Alþýðublaðið - 18.11.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.11.1942, Blaðsíða 6
A LÞYOUBLAÐtO Höll í Bombay. Myndin sýnir höll eina í Boínbay í gömliun indverskum byggingarstíl. Bambay er ein af stærstu borgum Indlands með 1.200.000 íbúa. Miðvikudagur 18. nóv. 1942. ——IIII i ■■ - - — —in ... , , mmmmrnmmmmmimmvmmm Athogasemdir frá HAsameistarafélagi ts> lands At af nmmælnm nm Hallgrfmskirkjn. isins, sé treystandi til þess og 6 HANNIS Á HORNENU Frh. af 5. siðu. um, og er það alls ekki að ástæðu- láusu, nú síðast var kvartað um að þau trufluðu útvarp og fleira. Ef almenningur vissi hvernig á- etandið er hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur þá mundi fólk átta sig betur á hver aðalástæðan er, að svona mikið ólag er bæði á götuljósiun og öðrum rafleiðslum bæjarins.“ „AÐALÁSTÆÐAN mun vera sú að þéir menn, sem unnið hafa bæði við götuljós og aðrar úti- leiður hjá R. R., hafa verið settir til hliðar að ástæðulausu, en aðrir nýjir menn teknir í þeirra stað. Þeir hafa verið látnir vinna hin ábyrgðarmestu störf og oft upp á eigin spítur, þar sem enginn vanur maður hefir verið hafður með, svo sem við háspennulínur og margt fleira. Ennfremur hafa nýgjræð- ingar þessir verið látnir annast viðgerðir á línukerfinu í bænum, við bilun á heimtaugum og einnig við nýlagningu“. „ÞAÐ GEFUR ljósan vott um hvernig fara muni í þessum efn- um, ef haldið verður áfram þess- ari nýskipan. Þetta stafar ef til vill af því, að þeir menn, er þéssu ráða, eru alltaf nýjungagjarnir og lýsir þetta sér eins og nokkurskon- ar sjúkdómur. Væri því ekki úr vegi að þeir reyndu að fá sér skammt eða inntöku, ef vera mætti að þeir fengju sína fyrri heilsu aftur. Því ég vil ekki meina, að þetta stafi af ódregnlyndi eða illgirni, en það sannast á sínum tíma“. „ÁÐUR F¥RR þótti sá maður ekki fær um að stjórna verki, er ekki gat sjálfur unnið öll þau verk, er hann sagði öðrum að fram kvæma, en nú er þetta á annan veg að minnsta kosti hjá R. R. Þar munu þeir menn sjaldan segja fyrir verkum, er geta gengið upp staura eða stiga, og því síður að þeir geti framkvæmt það er gera skal, og fer því margt fram hjá þessum góðu mönnum, sem þar er unnið. Þegar samvizkusamir menn og æfðir á starfinu vinna, kemur þetta ekki að sök. En aftur á móti þegar viðvaningar eru að verki má búast við mistökum, er geta valdið bæði truflunum og skemd- um á hljósakerfiriu og öllum úti- lögnum.“ H. SKRIFAR MÉR: „Mig lang- ar til að minnast á dálítið, sem ég hefi lengi haft í huga. Ég furða mig á því, að ekki skuli hafa ver- ið stofnaður sjóður fyrir ekkjur og börn, um allt land. Ég hefi hugsað mér þennan sjóð þannig, að allir landsmenn borguðu árlega í hann. Og öllum ekkjum og börn- um, sem þyrftu hjálpar með, væri veittur styrkur, sem þau þyrftu, og' gætu lifað sæmilegu lífi. éins og aðrir“. „ÉG VEIT að margar ekkjur. og börn fara margs á mis, en ef þossi sjóður yrði stofnaður, þá mundi það hjálpa mikið fátækum ,.ekkj- um og börnum, sem annars yrðu að leita á náðir hins opinbera. Ég hugsa, að flestir landsmenn mundu glaðir leggja sinn hlut í þennan sjóð. Vill nú ekki Alþingi sem bráðum tekur tií starfa át- huga þetta? Það erú vinsamleg tií- mæli mín“. Hannes á horninu. Morðingi Trotskis. Frh. af 3. siíðu. mönnum Jacsons var látinn skrifa henni bréf, þar sem hann fór þess á leit við hana, að hún léti af hendi 50,000 pesos handa Jacson, sem hann þyrfti á að halda vegna flótta, sem hann ætlaði að framkvæma. Þetta bréf ætluðu síðan Contreras og erindrekar hans að nota fyrir réttinum sem sönnun fyrir því að ekkjan stæði í sambandi við Jacson morðingja Trotskis. En Natala Sedov neitaði þessu og birti bréfið í blöðunum og heimtaði að lögreglan rannsak- aði þetta mál. En G.P.U. var ekki af baki dottin. Nú var ákveðið að gera alvöru úr flótta Jacsons. Þar urðu tvær hindranir í veginum Jacson kærði sig ekkert um að yfirgefa fangelsið, þrátt fyrir það þó morðsök hvíldi á hon- um. Hann vissi að ef hann kæm- ist úr fangelsinu, þá yrði hann fluttur um borð í rússneskt skip og fluttur til Rússlands látinn hverfa bak við veggi Lubianka fangelsisins eða „drukkna á leiðinni“ ein,s og það er orðað. Hin hindrunin var sú, að mexi- kanskir andfasistar, sem and- vígir voru kommúnistum, kom- ust að þessu ráðabruggi og skýrðu Camacho forseta Mexi- co frá því, sem gerði ráðstafan- ir, sem hindruðu að slík flótta- tilraun væri hugsanleg. Alþýðublaðinu hefir verið send eftirfarandi athuga- semd frá Húsameistarafé- lagi íslands: • GREINARGERÐ sóknar- nefndar iHallgrímskixkj u- safnaðar, sem bixt hefir verið bæði í útvarpi og blöðum, um byggingu Hallgrímskirkj u í Reykjavík, er á þann vég í garð húsameistaranna, að ekki verður komizt hjá nokkrum leiðréttingum. Sóknarnefndin telur það eðli- legan undirbúning þessarar kirkjubyggingar, að fram hafi farið samkeppni um kirkju á Skólavörðuhæð árið 1929. í þessari þrettán ára gömlu keppni um kirkju, sem ekki kemst í neinn, samjöfnuð við hina fyrirhuguðu Hallgríms- kirkju. tók enginn húsameistari Iþátt, sökum þess, iað útboðsskil- málar þóttu ekki aðgengilegir. Þó fór keppnin fram. Útkoman varð sú, að verðlaun voru veitt tveimur mönnum, ólærðum í þessari grein. Allir mega sjá, hvílíkur und- irbúningúr þetta er, undir bygg- ingu Hallgrímskirkju í Reykja- ■vík. Samkeppni um Akureyrar- kirkju bar þann árangur, að húsameistarar hlutu fyrstu og önnur verðlaun. Þó var ekki leit- að til þeirra um kirkjubygging- una, heldur var framkvæmd verksins falin húsameistara ríkisins, iþótt hann hefði ’þá eng an uppdrátt gert af kirkjunni og engan þátt tekið í samfceppni sem honum var þó fullkomlega frjálst. Samkeppni um Hallgríms- kirkju í Saurbæ fór fram með þeim árangri, að húsameisturum voru veitt önnur og þriðju verð- laun, en engin fyrstu verðlaun voru veitt. I þetta skipti voru tveir húsameistarar í dómnefnd og skiluðu þeir minnihlutaáliti um það, að hiklaust bæri að veita fyrstu verðlaun. Þetta verk var einnig falið húsameist- ara ríkisins. Þessa ótrúlegu afgreiðslu vill sóknarnefndin nota sem sönnun þess, að enginn þeirra, sem þátt tóku í samkeppni um þessar kirkjur, hafi verið fær um að taka að sér ikirkjubyggingu, að engum hérlendum húsameist- ara, öðrum e.n húsameistara rík- útboð um slíka samkeppni getl engan árangur borið. — Á aðm leið verður greinargerð sóknar- nefndarinnar tæpleg skilin. Ninningarorð nni Einar Bjarnason Járnsmið. ANDINN skilúr eftir ná. Ættar blæs að hlynum. Þú ert Einar fallinn frá, fækkar ljóðavinum. Bros þitt mildast birtist þá bragyrðings á vöku er þú hrifinn hlýddir á hnittna gamanstöku. Brást þér aldrei bjargráð neitt börn og konu að seðja. Járnið gaztu hamrað heitt höggviss yjir steðja. Dugði lengi dáðrík vörn dætrum lands og sonum. Göfug kona og gæðabörn gráta þig að vonum. Var þín framrétt vinar-mund vegi lífs á hálum. Heiðarlega hetjulund hélt á stefnu-málum. Vann þér sæti virðingar vinnugöfgin sanna. Jafnan mun það jákvætt svar járniðnaðarmanna. Ofar sviði ófögnuðs engilsál þín vaknar. far nu vel í friði 'guðs, félagsheild þín saknar. Sér þig glöggt mín sálartrú —sáran bak við skaðann — heilbrigðan á heilsu nú hraustan, ungan, glaðan. Vinir kveðja. Hún og hann himins fræði erfa. Ég á aðeins eftir þann ávinning að hverfa. Lifðu sæll! Við sagnaspjold sólna-guð þér orni. Þótt ég kveðji þig í kvöld, þér ég heilsa að morgni. Jósep S. Hiivfiörð. Flutningsbðnd og annar útbúnaður REN OLD -keðjudrif i skip og báta. Jafnasj fyrirliggjandi keðjur og tannhjól frá 1 — 300 hestöfi. Keðjudrlf ás Siitirevaader-', Líibíu-, iykkeris* og Trollspil Mátm* ijésuvélar o§g Stýris- vélar. Aðalumboðsmenn á fslandi fyrir: „Tbe Reraold arad Coveníry Cbaira Co. Ltd.“ fyrir síldarverksmiðjur einnig útveg- aður með mjög stuttum fyrirvara. Reiðhjólaverksm. „FálWoi“ Laugavegi 24. — Reykfavlk.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.