Alþýðublaðið - 27.01.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.01.1943, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 27. janúar 1943. MLrv#ÐU8LAÐIÐ 9 Kornakur á Englandi. England hefir tekið miklum stakkaskiftum í stríðinu á mörgum sviðum. Ein breytingm er hin stóraukna ræktun landsíns, sem innan skamms varð nauðsynleg til þess að geta fætt þjóðina, þrátt fyrir kafbátahernað Þjóðverja og loftárásir á flutn- ingaskip Breta á sjónum. Hér á myndinni sést einn af hinum nýju kornökrum í héraðinu Surrey á Suður-Englandi. Það er rúgur, sem þar er x'aaktaður. ÞEGAR fyrrverandi utan- ríkismálaráðherra, Alvar- ez del Vayo, var spurður, eftir að búið var að undirrita við- skiptasamning milli Spánverja og Argentínumanna, hvaða vör- ur Spánverjar gætu flutt út, svaraði hann kuldalega: — Lík. Ég veit ekki um neitt annað, sem við gsetum flutt út. Lík eru hið eina, sem Spánverjar eiga meira en nóg af. Opinberar skýrslur hafa stað- fest sannleiksgildi þessara hræðilegu orða. Landstjórinn í Barcelona hefir játað, að 200000 af íbúunum svelti, og að tólf þúsundir íbúanna hafi þegar soltið í hel. Fréttir frá hlutlaus- um löndum staðfesta þetta. AI- exis Carrel, sem hefir verið að rannsaka afleiðingar skorts á styrjaldartímum fyrir Rocke- fellerstofnunina, hefir getað sannað, að meirihluti spænsku þjóðarinnar fái aðeins einn fjórða — að magni og næring- argildi — þeirrar fæðu, sem læknavísindin hafa alltaf falið það minnsta, sem hægt væri að komast af með til þess að við- halda lífinu. Samkvæmt rann- sóknum hans er sú staðreynd, að Spánverjar skuli ennþá yf- irleitt halda lífi, furðulegt dæmi um eiginleika líffæranna að laga sig eftir breyttum aðstæð- um — enda þótt því verði ekki neitað, að milljónir Spánverja eru fremur dauðir en lifandi. Annar vísindamaður í þjónustu Rockefellerstofnunarinnar, Dr. J. H. Janney, hefir sagt, áð meiri hluti spænsku þjóðarinn- ar sé svo aðframkominn af skorti, að ef veikindi, svo sem spænska veikin, geisaði yfir landið, lægi við fullkominni auðn, eins og t. d. eftir svarta dauða faraldur miðaldanna. Hver sá, sem héfir hug á áð kynna sér ýmsar hræringar í stjórnmálalífi Spárverja, verð- ur að gera sér fullkomna grein fyrir þessum skuggalegu stað- reyndum. Hinn raunverulegi leiðtogi Spánverja heitir Sultur. Sulturinn varnar alþýðunni, sem sigruð var í borgarastyrj- öldinni, að gei'a uppreisn. Fólk- ið er of þreytt, of mergsogið. Það er örmagna. Stjórnarbylt- ingin, sem gerð var fyrir þó nokkru, var afleiðing af ógnun Spánn og styrj » m E FTIRFARANDI GREIN ( —A f jallar um spænsk stjón- i mál, eins og þau eru um I þessar mundir, og innan- ( landsástandig á Spáni, en nú I liggja fyrir óyggjandi skýrsl- ur um það, að ægileg hung- ursneyð ríki á Spáni. hungurvofunnar. Stjórnin ól þær vonir í brjósti, að hún gæti öðlast samúð Breta og banda- manna þeirra með því að fórna Seri'ano Suner. Sir Samuel Hoare hafði gefið í skyn, að möguleiki væri á því, að banda- menn sendu matvæli, en lét jafnframt í ljós, að Don Ramon, eins og Suner er kallaður í heimalandi sínu, væri ekki hinn rétti maður til þess að tvinna saman hin brostnu vináttubönd milli Breta og Ameríkumanna annars vegar og Spánverja hins vegar. * AKVÖRÐUN Francos, áð fórna Suner, án þess hann hefði nokkra vissu fyrir því, að slakað yrði á viðskiptahömlun- um, er að sumu leyti að þakka hyggilegri stefnu sendiherra Bandaríkjanna, herra Wedells. Fáeinum dögum áður en breyt- ingin var gerð í stjórnarráðinu spænska, hafði Roosevelt forseti lýst því opinberlega yfir, að bandamenn myndu hjálpa til þess að endurskipuleggja spænskt þjóðlíf að loknu stríði. Með því að veita ríkis- borgararétt tuttugu persónum í Puerto Rico, sem vitað var um, að vísu fylgjendur Fran- cos, lýstu Bandaríkin því í raun og veru yfir, að þau krefð ust aðeins breytingar á stefnu Francos í utanríkismálum, en skiptu sér ekkert af innanríkis- málum Spánverja. Auk þess sendu Bandaríkin ameríska lækna til Spánar, sem hafa helgað sig baráttunni gegn taugaveiki, sem stafar af skorti. Þessa afstöðu tóku Bandaríkin að vel yfirlögðu ráði, þar eð hyggilegra þótti, að nálgast Spánverja með vin- semd á þessum tímum en sýna þeim algert afskiptaleysi. Það hefir komið í ljós, að þessi af- staða hefir verið hin hyggileg- asta, bæði gagnvart Spánverj- um og Suður-Afríkuríkjunum. íbúarnir í Mið- og Suður-Af- ríku höfðu talsverða samúð með Franco, einkum hinir íhalds samari. Með því að forðast að slíta stjórnmálasambandi við Franco, hafa Bandaríkin unn- ið trúnað þessara manna, og gefið þeim jafnframt í skyn að hyggilegt væri að benda spænsku stjórninni á, að henni væri fyrir beztu að losa sig við æstustu andstæðinga banda- manna. * SU staðreynd, að borgara- styrjöldin hefir auðgað að eins fámenna stétt á Spáni, en millistéttirnar, verkamenn og bændur eiga við þrengri kost að búa en nokkru sinni áður, hefir valdið spænsku breiðfylk ingarmönnunum mikilla von- brigða. Blöð þeirra hafa orðið róttækari og róttækari og kraf- izt þess, að þegar í stað yrðu framkvæmdar hinar „tuttugu og sex greinar“ þeirra. Ræður leiðtoga breiðfylkingarmanna er naumast hægt að greina frá ræðum hinna fyrrverandi leið- toga lýðveldismanna. Sömu vandamálin urðu fyrir mönn- um, sem komu frá gersamlega andstæðum stjórnmálalegum vígstöðvum, kröfðust úrlausnar og neyddu þá til að gera and- róður gegn margs konar órétt- læti, sem þróazt hafði í skjóli Francostjórnarinnar. Afleiðing in var sú, að Franco varð að veita vissar ívilnanir, gefa fá- tæklingum helmingi stærri brauðskammt og skipuleggja stofnun, sem átti að gera það, sem hún gæti til þess að draga úr neyðinni, sem ríkti á Spáni. En þessar yfirborðsráðstafanir komu að litlu haldi. Ilinir ríku gátu komizt yfir nógan mat um bakdyr verzlananna, en hinir fátæku, sem álitið var að fengju meiri skammt, fengu alls engan skammt. Brauð, ol- ía, hrísgrjón og aðrar venju- legar matvörur voru seldar í laumi þeim, sem nóga peninga áttu. I ræðu einni aðvaraði Franco hina ríku og gaf þeim í skyn, að ef þeir sýndu ekki meiri þegnskap, væri ekki hægt að koma í veg fyrir nýja bylt- ingu. Sameiningu margra út- lagahópa í Mexíkó undir for- ystu Alvarez del Vayo, í Chile undir leiðsögn hinns fyrrver- andi lýðveldisráðherra, Sari- ana, og í Buenos Aires fyrir at- beina Barcia, fyrrverandi utan- ríkismálaráðherra hafði verið tekið með miklum fögnuði af Spánverjum heima fyrir. An- arkistar tóku að láta ófriðlega og sprengju var varpað að Va- rella, hermálaráðherranum. — Þessir atburðir neyddu Franco til þess að gera breytingu á og taka völdin úr höndum breið- fylkingarmanna. Þangað má rekja breyjtingarnar á stjórn- inni, þegar Jordana var gerður að utanríkismálaráðherra í stað Suners og Assensio hermála- ráðherra í stað Varella — gam- all hermaður, sem alltaf hafði getað forðað sér frá því að láta stjórnmál til sín taka. Hinn nýi innanríkismálaráðherra, Perez, er einnig vel að sér í sínum verkahring, því að áður en hann tók að sér ráðherraem- bættið, hafði hann verið hæsta réttardómari. FRANCO kann að hafa á- unnið sér samúð banda- manna með því að fórna breið- fylkingarmönnum, en um leið hefir hann misst tökin á fjöld- anum. Aðstaða hans er ef til vill sambærileg við aðstöðu von Papens, áður en Hitler tók völdin í Þýzkalandi — stjórn, sem „situr á byssustingjum“. Ef breiðfylkingarmenn, vegna hinns örðuga ástands innan- lands, missa áhrif sín, hækkai* aftur gengi sósíalista, kommún- ista og lýðræðissinna, og það kann svo að fara, að vfir Spán eigi eftir að ganga tuttugasta og fyrsta byltingin síðan árið 1812. En auðvitað myndu bandamenn, sem nú hafa her- afla í Norður-Afríku, geta komið í veg fyrir það. En hitt er augljóst, að styrjöld lýð- ræðisþjóðanna gegn möndul- veldunum hlýtur að hafa mikil áhrif á spænsk stjórnmál. Erfiðir dagar. — Skattskýrslurnar eyðilcggja skapstill- inguna. — Sjómaður skrifar um siglingarnar og skrifin í brezkum blöðum. — Nokkur orð um innheimtu útsvar- og orðsending til Tómasar. anna AÐ ERU erfiðir dagar um þessar mundir. Margir eru viðskotaillir á heimilum sínum og á vinnustöðum. Og það er engin furða. Nú eiga menn að skrifta fyrir skattstjóranum og niðurjöfn- unarnefndinni. „Og það er ekki að tala um það, maður verður að draga undan, annars drepa þeir mann,“ sagði maður við mig í gær. „GÓÐI, HJÁLPAÐU mér að út- fylla þessa bannsettu skýrslu," — sagði hann við mig. Hann hélt víst, að ég væri einhver sérfræð- ingur í slíku.\ En ég neitaði og tjáði honum mín eigin vandræði. Eg er sjálfur eins og belja á hálku, þegar ég hef þessa'skatt- skýrslu í höndunum. Það er eng- inn vandi að tíunda krakkana, en þegar að tekjunum kemur, þá fer að vandast málið. Það er svo, sem ekki hægt að snúa sér við, ef mað ur hefir föst laun, því „fyrirtækið'* * tekur ómakið af manni, en ef ein- hverjar aukatekjur eru, þá er öðru máli að gegna. EG HELD, að það sé bara bezt að reyna ekki að svindla. Þeir eru svo naskir þarna í skattstofunni. Þeir virðast þekkja á tnann, eins og eigin vasa. Það þýðir heldur ekki að draga það að senda skýrsl- una — og nú eru ekki nema fáir dagar eftir, því að skýrslurnar eiga að vera komnar í kassann á Alþýðuhúsinu fyrir 1. febrúar. EN EG VIL biðja ykkur að gæta þess, að láta ekki skattskýrslurn- ar ykkar í ógáti í Alþýðublaðs- kassann, sama kassann og bréfin til mín eru látin í. Þær gera mér svo gramt í geði. Undanfarna daga hef ég fengið jafnmargar skýrslur og bréf. Ef þið haldið því áfram, fer ég að leggja á ykkur útsvör og innheimta þau — og sendi svo skýrslurnar ykkar, auk þess á eft- ir, til skattstofunnar. „SJÓMAÐUR“ segir í bréfi til mín: „Erum við íslendingar orðin skaplaus rolumenni? Eða hvað finnst þér? Eigum við að láta klína framan í okkur alls kyns ósóma án þess að hafast að? Eg er að vona, að mér sé óhætt að fullyrða, að ég og þú — já, ég þekki þig það vel orðið — höfum ekki verið þeir einustu einu, sem fylltumst Fhh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.