Alþýðublaðið - 27.01.1943, Blaðsíða 8
AIÞYÐUBLAÐIÐ
Miðvikudagur 27. janúar 1943.
NÝJA BÍÓ
AiIZONA
Æfintýrarík og spennandi
myirud.
Aðalhlutverk:
Jean Arthus,
William Holden,
Warren William.
Bönnuð fyrir börn yngri en
16 ára.
Sýnd kl. 4, 6,30 og 9.
ÞEGAR REIÐARSLAGIÐ
KOM
A LLT frá því. að hann komst
á snoðir um, að lang-
ömmubróðir hans hafði verið
slagaveikur, hafði hann óttazt,
að ógæfan mundi líka dynja yf-
ir hann. Mörg ár höfðu liðið í
hræðilegri óvissu. Og nú staul-
aðist hann heim til sín með
veikum burðum, kengboginn og
gat ekki með nokkru móti rétt
úr sér. Reiðarslagið hafði dun-
ið yfir hann. Hann dróst að
stól og hneig niður í hann.
„María!“ stundi hann veikum
rómi. „Loksins kom það! Ógæf-
an gerði ekki boð á undan sér.
Allt í einu fann ég, að ég gat
ómögulega rétt úr mér. Eg get
ekki litið upp heldur. Flýtið
ykkur að sækja lækni!“
Læknirinn kom að vörmu
spori og skoðaði sjúklinginn í
krók og kring. Kona hins ó-
gæfusama manns bjóst við öllu
hinu versta og spurði með önd-
ina í hálsinum:
„Er nokkur von?“
„Tja!“ sagði læknirinn. „Ætli
hann mundi ekki lagast að veru
legu leyti, ef hann hneppti frá
sér buxunum. Hann hefir nefni
lega hneppt einni buxnatölunni
að framan í þriðja hnappagatið
að ofan, á vestinu.“
*
ALSÆLA.
SÓKNARPRESTURINN var
að tala við mann, sem
hafði orðið fyrir því óláni, að
missa tengdamóður sína og var
nú að biðja prestinn að jarða
hana.
„Hvenær var hin framliðna
fædd?“ spurði prestur.
„30. febrúar 1873, dóttir
hjónanna Salómons Hannibals-
sonar og Guðríðar Esekíelsd .
og hún andaðist í gær“, svar-
aði ekkillinn reiprennandi.
Prestur skrifaði þetta í minn-
isbók sína, þurrkaði sér um aug-
un, og spurði svo:
„Óskið þér einhvers fleira?“
„Nei,“ sagði syrgjandinn glað-
ur. Óskir mínar er nú uppfyllt-
ar.“
að, sagði hann: — Mig grunar,
að þeir geri sér þetta ekki ljóst,
og þeim finnst þeir vera kúgað-
ir, og þeir eru reiðir. Það er
hægt að sjá heiftina í augum
þeirra.
— Hver horfir í augun á
Kaffa? spurðu þeir.
— Vitur maður horfir í aug-
un á öllum, sem á vegi hans
verða, því að í augum manna
og dýra sést það, sem hinar lif-
andi verur hiafa í hyggj.u. Menn
geta forðað lífi sínu með því
að lesa augun, en týnt því, ef
þeir vanrækja það.
— Þú ert genginn af vitinu,
Zwart Piete. Þú hefir dvalizt
of lengi fjarri mannabústöðum,
sögðu þeir.
—- Já ég hefi umgemgizt dýr
nógu lengi til þess að þekkja
menn, og Kaffar haga sér eins
og særðir vísundar Þegar þeir
eru eltir, fara þeir í hring og
koma íoksins aftan að þeim,
sem eltir þá.
En fortölur hans komu að
engu haldi. Það var einungis
hlegið að honum. Hann var ný-
lega vaxinn úr grasi, ungur
veiðimaður, sem hafði verið
heppinn. Hann var ekki bóndi,
þótt hann ætti bú. Hann lét
frænda sinn annast bú sitt, en
var sjálfur í ferðalögum. Hann
vantaði stöðuglyndi Búanna og
fastlyndi þeirra. Hann var rét-
laus ævintýramaður, sem hafði
himininn að þaki og eyðimörk-
ina undir fótum. Hann var mað
ur, sem hægt var að dást að, en
ekki treysta.
Þannig hugsuðu allir nema
Martinus, sem söng ekki fram-
ar, af því að sonur Marietju var
dáinn og konan veik. Aoeins
Martinus og Anna frænka vissu
að Piete hafði á réttu að standa.
Jakaalas, sem hann ræddi
oft við, var honum einnig sam-
dóma, og hann var hræddur,
því að hann átti vini meðal
Kaffanna og hafði komizt á
snoðir um margt, sem honum
hafði ekki verið ætlað að
heyra.
Herra. sagði hann við Zwart
Piete. — Það er satt, sem þú
segir. Kaffarnir eru að safna
liði. Eg hefi talað við húsbónda
minn, og ég hefi talað við hina,
en þeir vilja ekki tala við mig,
af því að ég er hörundsblakk-
ur, en þig vilja þeir ekki hlusta
á, af því að skegg þitt er ekki
farið að grána. Er þá engin
vizka til í hvítum manni, nema
hann sé orðinn gráhærður, eða
í gömlum manni, ef hann er
Kaffi?
Jakalaas þagnaði snöggvast
meðan hann var að hrækja, en
hélt svo áfram. — Það er ekki
þar fyrir, að mér er sama um
þetta fólk, að undantekinni hús
móður minni og Önnu frænku,
sem læknaði mig tvisvar, þeg-
ar ég var veikur. Iiún fékk mér
líka lyf handa ljóninu, þegar
það var með ormaveiki, en það
sýnir, hversu vingjarnleg hún
er og góðhjörtuð, því að henni
er í rauninni ekki um ljón gef-
ið, hún skilur þau ekki og er
hrædd við þau.
Hann þagnaði aftur og leit
upp, en hann sat við eldinn. Svo
tók hann til máls á ný. Vill
ekki herrann fá sér sæti sem
snöggvast, það er ýmislegt,
sem ég þarf að spyrja hann um.
Zwart Pieté settist. — Berðu
þá fram spurningarnar, sagði
hann.
— Herrann má þá ekki verða
reiður, sagði Jakalaas — hvern
ig, sem ég spyr.
— Eg skal ekki verða reiður,
sagði Zwart Piete.
— Hlustaðu þá á mig, herra.
Eg er gamall maður og hörunds
blakkur, en alla ævi hefi ég
dvalizt meðal hvíta fólksins, —
fyrst sem þjónn hjá móður hús-
móður minnar, og nú sem þjónn
barna hennar. Þannig verður
það, þangað til ég dey. Trúir
herrann þessu?
— Já, Jakalaas, ég trúi því.
Húsmóðir þín hefir sagt mér,
að þú sért dyggur þjónn og
henni þykir vænt um þig.
— Hún sagði þér, að henni
þætti vænt um mig, endurtók
gamli maðurinn. — Að henni
þætti vænt um Kaffa, sem einu
sinni var þræll. Já, herra, nú
fer ég hærri því að trúa á guð
hvíta mannsins, því að frá því
að hún var barn hefir mér þótt
vænt um hana, og ég hefi reynt
að þjóna henni eftir getu. En
aldrei datt mér í hug, áð hún
liti á mig öðruvísi en sém hund
við fætur sér. Jæja, herra, þá
verðurðu að hlusta vel á það,
sem ég ætla að segja þér. Eg
er gamall Kaffi, en ég hefi augu
til þess að sjá með og eyru til
að heyra með, og ég sé, að þú
elskar húsmóður mína, og ég
veit líka, að hún elskar þig.
Andartak starði Zwart Piete
inn í eldinn og þagði. Svo sagði
hann: —iÞað er satt, sem þú
segir, Jakalaas. Hún er eina kon
an, sem ég ann.
— Flýttu þér þá og taktu
hana, herra, því að margt er á
seyði. Og ég finn það á mér, að
hún kemur, þegar þú kallar. —
Ert þú ekki karlmaður, og^er
hún ekki kona? Þess vegna
skaltu hefja upp rödd þína, því
að hún furðar sig á því, að þú
skulir ekkert hafa sagt og
hjarta hennar kvelst. Já, eins
og gamall varðhundur gæti ég
þess, sem mér er trúað fyrir,
BSiTJARNARBlÓM BGAMU BlÓ
Á hverfanda hvelí
John Doe
(Meet John Doe)
Bary Cooper
Barbara Sanwyck.
Kl. 6,30 og 9.
Framhaldssýning 3—6,30.
ÚTVAKPSSNÁPAR
(Hi Gang)
Bebe Daniels, Vic Oliver
Ben Lyon
Aðalhjlutverkin leika:
Schanlett O’Hana .......
VIVIEN LEIGH
Rhett Buitler ..........
CLARK GABLE
Asfltley ..............
LESLIE HOWARD
Melandie ...............
OLIVIA de HAVILLAND
Sýnd kl. 4 og 8. ,
Aðgönguimiðar seldir krá
kl. 1. Böm innan 12 ára
fá ekki aðgang.
og ég veit, hvað fram fer. Hún
er ekki falleg, til þess er hún
alltof horuð, en hún er góð og
hugrökk, og hún er þrekmikil.
Hún getur fylgzt með herran-
um, hvert sem hann fer, hún
þreytist ekki og hræðist ekk-
ert, sem á vegi hennar verður.
Og hún hatar þennan mann.
— Manninn sinn? spurði
Zwart Piete.
,— Hvern annan, herra?
Hvern ætti hún að hata annan?
Og hvern ætti hún að elska,
annan en þig? Er hún ekki ung
kona og girnileg? Og getur hún
ekki líka girnzt menn? Á hún
að vera hlekkjuð til æviloka
þessum manni, sem er svo gam-
all, að hann gæti verið faðir
hennar? Manni, sem hefir hey
í heilastað og sér ekki að
hverju dregur, manni, sem ligg-
ur með blökkustelpum úti um
hagana? Á hún að dveljast með
slíkum manni til æviloka? Á
hún að bíða, þangað til Kaff-
arnir verða henni að bana? —
Margt hefi ég séð um ævina,
en þetta vil ég ekki sjá. Eg vil
ekki bíða þangað til ég sé hár
húsmóður minnar atað hennar
eigin blóði og hvítan líkama
hennar stunginn spjótum Kaff-
anna. Nei, nei, herra. Ef þú
ferð ekki með hana, þá fer ég
HneSaleikakappiim
Rauði logi.
þeninan andstæðing sinn, sem
hann hafði sízt af öillu búizt við
iað rekast á ihér í skógiinum —
Gráa Gujá, hniefaleikagarpinn
víðfræga.
Þó að Gráu GiUji væri þorpari
var hann- þó enigin raggeit,
þegar ti.l hnefaleika kom. Þegar
Ra-uði Logi v-aitt -sér að honum,
fleygði hainn byssu sinni til
j-arðair og hóf hnef-ana á loft,
festullegur og kanlmaininlegur á
svip.
En, ihann vur alveg óviðibúi-nn
hi-nni leiftursnöggu áriás Rauða
Loga. Ailtaf síðan Riauði Logi
bafði séð hláan og bólginn ikrop-p
inn á Júlla eftir svipuhöggin,
f annist honum ,að hanm gæti ekki
á hei'lu-m sér tekið ,fyrr en hann
hefði Veiitt sökudólginum m-ak-
'lega ráðningu.
Hnefah'öggin dundu af heljar
afli á andliti Gráa Guja hvert
af öðru. Að lokum fékk hann
vel úti látið högg undir hök-
una, svo að hann féll aftur yf-
ir sig og lenti í öskuhaug, sem
þar var.
En hann stóð brátt á fætur
aftur og var þá líkastur særð-
um, æðisgengnum grábirni. —
Hann öskraði til manna sinna:
„Sláið hann niður, einhver
ykkar!“
Rauði Logi uggði ekki að sér.
Hann fékk roknahögg af byssu-
skefti í höfuðið og féll til jarð-
ar eins og viðardrumbur. Grái
Guji gekk að honum, þar sem
hann lá í öngviti, og sparkaði í
hann.
„Það er1 Rauði Logi, já, er
það svo? Jæja, kannske tvö
þúsund dalirnir mínir séu þá
ekki í svo ýkja mikilli hættu.
Hann hefir elt okkur uppi með
strákóþokkanum honum Júlla,
og veit því allt. Það er bezt að
eiga ekkert á hættu. Náið í gÖt-
ótta bátinn og látið þá í hann
og ýtið svo á flot. Þeir fara þá
niður fyrir fössana og svo ekki
lengra, þar lýkur þeirra hunda
ævi. Við förum síðar með gull-
ið og stóra bátinn okkar nið-
ur eftir ánni. Mér liggur á að
komast í hnefaleikasalinn í
tæka tíð til að hirða pening-
ana hans Rauða Loga.“
Hann hló grimmdarlega og
leit á piltana tvo, sem voru
meðvitundarlausir. Svo horfði
hann á það, að menn hans
sóttu litla bátinn, sem skemmd-
1NOW WE WILL 'rlASTEN
TOTHB AIR FIELP/TMERE
MUST 3B OTHER SENTCIE5
TO GHOWTHE WAY/
YNDA-
SASA.
Japanskur hermaður: Jæja
— þá komumst við loksins á
stað aftur. Við skulum flýta
okkur til þess að fá hvíldina
fyrr!
Annar japanskur hermaður:
Við erum orðnir langt á eftir.
Við megum ekki fara rangan
veg.
Japanskur hermaður: Sjáðu,
það hefir verið settur vörður,
til þess að leiðbeina okkur.
Japanskur hermaður: Nú get-
um við hraðað okkur til flug-
vallarins, það hlýtur að vera
annar vörður, sem vísar okkur
veginn þangað.