Alþýðublaðið - 01.06.1943, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.06.1943, Blaðsíða 3
í*riðjudagur 1,. júní 1943. ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 S I 1 5 s V s s i s $ '’H '■'S s ■S s :‘S s ;S V 'S :S S ■s s s s "S 1 s s : 'S •S s "S i s ’S 1 «s Sprengjugígur í Casablanca. Gígurinn, sem amerísku hermennirnir eru að moka ofan í og dæla upp úr vatni, myndaðist þegar sprengja frá þýzkri flugvél sprakk í einni aðalgötunni í Casablanca. — Innfæddur maður horfir á. SameÍMlsip sstrtftagigll Fr&kkas aulle og Giraud byrjað* ir viðræður suður í Algier. ________ '.Franskl fl©tlnm i AiexaBidriu Iieflr iá geuglð í lið með Eaudamðnmim. S«mner Welles vill: JHÐjóðalier os alpjöða- dómstói eftir striðið LONDON í gærkvöldi. SUMNEFy WELLES, vara-ut- anríkisráðherra Bandaríkj- iixnna, hejir haldið ræðu, þar .sem hann leggur til að stofnað- ur verði alþjóðaher og alþjóða- ■dómstóll eftir stríðið til þess að halda uppi lögum og reglu í heiminum og tryggja friðinn. Mssar «g Egyptar tafca npp stjirnmálasamband. LO’NDON í gærkveldi. EGYPZKA stjórnin hefir á- kveðið að taka upp stjórn- málasamband við Rússa og senda sendiherra til Moskva. Tekið er fram í samningum Rússa og Egypta, að hvorugur aðilinn skipti sér af innanlands- málefnum hins. LONDON í gærkveldi. SAMKVÆMT opinberri tilkynningu frá Morður-Afríku hefir franski flotinn í Alexandríu gengið í lið með bandamönnum að undangengnum samningum, sem fóru fram á milli Giraud hershöfðingja og yfirmanns flotans. Floti þessi var kyrrsettur í Alexandríu eftir fall Frakklands, og eru í honum 9 herskip, gamalt orrustuskip, fjögur beiti- skip, 3 tundurspillar og einn kafbátur. De Gaulle er kominn til Algier ásamt fleiri leiðtogum stríðandi Frakka til viðræðna við Giraud. Hófust viðræður þeirra í dag. Georges, einn af þekktustu herslhöfðingjum Frakka, hefir sloppið frá Frakklandi og er nú kominn til Norður- Afríku. RÚSSAR tilkynna. að þeir hafi hrundið öflugri til- raun Þjóðverja til þess að kom- ast austur yfir Donetz ofarlega við fljótið. Almenningur í löndum Bandamanna bíður nú með eft- irvæntingu eftir að sjá hvað næsta skref Bandamanna verð- ur í landhernaðaraðgerðum gegn möndulveldunum. Dag eftir dag berast fréttir af stöð- ugum loftárásum Bandamanna á Þýzkaland, ítalíu og her- numdu löndin. Leiðtogum Bandamanna, svo sem Church- ill og Roosevelt, hefir ávalt verið það ljóst, að pólitísk ein- ing meðal allra Bandamanna er nauðsynlegt skilyrði til þess að hernaðarátök þeirra geti heppnazt og borið árangur. Fundur þeirra Giraud og de Gaulle í Algier er því mjög mikilvægur frá sjóharmiði Bandamanna. Sameining allra Frakka, sem berjast gegn Hit- ler, undir eina stjórn hefir einn ig mikla hernaðarlega þýðingu þegar innrás verður gerð í Frakkiand. Fyrsti umræðufundur þeirra Giraud og de Gaulle í dag stóð yfir í þrjár klukkustundir. Fundinn sátu meðal annars Catraux hershöfðingi og Georg- es hershöfðingi, sem nýlega tókst að sleppa frá Frakklandi í flugvél. Georges er 68 ára að aldri. Hann er einn af þekkt- ustu hershöfðingjum Frakka. Hann stjórnaði um eitt skeið franska setuliðinu í Ruhr og hafði yfirstjórn nokkurs hluta Maginotlínunnar á hendi 1940. Giraud hefir skipað Georges í framkvæmdaráð Norður-Af- ríku. Engar tilkynningar hafa verið birtar um árangur við- ræðnanna f dag. En þa^ þykir táknrænt fyrir hina vaxandi sameiningu Frakka, sem halda áfram stríðinu við Þjóðverja, að Georges hershöfðingi skuli einmitt nú hafa bætzt í hóp þeirra. Kfnverjar umkringja 5 Japðnsk herfylki. LONDON í gærkvöldi. T7' ÍNVERSKA stjórnin í Chungking birti aukatilkynningu í kvöld, þar sem skýrt er frá því, að Kínverjar hafi króað inni 5 japönsk herfylki í Ichang við Yangtse fljótið. 100 lljúgandi virki ráð- ast á Napoli á ttalin. LONDON í gærkvöldi. 00 FLJÚGANDI virki I.U'Lp gerðu loftárás á Na- poli á ítalíu í gær. Flugvélar bandamanna frá Norður-Afríku réðust einnig á flugvöll skammt frá Foggia, stöðvar á Sikiley og Pantellaria. Öll Fljúgandi virkin komu aftur úr árásinni. Brezkar flugvélar frá Eng- landi gerðu í dag loftárásir á ýmsa staði í Norður-Frakklandi, Hollandi og Belgíu. Robert Donets, fréttaritari brezka útvarpsins í Norður-Af- ríku, símaði í dag, að 100 Fljúgandi virki hafi tekið þátt í árásunum á Napoli í gær. Virk- in gerðu á^ásir sínar í fjórum hópum. Fyrsti hópurinn réðist á höfnina og olíugeyma þar. Einu kaupskipi var sökkt í höfninni og olíuflutningaskip hæft sprengjum. 2. og 3. hópur- inn réðust á flugvelli við borg- ina. Voru margar flugvélar eyðilagðar á jörðu. Þegar seinni hópur þessara flugvéla gerði árás sína, réðust 40 ít- alskar orustuflugvélar gegn þeim. Tókst hinum fljúgandi virkjum að skjóta niður 10 or- ustuflugvélar ítala án þess að verðá fyrir nokkrU tjóni sjálfir. 4. hópurinn réðist á flugvéla- og hreyflaverksmið j ur. Árásina á flugvöllinn Við Foggia gerðu 50 Liberator flug- vélar. Lightning-flugvélar, sem höfðu sprengjur meðferðis, réð- ust á stöðvar á Sikiley. Einnig voru 6 skip hæfð við eyna. Flugvélar frá Bretlandi réð- Ameríkskar sprengjuflugvél- ar varðar kínverskum orustu- flugvélum réðust á Ichang í dag. 10 orustuflugvélar Japana voru skotnar niður. Harðar orustur hafa verið háðar á þessum slóðum í Kína að undanförnu og hefir þýzka útvarpið birt þaðan miklar sig- urfréttir eftir Japönum. Síðast sögðu Japanir að herir þeirra stefndu til Chungking, aðseturs kínversku stjórnarinnar. Auka- tilkynning kínversku stjórnar- innar bendir til þess að tekizt hafi að stöðva sókn Japana, sem gat orðið Kínverjum mjög hættuleg. Sttlwell I Londoi LONDON í gærkveldi. Qr TILWELL yfirhershöfð- kj ingi Bandaríkjamanna í Kína og Indlandi, er kominn til London. Hann mun heimsækja helztu herstöðvar bandamanna í Afríku á leið sinni austur. .Stilwell sagði við blaðamenn í dag, að hann hefði einna mest- an áhuga fyrir að kynna sér loftárásir langferða-sprengju- flugvéla. Bretar tilkynna, að 5 kaf- bátum hafi verið sökkt fyrir Þjóðverjum á Atlantshafi. — Tveimur þeirra var sökkt1 við strendur íslands. ust á samgönguleiðir í Frakk- landi og flugvöll við Cherbourg. Meðal staða þeirra, sem Bretar réðust á í Hollandi, var Zee- brugge. Ghurehill kominn til Gíbraltar? Hann er sagðnr sitja þýðingarmikla ráðstefnu með herforingjum Banda- manna í Norður^Afríku. LONDON í gærkveldi. YMSAR útvarpsstöðvar möndulveldanna skýrðu frá því í dag eftir spánskri frétt, að Churchill væri kom inn til Gibraltar og hefði setið þar nokkurra daga ráð- stefnu með herforingjum handamanna í Norður-Afríku •g Gibraltar. í fréttum þessum er sagt, að Churchill hafi komið til Gihraltar á þriðjudaginn, en ekki væri kunnugt um erindi hans. Nokkru seinna var sagt frá því í Vichy- útvarpinu, að Churchill hafi átt viðræður við Giraud hershöfðingja, yfirmann Frakka í Norður-Afríku. — Nokkrum mínútum síðar skýrði útvarpið í Madrid frá því eftir fréttum frá La Linca, sem liggur Spánarmegin við eiðið hjá Gibraltar, að Churchill hafi átt viðræður við Eisenhower hershöfðingja, yfirmann alls herafla bandamanna í Norður-Afríku. Margir aðrir háttsettir hershöfðingjar bandamanna við Miðjarðarhaf voru við- staddir, sagði útvarpið í Madrid enn fremur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.