir svo langt, að þeir sáu til skálans kom brak ,timbur og fleira á móti þeim, Veðrið liafði svift þakinu af skálanum og brotið niður suðurgaflinn og fleira af honum og það var þetta sem sjálfböðaliðarnir þr(r fengu í fangið. Sjálfboðaliðarnir tóku það ráö að kasta sér flötum niður til j forðast slys, en brakið skcdi niður allt í kring um þá. Var það hreinasta mildi að þeir ekyldu ekki stórslasast. Nokkrir menn yoru í fasta vinnu við skálabygginguna og urðu þeir að forða sér undan veðrinu í jarðhús, sem er þarna í hæöunum og 'hafast þár við um kvöldið og þar til veðrinu slotaði. Hafði jarðhús þetta verið áður notað fyrir kola geymslu. Einn sjálfboðaliðanna varð eftir hjá þeim ,en tveir sneru aftur til bæjarins og va-r þar safnað liði. Fóru um 30 piltar úr Ármanni uppeftir strax og var unnig eins og hægt var að iþví að bjarga því sem -bjargað yrði. Lágu sperrur, timbur og' annað efni úr skálanum víðs- vegar á stóru svæði. Af 30 sperrum í skálanum voru að eins 6 heilar. Þetta var stór og veglegur skáli. Aðalbyggingin yar 8 sinnum 12,72 metrar, en _auk þess var viðbygging 4 sinn- um 7 metrar að stærð. Utveggir skólans voru byggðir út vikri. Þetta hefir' orðið eins og reið- arslag -fyrir alla þá mörgu Ár- menninga, sem hafa unnið af lífi og sál að því að koma þessu skíðahúsi sínu upp þarna uppi í fjöllunum, og má segja, að ekki sé ein báran stök fyrir þá. Félagig hefir orðið fyrir gífur- legu tjóni, sem það mun seint fá ibætt. Og unga fólkið, sem hefir notið skíðafærisins í Jós- efsdal, og iþar í grennd, hefir ■líka orðið fyrir miklu tjóni. _ Jens Guðbjömsson, formaður Armahns, sem Skýrði Alþýðu- blaðinu frá þessu í gærkveldi sagði, að Ármenningar hefðu aldrei orðið fyrir öðrum eins Að þessu loknu skipaði for- seti í íastanefndir þingsins, en þær eru þrjár: Kjörbréfanefnd, dagskrárnefnd og nefndanefnd (sem gerir uppástungur um menn í aðrar nefndir þingsins, sem síðan eru kosnar af þing- inu). Forseti Alþýðusambands- ins er sjálfkjörinn í þessar þrjár nefndir. í kjörbréfanefnd voru skipað- ir: Sigurður Ólafsson (Sjó- mannafélag Reykjavíkur) og Sigurður Guðnason (Dagsbrún, Reykjavík). í dagskrárnefnd voru skipað- ir: Guðmundur Jónsson (Verka lýðsfélag Stykkishólms) og Gunnar Jóhannsson (Verka- mannafélagið Þróttur á Siglu- firði). í nefndanefndina voru skip- uð: Jón Einarsson (Verkalýðs- félag Blönduóss), Sigurjón Sig- urbjörnsson (Verkamannafélag- ið Baldur á Ísafirði), Garðar Kristjánsson (Verkamannafélag Fáskrúðsfjarðar) og Guðmunda Gunnarsdóttir (Verkakvennafé- lagið „Snót“ í Vestmannaeyj- um). Þegar þingið var sett voru ekki nema um 135 fulltrúar mættir og var það meðal annars vegna þess, a*ð skip höfðu tafizt. Var gert ráð fyrir að um 40 full- trúar, sem ætluðu að koma, vantaði. Flestir þeirra munu hafa komið í gærkveldi. En af þessari ástæðu var talið rétt að fresta frekari störfum þingsins, þar til þessir fulltrúar væru mættir. Hefir fundur ver- iö boðaður aftur í dag kl. 4 stundvíslega í alþýðuhúsinu Iðnó. 1 upphafi þess fundar vonbrigðum og að þessu sinni, ekki einu sinni þegar skálinn brann í fyrra. Nú verður ekki hægt að fara upp í Jósefsdal til skíðaferða í vetur,; þannig a-ð hægt sé að hafa aðsetur í Ármannsskálanum. Sagði Jens ennfremur að næsta vor yrði hafizt 'handa að nýju: „Óhöppin skulu sannarlega ekki drepa úx okkur kjarkinn.“ — Og það - er full ástæða fyrir bæjarbúa a§ styðja hina áhugasömu Ár- menninga í starfi þeirra fyrir æskulýð Reykjavíkur. ANNAÐ ÞING „Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja“ var sett í Austur- bæjarskólanuni á sunnudag- inn, Þingið sóttu 44 full- trúar frá 16 félögum en eng- inn fulltrúi var frá einu fé- laginu í Bandáíaginu. Alls eru 1500 félagar í félögum innan Bandlagsins. Forsetar þingsins voru Helgi Hallgrímsson, Steindór Björns- son og Guðmuudur Guðmunds. son en ritarar Jónas B. Jóns- son og Sveinbjörn Sigufrjóns- son. Á fyrsta fundinum gaf stjórn in skýrslu um störf sambands- ins og nefndir voru kosnar. Sampykkt pingsisBS i knDiimálunnm, Þingið hélt áfram störfum allan sunnudaginn og í gær frá kl. 3,30. Nefndir þingsins skil- uðu störfum fyrir hádegi á . sunnudag, en fundir hófust kl. 1,45. Flutti þá Jóhann G. Möll- er erindi um barnastyrki (ó- magaupbbætur). Að erindi hans loknu var tekið fyrir álit launa- og dýrtíðarmálanefndar, fyrri hluti, og að loknum umræðum samþykktar svofelldar tillögur: „2. þing B.S.R.B. beinir eftir- farandi áskorun til alþingis: 1. Að á meðan dýrtíðin helzt, sé á engan hátt dregið úr þeim kjarabótum, sem háttvirt al- þingi hefir veitt ríkisstarfs- monnum, en hækki kaup hjá 'öðrum launastéttum, verði rík- isstarfsmenn aðnjótandi slíkrar hækkunar. 1. Að skipuð verði milliþinga- nefnd til þess að endu-rskoða launalögin og eigi B.S.R.B. full- trúa í henni. 3. Að heimild til greiðslu ó- magauppbótar verði miðuð við kr. 240,000 á ári, auk verðlags- uppbótar, fyrir hvert barn á f ramf ærslualdri. V erðlagsupp- bótin miðast við meðaltal verð- lagsvísitölu á missiri. Enn frem- ur telur þingið æskilegt að gerðar verði ráðstafanir til að athuga rækilega á hvern hátt verði bezt fyrir komið almenn- um ómagauppbótum.“ „2. þing B.S.R.B. beinir þeirri áskorun til bæjarstjórna, að þærf veiti starfsmönnum bæj- anna kjarabætur í fullu sam- ræmi við það, sem alþingi veitir ríkisstarfsmönnum.“ Stjóm B.S.R.B. hafði fengið það fram, að á alþingi var flutt þingsályktunartillaga af full- trúum þriggja þingflokka um endurskoðun gildandi laga um Lífeyrissjóð embættismanna og barnakennara. Þingsályktunar- tillaga þessi var samþykkt ein- róma og samkvæmt henni skip- aði fjármálaráðherra, eftir til- mælum stjórnar bandalagsins þá Óiaf Lárusson prófessor og Guðmund Guðmundsson trygg- ingafræðing til að undirbúa ný lög um lífeyrissjóðina. Eftir til- mælum stjórnarinnar flutti Guðm. Guðmundsson fram- söguræðu um þessi mál, og skýrði hann ákvæði, sem merk- ust eru í frumvarpi þeirra. Enn fremur var tekið fyrir álit starfskiaranefndar og út- breiðslu- og menningarmála- nefndar. SaœapyScM pSisgsias I dýrtíðarmálunuiii Þingið hélt áfram í gær .og samþykkti meðal annars svo- fellda tillögu til þingsályktun- ai', sem löggð var fram á launa- og dýrtíða.imálanefnd: „B. S. R. B. skorar á alþingi og ríkisstjócm a ðvinna af alefli ag stöðvun dýrtíðar og verð- hækkuuar í landinu, meðal anirars með. -eftirfariardi ráð- stöfunum: 1. Að skattaloggjöfin verði þannig, að sem mestur ’hluti stríðsgróðans renni til ríkis- og bæjarsjóða, og honum verði síðan varið til eflingar atvinnu- vegum landsins og lækkunar dýrtíðarinnar. Hæíilegt fé sé þó la-gt í varasjóði, enda séu þeir í vörslu hins opinbera. 2. Reynt verði að finna sann- rarnt grunnverð land'búnaðar- aíurða með 'hliðsjón af verð- Frih. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.