Alþýðublaðið - 27.01.1943, Blaðsíða 6
r
« •
ALÞYÐUBLAÐIO
Viðbúnaður Bandamanna í Indlandi.
Bandamenn óttuðust lengi að Japanir mundu gera tilraun til þess,-- að ráðast inn í Indland
frá Burma og voru þá að ýmsu leyti undir það búnir, en nú hafa Bandamenn safnað mikl
um birgðum allsskonar hergagna í Indlandi og er nokkuð af þeim hergögnum flutt loftleiðis
til Kína. Hér birtist mynd af einni birgðastöð Bandamanna i Indlandi.
HANNES Á HORNINU
Frh. af 5. síðu
réttlátri reiði út af þeim nöpru
ummælum, sem um okkur eru
höfð í brezka stórblaðinu “Daily
Mail” 7. jan. s.l.“
„HVER ER MEININGIN með
slíkum illmælum, eða höfum við
íslendingar ekki sýnt þá fórnar-
lund, sem skyldi gagnvart hinum
stríðandi Bretum, sem við óskum
einlæglega sigurs, sem frelsiselsk-
andi þjöð? Jú, svo sannarlega
höfum við ekki legið á liði okkar.
Við gerðum Bretum ómetan-
lega greiða. Og við höfum hætt
öllu því, sem við eigum að byggja
framtíð okkar á — flotanum — í
þarfir Breta og bandamanna þeirra.
Flotinn sá er ekki stór í augum
hins brezka stórveldis, en, vel að
merkja, það er allt sem við eigum.“
„ÁHÆTTAN hefir verið mikil,
enda kostað okkur mörg manns-
líf og skipatjón. Svo er okkur leg-
ið á hálsi, og við jafnvel rógbor-
in, fyrir að skoða huga okkar
tvisvar áður en við göngum inn
á að leggja aleiguna í enn meiri
hættu en hingað til. Fram eru
færð af Breta hálfu rök, sem miður
eru haldgóð, að mínu áliti, en
hverju svara fulltrúar okkar á
þingi og í stjórn? Hlusta þeir ein-
ungis á, eða hver eru þeirra rölc?“
„EG MINNIST þess, að formað-
ur útgerðarmannafélags togara-
eigenda hér í bænum var spurður
að því af einu blaði bæjarins, —
hverju hann hefði til að svara út
af ummælum brezka blaðsins “The
Fishing News” í nóv. s.l. „Ekkert
sérstakt“ var svarið. Síðan kom
einhver langloka af afsökunum,
þeir, útgerðarmenn, ættu ekki sök
á þessu o. s. frv. Nei, o-nei, svo
sem ekki neitt við þetta að athuga,
Eru fleiri slík fyrirmenni, sem við
eigum sem málsmetandi menn.“
„HNOTUBRJÓTUR“ skrifar. —
„Eg var nú, þó skömm sé frá að
segja, fyrst að greiða af fyrra árs
útsvari okkar núna á dögunum.
Og er það seint, eftir því, sem
vant hefir verið, en ég geri held-
ur ekki ráð fyrir, að þeir háu herr
ar hlífi okkur meir næsta ár, ef
marka má auglýsingar þeirra við-
víkjandi því efni.“
„EN ÞAÐ, SEM mér f-innst hlá-
legast, því ennþá er ekki búið að
ræna mann þeim eiginleik að sjá
skoplega hluti, er, að heilt bæjar-
félag skuli ekki fyrirverða sig fyr-
Ir að elta einn samborgara sinn
með hótunum um lögtök og ég
veit ekki hvað á eftir kann að
koma, fyrir að greiða ekki útsvar
é réttum tíma, án þess að athuga,
eð viðkomandi hefir verið húsnæð
islaus í hálft annað ár — með
heimilið uppleyst allan tímann, og
atvinnumöguleikar þar eftir. Hefir
þá bæjarfélagið engar aðrar skyld
ur við borgararía en að heimta af
þeim gjöld?“
„FRÁ OKKAR sjónarhól: Nei,
nema því aðeins að eitthvað verði
athugað, ekki aðeins fyrir mig —
heldur alla, að flestir okkar höf-
um lent hjá okrurum og sé ég'
enga ástæðu fyrir því að það sé
látið viðgangast,þó segja megi, að
fólk hafi gengið að þessu sjálft,
þá vita allir að það er aðeins neyð-
in, sem ráðið hefir.“
„ÞÚ VIRÐIST stundum hitta
Tómas Guðmundsson. Skilaðu til
hans, að ég hafi farið að kaupa
tímaritið „Helgafell“ til þess að
sjá fleiri af kvæðum hans, en ég
sé þegar orðinn fyrir vonbrigðum.
Bókin, sem kom út eftir hann í
fyrra, var svo dýr, að ég hætti
við að fá hana, og nú ætlaði ég að
bregða fs^ti fyrir hann, með því
að fá eitthvað fleira með. Meðrit-
stjóri hans hefir gert okkur miklu
betri skil í því efni.“
■ i ■ ii -
Póstmeistarinn
og frímerkin.
POSTMEISTARINN I
REYKJAVÍK sendir mér
tóninn í Alþýðublaðinu í dag í
tilefni af greinarkorni, er blað-
ið birti hinn 16. þ. m. — Kennir
þar nokkurs stærilætis, enda
veit hann af því, að hann er
hátt settur embættismaður, sem
lítur smáum augum á hinn ó-
breytta alþýðumann. Annars
getur þessi embættismaður
sparað sér öll svigurmæli í
minn garð út af fyrirsögn grein-
ar minnar, sem honum verður
þó helzt matur úr, því*Tþar átti
ég engan hlut að máli. Fyrír-
sögnin var sett af hendi blaðs-
ins, og kvað slíkt vera orðið al-
gengt að blöðin ráði fyrirsögn
aðsendra gre:na.
Hitt er rétt, að í póstlögum
frá 1940 er ákvæði í IV. gr. er
heimila póststjórnmni að hirða
frímerki af eyðublöðum post-
ávísana, og var það dómsmála-
ráðherrann, sem benti mer vin-
samlega á þetta, með viðeig-
andi athugasenidum, og vil ég
hér með tjá honum beztu þakk-
ir fyrir þann greiða.
* En sá er galli á þessu, að
þetta bætir sáralítið málsstað
póststjórnarinnar, með því að
hún tók upp þessa einkennilegu
hagnýtingu á frímerkjum mörg
um árum áður en nefnd lög
gengu í gildi. Á þeim árum
kom fram megn óánægja hjá al-
menningi útaf þessu og jafnvel
einnig á hærri stöðum, samkv.
upplýsingum, sem ég fékk í
Stjórnarráðihu. Þá er það, sem
póststjórnin tefc** þetta til
ráðs, að „smeygjapessu í bræði
inn í póstlögin nýju“ svo ég
noti óbreytt orðalag eins af
æðstu mönnum þessa lands.
En því má póststjórnin trúa,
að almenningur sættir sig
aldrei við þetta. Póststjórnin
hefir selt frímerkin og á því
ekkert tilkall til þeirra lengur,
samkv. skilningi almennings á
hugtakinu „eignaréttur“. Hér
er því seilzt lengra en góðu hófi
gegnir. Það gjörir engan mis-
mun þó póststjórninni hafi tek-
izt að smeygja þessu inn í póst-
lögin. Slíkt ákvæði verður að
nema í burt — og það tafar-
laust. Eg hefi átt tal um þetta
við marga málsmetandi menn,
m. a. nokkra alþingismenn og
suma ráðherrana, og eru allir
sammála um það, að viðkom-
andi ákvæði verði að nema
burtu úr póstlögunum, sem
fyrst, svo eigi verði lengur brot-
inn réttur á almenningi í þessu
efni.
Póstmeistarinn segir að þessi
regla gildi „í öllum löndum ver-
aldar'i^ og má mikið vera ef
hann veit svo glögg skil á þessu,
þar sem hann virðist ekki hafa
hugmynd um, að í flestum
„löndum veraldar“ eru upplög
frímerkjanna svo stór, að notuð
frímerki eru því nær verðlaus,
ef miðað er við okkar frímerki,
sem eru með verðmestu frí-
merkjum í heimi. Við eigum
því að fara okkar eigin leiðir,
en vera ekki að taka upp er-
lenda háttu þar sem þeir eiga
alls ekki við.
Póstmeistarinn segir að and-
viröi frímerkjanna renni ekki í
Póstsjóð heldur í Póstmanna-
sjóð. Hvaða sjóður er jjað? Mér
dettur í hug, hvort þetta muni
ekki vera einskonar dulbúin
tekjuauki handa hinum lág-
launuðu!!! póstmönnum. En eitt
er víst, að það virðist vera
vandalaust að stofna sjóði á
þennan hátt, og er hætt við að
fleiri hafi hneigð til hins sama,
þegar þeir .geta farið í slóð for-
ystusauðanna. Því er sjálfsagt
að nema þetta ákvæði úr póst-
lögunum nú þegar, áður en
lengra verður farið á þessari ó-
heillabraut. Enda veit ég að það
verður gjört áður en langt um
líður.
Úr þvi að ég kemst í skot-
færi við Póstmeistarann, langar
mig til að spyria hann um ann-
að, sem hann gæti kannske upp
lýst. Hvernig stehdur á því, að
almenn bréf hverfa stundum úr
pósti? Eg hefi orðið ónotalega
fyrir því, að bréf frá mér hafa
stundum ekki komizt til skila,
Til skýringar vil ég segja stutta
sögu: í sumar keypti ég ljóða-
handrit af skáldi nokkru, og
ætlaði að gefa út og' láta pf'enta
hér í Reykjavík. En sökum
anna í prentsmiðjum tókst mér
ekki að. fá handritið prentað.
Kom mér þá til hugar að senda
það til Akureyrar. Lét ég það í
Okrið ð naaðsyoj-
aai Sffláðtflerðar-
innar.
Frh. af 4. síðu.
b. Hámarksverð sé sett á dag-
leigu skipa í slippum.
c. Hámarksverð sé sett á alla
vélavinnu, þó mismunandi eftir
tegund véla.
3. a. Bannað sé að gefa út
reikninga öðruvísi en sam-
kvæmt meðfylgjandi nótum,
þar sem úttekt til verksins sé
færð dag frá degi.
b. Vinnureikningum skulu
einnig fylgja nótur fyrir hvern
vinnudag undirritaðar af þeim,
er verkið vinnur.
4. Hámarksálagning sé ákveð-
in yfir allt efni til skipa- og véi-
smiða.
Þrátt fyrir hið háa fiskverð
er áætlað að bátar þeir, er línu-
veiðar stunda frá verstöðvum
við Faxaflóa, þurfi að fiska að
lágmarki 1000 skippund yfir
vertíðina til þess að útgerðin
beri sig. Allir heilvita menn
hljóta að sjá að eitthvað verður
að gera, ef þessi atvinnuvegur
á ekki alveg að stöðvast, þar
sem heyrzt hefir að stórkostleg
verðhækkun sé á döfinni á olí-
um, en fiskverðið bundið fram
í tímann.
Að lokum þetta: Fiestar
verzlanir virðast hafa yfirfljót-
andi af tyggigúmmí, þessari
andstyggilegu vöru, sem virðist
flutt inn í stórum stíl, á sama
tíma og nauðsynjavörur verða
að bíða farrýmis mánuðum
samjain, eins og til dærnis
vél í bát minn, sem búin er að
(bíða á hafnarb akkanum í New
York síðan í júní síðastiiðið ár
og sem búið er að kosta mig um
11 þúsundir króna vegna við-
halds og óeðlilegrar olíueyðslu
á gömlu vélinni.
Við útvegsmenn óskum eftir
því, að vélar til.báta okkar sitji
fyrir tyggigúmmíflutningi hing-
að til landsins.
Ú tnerðarmaður
stórt umslag og iímdi á það frí-
merki, og lagði það sjálfur hér
inn á pósthúsið — án ábyrgðar,
— því ég bar það traust til póst-
yfirvaldanna og póstmannanna
hér, að ég áleit að bréfið gæti
ekki glatazt undir neinum kring
umstæðum. Fastar ferðir voru
enn á milli. Akureyrarpósthús
þekkti ég að áreiðanleik, og við-
takandi er rétt hjá pósthúsinu
þar. Allt þetta benti tii, að það
væri alveg útiiokað að handrit-
ið glataðist. En svo leið langur
tími og ég frétti ekkert um
handritið. Skrifaðí ég þá aftur,
og sendi með kunningja mínum
og samstundis og hann kom
norður fékk ég svarskeyti svo-
hljóðandi: „Handrit eklci kom-
ið. Odds’preniverk'k Skeyti
þetta er dags. 28. nóv. s. 1.
Margt á ég ennþá ósagt við
Póstmeistarann, en það verður
að bíða, unz ég fæ rúm í blað-
inu.
Reykjavík, 24. jan. 1943.
Benjamín Sigvaldason.
Msnndtr
vita, að æviföng gæfa
fylgir hringunum frá
SIOURÞ4JR
Mill j ónamæringur
í atvinnuleit.
rKanpnm tusknr
hæsta verði.
Hósgagnavinnustoían
Baldnrsgotu 3(1
Miðvikujdagur 27. ianúar 1943.
Vaxdúkur!
Hargir fallegir litir.
Láflt verð.
Grettisgötu 57.
Kven~ og
Karlmanna
RYKFRAKKAR
Laugaveg 74.
Sigúrgeir Sigurjónsson
hiBst'aréttarmálaftuthingsmdöur
Skrifstofutimi 10-12 og 1—6.
Aðalstrœti 8 • Simi 1043 1
KOL
Nýkotnin
góð
tegund
af
húsa-‘
kolutn
UOI.AVi:i{/.M \ SI IU ISI.\M»s ::
Þetta er samkvæmiskj óll eftir
nýjuisltu táziku í Ameríku.