Alþýðublaðið - 27.01.1943, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.01.1943, Blaðsíða 4
ALÞ.tíUB^ - Miðvikudagur 27. janúar 1943. (UjrijDttklúðtD Clfetuidl: Alþýðttflokkarínn. Bltstjérl: Stetán Pjetursson. Rltstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við verfisgötu. Simar ritstjórnar: 4901 og 4902. afgreiðslu: 4900 og «906. VerB 1 iausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. 25 milljónir. ÞAÐ gefur ofurlitla hug- mynd um ábyrgðarleysi þeirra flokka, sem mestu hafa ráðið á alþingi og í stjórn lands ins undanfarin ár, Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins, að alþingismenn skuli mánuðum saman hafa verið að velta því fyrir sér sem hreinni og beinni ráðgátu, hvaða fjár- hagslegir baggar ríkissjóði hafi verið bundnir með þingsálykt- unum þeim, sem gerðar voru á alþingi s.l. vor og sumar um heimildir fyrir ríkisstjórnina til þess að greiða stórkostlegar verðuppbætur á útfluttar land- búnaðarafurðir áranna 1941 og 1942. Svo takmarkalaust er ábyrgð- arleysið og vitfirringin hjá tveimur stærstu flokkum þings- ins, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, sem stóðu að þessum þingsályktunum, að þingmenn þeirra höfðu ekki einu sinni svo mikið sem nokk- urn grun um það, hvað þeir voru að gera. Það er ekki fyrr en fyrir fáum vikum eða mán- uðum, að þeir virðast hafa fengið eitthvert hugboð um það, hverjar afleiðingar fyrir ríkissjóð og alþjóð ábyrgðar- leysi þeirra myndi hafa. Og síðan hafa þeir, sem sagt, verið að velta þeirri ráðgátu fyrir sér, hve mörgum milljónum eða öllu heldur tugmilljónum þær kvaðir myndu nema, sem þeir lögðu ríkissjóði á herðar með þingsályktunum sínum. Nú hefir þessi ráðgáta loks- ins verið leyst með yfirlýsingu bins nýja atvinnumálaráðherra á alþingi í fyrradag. Þingmenn hafa fengið að vita, að þessar kvaðir, verðuppbæturnar á út- fluttar landbúnaðarafurðir árs- ins 1941 og 1942, sem þeir veittu ríkisstjórninni hugsunar- laust heimildir til að greiða, — nema samtals hvorki meira né minna en 25 milljónum króna! Af þeirri ævintýralegu fjárupp hæð hefir að vísu ekki nema lítill hluti verið greiddur enn. En verði greiðslunum haldið á- fram þar til þjóðin er búin að gjalda til fulls fyrir afglöp þing manna sinna, er að minnsta kosti óhætt að fullyrða, að harðla lítið verði eftir í ríkis- sjóði af þeim tekjuafgangi und- anfarinna veltiára, sem svo mikið hefir verið gumað af. * Hugsandi menn setur hljóða, þegar þeir heyra um aðra eins ráðsmennsku. Með einum tveim ur þingsályktunum, samþykkt- um að algerlega óathuguðu máli, eru ákvarðanir teknar um tugmilljónaútgjöld á kostnað alþjóðar, þó að það þýði að fleiri ára tekjuafgangi sé sóað og ríkissjóðurinn þurrausinn. Það fæst ekki nein rannsókn á því, hvort nokkur þörf er á slíkum útgjöldum. Þegar á það hefir verið minnzt, að nauðsyn- legt væri að reikna út sérstaka vísitölu framleiðslukostnaðar- ins fyrir landbúnaðinn til þess að hægt væri að gera sér ein- hverja skynsamlega hugmynd um það, hvað bændur þyrftu að Útgerðarmaðir skrifar esst Okrið á nauðsynjum smá~ útgerðarinnar. Og nauðsjrn aukins verðlagseftlrllts með slippfélðgum og vélsmiðjnm. FYRIR þinginu liggur nú stjórnarfrumvarp til laga um verðlag og verðlagseftirlit og verður vonandi ekki langt að. bíða, unz það verður að lögum og komið til framkvæmda, enda er nú svo komið, að eftir þessi veltiár útgerðarinar hafa smá- útvegsmennirnir ekki komizt úr kútnum ennþá. Orsakirnar til þessa má fyrst og fremst rekja til hins gífur- lega okurs hjá slippfélögunum og vélsmiðjunum, sem er nú farið að líkjast einna mest of- sókn á þennan atvinnuveg og er það fyrirsjáanlegt, að taki ekki stjórnarvöldin í taumana fyrr en seinna, hlýtur svo að fara, að það ríði smáútgerðinni að fullu. Máli mínu til sönnunar vil ég nefna hér nokkur dæmi, svo hver heilvita maður geti séð, hvað hér er um að vera. Al- gengt er það, að viðhaldskostn- aður báta frá 20 til 40 smálesta hafi numið um 50 þúsundum króna fyrir síðastliðið ár. Út- gerðarmaður einn á Suðurnesj- um keypti togspil í fiskibát sinn og var spilið af fullkomnustu gerð, er við þekkjum. Spilið vár keypt í Bandaríkjunum og flutt hingað til lands, greidd var af því þessi háa stríðsfrakt, tollar, umboðslaun o. fl. Með öllu kostaði spilið 14 þúsund krónur. En nú víkur sögurj/i til slipp- félaganna og vélsmiðjanna. Reikningurinn frá þeim fyrir að festa spilið á dekkið í bátnum og tengja það við vélina hljóð- aði á 16 þúsund krónur. Annað dæmi:'Útgerðarmaður þurfti að endurnýja sveifarás úr vél í bát sínum. Sveifarásinn pantar hann frá Bandaríkjunum og kostar hann hingað kominn, tgrófrendur, 3500 krónur. Reikningurinn frá vélsmiðjunni fyrir að fínrenna ásinn var um 15 þúsundir ,þ. e. a. s. meira en vélin kostaði ný. Útgerðarmaður nokkur þurfti að endurnýja bómu á skipi sínu, reikningurinri frá skipasmíða- stöðinni hljóðaði upp á hátt á 3. þúsund krónur. Þessi fáu dæmi sýna hvers lags vitfirring þetta er orðin, og væri ekki óeðlilegt að menn spyrðu, í hverju þetta lægi. Er orsökin hið háa kaupgjald? Ég segi nei. Aðalorsökin er fyrst og fremst í lélegri verkstjórn og taumlausri álagningu á vinnu, efni og vélavininiu, enda sýna verikin merkin: Stórhýsi eru ibyggð af vélsmiðjunuím fyrir milljónir fcróna, jafnframt því, sem húsin eru fyllt imeð vél- um, semí einnig kosita millj ón- ir, a'UÍk þess greiða þau milljón- ir í sfcatta. Það sikial sízt 'lastað, aQ vélar séu eindurtnýjtaðar a. s. frv. En manni fimnst það nokfcíuð langt genigið, að þesstum fyrirtækjum skuli leyf- jBt.lt aðt r^]|ai aiuðnuþi þainmig saman á 2—3 árum á ú.tgerð- injni, um leið og ríkissjóður er að tstyrkja þemman atvinnuveg. Fyrirtækin leggja á vinnu starfsmanna sinna allt að 60%, auk álagningarinnar á efni, er nemur upp í 100%. Hver er svo árangurinn? Jú, margir af beztu smiðunum eru farnir frá fyrirtækjunum ög seztir að í kjallaraholum og skúrskriflum, er þeir kalla smiðjur, og gera þar við bíl- garma og þess háttar dót, því þar geta þeir lagt sjálfir á vinnu sína, og svo sitja stóru verk- stæðin eftir með verkstjórana og ófaglærða menn ao mestu leyti. Samkvæmt íslenzkum lögum er það skylda verzlana að gefa nótur fyrir hverri þeirri úttekt, er nemur 2 krónum eða meira. Reikningarnir frá smiðjunum og slippunum eru þau ósvífn- ustu „plögg“, sem fyrir augu manns koma. Vanalegast eru það „rómanar“ upp á fleiri síð- ur, er enda venjulegast á þess- ari „klassisku“ setningu: „Verk- ið er unnið að mestu leyti í eft- ir- og næturvinnu, efni og vinna isamtals krónur.“ Svo Iremur tal- an, er virðist vera mjög ná- kvæmlega útreiknuð og endar oftast á einum eyri. Sé beðið um sundurliðaðan reikning, er oftast lofað að senda hann strax og tími gefst til, en í flestum til- fellum fyrirfinnst hann aldrei. Svo virðist sem lög um efl- ingu fiskiveiðasjóðs nái fram að ganga á þessu þingi, þrátt fyrir andstöðu Gísla Guðmundsson- ar, og er svo til ætlast að styrk- ir úr sjóðnum nái til nýbygg- inga á fiskiskipum, allt að 75 þúsund ikrónur á skip. í Hafnarfirði er verið að byggja tnokkra fiskibáta og þar á meðal tvo, sem eru 50 til 60 hrutto smálestir að stærð. Áætlað kostnaðarverð bát- anna er 5—600 þúsundir króna, en þar af rennur til skipasmiðs- bera úr býtum fyrir íram- leiðslu sína, þá hefir skætingi einum verið svarað af hálfu for ráðamanna Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins. — Það eina, sem þeir hafa hugs- að um, er, að vinna kjörfylgi bænda. Til þess hafa þeir yf- irboðið hvor annan undanfarin ár — á kostnað fólksins í bæj- unum og við sjávarsíðuna. Og til þess samþykktu þeir að endingu síðastliðið vor og sum- ar þingsályktanir þær um verð uppbætur á útfluttar afurðir bænda árin 1941 og 1942 sem nú hefir verið lýst yfir opin- berlega, að nema muni 25 milljónum króna! Þjóðinni er ætlað að borga brúsann. Enn hefir, eins og sagt var. ekki nema lítill hluti þessarar glæfralegu fjárupphæðar verið greiddur. Og með tilliti til þess, að ekki er þó um annað en heimildir fyrir ríkisstjórnina að ræða til þess að greiða hana, skyldi maður ætla, að það vrði nú loksins tekið til alvarlegrar íhugunar, eftir að séð er, út í hvaða vitfirringu hér er kom- ið, hver þörf yfirleit.t er á því, að haldið verði áfram slíkum greiðslum. Það mun að minnsta kosti krafa hvers einasta manns, með hugsun og ábyrgð artilfinningu, í landinu, að íc- arleg rannsókn verði þegar í stað látin fram fara á þvi, — hvað bændur þurfa fyrir fram- leiðslu sína, og að ekki verið að algerlega nauðsynjalausu ausið út meira fé á alþjóðarkostnað til styrktar þeim en orðið er. Almenningur í bæjunum og við sjávarsíðuna er búinn að fá nóg af brjálæði afurðaveiðs- ins og uppbótanna á það und- anfarin ár. ins og vélsmiðjanna, er vinna við bátinn, ca. 100—150 þús- undir króna af kostnaðarverði hvers báts, sem er álagning þeirra á vinnu og efni, eða þ. e. a. s. helmingi meira en væntan- legur styrkur frá fiskiveiða- sjóði. Hagur vélbátaábyrgðarfélag- anna er hinn aumasti, þrátt fyr- ir að iðgjöld bátanna hafa-stór- hækkað, því að viðgerðarkostn- aðurinn, sem á félögin hefir fall- ið, hefir verið svo gífurlegur. Nú er það svo, að þessi háa álagning á vinnu skipa og vél- smiða virðist aðallega vera hjá skipa- og vélsmiðjum hér við Faxaflóa. Til dæmis, eftir því sem ég veit bezt, leggur Skipa- smíðastöð K.E.A. á Akureyri ekki. á vinnu smiðanna og sama er að segja um Slippinn á Akra- nesi og víða úti um land, enda er það svo, að sé vinna leyst af hendi á Vestur-, Norður- eða Austurlandi, þá er hún í mörg- um tilfellum allt að 50% ódýr- ari en hér við Faxaflóa. Divai til sðli. Nýr dívan til sölu og sýnis kl. 6—7 í kvöld á Skothúsvegi 15 (norðurendi.) Veizlnmatnr. Sendnm veizlnmat í bæinn. SteinmiB 00 Margrét Valdimarsðætur, sími 5870. Við smáútvegsmennirnir skor um á hverja þá stjórn, sem fer með stjórn landsins nú á næst- unni, að taka þessi mál föstum tökum og leyfi ég mér að bera fram nokkrar tillögur þar um: 1. a. Bannað verði að leggja á vinnu bátasmiða, fari efnissiala fram úr ákveðnu lágmarki. b. Sé ekki um efnissölu að ræða, þá sé leyfilegt að leggja á vinnuna samkv. nánari á- kvæðum. 2. a. Hámarksverð sé sett á upptökugjald skipa, sem fari eftir brutto smálestastærð skip- anna. Frh. á 6. síðu. VÍSIR gerði í fyrradag brezk blaðaskrif, sem hingað hafa spurzt, um siglingar ís- lenzku togaranna til Englands, aðallega hina furðulegu grein blaðsins „Daily Mail ‘, sö um- talsefni, og segir í því sambandi meðal annars: „Dagblöðin hér birtu nýlega nokkur ummæli, er birtust 1 stór- blaðinu „Daily Mail“, varðandi siglingar íslenzkra botnvörpunga til Bretlands og fisksöluna þar. Eru ummæli þessi öll á þann veg, að þau eru stórlega vítaverð og byggjast á misskilningi einum, en auk þess lítilli góðgirni almennt í garð íslenzku þjóðarinnar. Er það auk þess athyglisvert í þessu sam- bandi, að íslenzk blöð hafa forðast að| ræða þessi mál, sumpart með tilliti til öryggis íslenzkra sjó- manna, en sumpart í því augna- miði, að forðast að vekja eða aia á ástæðulausum kala til brezkra stjóhnarvalda og þeirra brezkra ínsanna annara, er fisksölumálin hafa með höndum. Hins vegar hafa brezk blöð rætt þessi mál að undanförnu, og sum á þann vog, að hvorugs þess hefir verið gætt, sem íslenzku blöðin hafa forðast. Um skrif þessi 1 heild má segja, að þau eru frekar óheppileg' og tryggja á engan veg góðan árang- ur, en draga hinsvegar að nokkru úr líkum fyrir heppilegri lausn málanna, sem er þó væntanlega sameiginlegt hagsmunamál beggja þessara viðskiptaþjóða, — ef brezk og íslenzk stjótnarvöld tækju á þeim nokkurt inark í samninga- umleitunum sínum. Á þessu stigi mólsins er ekki sæmandi að vekja upp eða rekja fyrri og nýrri ágreiningsatriði í þessum fisksölurnálum. Brezk blöð gera sum mikið úr hinum stór- fellda gróða íslendinga af fisksöl- unni til Bretlands, og er þá líklegt að þau líti á Þær fjárhæðir einar, sem fyrir fiskinn fást á hinum brezka markaði. íslendingar leggja engu minná upp úr hinu, að vegns þessara siglinga hefir þjóðin orðið fyrir alvarlegu tjóni á mannslifum og framleiðslutækjum, og að þrátt fyrir hátt verð á fiskinum er vafa- samt að það bæti upp skerta mögu- leika til heilbrigðrar framleiðslu. Öli framleiðslutækin ganga úr sér, en þeim er ekki unnt að haldá við og ei að heldur að endurnýja fyr en að stríðinu loknu, og er það hið alvarlegasta mál, — þótt gera megi ráð fyrir að enn séu ekki öll kurl til grafar komin i þeisu efni. Áróður hirina brezku blaðs er með þeim endemum, að auk þess, sem amast er við fisksölunni á brezkum markaði og heu.ii fundið margt til foráttu, er einnig vcizt að íslenzku þjóðinni í heild, — raktar hennar vamrnir og skarrmi- ir, — og gætir þar frekar skáld- legra tilþrifa en nokkurra sann- inda. Sýnist þetta gert í því öugna miði einu að skapa fjandsamlegt almenningsálit, som gæti rneð öðru að því stuðlað, að íslendingar nytu ekki „beztu kjara“ í framtíð- arviðskiftum sínum á hirium brezka mankaði. Slík skrif eru engum til sæmdar og engum til hagsbóta, og ber ekki að harma þótt fyrir þau verði tekið. Er þess að vænta, að þessi mál, sem önnur milliríkjamál, verði leyst á vin- samlegum grundvelli, þar sem gagnkvæms skilnings gætir“. Það er full ástæða til þess a'ð taka undir þessi ummæli Vísis, að því er hina hugsunarlausu og rætnu grein „Daily MaiTc snertir. En því betur hafa ekki 511 brezk blöð skrifað af slíku skilningsleysi um siglingastöðv- unina til Bretlands. Það sýnir hin ágæta grein í „News Review“, sem birt var hér í blaðinu á sunnudaginn til sam- anburðar við hina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.